Vísir - 02.02.1970, Page 2

Vísir - 02.02.1970, Page 2
2 V í S I R . Mánudagur 2. febrúar 1970. íslenzku landsliösmennirnir sáu Peter Oogood leika Sunderland grátt á laugardaginn. Hann skoraði þrennu í leiknum — en geröi þó betur gegn Chrystal Palace á dögunum, skoraöi fjögur mörk. Hér sést hann á miöri myndinni í leiknum gegn Palace. Til að spara ykkur talningu , sjást sjö „varnarlausir" leikmenn Palace á myndinni. Hallur S'imonarson skrifar um ensku knattspyrnuna: Forsætisráíhemum kampakátur vegna sigra Huddersfíeld Town — Huddersfield hefur fjögurra stiga forustu í 2. deild F'rát't fyrir byltuna í Washington á dögunum er Harold Wil- son, forsætisráöherra Breta, kampakátur nú. Það er ekki að- Viins batnandi efnahagur Breta, sem því veldur, heldur einnig mik- i iö gengi Huddersfield Town á knattspyrnusviðinu, og eftir þýð- Jngarmikla sigra undanfarnar vikur hefur Huddersfield tryggt sér t góða forustu i 2. deild og stendur nú á þröskuldi fyrstu deildar. Og Yorkshriebúinn í Downing Street setur sig aldrei úr færi aö sjá knattspyrnulið fæðingarborgar sinnar í leik — og minnist 'þá ávallt æskudaga sinna í Huddersfield, þegar félag þessarar V30 þúsund manna borgar bar ægishjálm yfir önnur á Englandi »og sigraði í 1. deild þrjú ár í röð — frá 1924 til 1926 — afrek, <sem aðeins eitt félag hefur leikið eftir, Arsenal 1932 til 1934. . Og þá tengdist Wilson knattspyrnunni þeim böndum, sem aldrei , hafa slitnað síðan. Að hans áliti á Huddersfield hvergi heima nema , í fyrstu deild, en 1956 féll það niður í 2. deild ásamt ööru York- (shireliði, Sheffield United, en þau skipa nú tvö efstu sætin í 2. deild. Ungur maður, Ian Greaves, áður leikmaður hjá Manch. Utd., 'tók við framkvæmdastjórn hjá Huddersfield fyrir tveimur árum ' og undir stjóm hans er þetta fræga félag nú aftur í sviðsljósinu. ‘fyrri hálfleik, en John O’Rourke og Neil Martin skölluðu knöttinn í mark í þeim síðari, og Arsenal hefur nú ekki unnið leik gegn ensk um liðum síðan 13. desember. Eini ljósi punkturinn hjá Arsenal á keppnistímabilinu er Borgakeppni Evrópu. Félagið er komiö í „átta liða úrslit“ og leikur þar gegn Dynamó Bacau, Rúmeníu. En við skulum nú líta á úrslitin á laugardaginn: 1. deild. Bumley—West Ham 3—2 Chelsea—Sunderland 3 — 1 Coventry—Arsenal 2—0 Everton—Wolves 1—0 Manch. Utd. —Derby 1—0 Newcastle — C. Palace 0—0 Nottm. For.—Liverpool 1—0 Sheff. Wed, —Ipswich 2—2 Stoke—Leeds Utd. 1—1 Tottenham—Southampton 0—1 WBA-Manch. City 3—0 2. deild. Birmingham—Bristol City 2—2 Cardiff—Blackpool 2—2 Huddersfield — Carlisle 1—0 Hull—Sheff. Utd. 2—3 Middlesbro—QPR 1—0 Millvall—Oxford 0—0 Norwich—Blackburn 0—1 Portsmouth—Charlton 5 — 1 Preston—Aston Villa 1 — 1 Swindon—Boiton 3—2 Watford—Leicester 2 — 1 íslenzku landsliösmennimir voru á Stamford Bridge leikvelli Chelsea í London og sáu Peter Osgood skora þrjú mörk gegn Sunderland. | Ekki var þetta þó einn af beztu ! leikjum Chelsea, en liðið lék þð of vel fyrir Sunderland og vörn norðanmanna gat ekki stöðvað Os- good. Hann skoraöi tvö mörk með Þriggja mín. millibili um miðjan fyrri hálfleik og hið þriðja 10 mín. fyrir leikslok, þá orðinn haltur. Joe Baker lagaði stööuna í 2—1 fyrir Sunderland og var öðm sinm í góðu færi, þegar markvörður Chelsea, Peter Bonetti, felldi hann, en ekki var þó dæmd vítaspyrna. Leeds heldur enn forustu í !• deild eftir jafnteflisleikinn í Stoke. en lék ekki eins vel og að undan- förnu. Leeds var reyndar heppið að ná jafntefli. Peter Dobing skor- aði fyrir Stoke, en Johnny Giles jafnaði fyrir Leeds og þaö beint úr homspymu. Knötturinn fór efst í stöngina fjær og hafnaði í mark- inu. Óvenjulegt mark fyrir enska iandsliðsmarkvörðinn, ■ Gordon Banks, enda sagöi hann í BBC eftir leikinn. „Markið var mér að kenna ég átti að ná knettinum áður en hann lenti í stönginni". Einnig sagði Banks að Stoke-liðið heföi verið frekar óheppið í leiknum. Everton hefur sömu stigatölu og Leeds og sigraði Ulfana 1—0. — Everton hafði yfirburði í leiknum, en John Oldfield var frábær i marki Ulfanna. Eina mark leiks ins skoraði Joe Royle á 31. mín., mark sem vöm Úlfanna hefði auð- veldlega átt aö komast hjá. Derek Dougan, miðherji Olfanna, slasað- ist á höföi, þegar klukkutími var af leik, og léku Úlfamir eftir það 10, þar sem varamaður þeirra hafði þá þegar verið settur inn á. Önnur markatala, sem gefur litla hugmynd um gang leiksins, er frá Old Traford, leikvelli Manch. Utd. Manch. Utd, haföi þar mikla yfir" burði gegn Derby, svo mikla, að knötturinn fór varla af vallarhelm ingi Derby framan af, en Les Green átti enn einn stórleikinn í marki Derby. Bobby Charlton skoraði eina mark leiksins á 27. mín. Green virtist hafa möguleika á að i En þó mikill fögnuður sé i her- .búðum Yorkshirebúa — Leeds er teinnig úr þeim landshluta — gegn ir öðru máli í Norður-Londop, þar lem allt gengur nú á afturfótun 'um hjá tveim af frægustu félögum deild hjá báðum er slæm, Og ekki bættu leikmennirnir á laugardag- inn þar um, heldur ýfðu sárin. Framkvæmdastjóri Tottenham, Bill Nicholson, gerði róttækar ! breytingar á liði sínu gegn South- r pr Hvar næst ? íver næst ? • Englendinga, Arsenal og Totten-; ampton og setti m.a. annars fjóra ,ham, og hefur örvænting gripið j landsliðsmenn út, þá Jimmy Greav ,um sig jafnt meðal forustumann-1 es, Alan Gilzean Cyril Knowles og anna sem óbreyttra liðsmanna. — j Joe Kinnear en allt kom fyrir ekki. Bæði liðin féllu úr bikarkeppninni Asa Hartford — skírður í höfuðið á Jolson, og talsvert líkur Ilermanni Gunn- irssynL Southampton sigraði með marki Ron Davies og aðeins 27 þúsund sáu leikinn — brot af þeim fjölda sem áður fyllti White Hart Lane, enda átti Tottenham áður miklu gengi að fagna, varð m.a. Evrópu- meistari bikarliða 1963, enskur bikarmeistari 1962 og 1967, en árið 1961 var þó einstakt. Totten- ham sigraði þá bæði í 1. deild og brkarkeppninni, en það afrek hef- ur ekkert annað félag unnið á þess ari öld. Og hjá Arsenal var fyrirliðinn Terry Neil settur út gegn Coventry en í hans stað lék ungur leikmað ur John Roberts, sem Arsenal keypti í fyrrasumar frá Northampt on fyrir 35 þúsund pund. Roberts hefur leíkið nokkra leiki áður með Arsenal, en hann gat lítið gert til að hindra s> Coventry. Tölumar 2 — 0 gefa a».s ekki vel til kynna hina miklu yfirburði Coventry í leiknum og Arsenal hefur nú tapað „tvöfalt“ fyrir Coventry á leiktfma bilinu. Ekkert mark var skorað í Dregið fimmtudaginn 5. feb. Umboðsmenn geyma ekki miða viðskiptavina fram yfir dráttardag Vinningar gera hvorki mannamun né staðarmun. Gleymið ekki að endurnýja. Síðustu forvöð fyrir hádegi dráttardags. Happdrætti SÍBS 1970.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.