Vísir - 02.02.1970, Page 4
að vísu).
Nú er í byggingu risaeyra fyrir
þýzka stjörnufræðinga og er það
svo stórt í sniðum, að það verð-
ur hærra heldur en kórbygging-
in f Cologne-dómkirkjunni, eins
og sjá má á myndinni hér,
í dal einum hjá Effelsberg í
nágrenni Bonn er verið að byggja
stálgrindina, sem halda á uppi
þessu risaeyra, og er hún engin
smásmíði heldur, enda hefur rad
arskermur þessarar stjörnuathug
unarstöðvar 100 m þvermál.
Risaeyra þessu er ætlað aö
veita móttöku merkjasendingum
utan úr geimnum og verður það
væntanlega tekið í notkun á
þessu ári. Þessi stjörnukíkir, rad-
arstöð, eða hvað maður skyldi
kalla hana, mun starfa í þágu
Max Planck-stofnunarinnar í
Bonn.
Uppsetning tækisins er óskap-
leg nákvæmis vinna, því að
skakki, 'sem næmi br.oti úr milli-
metra, í undírstöðunni og stjórn
tækjum radarspegilsins, gæti leitt
af sér nokkur hundruð kílómetra
misvísun á geislanum á svo löng
um fjarlægðum, sem í þessum
rannsöknum getur verið um að
ræða, eins og t.d. 12 billjónir
ljósára (en það eru um 113 trill-
jónir kílómetra).
Ellefta
boðorðið
Ellefta boðoröiö hljóðar svo (í prestsjns nafni): Ekki skaltu
leggja bílnum þínum hér!
svo. ..
Hún Mary litla Pekar (4 ár;
er að vísu ekki læs sjálf, e
blöskrar þó, aö ökumaöurini
sem rétt í þessu kom inn í stæ
ið við dómkirkjuna í Pittsburj
skuli ekki virða þaö, sem á ski
inu stendur letrað:
EKKISKALTU
LEGGJA BÍLNUM
ÞÍNUM
HÉR
1L. boöorðið
Það voru sóknarpresturinn c
djákninn, sem settu fram þet(
11. boðorö, en ekki getur saga
um það, hvort þeir hafi fundi
þaö með sama hætti og Mósí
fann hin tíu.
Okkur grunar, að þeim ha
birzt það í draumi, eftir að hai
beöiö þess aö kvöldi, að þe
fengju að hafa bílastæöin sínv:
kirkjuna í friði.
Hljómplötuupptaka v/ð
frumstæð skilyrði
Við höfðum spurnir af því einn
daginn í siöasta mánuði, að Júd-
as væru niöri í útvarpssal við
upptöku sinnar fyrstu híjómplötu
og þótti okkur það góð tiðindi,
því Júdas er hljómsveit, sem ætti
að geta gert mjög góða hluti
á plötu — hefðu meira að segja
mátt vera búin að senda frá
sér eina fyrir löngu.
Blm. Pop-punkta brá sér í
skyndi niður í útvarp, þeirra er
inda að fá nokkra punkta frá
Júdas um þessa plötu þeirra.
Það var áliöið dags þegar mig
bar að garði, og voru Júdasar-
menn að pakka saman hljóðfær-
um sínum og búa sig undir að
yfirgefa staðinn. Mér tókst að
stela Vigni, gítarleikara hljóm-
sveitarinnar út úr hópnum og
fékk að leggja fyrir hann nokkr-
ar spurningar.
„Hvernig hefur hljóðritunin
gengið?‘‘ var fyrsta spurning mín.
„Hún hefur gengiö sæmilega,
en ekki meira en það. Við höfum
verið tvo daga í upptöku, en að-
eins tekizt að koma undirspil-
inu fyrir annað lagið á band. ÞaÖ
sem aðallega hefur tafið upptök-
una og valdiö mestum erfiðleik-
um, er það, að við megúm ekki
hafa hljóðfæri okkar eins hátt
stillt og þörf krefur. Ef okkur
veröur þaö á að gefa frá okk-
ur of há hljóð er farið að banka
í okkur ofan úr þularherberg-
inu og skipa okkur að draga niö-
ur I hljóðfærunum. Þegar við
byrjuðum upptökuna hérna í gær
dag gekk allt skínandi vel til
að byrja með, enda vorum við
þá með hljóðfærin stillt jafn hátt
og á dansleikjum okkar þannig
að „powerið“ var það sama og
þar. Með því móti gekk allt mjög
vel og við vorum komnir langt
með að ná því sem til þurfti svo
að upptaka undirleiksins gæti far
ið fram (þ.e.a.s. bassa- orgel-
og trommuleikurinn). En þá var
það sem fólkið í útsendingarsal
hljóðvarpsins byrjaði að þagga
niður í okkur og það gaf sig ekki
fyrr en við höfðum dregið það mik
ið niður í hljóðfærunum, aö allt
„sound“ var rokið út I veður og
vind og við sem unnum að upp
tökunni komnir í megnustu fýlu.
Eftir dágóða stund hafði okk
ur þó tekizt að hljóðrita undir-
spilið, en þegar því var lokið, var
líka komið fram á kvöldmatar-
leyti og ekki hægt að vinna meira
í stúdíóinu þann daginn.
í dag var unnið viö að bæta
inn í upptökuna saxafónum,
trompet og sólógítarspilinu, og
gekk það öllu betur fyrir sig en
upptakan [ gær, enda hafði það
ekki eins mikinn hávaða í för
með sér“.
„Hvernig finnast þér upptöku-
skilyrðin hjá sjónvarpinu?“
„Það er samskonar tæki til
hljóðritunar og hér I útvarpinu,
en aftur á móti má maður stilla
sín tæki þar, eins og maður er
vanastur þeim og það er stór
kostur fram yfir aðstöðuna hér.
Það er bara yerst, að það er.
bannað að taka upp hljómplötur,
hjá sjónvarpinu. Það stendur víst
til að banna slíkar upptökur hjá
útvarpinu líka og þá er endan-'
leg abúið aö vísa plötufyrirtækj ’
unum út á götuna með sitt hljóm*
listarfólk. Það eru ekki nema,
fáar íslenzkar hljómsveitir, sem,
eiga þess kost að láta taka upp
plöturnar erlendis, þannig að ég
veit ekki hvað þá tekur við ís- ‘
lenzkri hljómplötuútgáfu. Ég >
hef reyndar heyrt talaö eitthvað,
um það, að Pétur Steingrímsson,
magnaravörður með fleiru, sé að
koma sér upp sínu eigin stúdíói
fyrir plötuupptökur — en þú'
mátt alls ekki bera mig fyrir -
þeirri sögu“.
IRætt við
Vigni gítor- ];■
leiknrn Júdas ]]'
um íslenzk
stúdíó ];’
1. HLUTI
'VWNAAA/VWÍAAAAAAAO
„Að hvaða leyti standa fslenzku
stúdíóin þeim erlendu aö baki?“(
„Að flestu leyti held ég að mér
sé óhætt að segja. Fyrir það’
fyrsta er það íslenzka aðeins eins>
„trakka“, en þau tæki sem mest
eru notuð í útlandinu eru sextán'
„trakka“. Ég hef meira að segja’
heyrt aö hljómsveitir eins og,
Blood, Sweat & Tears taki sínar
plötur upp í 32 „trakka" stúdíói,
þannig aö þú 'sérð, aö það er
engin smávegis aðstöðumunur
milli íslenzkra og útlenzkra hljóm
listarmanna við plötuupptökur.
Og svo eru menn að reyna að
bera íslenzkar hljómplötur saman
við framleiðslu útlenzkra — ’a,1
því líkt og annað eins . . .“ dæs-'
ir Vignir að lokum og snýr sér-
að því aö hjálpa hinum strákun-
um við að pakka saman.
Hér látum við staðar numið, en
i Pop-punktum þeim sem birtast
hér á síöunni n.k. fimmtudag verð
ur viðtal við Magnús Kjartansson
orgelleikara með Júdas um lögin
á plötunni og kemur þar margt
athyglisvert fram, m.a. það, að
Karl Sighvstsson í Trúbrot sé
„producer“ plötunnar (þ.e.a.s.
hann stjórnar upptökunni og ræð
ur jafnvæginu millj hljóðfæranwa
annars vegar, og söngs og und’r-
leiks hins vegar), en það er ó-
hætt að fullyrða það, að þetta sé
í fyrsta skipti, sem íslenzk pop-
hljómsveit ræöur sérstakan
mann til þeirra starfa fyrir hljóm
plötuupptöku. Þim