Vísir - 12.02.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 12.02.1970, Blaðsíða 2
CORDOBES slasast í nautaati Nautið sigraðist á frægasta nautabana Spánar á leikvangi í Colombia Frægasti nautabani Spánar, Manuel Benitez, sem betur er þekktur undir nafninu, E1 Cord- obes, særöist alvarlega í viður- eign við naut á Santa Maria- leikvanginum í Colombía. Nautinu tókst að reka í hann horn um leið og hann rak korða sinn í bak þess, og hóf hann hátt á loft upp, áður en það varpaði honum til jaröar. Rakst annað homiö undir hægra kjálka- barðið á nautabananum. E1 Cordobes var borinn með- Hinn 33 ára gamli nautabani liggur illa særður undir fótum nautsins, sem bar sigur af hólmi í viðureign þeirra. 71 árs kona gerist leynilögregla oð hætti frægustu sögupersónu Agatha Christie I hálfan mánuð lagði frú Máude Annie Patrick, 71 árs göm- ul ekkja, fyrir sig leynilögreglu- störf og fyrir kl. 9 að morgni hvers dags var hún komin á stjá til þess að rannsaka dular- fullt hvarf blómsturpotts úr blómagaröi sínum. Hún leitaðj í görðum hundraöa húsa í stórum borgarhluta, og gaf sér rétt tíma til þess að snæöa hádegisverð á hlaupum, en þrammaði í staðinn milli húsa- garöanna langt fram á kvöldin. Stundum skipti hún líka um yfirhöfn og brá sér í aöra kápu og setti upp nýjan hatt... „ef einhverjir skyldu fara að gruna eitthvað, þegar þeir sæju sömu konuna aftur og aftur á þrammi eftir götunni þeirra,“ sagði hún síðar sjálf frá. Með þessu háttalagi var gamla frú Patrick að leggja lögreglunni lið sitt við að upplýsa hvarf stein steypts blómsturpotts, sem staðið hafði í blómagarði hennar í Somm erville Drive í Leeds. Hún haföi auðvitað tilkynnt þjófnaðinn, en varð fljótlega ljöst aö lögreglan ætti fullt í fangi með rannsóknir stærri glæpa, heldur en blómapottaþjófn aða. Að dæmi ungfrú Marple, öldruðu piparmeyjarinnar úr hin- um frægu lögreglusögum Agatha Christie, hóf Maude Patrick sjálf að rekja slóðina. Og löng var sú slóö, sem hún rakti nákvæmlega frá húsi til húss, heilu hverfin á enda, svo spannaöi stóran hluta borgarinn- ar — dag eftir dag í alls konar veðri, Það var alger saumnálar- leit, því að tvisvar skoðaði hún hvern garð, til þess að leita vel af sér allan grun. Á fimmtánda degi bar þolin- mæði hennar og þrautseigja líka ávöxt. Þarna í einum garðinum blasti blómsturpotturinn hennar við henni, og hún var ekki höndum seinni að hringja í lögregluna. Lögreglan tók pottinn og hand- tók plastiðnaðarmann fyrir þjófn- aðinn. Seinna játaði sá og var sektaður um 10 pund. Frú Patrick ver öllum tóm- stundum sínum til garðyrkju og líka gerir hún sér til dundurs að móta ýmsa muni úr steinsteypu, eins og t. d. þennan umrædda blómsturpott. Eins og gefur að skilja var þetta afrek hennar matur fyrir brezku blöðin og 1 viðtali viö eitt þeirra sagði hún: „Sumt fólk mun áreiðanlega halda, aö ég sé i meira lagi skrýtin gömul kerl- ing, fyrst ég lagði alla þessa fyr- irhöfn á mig fyrir einn blómstur- pott. — En garðyrkjan er mér eitt og allt, síðan ég missti bónda minn, og ég hef lagt verulega hart að mér til þess að gera garð- inn minn fallegan. Það var vegna allrar þeirrar vinnu, sem ég reidd ist svona við þjófinn.“ „Auk þess hefur mig í laumi langað til þess að verða lög- reglukona, og þessi þjófnaður veitti mér tækifæri til þess að spreyta mig við að upplýsa glæp, Nú veit ég líka að mín aðferð hrífur.“ Yfirlögregluþjónn rannsóknar- lögreglunnar í Leeds, Denis Hob- an, sagði við blöðin: „Það var athyglisvert leynilögreglustarf, sem gamla konan leysti af hendi.“ Bæði fékk hún blómsturpottinn aftur og kom upp um þjófinn. vitundarlaus af leikvanginum inn á sjúkrastofu, en var síðan lagður inn á sjúkrahús. Læknaskýrslur sögðu, að horn tuddans hefðu þó ekki náð að ganga mjög djúpt, en þau höfðu þó skilið eftir lang- an skurð frá kjálka og niður á brjóst. Að auki fékk nautabaninn snert af taugaáfalli. E1 Cordobes er frægasti nauta- bani núlifandi og hæstlaunaður þeirra allra. Hann hófst úr fátækt, alinn upp á suðurhluta Spánar, til auölegðar og heimsfrægðar i byrjun sjötta tugsaldarinnar.Sagt er að hann hafi hagnazt um rúm- ar þrjár milljónir dollara á nauta- ati eingöngu. Margt manna var viðstatt á leikvangi Santa Maria daginn, sem slysiö varð, en Cordobes átti að kljást við tvö naut, og auk hans áttu að koma fram tveir aðrir frægir nautabanar, Vasques II frá Colombia og Manolo Mart- inez frá Mexicó. Eftir að Cordobes hafði verið ' EI Cordobes eða Manuel Benit- ez er frægasti núlifandi nauta- bani Spánar og tekjuhæstur þeirra allra. borinn af leikvanginum gekk Martinez af nautinu dauðu. 1^,,. ^ Læknar á sjúkrastofu leikvangsins í Santa Maria i Colombíu veita E1 Cordobes aðhlynningu, meðan hann er borinn meðvit- undarlaus af leikvanginum. Fjölgun í Víetnam Það er stöðugt unnið aö þvi að fjölga í Víetnam, þrátt fyrir mann fall strfðsaðilanna, en sá liðsauki er þó ekki í þágu hernaðarins, heldur ástarinnar. Tala amerískra hermanna, sem kvænast Víetnam-stúlkum, fer stöðugt hækkandi, og það þrátt fyrir ýmsar hindranir og steina, sem yfirvöld hers og lands leggja i götur væntanlegra hjóna. 1966 kvæntust 246 landgöngu- liöar í Víetnam. 1967 voru þeir 452. 1968 komust þeir upp í 768 og í fyrra var slegið enn nýtt met og stofnaö var til 1200 nýrra hjónabanda. Herprestum og sveitarforingj- um er þó lagt á herðar, að brýna vel fyrir mönnum sínum, sem ætla að kvænast, annmarka sliks hjónabands, eins og væntanlega erfiðleika brúöarinnar við aö verví ast landssiðum brúögumans o. s. frv. Heila stafla af skjölum og leyfum verður að útfylla með ó- þolandi snigilshraða, og brúð- ina verður að hreinsa af öllum grun um tengsl við Víetcong. — En eftirleikuriruj. er svo hms vegai; afar Iéttur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.