Vísir - 12.02.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 12.02.1970, Blaðsíða 9
9 V f S IR . Eimmtudagur 12. febrUar Í970. íslendingarnir fengu íbúðir í þessum mótelum, um 15 km frá verksmiðjunum. Mótelin eru vinsælir íverustaðir fyrir sumar- leyfisgesti, þegar alit er í fullum skrúða en helzt dýr lúxus fyrir verksmiðjuverkafólk. I finna sea Svíar líta ekki við j j '< i segja 7 Islendingar, sem struku frá Husqvarna • Ekki virðast allir hitta fyrir gull og græna skóga í velferðarríkinu Svíþjóð. Sjö íslendingar, sem fóru utan í byrjun jaríúar, til þess að vinna við Husqvarnaverksmiðjurnar í Jönhþping, sneru heim eftir rúmáh hálfan mánuð. : -" ■ \ • Einn þeirra, Ólafur Ragnarsson, kom að máli við Vísi og sagði farir þeirra félaga ekki sléttar. — ‘%7'ið fórum utan 7. janúar, sagöi Ólafur. Okkur var sagt hér heima aö viö fengjum þama þrifalega vinnu og gott kaup. Verkamannafélagiö Dags- bmn hafði milligöngu um ráðn- inguna. Fariö út áttum viö að fá frítt svo og vinnufatnaö og þ. u. 1. — Viö vorum 53 saman íslend- ingarnir og alls voru þá komnir til starfa hjá Husqvama 68 ís- lendingar. Við vorum látnir vinna við að slípa bensínlok, dunka og því um líkt, sumir, en aðrir voru látnir „í sandinn" eins og við kölluðum það. Það er: vinna við að steypa hluti í saumavélarnar úr þar til gerðu efni, duftkenndu. Leið yfir þá strax fyrsta dagifin Hvort tveggja var mjög ó- þrifaleg vinna. Hitinn var auk þess illþolanlegur við ofnana. Það leið yfir tvo eða þrjá úr okkar hópi strax fyrsta daginn. Við bjuggum í móteli um 15 km frá verksmiðjunum, mjög dýru húsúæði, vöknuðum klukk- an hálfsex á morgana og vomm komnir til vinnu kortér fyrir sjö. Þar unnum við svo í átta tíma á dag. Morgunmat borðuðum við í mótelinu. Hann mun hafa kostað 5 kr. sænskar á dag. í hádeginu borðuðum við hins vegar í mötuneyti verksmiðjunn- ar. Maturinn þar kostaði um 4,50. Hann var að okkar dómi ekki góður. Við landarnir vorum allir mjög óánægðir með vinnuna og þóttumst illa sviknir, nema þá helzt trúnaöarmaður okkar, sem vildi sem minnst úr þessu gera. Hálfsmánaðarkaup dugði fyrir einni ferð í bæinn Með þessu er þó ekki öll sag- an sögð. Eftir hálfan mánuð kom fyrsta útborgunin. Þá fyrst hætti okkur að lítast á blikuna. — Fjörutfu til hundrað krónur sænskar komu í okkar hlut eftir hálfsmánaöarstrit. Allt hitt fór í fæði, dýrt húsnæði, auk þess var tekið af kaupinu fyrir far- gjaldinu að heiman, einnig var tekið fyrir vinnufötum og þar fram eftir götunum. Upphæðin, sem tekin var af okkur í skatta var allt of há eftir þvi sem við bezt vissum. Fyrirtækinu leyfð- ist þannig að halda eftir okkar peningum án vaxta, en okkur var ætlað aö lifa af útborgun, sem nægði naumast fyrir meiru en einni ferð meö leigubíl til borgarinnar, Jönköping. Mót- elið sem við gistum, var í tals- verðri fjarlægö frá borginni, eiginlega úti í sveit. Við fórum í verkfall, íslend- ingarnir, lögöum niður vinnu i tvo daga. — Það varð til þess að þeir gáfu hverjum manni 200 krónur til þess að við yrðum góðir, en af þessum 200 krónum tóku þeir þó 60 í skatta. Við héldum áfram að vinna í 2—3 daga eftir þetta. — Þá stungum við af, sjö saman, létum okkur bara hverfa. Það var ekki hægt annaö. Áttum að geta sent 10 þús. heim á mánuði — Urðum að láta senda okkur fyrir farinu viðbót til vinnu þarna og ætluö- um aö skrifa heim til þess að vara þá við, en af því varð þó ekki. Husqvama hefur til dæm- is verið að leita eftir vinnu- krafti í Finnlandi og ætlaöi að ráöa þar 200 manns heyrði ég, en fé^kk ekki nema 50. .ru9ii ísvfnm Okkur var sagt áður en við fórurri 'utáh,,;að við'gætúm'beritnshb 10 þústfnd krónur (íslenzkar) ;,il Allt? annaQ f Máblið heim á manuði. Raunm varð su, að við urðum að láta senda okkur peninga aö heiman fyrir farinu til baka. Margir íslend- inganna, sem vinna þarna verða að halda áfram vegna þess að þeir eru búnir að taka svo mikið kaup fyrirfram, geta þess vegna ekki hætt. Svíar líta ekki við þessari vinnu, sem okkur var boðin. Við þessa slípun og „í sandin- um“ vom einvörðungu útlend- ingar, Finnar, Júgóslavar, Grikk- ir. Svíamir sem starfa þama eru allir yfirborgaðir. Við fréttum af því að verið væri að ráða 20 íslendinga í Á leiðinni til Kaupmannahafn ar hittum við nokkra íslendinga í Malmö. — Þeir vom ánægðir, enda virðist allt öömvísi að þeim búið þar. Viö stoppuðum í Kaupmannahöfn nokkra daga og ég fékk strax vinnu hjá skipa- smíðastöð Burmeister og Wain í tvo daga við rafsuðu. Þar var ágætis kaup, 18 krónur danskar á tímann. Við heföum sennilega allir fengið vinnu þar, ef „stræk- ið“ hefði ekki verið. Ég er mikið að hugsa um að ráða mig þar í vor, nema ég fari aö vinna héma heima, sagði Ólafur aö lokum. J. H. Það var ekki annað fyrir okkur að gera en hverfa, ef við ætluð um ekki að halda áfram að safna skuldum, sagði Ólafur Ragn arsson. VÍSIS SFTR: Geymið þér lyf og önnur efni, lífshættuleg óvit- um, þar sem börn ná til þeirra? Gylfi Júlíusson, járnsmiöur. — „Lyfin eru geymd í ömggri, læstri hirzlu. En ég er ekki jafnviss um hreinlætisefni ým- iss konar. Gæti hent sig að þau væru ekki á sem öruggustum staö.“ Ellen Kristvinsdóttir, húsmóöir. „Nei, ég geymi allt slíkt á ör- uggum staö.“ Þormóður Jónasson, húsgagna- smiður. „Nei, það geri ég ekki. Það er allt i efri skápum.“ Stefán Stefánsson, rennismiður. „Við geymum allt slíkt á örugg um stað, þar sem börn eiga alls . ekki að komast að því.“ <-an sieiansson, sKrustorumad ur. „Allt slíkt geymi e» a ömgg um stað, þar sem böm eiga eKki að ná til.“ Eygló Einarsdóttir, skrifstofu- stúlka. „Ég á nú engin hættuleg lyf. En þvottaefhi geVmi ég nú því miður niðri við gólf, þann ig að það gæti skapað kættu.“ *~i""* TáV'T

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.