Vísir - 12.02.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 12.02.1970, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 12. febrúar 19M. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Flug- vélar- ræningi felldur Tveir lögregluþjónar í Chile, dul búnir sem viðgerðarmenn felldu flugvélarræningja um helgina. — Tveir ungir menn höfðu hertekið Caravelle-þotu yfir Chile og hugð ust fljúga til Kúbu. Þó þurfti að lenda í Santiago í Chile, til þess að fylla geymana. Lögregluþjónam ir laumuðust þá í vélina og hófst skotbardagi. Myndin sýnir ræningjann, Pedro Lenin Valezuela. helsærðan borinn burt frá flugvélinni. Herlið Iraks styöur skæruliða í Jórdaníu ■ I morgun fréttist um bar- daga milli skæruliða og stjórnarhersins utan höfuð- borgar Jórdaníu, Amman. — { Stjórnarherinn leyfir skæru- liðum ekki að bera vopn inn í borgina og gengur fram í því að framfylgja reglunum, sem settar voru í gær. Foringjar tíu þúsund manna herliðs frá írak, sem hefur að- setur í Jórdaníu, segjast munu stvðja skæruliöa, ef í odda skorist. Egypzka blaðið A1 Ahram seg ir í gær, að Palestínufólkið muni kenna stjórn Jórdaníu um, ef borgarastyrjöld hefst í landinu. „Allir verða að taka tillit til Palestínuaraba", segir hiö eg- ypzka bað. „Ef reynt er aö tálma starfi þeirra, þá er veriö að þjóna óvinunum." Hussein konungur reynir nú að sýna skæruliðum fram á, að hann hafi ekkert illt í huga gagn vart þeim með hinum nýju regl- um sínum. Ræddi hann i gær í eina klukkustund við þriggja manna sendinefnd frá skæruliö- um. Óþekktur vírussjúkdómur berst frú Nígeríu Óþekktur vírussjúkdómur hefur borizt til Bandaríkj- anna frá Nígeríu, og hafa þrír látizt af þeim fimm, sem vitað er að hafi tekið veikina. Sjúkdómurinn hef ur fengið nafnið Lassahita- sótt eftir þorpinu Lassa í Nígeríu. Hann er svo ill- kynjaður og svo sérkenni- legur, segir fréttamaður í New York, að læknar hafa hætt að rýna í gátur hans til þess að hrinda ekki af stað keðjuverkunum, sem þeir gætu ekki stöðvað. Vírus tekur sífelldum stökk- breytingum, og getur hann eftir stökkbreytingu verið hættulegri en hann var fyrir. Bandaríkjamennirnir fimm eru þrjár nunnur, einn læknir og starfs- máður á rannsóknarstofu við Yale- háskólann. Tvær nunnurnar létust, svo og starfsmaðurinn í rannsókn- arstofunni. Nunnurnar smituðust allar í Dregur til tíðinda? • Enginn Sovéthermaður f Mið- Asíu nálægt landamærum kín- verska héraðsins Sinkiang fær nú að fara I leyfl, samkvæmt fréttum frá Moskvu í morgun. • Kínverskir hermenn eru nú aftur komnir til Damansky-eyju í Ussuri-fljóti, þar- sem kom til blóðugra bardaga milli Rússa og Kínverja i marz í fyrra. haust, þegar þær störfuðu aö banda rísku trúboði í Lassa. Sú fyrsta lézt eftir sólarhring og önnur eftir tíu daga. Sú þriðja var flutt til Banda- ríkjanna og tókst læknum þar að bjarga lífi hennar, en þá smituðust tveir menn, sem unnu viö rannsókn ir á blóði. Einkenni þessa sjúkdóms eru mis munandi: hiti, sár í munni, blæð- Þrir Bandarikja- menn látnir ingar, lungnabólga, kvalir i nýr- um og vöðvum. Læknarnir i Banda- ríkjunum fundu fljótt, að þetta var áður óþekktur vírus. Nunnan var á sjúkrahúsinu í níu vikur, missti tólf kíló og mikinn hluta hárs síns. Það var ekki fyrr en starfsmað- urinn á rannsóknarstofunni var lát- inn, að i Ijós kom, aö hann hafði haft Lassahitasóttina. ÁSAKANIR UM FJÖLDAMORÐ RÚSSINN TVARDOVSKY HREINSAÐUR # Þjóðfrelsishreyfingin í Suður- Víetnam hefur ákært banda- riskar og suður-víetnamskar her- sveitir fyrir að hafa drepið 100 óbreytta borgara og sært 1000 aðra í þorpinu Khanh Lam i suður- hluta Suður-Vietnam. Átti þetta að hafa gerzt í október i fyrra. Segja Víetkongmenn, að ráðizt hafi verið á þorpið með sprengjum og eiturgasi. Ásakanirnar koma frá fréttastofu Víetkong, og hefur fréttastofa N- Vietnam birt þær. , // Nú er verið að „hreinsa til“ í ritstjórn sovézka tíma ritsins Novij Mir, sem tal- ið hefur verið „frjálslynt“. Búið er að reka aðstoðar- ritstjórann og þrjá aðra af 44 ellefu mönnum í ritstjórn- inni. Þessi brottrekstur gerðist á fundi rithöfundasambandsins fyrir skömmu. Þar var mættur ritstjóri tímaritsins, Alexander Tvardovsky, en hann hefur undanfarið sætt mik- illi gagnrýni fyrir störf sín. Novij Mir hefur stööugt verið gag- rýnt af hinum ihaldssamari komm- únistum fyrir aö hafa ekki boðaö nógu ákaft „sósíalistískt raunsæi í listrænum efnum“. Nú er búizt við, að tímaritið verði þægara vald- höfunum en áður var. Tvardovsky sakar nú vestræn blöð um að hafa birt eitt af ljóð- um hans án hans leyfis. Nefnir hann þar til hið vestur-þýzka Siiddeutsche Zeitung, hið ítalska Expresso og hið franska blað Fig- aro Literaire, Hafi ljóðið verið birt „í ófullkomnu formi og út úr því snúið“. Segir hann það „glæpsam- Iegt“, aö vestrænir höfundar hafa kennt ljóöið við gagnrýni á Stalín. 86 létust á kjötkveðjuhátíðinni Samtals 86 létu lífið vegna morða, sjálfsmorða eða slysa á fjögurra daga kjötkveöjuhátíð í Ríó De Janeiró, f Brasilíu, sam- kvæmt skýrslum lögreglunnar i morgun. 15 þúsund voru flutt í sjúkra- hús vegna meiðsla, er fólkið hafði hlotið á hátiðinni. 17.732 voru handteknir. Við dansleik í einu af leik- húsum borgarinnar voru drukkn ir yfir 600 lítrar af viskf, 500 fjöskur af kampavíni og yfir 12 þúsund lítrar af ýmsum öðrum tegundum áfengis Kjötkveðjuhátíð er yfirleitt „villt" í Suður-Ameríku. Lög- reglan i Ríó segir, að „hátíða- höldin hafi nú farið mjög vel fram“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.