Vísir - 12.02.1970, Síða 4
V1SI R . Fimmtudagur 12. febrúar 1970.
Umsjón: Jón Birgir Pétursson
Strákafélagið virðist ætla
að verða vísir að meira
Fyrsta æfingin i Handknattleiksfélagi Kópa- arfélagiö ekki að sjá eftir Þvi veröa tvisvar í viku á miðviku
fé, því er vel varið. Æfingar dögum kl. 7 og á föstudags-
vogs i nýju iþróttahúsi — Geir sýndi strák
unum hvernig á að skjóta i handknattleik
kvöldum og er þegar mikil aö-
sókn að æfingum og biðlisti
pilta, sem vilja ganga í félagið.
Nýja íþróttahúsið á sannar-
lega eftir aö verða lyftistöng í
bæjarfélagi þar sem ótrúlega
stór hluti íbúanna er á unga
aldri. Breiðablik fær þama t.d.
góða aðstöðu í hinu snyrtilega
húsi, en salur þess er einstæöur,
hann er lagður grænu flókateppi
og virðist það ætla að gefast
vel. Hins vegar er það ljóður á,
ef ekki má leika innanhússknatt
spymu í salnum og vonandi að
þeim hömlum verði aflétt.
Geir flýgur hátt upp og skotið geigar ekki, —
bezti skotmaður landsins ber sig að.
strákarmr í Kópavogi fylgjast vel með hvemig
• Handknattleikur getur úr
þessu hafizt af kappi í
Kópavogi, nýtt og glæsilegt
íþróttahús hefur tekið í notk-
un á skólalóð Kársnesskóla
við Holtagerði. Þarna er sal-
ur, 32x10 metrar að stærð, og
í gær litu blaðamaður og ljós-
myndari inn á æfingu ungra
pilta, sem unnið hafa merki-
legt starf, stofnað sitt eigið
strákafélag, sem virðist þó
ætla að verða vísirinn að
öðru og meira. Handknatt-
leiksfélag Kópavogs er að
verða staðreynd, og á íslands
mótinu munu piltarnir verða
meðal þátttakenda, og hafa
þegar unnið „sæta“ sigra yfir
félögum í Reykjavík í æfinga-
Ieikjum.
I viðtali við hiná ungu hand-
knattleiksleikmenn i haust
sögðu þeir eitthvað á þá leið um
handknattieiksmenn „að hann
Geir þrumaði bara ekki nóg“. í
gærkvöldi mætti Geir og kenndi
piltunum hvernig á að skjóta
og vonandi fá þeir aðra kennslu
stund síðar, enda enginn maður
hérlendis, sem kann eins vel að
skjóta og Geir.
Geir kvað piltana mjög efni-
lega og ekki vafi á að hér ætti
Kópavogur mikla framtíð fyrir
sér. Þjálfari piltanna er Guð-
mundur Þórarinsson, hinn góð
kunni íþróttakennari. Hefur
hann í vetur haft æfingar með
drengjunum í hinu litla I'R-húsi
við Túngötu Nú verður breyt
ing til batnaðar varðandi húsa-
kynnin.
Það er gæfa drengjanna að
nokkrir eldri menn, feður þeirra
og aðrir áhugasamir menn hafa
veitt þeim stuðning og bæjar
yfirvöldin hafa veitt hinu unga
félagi nokkum styrk til starf-
seminnar, Væntanlega þarf bæj
Valur færði Lands-
bankanum sigurinn
VALUR ... afsakið, Lands-
bankinn varð firmameistari í
handknattleik í gærkvöldi, en
þá vann lið Vais, sem lék fyrir
bankann lið Skeljungs (FH)
með 8:7 í æsispennandi úr-
slitaleik Staðan var snemma í
seinni hálfleik 5:2 fyrir Val, en
FH lifnaði undir lokin og komst
yfir 6:5, en Valsmönnum tókst
þó að tryggjá sigurinn.
Langmest spennandi leikur
kvöldsins var þó milli Fram og
Hauka, sem þurftu tvöfaida víta
keppni til að ljúka. Haukar
unnu 9:6. Valur vann KR 14:4
og FH Víking 7:3.
I undanúrslitum vann Valslið
ið Hauka með 13:7, en FH fór
beint í úrslitin. Áhorfendur voru
margir.
Landsbankaliðiö
— eða Valsliðið
— sigurvegari í firmakeppni í gærkvöldL
Sigurður getur
gert okkur mikið
gagn fyrir HM
— takist honum oð fá filmuna af leiknum
milli Pólverja og Norðmanna
• Landsliðsmenn Dana bíða þess
nú spenntir að sjá filmu, sem tekin
var af leik Póllands og Noregs á
sunnudaginn var, en Norðmenn
unnu þann leik 15:14 á siðustu mfn-
útunum.
• Filman á að færa dönsku leik
mönnunum ýmsar ákaflega mikil-
vægar upplýsingar um pólsku leik
mennina, sem verða í riöli með
Dönum, íslendingum og Ungverjum
i HM.
• Vísir ræddi við Sigurð Sig-
Best og mörkin
sex á laugnrdng
• BEST reyndist beztur allra
á laugardaginn var, eins og
Hallur Simonarson hefur frætt
lesendur um í hinum vinsæla
mánudagsdálk) sínum um ensku
knattspymuna. SEX urðu mörk
hans að afloknu keppnisbanninu
og alls fengu áhorfendur að leik
Manch. United gegn Northampt
on að sjá 10 mörk i leiknum.
• Á morgun fær sjónvarpið
væntanlega filmuna af þessum
skemmtilega leik, — og á laugar
daglnn fá sjónvarpsáhorfendur
að sjá þennan leik heima í stof
um sínum. Það ættl enginn að
þurfa að kvarta yfir lélegum leik
aö þessu sinnl a.m.k., en annars
virðist myndavalið hjá ITC-stöð
inni mun betra í vetur en i fyrra
vetur oft og tíöum.
urðsson hjá sjónvarpinu i gær og
spurðist fyrir um hvort von væri
á filmu með þessum leik. Hann
hafð] ekki fengið boð inn að fá
hana, — en kvaðst mundu grafast
fyrir um hvort það yrði ekki hægt,
úr þvf filma hefði verið tekin af
leiknum. Vonandi tekst Sigurði að
fá þessa mynd, — hún gæti orðið
ómetanleg fyrir landsliðsmenn okk
ar, sem þekkja núverandi Iandslið
Pólverja svo til ekki neitt.
Þurftu 120 þús til að
greiða vinnutap
Nú hefur safnazt nær alveg
upp í þá upphæð, sem HSÍ þarf
að greiða leikmönnum okkar í
HM í vínnutap. Eru það 12 menn
sem greiða þarf vinnutap meðan
þeir keppa fyrir íslands hönd,
6 fá laun sín greidd. Sagði Axei
Einarsson, formaður HSÍ í gær
að reiknað væri með að greiða
þyrfti hverjum manni 10 þús
krónur þann tíma, sem ferðin
stendur.
1 gær komu inn um 60 þús.
krónur í sjóðinn og hjá dag-
blöðunum og fleiri aðilum voru
komnar um 50 þús. krónur, þann
ig að lítið vantaði upp á.
Fargjöld og kostnaður HSl að
auki munu hins vegar verða um
420 þús. krónur og hyrjað að
reyna að safna fé til að kosta
fyrirtækið.