Vísir - 12.02.1970, Side 10

Vísir - 12.02.1970, Side 10
70 V f SI R . Fimmtudagur 12. febrúar 1970. I Gikft Þing Norðurlandaráðs Stórar ráðstefnur eins og þing Norðurlandaráös setja svip sinn á blööin meö viðtöium og stór- um fyrirsögnum. Slík þing þykja merkir viöburöir, ekki 'sízt þegar nánar frændþjóðir eru á ferðinni, enda er oft sleg- iö á strengi frændsemi og bræðraþels. Slik þjóöasamvinna er vafalaust merk og jafnvel nauösynieg og getur mörgu góðu komið til leiðar í einlægri samvinnu og sameiginlegri af- stööu til ýmissa mála. En oft finnst manni, sérstaklega þegar eitthvaö á móti blæs, lítið hafa áunnizt, eins og þegar deilur rísa út af flugmálum eöa því- umliku. En margt hefur þó unn- izt vegna samvinnu Norður- landaþjóöanna, sérstaklega á sviði menningarmála. Þó að allflestir muni fylgjast af miklum áhuga með umræðun um norrænt tollabandalag, þá munu ekki færri fylgjast með árangri af umræðum um nor- ræna eldfjallastofnun á íslandi, sem vafalaust yröi stórt mál fyr ir okkur islendinga. Sameinaðar geta Norðurlandaþjóðirnar ráð- izt i ýmis þau verkefni, sem éinstakar þjóöir geta vart án erlends stuðnings. Norrænar ráðstefnur á fjöl- mörgum sviðum hafa gerzt al- gengara fyrirbrigði á síöustu ár- um, og má segja að flest meiri háttar félagasamtök séu félagar í viðkomandi norrænu sam- bandi Slíkri þátttöku fylgir venjulega samnorrænt þing í einhverju þátttökurikjanna um sameiginleg vandamál, með hæfilegu millibili. Ekki hefur staðið á því, að við íslendingar höfum verið félagslyndir að því leyti að sækja dyggilega allar hugsanlegar ráðstefnur til að skerpa þennan norræna samhug og samvinnu og er það að mörgu leyti vel. En mörgum þykir með réttu, sem árangur af öllum hinum minniháttar ráð- stefnum hafi ekki alltaf svarað fyrirhöl'n. Enda hafa margir lit- ið á ráðstefnuhald fremur sem sport og afþreyingu frekar en hagnýta eða mikilsverða hlið i starfsemi sinni. Þetta er að nokkru leyti rétt, því margar ráðstefnur eru hreinlega „snakk“-fundir og miklu frem- ur kynningarsamkvæmi. En hinu _má ekki gleyma, að oft eru teknar mikilsverðar ákvarð- anir og gerðar ályktanir sem alla varða. Einnig hljóta margar ráðstefnur að víkka sjóndeildar hring viðkomandi þátttakenda vegna umræðna um mikilsverð mál, þótt ekki sé um ákvarðan- ir eða fullafgreidd mál að ræða. En Norðurlandaþing er ekki venjuleg ráðstefna heldur meiri háttar þing sem hefur mögu- leika til aö grundvalla stórmál, sem meira og minna varða dag- legt líf allra Norðurlandabúa í framtíðinni. Ýmis framfaramál munu koma á dagskrá, sem von andi fá farsællegar lyktir. Vafa- laust má vel við una, þó að árangurs af slíkurn þingum gæti ekki þegar næsta dag. Þrándur í Götu. AFGREIÐSLA AÐAISTRÆIÍ S 5ÍMI 1-16-60 Margar nýskipanir innan utanrí þjónustunnar Allmargar nýskipanir á embætt- um innan utanrikisþjónustunnar ganga í gildi á næstunni, eða hafa nýverið tekið gildi. Einari Benediktssyni, deildar- stjóra í utanríkisráðuneytinu, hefur verið falið að gegna störfum sem fastafulltrúi íslands hjá Fríverzl- unarsamtökum Evrópu (EFTA) með aðsetri í Genf frá 1. marz n.k., Hannesi Jónssyni, deildarstjóra hefur verið faliö að gegna störfum sem varafastafulltrúi fslands hjá Sameinuðu þjóðunum og ræðismað ur viö aðalræðismannsskrifstofuna í New York frá 1. febrúar s.I. Hinn 14. janúar skipaði forseti íslands Sigurð Bjarnason til þess að vera ambassador í Danmörku. Hinn 27. janúar skipaði forseti Is- lands Birgi Möller, Einar Benedikts son, Eirík Benedikz, Hannes Jóns- son, I-Iörð Helgason, Inga Ingvars- son, Pál Ásg. Tryggvason, Sigurö Hafstaö og Þorleif Thorlacius deild arstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. janúar s.l. Agnar KI. Jónsson, ambassador fslands í Noregi var hinn 27. jan- úar s.I. jafnframt skipaður að vera ambassador íslands i Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ítalíu og fsrael. Sama dag var Pétur Eggerz, am- bassador skipaður til þess að vera stallari utanríkisráðuneytisins og til aö gegna jafnframt öðrum sér- stökum störfum í utanríkisþjónust- únni frá 1. jan. s.l. að telja. Lögreglan — W}—> 1. síðu. salerninu, karla og kvenna. — Sem betur fór uppgötvaðist eld- urinn svo til strax, þegar fólk kom kl. IÍJ til vinnu úr mat- málstíma sínum, og var slökkvi- liðinu þegar gert viðvart. Slökkviliðið var þegar lagt af stað til þess að sinna þessu kalli, þegar eldur uppgötvaðist í öðru húsi, Hafnarstræti 5, en þar kóm í ljós, að farið hafði verið upp í gamlan stigagang, þar sem geymd voru gömui bókhaldsgögn heildverzlunar + ANDLÁT Marinós Péturssonar í sama húsi, og hafði veriö kveikt í gamalli skjalamöppu í einu horni og pappakassa fullum af skjölum í öðru horni. Starfs- stúlka á saumastofu á sömu hæó varð eldsins vör, þegar hún kom úr mat og henni mætti reykurinn, sem lagði úr geymsl- unni. Lítið sem ekkert tjón hlauzt af þessu, vegna þess hve fljótt eldanna varð vart og þeir fljót- lega slökktir, en engum bland- ast hugur um, að þarna heföi ' géta skapazt h'ættuástand, ’éf eldurinn hefði náö að magnast upp, þvi að þótt bæöi húsín séu steinsteypt og ekki sérlega eldfim. eru timburhús í næsta nágrenni, sem erfitt hefði orðiö að verja. Mikið kapp hefur veriö íagt á leitina að gjörningsmanninum, en lögreglan hefur haft næsta fátt til þess að styðjast við og fram til þessa hefur sú leit engan árangur borið. — GP Jóhann Valdimarsson, vélstjóri, Ránargötu 10, andaðist 8. febrúar síðastliðinn 69 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju á morgun kl. 10.30.' Ingibjörg Bjarnadóttir, Guðrúnar götu 1, andaðist 6. febrúar síðast liðinn, 79 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun kl. 3.00. Málmiðnaðarmenn óskast strax H/F OFNASMIÐJAN. Einholti 10. Vörulyftari til sölu er 1 tonns dísil vörulyftari, mjög lipurt tæki. Ný uppgerður. — Símar 50803 og 50994. j j DAG H í KVÖLD | BELLA „Okkur veitti svo sannarlega ekki af að komast burt frá okkar hræðilegu f járhagsvandamálum. Hvað finnst þér um þriggja vikna afslöppunarferð um Miðjarðar- hafið?" Tapað — fundið. Barna-normalföt hafa fundist. Vitjist á Lindargötu 36 niðri. Vfsir 12 febrúar 1920. - - > ■ «■<:,>' ■ -'l .ilif ;S mm Suóaustan stinn- ingskaldi eða all- hvasst með snjó- komu og siðar slyddu. Léttir til með norðaustan átt i nótt og frystir þá aftur. FÖNDIR I KVÖLD • Heimatrúboðið. Almenn sam- koma í kvöld Óðinsgötu 6a, kl. 20.30. Sungnir verða Passíusálm- ar. Fíladelfía í Reykjavik. Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Æsku- fólk syngur og talar Bræðraborgarstígur 34. Kristi- leg samkoma í kvöld kl. 8.30. — Kristilega starfið. Gideonfélagið í Reykjavik. Fé- lagar munið að vitja miðanna aö árshátíðinni í síðasta lagi í kvöld. Nefndin. Kristniboðs og æskulýðsvikan í Hafnarfiröi. Samkoma í húsi KFUM og K við Hverfisgötu í kvöld kl. 8.30. Litmyndir frá ís- lenzka kristniboðinu í Eþiópíu. Gísli Sigurðsson verzlunarmaður og Guðni Gunnarsson skrifstofu- maöur tala. Einsöngur. KFUM — AD. Aðaldeildarfund ur í húsi félagsins við Amtmanns stíg í kvöld kl. 8.30. Bjarni Eyjólfsson talar. Hjálpræðisherinn. í kvöfd ki. 20.30 almenn samkoma. Foringjar og hermenn taka þátt með söng og vitnisburðum. SKEMMTISTAÐIR • Þórscafé. Gömlu dansamir i kvöld. Hljómsveit Ásgeirs Sverr- issonar söngkona Sigga Maggý. Röðull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar söngvarar Þuríður Siguröardóttir, Pálmi Gunnarsson og Einar Hólm. Skemmtikraftur- inn Franka Jiménes. Sigtún. Náttúra og Uthijóð leika ffá 9 — 1. Glaumbær. Diskótek. Teniplarahöllin. Bingó i kvöld kl. 9. Hótel Loftleiðir. Hljómsveit Karls Lilliendahl, söngkona Hjör- dís Geirsdóttir. Joe Dawkins skemmtir. Tónabær. Opið hús kl. 8—11. Diskótek — leiktæki —- spil — kvikmyndasýning. ÚTBOÐ Póst- og símamálastjórnin óskar eftir tilboðum í smíði 10 30 metra stálmastra. Útboðsgagna má vitja á skrif- sto/u Radíótæknideildar á 4. hæð Landssímahússins gegn 1000 kr. skilatryggingu. Sö/uslcaífur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. Srsfjóröung 1969, svo og nýálágðar hækkanir á söluskatti eldri tímabiia, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi fyrir 16. þ.m. Dráttarvextirnir eru 1V2 % fyrir hvern byrjaðan mánuö frá gjalddaga, sem var 15. jan. sl. Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Sama dag hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa gert full skil. Hafnarfirði, 11. febr. 1970. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sýsliimaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýsli?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.