Vísir - 12.02.1970, Page 16

Vísir - 12.02.1970, Page 16
Flmmtudagur 12. febrúar 1970. Sænskur efnaiðnaður óánægður með Nordek Norrænt tollabandalag fékk ein- róma fylgi Norðurlandaráðs í gær. Samtímis kom upp kurr bæði í Finn landi og Svíþjóð. Sænskur efnaiðnaður er óánægð ur með Nordek-samninginn og hyggst ræða málið við Palme. — Segja fulltrúar iðngreinarinnar, að sænska sendinefndin £ Nordek-við ræðunum hafi ekki tekið tillit til óska efnaiðnaðarins. Mundi taka 10 —15 ár fyrir iöngreinina að aðiag- ast hinum óhagstæðu kjörum. — 1 Finplandi var kosningaskjálfti í mönnum og allra veðra von. — HH Fellt að veita Löppum fulltrúa að sinni Loðnan hefur til þessa verið talin hálfgert illfiski, sem ekki væri hægt að hundsnýta. Nú er svo komið, að hennar er beðið með óþreyju. Síldarverksmiðjurnar bíða með tóm- ar þrær fyrir austan. Og hér syðra bíða margir eftir því að fá hana á pönnuna. Auk þess eru nú hafnar tilraunir til þess að sjóða loðnuna niður og þykir hún herramanns- matur þannig tilreidd. B Þegar blaðið var að fara f prent- un í morgun bárust fréttir að austan um fyrstu veiðina, svo að kannski þurfa menn ekki að bíða lepgi enn. — Sjá frétt á bls. 1. Loðnan fer að verða dýr fiskur Loönan fer nú að veröa nokk ekki farin aö væta nót ennþá, uö dýr fiskur. Lagt hefur veriö en leitin hefur nú staðiö fullan í mikinn kostnað við aö Ieita mánuð. hennar. Fjöldi skipa lónar með Loðnuveiðin byrjaði um miðj fram suöur og suð-austurströnd an febrúar í fyrra, en þá tafði inni í leit að henni og önnur verkfallið fyrir. Loönunnar varð bíöa aögerðalaus í höfnum. þá fyrst vart austur við Horna- í — Annar veiðiskapur hefur fjörö og síðan var stanzlaus mikiö til lagzt niður á Austfjörö veiöi meðan göngurnar voru aö um til dæmis fyrir þessa von þokast vestur með landi á hrygn f loðnunni. ingarstöðvar sínar. Menn vona I fyrrinótt köstuðu nokkur að henni skjóti upp við SA-land skip djúpt út af Austfjörðum og ið á hverri stundu. fengu sum fáeinar "bröndur. Um kostnaðinn við þessa leit Reyndist þar vera um að ræða má til dæmis benda á að hvert mjög unga loðnu, ókynþroska. veiðiskip fer með olíu fyrir lík- Ekkert var aðhafzt í gærkvöldi lega 10 þúsund krónur yfir dag loðnuslóðum, nema leitað, og inn og yfir 30 skip eru nú í flest veiðiskipanna eru raunar leitarvafstri. —,TH — Kennarar í Kópavogi ÍógBn niður vinnu / tvo tíma — vegna greiðslufalls á yfirvinnulaunum □ Kennarar við Gagn- fræðaskólann í Kópa- vogi felldu niður kennslu í tvo tíma á mánudag vegna greiðslu falls Kópavogskaupstað ar á yfirvinnulaunum fastra kennara og laun- um stundakennara. Karl Guðjónsson fræðslufull- trúi Kópavogs tjáði blaðinu í morgun að Kópavogskaupstaður viðurkenndi ekki réttmæti þessa. Launin hafi verið borguö samkvæmt samningi, sem gilti fyrir árin 1963 — 64 og hafi ekki verið sagt upp, þar sem standi m.a., að Bæjarsjóður Kópavogs skuli greiða alla yfirvinnu í einu lagi fyrir hvem mánuð eftir á og helzt eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar. Kennarar hafi hins vegar farið fram á það að greiðslum yrði hraðað og töldu loforð um greiðslu launa á mánaðamótum vera fyrir hendi vegna þess að vinnuskýrslum er nú skilað fyrir mánaðamót. — Bæjaryfirvöldin teldu sig hins vegar ekki hafa starfskraft til að vinna úr vinnu skýrslunum fyrir mánaðamót. Kennarar hafa nú fengið sínar greiðslur og eru í samningavið- ræðum við bæjaryfirvöld. —SB } Beinin ! reyndust vern úr kirkjugnrði • Beinin, sem fundust við Kirkjuból á Suöurnesjum, reynd ust vera innan kirkjugarðs, sem líklega er frá því 1200—1400. Kirkja stóð þarna örugglega fram á seinni hluta 18. aldar, að því er Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, tjáði blaðinu í morgun. • Frægastur allra þeirra, sem hvíla í kirkjugarði þessum, | er Kristján skrifari, sem norð- lenzkir útróðrarmenn drápu vegna vígsins á Jóni Arasyni og sonum hans. Var Kristján upp- haflega dysjaður utan garðs, en síðar var lik hans jarðsett inn- an kirkjugarðsins. • Þór Magnússon kvað enga frekari rannsókn verða þarna á staðnum, en nú er sjórinn far- inn að höggva skarð í þennan forna kirkjugarð og ekki ósenni- legt, að hann brjóti hann niður á komandi árum. — JBP — Lappar fá ekki fyrst um sinn að minnsta kosti að senda áheymar fulltrúa á þing Norðurlandaráðs, Komst nldrei til meðvitundar Konan, sem lá meðvitundarlaus á Landspítalanum, eftir að hún varð fyrir bifreið á Snorrabraut fyrir rúmum þrem vikum, eða þann 16. jan., Iézt á föstudag af völdum meiðsla sinna. Komst hún aldrei til meðvitundar. Hún hét Guðrún Bjamadóttir, fædd 11. febr. 1890, og var til heimilis að Guðrúnargötu 1 í Reykjavík. —GP— sem þar hafi málfrelsi. Þingið sam þykkti í gær með 67 atkvæðum gegn 6, að Lappar skyldu i vaxandi mæli fá að „tjá sig um þau málefni sem varða þá sérstaklega." Hins vegar fékkst ekki samþykkt fyrir tillögum minnihlutans að veita Löppum beinan aðgang að þingun um, og var látið sitja við þessa viljayfirlýsingu. Ráð Lappa á Norðurlöndum ósk aði þess árið 1966, að Lappar fengju fulltrúa í Norðurlandaráði. Meirihlutinn taldi óvarlegt að stækka Norðurlandaráðið, og mundu aðrir minnihlutahópar fylgja í kjölfarið, ef Lappar fengju að senda áheymarfulltrúa. —HH Vandræði bílstjóra í morgun á Keflavíkurvegi Blindbylur mætti ökumönn- og villtust út af veginum eða út um, sém voru á leið til vinnu í vegarkantinn og festu bflana. sinnar i Keflavík og Keflavík- Fæstir voru undir ófærð bún- urflugvelli í morgun. Sunnan ir, höfðu ekki keðjuútbúnað á Kúagerðis og á Strandheiði hjólunum og bætti það ekki úr. lentu margir í erfiðleikum, þeg — GP— ar þeir sáu lítt fram á veginn STÁLU HLJÓÐFÆRUM FYRIR 80 ÞÚSUND KR. 9 Hljóðfærum, mögnurum ög hljóðnemum að verSmæti um 89.000 krónur var stollð úr húsakynnum Lúðrasveitar verka lýðsins í Skipholti 21 í fyrradag. Þar höfðu verið stungnar upp hurðarskrár og brotizt inn m. a. i húsakynni Club 7, sem einu sinni var, og greinilega leitað að verö- mætum, en ekki hafa þjófarnir haft annað upp úr krafsinu en þessi hljóðfæri, sem voru í eigu meðlima hljómsveitar Ed Levi, sem þarna hafði aðstööu til æfinga. Stolið var einum magnara, gítar og þrem hljóðnemum, en hvert þess ara áhalda er dýr gripur og verð- mæti þeirra samtals um 80 þús- und krónur. — GP —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.