Vísir - 27.02.1970, Page 4
4
VISIR . Föstudagur 27. febrúar 1970,
MARTRÖÐ — íslenzka sókn
in reyndi skotin of lítið
Frá Magnúsi Gíslasyni,
Mulhouse, í gærkvöldi:
■ MARTRÖÐ er rétta
orðið yfir fyrsta leik
íslands í lokakeppni 16
þjóðanna í HM í hand-
knattleik hér í kvöld. —
Skotin brugðust okkur
íslendingum algjörlega,
þegar Geir Hallsteinsson
var aðeins hálfur maður
í leiknum gegn Ungverj-
um. — Aðeins í byrjun
tókst okkar mönnum að
jafna 2:2 eftir að Istvan
Marosi skoraði tvívegis
í hyrjun leiksins. Eftir
það var um að ræða al-
gjöra yfirburði Ungverj-
anna.
Sex næstu mörk skoruðu Ung
verjar frá 13. mínútu þegar jafn
tefli hafði varað í 3 mínútur að
Jossef Klein tekur af skarið og
skorar 3:2, og næstu 6 mörk
skora Ungverjarnir, — og það
var ekki fyr en eftir 20 mínútna
marklausan leik íslenzka liðsins
að Ingólfur skorar 9:3, þegar ör-
stutt er til leiksloka.
Mér fannst íslenzka liðið á-
kaflega taugaóstyrkt og allt of
hrætt við að ógna. Til að byrja
með var breidd vallarins notuö
til hins ýtrasta en þó án þess
að reyna að komast inn í vörn
Ungverjanna Ungverska vörnin
lék 6:0 aðferðina, þ.e. röðuðu
sér upp á línuna í einfalda röð,
og það nægði. Þessir hávöxnu
leikmenn virtust skelfa lands-
menn okkar svo mjög að þeir
reyndu vart að skjóta í gegnum.
Varðandi kerfi íslenzka lands-
liðsins, — þá fékk ég ekki séð
að þau væru nokkru sinni reynd
a.m.k. í fyrri hálfleik, hvað þá
einstaka leikfléttur. Smeykur er
ég um að taugaóstyrkurinn hafi
komiö í veg fyrir að allt slíkt
kæmist hreinlega í framkvæmd.
Segja má að í seinni hálfleik
hafi aðeins skinið sólarglæta í
náttmyrkri okkar manna. Þeir
náðu knettinum fljótt og sóttu
stíft. Ingólfur skoraði upp úr því
9:4. Það sem gerist um þetta
leyti er í stuttu máli það, að ung
verska vörnin sýnir virkilega
klærnar. Svo mjög sýndu þeir
klærnar, að dómararnir frönsku,
þeir Bouligaud og Lopez, urðu
að vísa tveim Ungverjum af
velli, og voru þeir á tímabili
báðir utan vallar.
ísland átti því tækifæri á að
sækja í sig veðrið og engu var
líkara eftir þetta að ísland heföi
í fullu tré við Ungverjana, enda
þótt markamunurinn væri of mik
ill. Staðan var 10:4 og siðan 10:5
en Ungverjarnir juku við sig og
loks skorar Viðar 13:7 og 13:8
íoksins þegar reynd voru upp-
stökk.
Síðustu mínúturnar leiddu
hins vegar í ljós hver var sterk
ari aðilinn, enda reyndu íslend
ingar örvæntingarfull skot, en
Ungverjar skoruðu 4 síðustu
mörkin í leiknum og unnu 19:9
en þegar eftir voru 5 mínútur
var staðan 15:9.
Af íslenzku leikmönnunum má
helzt hæla Viðari fyrir leik sinn,
hann reyndi og tökst betur en
flestum. Þorsteinn í markinu
varði vel, t.d. tvívegis línuskot
á sömu mínútu. Öðrum verður
varla veitt hól fyrir leik sinn.
Geir var meiddur og skoraði að-
eins eitt einasta mark, hann var
ólíkur sjálfum sér í þessum leik
gegn Ungverjum, sem lengstum
hafa verið okkur ákaflega erfið
ir mótherjar.
Ungverjarnir voru góðir og
má búast við góðu gengi þeirra
f keppninni. Margir telja að þeir
muni bera kórónu heimsmeistar
anna áður en yfir lýkur. Klein,
Vass, Varga og Adorjan voru
beztu menn Iiðsins, en tvo þá
síðastnefndu þekkja íslendingar
úr leikjum í Laugardalshöllinni
með Honved gegn FH. Szabo,
markvörður var og góður, allt of
snjall fyrir þau fátæklegu skot,
sem komu frá íslenzku skyttun-
um. —emm —
Eftir
leikinn
Axel Ahm, danskur fulltrúi IHF
viö leikinn: íslendingar voru
mjög gallaðir í þessum leik. —
Sendingar voru of langar og auð
velt að komást inn í þær. Skot
menn voru of ragir við að skjóta
á ungverska markið.
Auðunn Óskarsson, FH: Sóknin
var of bitlaus.
Ólafur Thoroddsen, fríhafnar-
stjóri Keflavíkurflugvelli: Fram
línan bitlaus og dómarinn ótrú-
lega lélegur.
Axel Einarsson, form HSÍ: Ung
verjamir voru hreinlega betri að
ilinn. Þetta er eitt bezta hand-
knattleikslið, sem ég hef séð
leika. íslendingarnir stóðu sig
vel ef miðað er við þá miklu
mótspyrnu, sem þeir fengu. Hins
vegar voru þeir of ragir við skot.
Ég spáj því að Ungverjar nái
langt í þessum leikjum sínum.
Dómarar fundust mér sanngjam
ir.
Jón Erlendson, landsliðsnefnd:
Ungverjarnir voru svo langtum
sterkari lfkamlega.
Ingólfur Óskarsson, fyrirliði:
Þessir atvinnumenn eða her-
menn eða hvað á að kalla þá eru
klassa fyrir ofan okkur. Þeirra
hægasti maður er eins snöggur
upp og okkar fljótasti maður.
Hjalti Einarsson markvörður: Úr
slitin voru e.t.v. ekki sanngjöm,
4—5 mörk hefðu verið rétta
myndin af leiknum.
ÍR nemur
Góóar bækur
Gamalt verö
Afborgunarskilmálar
BÓKA-
MARKAÐURINN
Iðnskólanum
ÍR-ingar hafa aö undanförnu þreifað fyrir sér með landnám uppi
í Breiðholti. Fyrsta Breiðholtshlaupið fór fram fyrir nokkru og
heppnaðist sérlega vel. Greinilegt er, að þarna er mikill efnivið-
ur, og nú munu ÍR-ingar ákveðnir í að koma af stað knattspymu-
lífi þar efra. Er Breiðholtsbúum sannarlega fengur í því, ef ÍR
tekst það. Myndin er frá fyrsta Breiöholtshlaupinu, en síðar í
vetur verður hlaupið endurtekið. (Ljósm. Birgir).
Körfubolti:
Staðnn og stíga-
hæstu leikmenn
Staðan:
KR 8 8 0 528:421 16
IR 7 6 1 488:397 12
Á 8 3 5 513:519 6
UMFN 9 3 6 501:581 6
ÞÓR 7 2 5 392:418 4
KFR 7 1 6 399:417 2
Stigahæstu leikmenn:
Þórir Magnússon (7) 200
Einar Bollason (8) 194
Guttormur Ólafsson (7) 163
Jón Sigurðsson (8) 150
Barry Nettles (8) 145
Vítaskot (20 skot og fl.)
Einar Bollason 90—74 82,2%
Guttorm. Ólafss. 46—35 78,2%
Birgir Jakobsson 20 —14 70,0%
Þórir Magnúss. 46 — 32 69,5%
Hallgr. Gunnarss 34 — 22 64,7%
Staðan í yngri flokkunum.
I yngri flokkunum er skipt f
riðla og stendur keppni enn yfir
í þeim flestum, en þó em nokk-
ur lið búin að tryggja sér sæti
í úrslitum. í 2. fl. Suðurlandsriðli
er KR búið að tryggja sér sæti í
úrslitum, en ÍR, Ármann og HSK
berjast um hitt sætið. UMFS, Isa
fjöröur og Patreksfjörður fara
beint í úrslit og eitt lið frá Akur
eyri. í 3 fl. er Hörður frá Patreks
f jröi búinn að vinna Vesturlands-
iaoilinn, en I Suðurlandsriðli er
RFR öruggur sigurvegari en um
annað sætið berjast ÍR og KR.
Engar fréttir hafa enn borizt frá
keppni í Norðurlandsriðli. I 4.
flokki fara KR og Ármann í úr-
slit úr Suðurlandsriðli og UMFS
frá Borgarnesi sigraði í Vestur-
landsriðli. — þvþ—
.^anc^;
< HAND
A-Þýzkal.—So vét.
S viþ jóð—Noregur
Tékkósl.—Japan
Júgóslavía—USA
Rúmenía—Frakkland
V-ÞýzkaL—Sviss
Danmörk—Pólland
Ungverjal.—ísland
13:11 (8:6)
8:6 (5:2)
19:9 (8:3)
34:8
12:9 (7:2)
11:10 (7:3)
23:16 (10:6)
19.-9 (9:3)
Gamlar göðar
bækur fyrir
gamlar góóar krónur
BÖKA-
MARKAÐURINN