Vísir


Vísir - 27.02.1970, Qupperneq 8

Vísir - 27.02.1970, Qupperneq 8
VIS IR . Föstudagur 27. febrúar 1970. Utgefandi: KeyKjaprent «... Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: AxeJ Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sfmi 11660 Ritstjðrn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f._________________________ Þanglykt og tennur hrossa Oft er talað í háði um spekingana fomu, sem sátu og skeggræddu um, hve margar tennur hesturinn hefði, en engum þeirra datt í hug að gá upp í hestinn og telja þær. Slíkir spekingar eru enn á meðal okkar á þessari þekkingaröld og hafa menn stundum af þeim nokkra skemmtan. „Skerjafjörðurinn er á góðri leið með að verða að forarpolli... Sama soradíkið mætir augum, ef litið er út yfir Sundin... Þar (á strandlengjunni frá Ör- firisey til Keflavíkur) verður vart þverfótað fyrir ill- þefjandi vogreki.“ Þennan texta mátti lesa í leiðara í Alþýðublaðinu fyrir skömmu. Alþýðublaðinu gengur eins og Vísi og öðrum, sem um mengunarmálin hafa fjallað, ekki nema gott til. En rétta aðferðin til að vinna bug á mengun er ekki að ráðast á vindmyllur eins og Don Quixotte gamli, heldur að gera sér fyrst raunsæja grein fyrir vanda- málinu. Allir eru sammála um, að ótal hluti þarf að gera til að draga úr mengun á Reykjavíkursvæðinu. Borg- arlæknisembættið hefur þegar unnið mjög gott starf á því sviði og nú þarf að efla slíkt starf enn frekar. En það styrkir málstaðinn ekki neitt að fara með hreint rugl um núverandi ástand þessara mála. Texti sá í Alþýðublaðinu, sem hér hefur verið vitn- að í, ber þess merki, að höfundurinn hefur ekki stund- að gönguferðir á fjörum Reykjavíkursvæðisins. Til fróðleiks fyrir hann sk-al honum bent á, að þar er ekki um að ræða illþefjandi forarpolla og soradíki. Sjórinn er á flestum stöðum tær og eðlilegur. Fjörurnar eru ekki mengaðar og gefa yfirleitt tilefni til ánægjulegra gönguferða. Sums staðar er þó rusl, sem ekki er í sjálfu sér mengað, en ber að fjarlægja, því að það lýtir umhverfið. Verri eru þó fjörurnar í nágrenni Hafnarfjarðar, þangað sem rekur úrgang frá sorp- haugum Hafnarfjarðar. Þeim haugum á að loka strax. Hvað varðar ólykt þá, sem Alþýðublaðið finnur, þá er þar aðeins um að ræða hina römmu þanglykt, sem flestir kunna vel við. Ef ritstjóra Alþýðublaðsins finnst hún vond, er það hans einkamál. Engum dett- ur í hug að gerilsneyða hinn náttúrulega sjó hans vegna. Við eigum að byggja á þeirri staðreynd, að mengun er tiltölulega lítil í Reykjavík. Hér voru staddir kvik- myndatökumenn frá bandaríska heilbrigðismálaráðu- neytinu að kvikmynda Reykjavík sem fyrirmynd ann- arra borga í mengunarmálum. Hrifning þessara er- lendu manna og annarra, sem hingað koma, á að vera okkur hvatning til að halda merkinu enn hærra á loft. Við eigum að keppa að því, að Reykjavík skari í framtíðinni örugglega fram úr öðrum stórborgum heims á þessu sviði. Menn eru þegar famir að koma í pílagrímsferðir hingað til lands til að anda að sér hreinu lofti. Og því skyldi Reykjavík ekki geta orðið Mekka fyrir íbúa mengaðra, erlendra stórborga? Jj’Mnn athyglisverðasti þáttur- inn í hinni innri þjóðfélags ólgu i Bandaríkjunum hefur ver ið starfsemi herskárra svert- ingja sem hafa sagt þjóðfélaginu stríð á hendur, þessu þjóðfé- lagi, þar sem hvíti maðurinn ræður öllu og heldur áfram þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit um réttarbætur, að kúga og undir- oka hinn dökka kynþátt. Hinir herskáu svertingjar, sem prédika vopnaða mótspymu og stríð hafa stofnað samtök, sem kallast Svarti pardusinn. Þeir yfirlýsa sig byltingarflokk og ganga í berhögg við umgengn isreglur þjóðfélagsins. Flokkur- inn hefur aldrei verið fjölmenn- ur, því að hver sem í hann geng ur fómar þar með öllu öðru. Þeir verða að vera reiðubúnir að þola lögregluofsóknir. hand tökur og fangelsanir. Þeir líta á sig líkt og hinir öfsóttu fyrstu söfnuðir kristinna manna, lifa fyrir hugsjónina, berjast fyrir því að kollvarpa hinu gamla skipulagi og vera reiðubúnir að vaða í gegnum eld og brenni- stein. jafnvel að fóma lífinu fyrir málstaðinn. Svartir pardusar jyjargar ljótar sögur hafa geng- ið af Svarta pardusnum. Sjálft heiti félagsskaparins gef- ur strax hryllingshugmynd um bófafiokk unglinga líkt og lýst var í söngleiknum West Side Story, og þeir fara heldur ekki dult með baö, að þeir ganga um vopnaöir. Smám saman hafa vaxið upp hugmyndir um þaö, einkum meðal hvíta fólksins sem finnst sér ógnað. að Svarti pard- usinn sé hreinn ógeðslegur giæpaflokkur, sem gangi um myrðandi og rænandi og ógni hinu innra öryggi þjóðarinnar. En sínum augum lítur hver á silfriö og að sjálfsögðu er álit hinna svörtu allt annað. í þeirra augum er Svarti pardusinn tákn réttlætis, baráttusveit frelsis og réttinda undirokaðrar þjóðar. Og þó er vitaö, að mörgum „þeldökkum“ óar allmikiö starf- semi þeirra og finnst það ganga vitskerðingu næst að fram- kvæma slíka uppreisn gegn öllu þjóðfélaginu og hinum óhaggan- legu yfirráöum hvíta mannsins. í hinum dökka hópii eru líka margir, er myndu fremur kjósa lognværðina ogfremurunaáfram við yfirráð hvfta mannsins en þola þær hættur og ótta sem fylgja myndi opinni uppreisn gegn þjóðfélaginu. Og þær opnu svertingjauppreisnir, sem áður urðu í hverfum þeirra bitnuðu mest á þeim sjálfum í borgar- brennum og bardögum. ipf litið er á bandarískar þjóð- félagsaðstæður er þó víst, að finna má margar forsendur að því að slíkur félagsskapur varð til. Frá sjónarmiði svertingj- anna varð lífið f hinum lokuðu svertingjahverfum átylla félags- skaparins. En í þeirri eymd og þrengslum sem þar viðgangast má segja að þjóðfélagið hafi, þrátt fyrir auðlegð sína, gefizt upp við að leysa flest vandamál. Svertingjahverfin eru lokaður heimur, sem oft kallast á al- þjóðamáli Ghetto. íbúar þeirra njóta sáralftillar réttarverndar. Þar viðgengst óskaplegt húsa- leiguokur, og réttarverðir hyggja lítt að því, þó einn troöi skóinn ofan af öðrum, þar ríkir hungur og ótti. Að vísu á að heita löggæzla f þessum hverf- um, en hún hefur jafnan beinzt að því fremur að halda réttinum niður með valdbeitingu og bar- smíðum, fremur en að leita rétt- lætis. Og það hefur löngum verið alkunna meðal dökkra manna. að hvítir lögreglumenn, sem vinna sín störf í, eða í námunda viö svertingjahverfin séu mjög hrottafengnir og hafi aðallega valizt til þeirra harð- jaxlar, sem eru vanir að hafa engin umsvif, heldur bara berja svertingjana niður og misþyrma þeim, ef þeir voru með nokkurt múður. Að þessu Ieyti er það sögn svertingja að í rauninni hafj mannréttindi ver ið einskis virði í svertingjahverfi unum, þar hafi farið fram hand tökur án dóms og laga og margs konar misþyrmingar og kúgun af hendi lögreglunnar. Þetta var sá þjóðfélagslegi neisti, sem fyrst kveikti hugsjón Svörtu pardusdýranna. Það má segja, aö samtökin hafi fæðzt f samræðum milli tveggja ungra svertingja i negrahverfinu f Oakland, eins úthverfis San Francisco, sem er tengtviöhana með lengstu brú í heimi. Þessir fyrstu tveir spámenn hreyfing- arinnar hétu Huey P. Newton og Robert Seale og í þjóðsögn- innj er sagtt, að upphafið hafi verið tveir menn, tvær skamm- byssur og lagasafn. T Jpphafið var, að þeir hugsuðu sér að taka að sér réttar- gæzlu fyrir svertingjahverfin gagnvart ofríki og ranglæti lög- reglumanna. Og bráðlega bárust út fréttir um það, að hvar sem lögreglumenn væru á ferð um svertingjahverfi fylgdu á eftir þeim tveir svertingjar, sem vökt uðu þá stöðugt og atferli þeirra. Hvenær sem lögreglan lét til sín taka og ætlaði að fara að beita ofríki sínu og misþyrmingum voru svörtu tvímenningarnir komnir yfir hana og kröfðust þess að viðhaldið væri almenn- um réttarreglum. Þeir tóku þá gjarnan upp úr vasa sínum ein- tak af stjómarskrá Bandaríkj- anna og héldu þvi hástöfum fram að lögreglan væri að brjóta þau helgu orö, sem þar stóöu. Þetta kom f fyrstu flatt upp á lögreglumennina og þeim varð oft svarafátt. Lögreglumenn í svertingjahverfum höfðu oftast .veriö valdir fremur eftir vöðva- stærð en heilastærð og biðu þeir lægr; hlut fyrir pardusdýrunum í rökræðum. Smámsaman kom upp meðal lögreglumannanna taugaóstyrkur og gremja yfir þessum svörtu gagnrýnendum og það olli ekki síöur ótta meðal þeirra, að þeir komust brátt að því að Svörtu pardusdýrin vom vopnuð skammbyssum. Síðan hefur þessari starfsemi haldið á- fram, og all mörgum sinnum hefur komið til vopnaðra átaká milli lögreglumanna og svartra pardusdýra. Hafa nokkrir fallið af báðum. Saka hvorir aðra um að hafa fyrst gripið til skot- vopna, en líkindi eru til, að lög- reglan hafi oftar misst þolin- mæöina og fyrst skotið, þar sem vitað er, að fyrirfram ríkti of- beldishneigð meðal lögreglu- mannanna gagnvart svertingja- hverfunum. Svörtu pardusdýrin urðu bráð- ° lega mjög fræg, svo að jafn- vel hafa farið að spinnast óra- miklar þióðsögur um þá. Þeir tóku upp sérstakan klæðnað, sem var mjög sterkur að stfl, allt í svörtu, svört alpahúfa, svört skyrta með svörtu bindi, svart- ar buxur, svartir skór og yfir- höfnin var mjög sérkennilegur, gljáand; svartur leðurjakki. En þessi klæðnaður hefur síðan brejðzt út sem tízkuklæðnaður meðal ungra svertingja og það langt út fyrir raðir þessa þrönga flokks. Þó þátttaka í Svarta pardusn- um jaðri við ævintýramennsku, vegna þeirrar áhættu og fórna, sem þeir taka á sig, er yfirleitt álitið, að það. sé úrval úr hópi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.