Vísir - 27.02.1970, Side 10
w
V Í'S I'lt . Fðsttidagur 27. febrúar 1S70.
íGotu
I Ferðamannaland
Augu margra eru að opnast '
1 fyrir þeim miklu möguleikum, I
I sem liggja í móttöku erlendra |
I ferðamanna. Það þykir ekki (
nokkur vafi á, að íslendingar
' geti á margan hátt haft drjúgar 1
l tekjur af ferðamönnunum, og I
I er niikið um það rætt hvað hægt |
sé að gera til að örva straum-
inn enn frekar. Kemur þá til
álita, hvað það sé helzt, sem er- I
Iendir ferðamenn óska sér, þeg- j
ar þeir sækja hingað til að eyða
sumarleyfi eða eiga frístund frá
ráðstefnuhaldi. Hæpið er að I
ferðamenn, seni hingað koma til
að eyöa sumarleyfi, komi hing- .
að til að stunda hið Ijúfa
skemmtanalíf, því það er svo 1
víða fyrir hendi f stórborgum i
Evrópu. Það má frekar ætla, að
þeir sem hingað sækja, séu að
1 leita einhvers, sem þeir hafa
í ekki upplifaö eða fundiö annars
staðar. Flestir leita að hvíld frá
stórborgaskarkala þeim sem
1 þeir búa við sjálfir. Við höfum
I því cinmitt það sem flestir þrá,
en það er hreint loft og óflekkað
land. Kyrrð íslenzkra óbyggða
1 hrífur marga, sem hingað koma
í fyrsta sinn. Andstæður lands-
ins í hita og ís vekja furðu og
margir njóta okkar mörgu bað-
staða.
Feröamenn þeir, sem hingað
sækja, eru fyrst og fremst að
leita þess, sem við þegar höfum
og þurfum við því ekki sér-
stakra ráðstafana við til að afla
eða koma neinni sérstööu í
kring. Hið eina er að efla hótel-
in að stærð og fjölga þeim, og
þurfa þau vafalaust ekki að vera
öll af lúxusgerð, ef þau að öðru
leyti uppfylla kröfur um hrein- |
læti og góða þjónustu. Leggja
má áhcrzlu á stundvísi sam-
göngutækja og annarra þjón-
ustuaðila, glöggra upplýsinga
um hvaðcina, sem varðar land
og þjóð, og síðast en ekki sízt
góðrar og alúölegrar þjónustu
sem viðast. Þá mun ísland vafa-
laust verða eftirsótt ferðamanna
land vegna þeirra kosta, sem
það þegar hefur upp á að bjóða.
Það er alrangt, að koma þurfi
á næturklúbbum eða fleiri
skemmtistöðum sérstaklega 1
vegna erlendra ferðamanna, þvi I
fæstir þeirra gesta, sem sækja |
okkur heim, koma hingað gagn-
gert vegna skemmtistaðanna. ■
Önnur lönd eru þekktari fyrir 1
þá þjónustu og þurfum við ekki j
að leggja megin áherzlu á þann
þátt. Hins vegar koma
góðir matsölustaðir öllum til I
góða, og getum við á góðum |
matsölustað selt meöal annars
margt af okkar ágætu útflutn-
ingsvörum og fengið andvirðið'
greitt óbeint í erlendum gjald- >
eyri, þó án þess að fyrir þvi sé j
haft að flytja vöruna út.
En með mjög auknum ferða- \
mannastraumi þarf margs að ,
gæta, meðal annars ýmissa ,
þeirra sérkennilegu staöa, sem 1
afskekktir eru, en auðvelt er að 1
eyðíleggja, ef óvandaðir fiakka I
þar um. Má i því sambandi |
minna á sérkennilega hveri,
varpstöðvar og gamlar minjar,1
sem afskekktar eru og því ekki
undir eftirliti eða umsjá. Þessa |
verðum við að gæta á meöan
ferðamannastraumurinn stend-
ur á sumrin, því spjöll geta ver-
ið óbætanleg og mikill sjónar- |
sviptir.
Þrándur í Götu.
Emst Westlund, ritvélasmiöur,
Grenimel 36, andaðist 19. febrúar
síöastliðinn, 72 ára að aldri. Hann
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju á morgun kl. 10.30.
Magnús Ástmarsson, prentsmiðju
stjóri, Granaskjóli 26, andaðist 18.
febrúar síðastliðinn, 61 árs að aldri.
Hann verður jarðsunginn frá Nes-
kirkju á morgun kl. 10.30.
Olíufélögin vinna
nð samræmingu
bensíndreifingar
í borginni
Olíufélögin vinna nú fyrir sitt
leytj að því að samræma tillögur
sínar um bensíndreifingu í borginni,
þannig að öll félögin hafi ekki
stöðvar á sama götuhorni. Að því er
Hallgrímur Hallgrímsson, forstjóri
Skeljungs sagði í viðtali við Vísi
í morgun ganga viðræður milli olíu
félaganna vel, en höfuðmarkmið
þeirra sé að félögin séu ekki hvert
ofan í öðru, en þó verði veitt sæmi
leg þjónusta við borgarbúa. M.a.
er gert ráð fyrir einni bensínstöð í
Árbæjarhverfi og tveimur litlum
stöðvum í Breiðholtshverfi.
Það voru borgaryfirvöld sem
áttu frumkvæöið að þessari sam-
ræmingu, nýlega voru tillögur borg
arverkfræðings um þessi mál sam-
þykktar í borgarráði og tillögurnar
sendar olíufélögunum til athugunar.
Búizt er við að oliufélögin komi
með sínar tillögur innan tíðar. — vj
AFGREIÐSLA
AOAISTR/ETI 8
SÍMI T-16-60
s
Heilsuvernd
Síöasta námskeið vetrarins, í
tauga- og vöðvaslökun, öndunar
og léttum þjálfunar- æfingum,
f. konur og karla, hefjast mánu-
daginn 2. marz Sími 12240.
Vignir Andrésson.
Hlaöin borð
af kræsingum
— þegar slysavarna-
konur halda Hlaðborðs-
kaffið sitt
Slysavarnakonur í Reykjavík
halda sitt árlega Hlaöborðskaffi
með alls konar kökum og kræsing-
um á sunnudag og hefst það kl. 15
og stendur til 23 um kvöldið.
Hér er um ágætt tækifæri fyrir
fólk að fá sér einu sinni virkilega
gott með kaffinu, því nóg er úrval
ef að að líkum Iætur, og um leið er
gott rpálefnj stutt.
Hlaðboröskaffið verður í húsi
SVFÍ á Grandagarði. — JBP—
Kaupió fyrir
söluskattshækkun
BÓKA
MARKAÐURINN
Iðnskolanum
TIL S0LU
Mjög vel með farið sænskt barna
rúm (frá 1 — 6 ára) seni hægt ec
að hækka og lækka, með dýnum
til sölu, sanngjarnt verð. Uppl.
síma 12894 eftir kl. 6.
Til sölu Contaflex myndavél með
ljósmæli, verð kr. 4 þúsund. Burðai
rúm til sölu á sama stað. Sími
34458 eftir kl. 6.
Járnsmíðaverkfæri til sölu, raf-
suðuvél, gastæki, borvél o.fl. —
Uppl. í síma 37965.
BÍLAVIÐSKIPTI
Vil kaupa Volvo Amazon árg
64 — ’65. Vinsamlega sendiö tilb. á
augld. Vísis merkt ,,125“
ÓSKAST KEYPT
Hefilbekkur. Ég vil kaupa notað
an hefilbekk, má vera gamall. Upp
á laugardag í síma 10089 og
sunnudag í síma 18626.
HÓSNÆÐI ÓSKÁST
3—4 herb. íbúð óskast til leigu
nágrenni Landspítalans eða í Hlíð
unum, þarf að vera laus 1. júní
Uppl. í síma 16573 eftir kl. 6 næstu
daga.
Til leigu er nýleg 3ja herbergja
íbúð, fyrirframgreiðsle æskileg. —
Uppl. í síma 31470 eflir kl. 6.
Höfum fyrirliggjandi
EIK
GULLALM
FINLINE
Mjög hagstætt verð.
Greiðsluskilmálar
H INNI- W
i'1 •'l SIM119669
I I DAG B i KVÖLD |
atiu c •<
BELLA
Hvað sé á boðstólum? Það er
humarsalat 480 kaloríur. Lifur
með baeon-sneiðum 187 kaloríur.
Ostur 140 kaloríur og reyktur lax
375 kaloriur.
VEÐRIÐ
iDAG
Suðaustan gola
og rigning öðru
hverju í fyrstu en
stinningskaldi og
rigning í kvöld.
Hiti 4—5 stig.
tKEMMTISTAÐIR •
Þórscafé. Pop-pop-fest Mods,
,íilífö, Jeremías o. fl. leika
íkemmtiatriöi.
Röðull. Hljómsveit Magnúsar
Ingimarssonar söngvarar Þuríður
Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson
og Einar Hólm. Skemmtikraftur-
inn Franka Jiménes, Opið i kvöld
Ingólfscafé. Gömlu dansarnir i
kvöld. Hljómsveit Garðars Jó-
hannessonar, söngvari Björn Þor-
geirsson.
Silfurtunglið. Ævintýri.
Klúbburinn. Opus 4 og Rondó
leika.
Glaumbær. Roof tops. Diskótek.
ÍILKYNNINGAR •
Tannlæknavakt er í Heilsuvernd
arstöðinni (þar sem slysavarðstof
an var) og er opin laugardaga og
sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sími
22411.
Kvenfélag Laugarneskirkju held
ur fund í fundarsal kirkjunnar
mánudaginn 2. marz kl. 8. Mar-
grét Kristinsdóttir húsmæöra-
kennari verður með sýnikennslu á
smáréttum. Hafið með ykkur
gesti. Stjórnin.
Kvenfélag Háteigssóknar held-
ur skemmtifund í Sjómannaskók
anum þriöjudaginn 3. marz kl.
8.30. Spiluö verður félagsvist. —
Stjórnin.
Afmælishóf í tilefni af 20 ára
afmæli Óháöa safnaðarins verður
haldið sunnud. 8. marz í Átthaga-
sal Hótel Sögu og hefst með
sameiginlegu borðhaldi kl. 19.00.
Dagskrá: Ræðuhöld, einsöngur,
t.visöngur, dans o. fl.. Aðgöngu-
miðar verða seldir mánudaginn
2. marz og þriöjudaginn 3. marz
í Kirkjubæ klukkan 5—8 báða
dagana. — Stjórnin.
Dansk kvindeklub afholder sit
næste möde i Tjarnarbúð tirsdag
d. 3. marts k!. 8.30. Der spilles
selskabswhist. Bestvrelsen.
Sædýrasafnið við Hafnarfjarðar
veg (sunnan Hvaleyrarholts) er
opiö daglega frá kl. 2 til 7.
Hótel Loftleiðir. Hljómsveit
Karls Lilliendahl, söngkona Hjör-
dís Geirsdóttir, Joe Dawkins og
dansmærin Mako skemmta.
Tónabær. Plantan leikur kl.
S—11.
FUNDIR I KVÖLD •
Æskulýðsfélag Laugamessóknar
heldur fund í kvöld í kirkjukjallar-
anum kl. 8.30. Séra Garðar Svavars
son.
IOGT Stúkan Freyja nr. 218.
Fundur í Templarahöllinni í kvöld
kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Inntaka. Kaffi eftir fund.
Stúkan Dögun. Fundur í húsi
félagsins í kvöld kl. 9. Karl Sig-
urðsson flytur erindi er hann
nefnir Hvað eru sátfarir.
Aðventkirkjan. Fjölbreytt æsku
lýðssamkoma í Aðventkirkjunni i
kvöld kl. 20.30. Svipmyndir frá
alheimsmótinu í Ziirich sl. sumar.
Ungmennafélagið.
Kvennadeild Skagfirðingafélags
ins. Skemmtifundur verður í
kvöld kl. 8.30 í Lindarbæ uppi.
M. a. sýndar nýjar myndir frá
Sauðárkröki.
——-------------------t----------------
Faðir okkar tengdafaðir og afi
E EGILL GUTTORMSSON,
stórkaupmaður,
* lézt i Landspítalanum aðfaranótt 26. þ.m.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Auglýsingastjóri
Dagblað í Reykjavík vill ráða auglýsingastjóra.
Umsækjendur séu á aldrinum 25 til 35 ára, þurfa að
hafa sölumennskuhæfileika og helzt að vera kunnugir
í viðskiptalifinu.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrrí
störf sendist afgreiðslu blaðsins nierkt: „Auglýsinga-
stjóri — 422“ fyrir 2. marz n.k.