Vísir - 04.03.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 04.03.1970, Blaðsíða 13
V1SIR . Miðvikudagur 4. marz 1970. 13 Fötin, sem hægt er að ganga í Slöngur eru í uppáhaldi ekki sízt skinnið, en einnig er hug- myndin notuð á þennan veg sem belti. jyú er frjáls aðgangur að öll- um myndum, sem voru teknar á tízkusýningunni í París fyrir nokkrum vikum. Þótt viö vitum núna nokkurn veginn hvernig nýja tízkan Iftur út er alltaf gaman að sjá nýjar útgáf- ur tízkunnar ekki sízt til að geta myndað sér skoðun um það hvaða föt verði áfram í tízku en fyrir hvern venjulegan kven- mann skiptir það ekki svo litlu máli. Þess vegna sleppum við því að birta myndir af fötum, sem eru svo afbrigðileg, að hin venjulega kona hefur .ekki efni á því að klæðast þeim. Tízkukóngarnir létu gamminn geisa á tízkusýningunum í ár og eflaust finnst mörgum að flík- umar hefðu betur átt við sem grímubúningar en sem venjuleg hversdagsföt. Og ekki eru allir jafnhrifnir af rómantískum hug- dettum teiknaranna. sígauna- stúlkur, sveitastúlkur, klæðnað- ur í stíl við það sem magadans- meyjar nota, og svo hins vegar yfirfínn búningur dömunnar. Á þetta við okkar tíma? Ekki getur nútímakonan samþykkt þaö. Það. sem flestar konur sækj- ast eftir núna eru iátlaus, stíl- hrein föt, sem þægilegt er að hreinsa og sérstaklega eru fötin, sem hægt er að breyta á ýmsa vegu, með samsefningu þeirra, vinsæl. Þetta hefur sannazt á áhrifaríkan hátt með hinum vin- sælu buxnatirögtum og kjólum. En meðal tízkukónganna eru einnig þeir, sem hafa fullan skilning á þessu og miða föt sín viö það. Þeir hinir sömu kunna einnig þá list að búa tfl sam- kvæmisföt, sem eru þann- ig úr garði gerð aö þau fullnægja óskum okkar um tilbreytingu og rómantík því henni er ekki auð- veit að neita, en á þann hátt, sem við unum viö. Ungaro fór milliveginn með stuttum kjólum og síðum kápum. Hér er ein útgáfan af stutta kjólnum og sniðið ættu velflestar að kannast við. Þetta snið er svo látlaust, að halda mætti, að þetta sé flík, sem gerð hafi verið í fjöida- framleiðslu. En það er Saint- Laurent, sem á heiðurinn og efnið er mjög einkennandi fyrir sumarfötin hans, smá- mynstrað efni. Ekki vöktu öll föt Diors eins mikla hrifningu og vant er. Jafnvel fékk hann á sig harða gagnrýni. Þessi kápa er þó með þvi Iátlausara, sem við höfum séð af nýjustu fötunum hans, og síddin á eflaust eftir að vinna sigur. Takið eftir barðabreiða, svarta hattinum, svörtu sokkunum og flatbotn- uðu skónum. Fjölskyldan og Ijeimilid 39 Það varð þö,gn nokkra hríð. — | Douglas sneri sér að landabréfinu | og drap á það fingri. „Við erum ekki nema tuttugu mflnr frá birgðaflutningaleið Þýzkaranna“, sagði hann. Leech svaraði ekki strax, hugs aði málið og virtist ekki viss um hvað Douglas ætti viö. „Hvað um það?“ „Ég veit þaö vitanlega ekki með vissu... en þessa birgðaleið fara að sjálfsögöu bílar með alls kon- ar flutning til dæmis lyf og sára umbúöir, kannski eru læknar með f förinni. Okkur hlýtur að leggjast eitthvað til.“ „Allt i lagi. Við skulum athuga það“. Leech hállaði sér fram, gaf Kaf karides merki um að halda af stað aftur. Þeir breyttu stefnunni nokk uð, óku því sem næst í norður. Rétt fýrir dögun námu þeir stað ar. Þeir Leech og Douglas athug- uðu landabréfið. Douglas spurði: „Hvar heldurðu að við séum staddir?" „Því sem næst hérna", svaraði Leech og benti á stað um þrjár mílur suður af birgðaflutningaleiö inni. „Þá er ekkert lakara að skilja þá eftir hér en annars staðar. Hér er að minnsta kosti dálítil for- sæla." Þeir skildu eftir Arabana þrjá og flutningabílinn og óku fimm saman í jeppanum norður á bóg inn. Loks námu þeir staðar undir sandöldu, svo langri, að sá fyrir hvorugan enda hennar. Leech hallaði sér fram f sætinu til að athuga landbréfið, sem Douglas hafði' breitt út á hné sér. „Þetta er hryggurinn", sagði hann. „Vegurinn liggur héma fyr ir handan.“ Hann rétti úr sér aftur, svipur hans var blendinn, bersýnilega beið hann þess, að Douglas tæki við stjórninni. Douglas tók þeirri áskorun, hann hafði átt hug- myndina að þessu, nú var það hans að hrinda henni f fram- kvæmd. Að vísu hafði hann ekki gert neina ákveðna framkvæmda áætlun, en hann kleif niður úr jeppanum f von um, að sjálfs- traustið brygðist sér ekk; og benti þeim hinum aö fylgja sér. Þeir gerðu það, en enginn með sams konar svipbrigöum. Sandhryggurinn var Iágur, en þó nægilega hár til þess, að ekki sást af veginum til ferða jeppans. Það tók þá ekkj nema andartak að skríða upp að brúninni og leggjast f leyni á bak við kaktusstóðið, sem Italir höfðu pfantað þar ein hvem tíma til að hefta sandfokið. Douglas hlustaði eftir gný farar- tækja fyrir handan hrygginn, og EFTIR ZENO i í honum fannst traust að því að sjá ' Leech liggja á bak við runnann einungis skref frá sér. Það vott- ', aði bæði fyrir glettni og forvitni á bak við staðnað hæðnisglottið á andlitinu, þrátt fyrir allt hafði hann áhuga á að sjá, hvemig Douglas tækist til, og hann var ákveðinn f að taka ekki fram fyr- ir hendumar á honum, nema öllu væri bersýnilega komið f. óefni. Það var bezt aö láta hann sýna, hvers hann væri umkominn, hugs aði Leech. Douglas beið, þangað til hreyf ilgnýrinn dó út í austurátt Hall- aði sér svo fram á milli kaktus- - anna og beindj sjónauka sinum vestur eftir veginum. en þaðan hlutu birgðalestjr RÓmmeís afi koma. Bæri eitthvert farartæki að úr austri eftir að þeir höfðu látið tii skarar skrfða útj á veg- inum, mundi þeim voöinn vís. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.