Vísir - 04.03.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 04.03.1970, Blaðsíða 4
4 VISIR . Þriðjudagur 3. marz 1970. Allt brást INGÓLFUR — en jbó var jbað um seinan — 19:20 gegn „sólarsonunum" i leiknum i Paris i gærkv'óldi ' Frá Magnúsi Gíslasyni, París: Synir sólarinnar bræddu sannarlega ísinn af „son- ‘W um elds og íss“ hér í kvöid. Japanir unnu þennan fyrsta landsleik þjóðanna 'með einu marki, — þegar flautan gall við til merkis um að leik væri lokið, áttu áttu íslendingar sannar- lega færi á að jafna í 20:20, en sonum sólarinnar var bjargað. Þessi leikur íslenzka liðiö var Jurðu lélegur, eða allt þar til Ing- ólfur Óskarsson tók á sig rögg, er 12 minútur voru til leiksloka, og staðan i!0:14 fyrir Japan. Leikur Ingólfs var afburðaieikur, og nú sannaðist það, að hávöxnu mennirnir dugðu bezt gegn Jap- önunum. Ingólfur skoraði 3 mörk sjálfur siðustu mínútumar og var drifkrafturinn að baki annarra þriggja. Sannarlega reif fyrirliði ís- lenzka liðsins liðið áfram með sér, — en of seint, því miður. Japönsku leikmennimir eru ann- ars góðir sendingar eldsnöggar og beinskeyttar, þeir eru sterkir og þó liprir, og leiftursnöggir upp. Mörk virtust þeir geta skorað hvar og hvenær sem er, af línu, með gegnumbrotum eða langskotum, aiit eftir því sem hentaði. Mikla athygli mína og annarra á- horfenda hér í íþróttahöllinni, vaktj hinn litli leikmaður Kiyoshi Noda, hann kastaði sér inn í teiginn fjór- um sinnum úr horni og skoraði þaðan en enda þótt þetta væri frá- bærlega útfært hjá honum og stökk- | ið stórfenglegt, þá tel ég það engu að síður lélegri markvörzlu að kenna að þannig skuli hægt aö skora. Upphaflega var Hjalti í markinu, en síðan kom Birgir inn á, og varði hann síðan mestallan leikinn og gerði það allvel. Hins vegar var vörnin mjög svifasein miðaö við Japanina, sem voru á fleygiferð all- an leikinn bæði í sókn og vörn. í hálfleik var staðan 12:9 fyrir Japan, og sannarlega .syrti rpjfig i álinn,- þegar staðan varð 14:9 i byrjun seinni hálfieiks. Heldur átti þetta þó eftir að lagast, t.d. í 15:12. Þá kom hins vegar stærsti leikmað- ur Japananna til sögunnar og skor- aði að vild í íslenzka markið. þetta var „risinn“ Minoru Kino, 187 sentimetrar á hæð, góður leik- maður. sem skoraði 6 mörk í leikn- um. Japanir komust í 18:14 óg skömmu síðar var ógnvekjandi tala komin á töfluna, 20:14 og 12 mín. til leiksloka. Það var þá, sem ísinn bráðnaði af íslenzka liöinu. Næstu 5 mörk komu á færibandi og leikurinn var æsispennandi og enda þótt fæstir áhorfendanna þetta kvöld hefðu nokkrar sérstakar taugar. til lið- anna, þá var engu líkara en að heimalið væru að eigast yiö í úr- slitakeppni. Greinilegt var að Japanir kusu að halda knettinum sem lengst, ógn- uðu ekkert, og í eitt skipti var ís- lendingum dæmdur boltinn vegna tafar. Þegar tæp mínúta vár eftir skorar ísland 20:19 og örfáum sek- úndum fyrir Ieikslok, þegar ieikað- ferðin maður gegn manni hafði vef- Víkingar, skíöadeild. — Aðal- fundur deildarinnar erðu- hald inn í dag 4. marz kl. 19.30 í fé- lagsheimilinu. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórnin. Stríðsöskur á vellinum Japanska liðið, sem vann okk- ur í gærkvöldi sVo naumlega, er skipað hermönnum. Samtaka- máttur þessa liðs fannst mér meö eindæmum, Uðlð var sem einn maður. í upphafi leiks gáfu Ieikmenn frá sér stríðsöskur mikil og það var engu líkara en þeir grenj- uðu framan I landana af vonzku. í leiknum heyrðust heróp hvað eftir annað, og greinilegt var að leikmenn stöppuðu stálið i hVer annan með þessu móti. Var þetta í senn áhrifaríkt og ó- venjulegt á handknattleiksvelli. íslendingamir fengu hins veg- ar aðrar móttökur og hlýlegri, er þeir stigu inn á völlinn 1 kvöld, Guðjón Ólafsson, mark- vörðurinn góðkunni í KR og landsliðinu fyrir nokkrum árum, afhenti Ingólfi fyrirliða blóm- vönd frá íslenzka áhorfenda- höpnum í Fram-ferðinni. Japanir klöppuðu líka af aust- urlenzkri hógværð og stillingu, þegar leikmenn íslands voru kynntir, — og þetta guldu ís- lendingar í sömu mynt, þegar lið Japananna var kynnt áhorfend- um. — emm — ið tekin upp af Islendingunum, náði Island boltanúm og upphófst nú ægilegt kapphlaup við allt of fáar sekúndur. Björgvin Björgvinssón var kominn upp hægra megin og' hefði getað sent inn á línu á vel staðsetta menn þar, —' en þvi mið- ur, lúðurinn var þeyttur til marks um að' leik væri lokið. Okkar stærsta tromp, Geir Hall- steinsson, var aðeins svipur hjá sjón í leiknum. gengur ékki heill til skógar eftir meiðsl. Þetta hefur mið- ur góð áhrif á liðið. Jón Hjaltalín var ekki með. Sannarlega hefði hann verið maðurinn til að valda usla í japönsku vprninni með hæð sinni og' stökkkrafti. Jón var hins vegar að horfa á Frakkana í njósna- skyni. Ingólfur . var okkar bezti maður, Einar MagnúSson ágætur meðan hann var inni og Ólafur Jónsson sömuleiðis Eftir Seikinn Nilsson, norskur dómari (dóm- ari með honum Kesthelyi frá Ungverjalandi, báðir góðir): Is- lendingar notuðu sér ekki nóg hávöxnu leikmennina, þar til fyrirliöinn tók af skarið. Is- lendingarnir voru alltof of ragir við að skjóta eftir að þeir voru búnir að stökkva vel upp yfir varnarvegginn. Reynir Ólafsson: Niðurröðun- in var röng að mínum dómi. Jón Hjaltalín átti að leika þennan leik í stað þess að vera settur út. Eins Bjarni Jónsson og Þor- steinn átt; að setja í markið. Vörnin geröi líka allt of lítið til að hamla á móti hreyfingunni á Japönunum, sem fengu að fara allra sinna ferða innan um vöm- ina án þess að við henni væri stuggað hið minnsta. Guðjón Ólafsson: Það var allt of niikil spenna í liðinu. Það var jafnvel ekki fyrr en eftir að liðið var farið að þreytast verulega að ró var komin yfir menn. mu b Fyrsta íslandsmeistaramótið í Iyftingum fer fram í Reykjavík, eins og áður hefur verið skýrt frá, helg- int 21, —22. marz n.k. Búizt er viö mjög mikilli þátt- töku í mótinu, og því hefur verið ákveðið að keppnin í léttari flokkun- um fari fram á laugardaginn en keppnin í þyngri flokkunum á sunnudeginum. Væntanlegir kepp- endur eru beðnir að athuga þetta. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast til Björns Lárussonar, Grettisgötu 71 eða í síma 22761 — 40255 í síðasta lagi að kvöldi hins 12. marz. Þátttökutilkynningar, sem kunna að berast síðar verða eigj teknar til. greina. Keppnisstaöirnir verða tilkynntir siöar. flímt i Haukadal íþróttaskólanum í Haukadal er nýlokið í ár. Síðastliðið sunnu- dagskvöld fór fram iþróttasýn- ing í skólahúsinu við Geysi í til- efni af „vertíöarlokum“. Sex ungmenni, nemendur úr skólanum sýndu fimleika og þreyttu bændaglímu. Harðnaði leikurinn í glímunni, er dró að endalokum, og höfðu áhorfendur skemmtun af. Mættir voru eldri nemendur Sigurðar og aörir gestir, per- sónulegir vinir Siguröar og að- dáendur skóla hans, sem hann sjálfur stofnaðj árið 1927 og hefur rekið óslitið síðan við góð- an orðstír. Meöfylgjandi mynd tók Stgr. af einni lotu bændaglímunnar, sem var háð í Haukadal fyrsta þessa mánaöar. TÖKUM IDAG og næstu daga glæsilegt úrval af kápum, síðum og stuttum, kápum með buxum, buxnadrögtum, táningakjólum síðum og stuttum og frúarkjólum í öllum stærðum. — Allt á lága tollinum. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Kjólabixðin MÆR, Lækjnrgötu 2 f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.