Vísir - 04.03.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 04.03.1970, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 4. marz 1970. VÍSIR Utgefandi: KeyKjaprenc «... FramOrvæmdastióri: Sveinn R. Eyj'óltsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhaunesson Auglýsingar: AOalstræti 8. Símar 15610, 11660 Og 15099 Afgreiösla: AOalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegl 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 10.00 eintakiO Prentsmiðja Visis — Edda h.f.___________ Fækkun fyrirmanna fsfirðingar og Hnífsdælingar samþykktu í almennri atkvæðagreiðslu að sameina sveitarfélög sín. Er þetta fyrsti verulegi árangurinn af þeirri sameiningarbar- áttu, sem Samband íslenzkra sveitarfélaga og fleiri aðilar hafa staðið að á undanförnum árum. Atkvæða- greiðslan sýndi töluverðan áhuga almennings á þess- ari sameiningu. Það er raunar engin furða, því að flestir sjá, að stór sveitarfélög valda betur en lítil sveitarfélög þeim verkefnum, sem þeim eru lögð á herðar. Athyglisverðara er, að forsvarsmenn sveitarfélag- anna voru hlynntir þessari sameiningu og studdu hana af ráðum og dáð. Er það merkilegt fordæmi fyrir starfsbræður þeirra annars staðar á landinu. Menn hafa nefnilega stundum sagt í alvöru, að veigamesta mótbáran gegn sameiningu sveitarfélaga væfi fækk- un fyrirmanna. Eitt stórt sveitarfélag þarf færri fyrir- menn en tvö eða fleiri lítil til samans. Færri menn komast í sveitarstjórn og önnur opinber störf, þegar sameining hefur farið fram. Þetta skýrist betur, ef Qnníirc \ronrcir sameining ísafjarðar og Hnífsdals er einsdæmi, þrátt fyrir allan áróðurinn fyrir sameiningu sveitarfélaga á íslandi, og hins vegar, að kostir slíkrar sameiningar dyljast engum. Fámennir hreppar geta varla staðið við fræðsluskylduna, né heldur sinnt sómasamlega ýms- um öðrum málum, svo sem brunavömum, almanna- vörnum, náttúruvernd, barnavernd, æskulýðsmálum, skipulagsmálum og atvinnumálum. Helmingur hreppa á íslandi telur innan við 200 íbúa. Fróðir menn segja aftur á móti, að hreppar megi ekki vera fámennari en 1000 manns til þess að geta gegnt skyldum sínum í nútíma þjóðfélagi. Ástæða er til að óska ísfirðingum og Hnífsdæling- um til hamingju með að hafa brotið ísinn í þessu þjóð- þrifamáli. Enn barf oð jbrasa Nú eru enn á ný að hefjast viðræður um lendingar- leyfi Loftleiða á Norðurlöndum. Þetta virðist vera furðu lífseigt vandamál, og verða raunar harðsóttara í hvert sinn, sem um það er fjallað. Enginn þarf að ef- ast um hug íslendinga í því máli, né um það, að fast verði eftir því sótt, að Loftleiðir fái að halda uppi 6- dýrum farþegaflutningum til þessara landa. Skandinaviska flugfélagið SAS virðist telja Loft- leiðir mjög hættulegan óvin, sem valdi miklum vand- ræðum, þótt SAS þurfi raunar ekki að kvarta yfir afkomu sinni. En merkilegra er, hve auðvelt forsvars- menn SAS eiga með að telja ráðamenn Norðurlanda á að standa með sér í þessu stríði um fargjöld og lendingarleyfi og stuðla þar með að því að halda uppi of háum fargjöldum, sem eru borgurum þessara ríkja i óhag. !S \\ ★ Margt benti til þess í gær, að hægri menn mundu taka völdin í Mið Ameríkuríkinu Guate- mala. Þótt frambjóðandi þeirra fengi ekki hreinan meirihluta í forsetakosn ingunum, voru miklar líkur til þess, að hann fengi flest atkvæði, og herinn mundi síðan tryggja honum sætið. Oft finnst mönnum, að litlu skipti, hverjir fara með völdin í ríkjum Suður- og Mið-Amer- Bandaríkin gegna „föðurhlutverki“ í rómönsku Ameríku. — Guatemala er dæmigert um þau átök, sem þar eru milli öfga- manna. Nixon, núverandi forseti Bandaríkjanna fékk að kenna á öfgamönnum, er hann sótti Suður-Ameríku heim. Mikil umbrot í Guatemala íku. Yfirleitt veita menn því litla athygli, svo fremi aO ekki rísi ný ir Castróar og Rússar fái styrk- ari fótfestu í þessum rikjum. — Guatemala hefur nokkra sér- stöðu um þessi lönd, þar spegl- ast átökin bezt. Vinstri stjórn steypt. Þar var á sínum tíma stjórn „vinstri manna" sem steypt var með uppreisn hægri aflanna, og stuðningi frá bandaríska fyrir- tækinu United Fruit Company. Síðan tók við tniög hægri sinnuð ríkisstjörn, sém þó gerðist fi-jáls lyndari er tímar liðu fram. Hreyfingin „Moral Rearma- ment‘ taldi það sér til framdrátt ar, að hún „heföi snúiö stjórn Guatemala frá villu síns veg- ar“ og vakið skilning „hennar á velferðarmálum íbúanna. Kosningarnar nú I Guatemala hafa oröið í skugga morða og óeirða. Mannvig og launmorö gerðust nær daglega síðustu vik urnar. Guatemala er líka „hefð bundinn vígvöllur“ fyrir öfga- menn til hægri og vinstri. Þar koma hinar miklu andstæöur rómönsku Ameríku bezt I ijós. Stjórnvöld landsins voru á- kveðin I því að tryggja framgang lýðræðisins, sem íbúamir þekktu varla nema af afspum. Þetta hefur ekki reynzt heiglum hent. Lög gera svo ráð fyrir, að enginn geti verið kosinn forseti nema hann hafi meirihluta þing manna á bak við sig. Þetta þýðir að frambjóöandi hægri manna ætti lögum samkvæmt ekki að geta tekiö við forsetatign, þótt hann fái fleiri atkvæði en and- stæðingar hans, þar sem saman lögð atkvæði byitingarflokksins og kristilegra lýðræðissinna eru fleiri en atkvæöi hægri manna einna. Þvi má búast við stórtíö- indum frá þessu ríki andstæðn- anna næstu daga. Frambjóðanda sýnt banatilræði Einum af frambjóöendum til forseta var sýnt banatilræði fyrir skömmu, en hann slapp ó- meiddur. Utanríkisráöh. lands ins var rænt af öfgafullum vinstri mönnum og honum skil- að eftir að ríkisstjórnin hafði látið lausan vinstri sinnaöan stúdent, sem hafði verið fangels aður fyrir glæpastarfsemi. Rikis stjórnin stóð æ tæpara vegna hðrku vinstri og hægri manna 1 kosningabaráttunni. Lýðræði reynt Guatemala er náttúrufagiirt fjallaríki með rúmum fimm millj ónum íbúa. Árið 1966 eftir tólf ára stjórn herforingja var aft ur komið á stjórn, sem var til- tölulega lýðræðissinnuð. Þessi fjögur ár, sem síðan hafa liöið, voru sambland framþróunar og ofbeldis. Strax eftir vaidatöku Mendez Montenegro forseta hófust skæruliðar handa I Zacapahérað inu I austurhluta Gugtemala. For llllllllllflg m Umsjón: Haukur Helgason setinn sendi hersveitir til að bæia uppreisnina niður. I fimm mánuði, frá nóvember 1966 til apríl 1967, stjórnaði Carlos Ar- ana Osirio ofursti hemaðarað-. gerðum gegn uppreisnarmönn- um. Flestir þeirra voru mennta- menn og stúdentar frá spænsku mælandi héruðunum, sem voru óskyldir Indíánunum í Zacapa- bæði í tungumáli og menningu. Indíánamir sýndu þessum upp- reisnarmönnum Iíka litla vin- áttu, og uppreisnin var bæld niður með yfirburðum stjórnar hersins. Mannvíg Þeir, sem eftir lifðu af skæru- liðum, sneru aftur til borganna eftir ósigur sinn og endurskipu- lögðu hreyfingu slna. Vopnaöir flokkar hægri sinnaöra borgara réðust gegn þeim, og sá kvittur kom upp, að hermenn og lög- regla stjómarinnar tæki þátt I baráttunni gegn uppreisnarmönn um. Árið 1968 sló 1 bardaga miili öfgamanna I höfuðborginni og dag hvem voru fréttir um launmorö. í janúar það ár voru tveir bandarískir ráögjafar myrt ir af vinstrisinnuöum skærulið- um. I marz var Mario Casarieri kardinála rænt, sennilega af öfgamönnum til hægri, og I ágúst var bandaríski ambassa- dorinn, John Gordón'Mein 'drep inn af vinstri sinnum. Flokkar yzt til vinstri ekki með Árið 1969 einkenndist hins vegar af sáttaumleitunum og al- mennum áhuga á framhaldi þess lýðræðis, sem þá var fengiö. Byltingarflokkurinn, sem var við völd, kaus fjármálaráðherr- ann Mario Fuentes Piemccini sem frambjóðanda sinn við for- setakosningamar. Var það gert til að undirstrika þann árangur, ' sem náðst hafði með lýðræöinu. f Hægri menn kusu Arena ofursta sem sinn frambjóðanda, en hann er njikill andstæðingur kommúnista. Flokkur kristi- legra demókrata ákvað að taka þátt I kosningunum I fyrsta sinn og valdi sem frambjóöanda dr. Jorge Lucas Caballero, fyrr- um major, Iögfræðing og hag- fræðing. Hins vegar taka flokk arnir yzt til vinstri ekki þátt I kosningunum, nema hvað þeir nota tækifæriö til hermdar- verka. Þeir hefðu heldur ekki fengið leyfi til að bjóöa fram I kosningunum, þótt þeir hefðu reynt. Ný alda hermdarverka hófst fyrir tveimur mánuðum. Hinn 17. desember var frambjóðandi til borgarstjóra I Guatemala City myrtur en tveimur dögum fyrr höfðu tveir skæruliðar, lög regluþjónn og vegfarendur fallið í skotorustu. Skæruliöar myrtu einnig um þetta leyti tvo lög- reglumenn. Hermdarverkamenn báru eld að fjöida fyrirtækja I höfuöborg inni og var tjóniö metið á um 800Q milljónir íslenzkra króna. Rikisstjórnin lýsti því yfir aö hún mundi tryggja að kosning- arnar yröu ekki truflaðar af mannvigum og óeiröum. Þaö reyndist þó hættuspil aö vera frambjóðandi til forseta I Guatemala. Launsátursmenn skutu af vélbyssum á bifreið frambjóöanda kristilegra demó- krata, en hann slapp. Frambjóðandi byltingarflokks ins, sem verið hefur við völd studdist við fylgi verkamanna í bæjunum. Carlos Arana Osirio ofursti, frambjóðandi hægri- manna var í gær. nálægt kjöri og vitað er, að herinn er honum tryggur. Þvi gæti svo farið, að . sfjórnarskipti yrðu í Guatemala. Annkðhvort yrði kósning Arana . viðurkennd, eða herinn tæki " völdin i þessu hrjáða Mið-Ame- ’ rfkurlKi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.