Vísir - 06.04.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 06.04.1970, Blaðsíða 8
* V í SIR . Mánudagur 6. apríl 1970. Otgefandi: Keykjaprem .. Framkvæmdastióri: Sven. EyjóU'sson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóharwesson Auglýsingar: Aöaistræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sirni 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Visis — Edda h.f. Framtak í banka ^lþingi hefur nú til meðferðar frumvarp Eyjólfs K. Jónssonar um Fjárfestingarfélag íslands h.f. Hafa orðið um það töluverðar deilur, enda er hér um að ræða nýja og ferska hugmynd, sem snertir mörg und- irstöðuatriði í hagkerfi okkar. Verkefni Fjárfestingarfélagsins á aðallega að vera tvíþætt. Það á í fyrsta lagi að vera frumkvöðull að stofnun hlutafélaga og sameiningu fyrirtækja, án þess að ætla sér að vera áfram í rekstrinum, þegar hann er kominn á réttan kjöl. Félagið tekur þóknun fyrir störf sín og hverfur síðan að nýjum verkefnum. í öðru lagi á félagið að vera óbeinn þátttakandi í hlutafélögum á þann hátt, að það tryggi sölu hluta- bréfa þeirra. Það kaupir fyrst bréfin sjálft og selur þau síðan, þegar rekstur viðkomandi fyrirtækis er kominn á rekspöl. Til þess að gera þetta, þarf félagið að ráða yfir miklu fjármagni eða geta aflað sér þess. Og einnig þarf það að hafa á að skipa mjög hæfum skipuleggj- endum og stjórnendum. Takist það, má telja fullvíst, að félagið muni hafa mjög heilbrigð áhrif í atvinnu- lífi landsins. Það stuðlar að bættum rekstri, aukinni notkun nýjunga og endurskipulagningu í mörgum atvinnugreinum. Þannig starfa slík félög erlendis með góðum árangri, til dæmis á Norðurlöndum. Slíkt fjárfestingarfélag starfar að ýmsu leyti eins og góður banki á að gera, enda gerir frumvarpið ráð fyrir, að um það gildi svipaðar reglur og um banka. En starfi félagsins er á þann veg háttað, að það hef- ur meiri hagsmuni en venjulegur banki af því, að fjárveitingar þess beri árangur. Það er nú sérstakt einkenni íslenzka bankakerfisins að lána fyrirhyggju- lítið í allar áttir, dreifa fjármagninu sem víðast, til þess að flestir fái fyrirgreiðslu. Þetta veldur því, að allir fá of litla fyrirgreiðslu. Fjárfestingarfélagið fylgir hins vegar eftir fjárútvegun sinni, unz tryggt er, að viðkomandi fyrirtæki sé komið á rekspöl. Gert er ráð fyrir, að stofnanir eins og Félag ís- lenzkra iðnrekenda, Verzlunarráð íslands, Samband íslenzkra samvinnufélaga, einkabankarnir og ýmsir sjóðir vérði kjarninn í hinu fyrirhugaða Fjárfesting- arfélagi. En einnig er gert ráð fyrir, að allir, sem vilja, geti verið með. Það á að vera almenningshlutafélag. Og sömuleiðis á það að vinna að því, að þau fyrir- tæki, sem það hefur afskipti af, verði almennings- hlutafélög. Að baki liggur þannig einnig hugmyndin um að koma á fót auðstjórn almennings. Ekki er enn ljóst, hvort frumvarpið nær fram að ganga, þótt margir þingmenn úr þremur stjórnmála- flokkum hafi lýst fylgi við það. Við ákvörðun Al- þingis skiptir miklu máli, að þingmenn láti ekki pólitíska flokkadrætti villa sér sýn. Hugmyndin um Fjárfestingarfélagið er bæði tímabær og nauð- synleg. ■ Forskot íhaldsflokks- ins hefur stöðugt minnk- að frá áramótum, og um síðustu mánaðamót varð það næstum að engu. Wilson líður því betur nú en um langt árabil. í aukakosningum í South Ayreshire var fylgisaukning íhalds- flokksins aðeins 2,9%. Þetta, segja fréttamenn, að mundi þýða, að Verkamannaflokkurinn ynni kosningar og fengi tuttugu þingsæta meiri- hluta, ef það gerðist í öll um kjördæmum við þing kosningar. Þetta voru fyrstu aukakosn- ingarnar til þings, sem gáfu Verkamannaflokknum nokkra von um að halda velli f þing- kosningum, allt frá upphafi kjör Hefur Wilson von? — Kosningar koma til greina i júni Kosningar með tveggja mánaða fyrirvara tímabilsins. Hins vegar væri rangt að taka of hátíðlega úr- slit í einu kjördæmi í aukakosn ingum. Margt kemur þar tii, sem væri á annan veg í öðrum kjördæmum. Samt er nú rætt um þann möguleika að Wilson boöi til kosninga innan skamms jafnvel strax í júní næstkom- andi. v Stjómarflokkur vinnur á rétt fyrir kosningar Samkvæmt skoðanakönnun- um ýmissa aðila f Bretlandi hef ur forskot Ihaldsmanna stór lega minnkað. Forskotið er nú svo lítið, aö við venjulegar að- stæður ætti stjórnarflokkurinn ^ að hafa mikla möguleika að vinna það upp f kosningabar- áttu. Stjómarflokkurinn í Bret land; stendur venjulegast vel að vígi síðustu dagana fyrir kosn ingar, þegar margir „vafamenn“ snúast á sveif með honum, og gildir það raunar um stjórnar flokka víðast hvar. Oft eru menn fullir gagnrýni á ríkis- stjómir, þótt þeir kjósi þær oft að lokum, stundum sem hið skárra af tvennu illu. Verkamannaflokkurinn bíður nú úrslita sveitarstjórnarkosn inga, sem fram fara í þessum mánuði. Þau úrslit munu flokksleiðtogarnir meta á hverj um stað og á sinn hátt. ... og Heath veröur órólegri. Kosturinn við það að vera forsætisráðherra í Bretlandi er sá að stjómarflokkurinn getur boðaö til kosninga hvenær sem imiiiBim M) IÍMZÍ Umsjón: Haukur Helgason er á kjörtímabilinu. Þannig get ur forsætisráðherra með 2ja mánaða fyrirvara stappað stál- inu í sig og menn sína og gengið til kosninga. Auðvitað veröa kosningar að vera áöur en kjör tímabilið er liðiö, svo að minni hlutaflokkur getur aöeins set- ið út sitt tímabil. Telji ráð- herra hins vegar aðstæður hgg stæðar er æskilegt aö hafa kosningar hið fyrsta, þar sem á hann gæti hallazt síðar á tima bilinu. Þetta hafa forsætisráö- herrar í Bretlandi ávallt í huga. Þarf 9% aukningu í sveitarstjórnum Fréttamenn telja, að Verka- mannaflokkurinn yrði að bæta við sig að minnsta kosti 9% í sveitarstjórnarkosningunum nú, til þess að Wilson mætti heita öruggur um meirihluta i þingkosningum. Megináherzlan er lögð á borgarstjómarkosn- ingar f London. Veröi úrslitin þar hagstæð Wilson, er hann líklegur til að láta til skarar ‘ skríða. Forskot íhaldsmanna í land- inu öllu hefur minnkað í 5,5%, en var öll síðustu ár um 20%. Wilson verður að hafa kosning- ar innan 14 mánaða. Meö skyn semi má benda á þrjá hugs- anlega kosningamánuði: júní, október í haust, eða þá ekki fyrr en næsta vor, að ári liðnu. Menn höfðu til skamms tíma alls ekkj talið júní koma til greina. þrátt fyrir batann í efna hagsmálunum. Var því veðjað á október í haust. Verðhækkanir í sumar Þeir, sem nú veðja á júní- kosningar, segja, að þess sé að vænta, að greiðsljöfnuðurinn við útlönd veröi ekki jafn hag stæður f haust og hann er nú. Nú séu líka tilhneigingar til launahækkana, og muni þær valda verðhækkunum þegar líð- ur á árið. Auk þess benda menn á afstöðu almennings til Efna- hagsbandalags Evrópu. Skoðana kannanir sýna að fólk sýni ekki sérstaka hrifningu yifir þvi að Bretar gangi í EBE. Væri þvi æskilegt fyrir stjóm Wilsons að hafa kosningar, áður en samn- ingaviðræður við EBE hefjast í alvöru. Góðgæti á fiárlögum Á mótj júníkosningunum mæl ir hins vegar að ekki er að vænta áhrifa frá sætindum ýms um í fjárlögum sem brátt munu lögð fram fyrr en með haust- inu. Búizt er við, að Jenkins, fjármálaráðherra, leggi fram „kosningafrumvarp", sem geri menn ánægðari með ríkisstjóm ina. Auk þess er atvinnuleysi yfirleitt ekki ýkja mikið f októ ber. Brezk blöð eru mjög skiptra skoðana um. hvenær Wilson muni iáta til skarar skríða. — Hægra blaðið Daily Express seg ir. að júnf verði hagstæðari — Wilson en hið friálslynda Guard ian t.elur októberkosningar lfk- legri. Örter á brosi Mest veltur á þvf, hvað verð ur uppi á teningnum í sveitar stjórnarkosnineunum, sem hefj ast eftir fáa daga. Þessar bollaleggingar um kosningar strax eru í sjálfu sér merkileg breyting á pólitíkinni í Bretlandi. Það örlar á brosi á andliti Wilsons, forsætisráð- herra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.