Vísir - 06.04.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 06.04.1970, Blaðsíða 16
Mánudagur G. apríl 1970. B3M -••• ,:í •,.••••••••. Ekiö á Ijósastaur Ekiö var á ljósastaur á Laugarás vegi aðfaranótt sunnudagsins um kl. 4, og við áreksturinn bðgnaði ljósastaurinn niður. Bifreiðin skemmdist töluvert, en ökumaður var grunaður um að hafa ekið bif reiðinni undir áhrifum áfengis. — Með honum i bílnum var farþegi stúika, og var hún flutt á slysa- varðstofu, en meiðsli hennar reynd ust ekki alvarleg. —GP Læknar vestra veittu heimfararleyfi en vilja hana aftur, þegar fram liða timar Rússar unnu Rússar unnu skákkeppnina við ,,heimsliöið“ með 20*4 gegn 19y2. Friðrik tefldi í síðustu umferð, þeirri fjórðu, og tapaði fyrir Smysl ov. Tók Friðrik' við í þeirri um- ferð af Bandaríkjamanninum Res- evsky. Væntanlega á 6 borði. Bent Larsen vann Leonid Stein í þessari umférð. en Spassky var veikur og tefldi Stein fyrir hann. — HH □ Meðal farþega í flug- vél Loftleiða, sem lenti á Keflavíkurflug- velli á hádegi á laugar- dag, var hin 15 mánaða gamla Vilhelmína Guð- mundsdóttir, sem komin er heim eftir næstum árs langa sjúkravist í Los Angeles í Bandaríkjun- um. „Jú, það má nærri geta, hvort maður er ekki feginn að fá dótt-. ur sína heim," sagði faðirinn, Guðmundur Ottósson, bifvéla-! virki, og horfði, brosandi út að eyrum, á móðurina Önnu Sígur- þórsdóttur knúskyssa litlu ferða manneskjuna, um leið og hún tók hana úr örmum barnfóstr- unnar, sem kámið hafði með þá litlu vestan frá Bandaríkjunum. Margt skyldmenna, ömmur og afar, frænkur og frændur, voru viöstödd á flugvellinum, til þess að taka á móti litlu frænk- unni. ,,Sú er oröin stór!“ kall- aði einhver upp yfir sig. „Eða framförin, maöur!“ gall við i öðrum, og um stund gleymdi fólk, sem þarna var statt til þess að taka á móti öðrum far- þegum, að huga aö sínum, en virti heldur fyrir 1 sér þennan litla farþega, sem hlaut svipaðar móttökur, blómvendi o. fL, og meiriháttar höfðingi væri að stíga á land. Seinna, þegar innilegustu kveðjurnar voru yfirstaðnar, náði blaðamaöur Vlsis tali af bamfóstrunni, Ólafiu Ottósdótt- ur — föðursystur Vilhelmínu litlu — sem fylgt hafði lithi telp- unni leiðina yfir hafið. Hún kvað lækna Orthopedic Hospital í Los Angeles hafa leyft flutning á Vilhelmínu til Islands, þar eð bati hennar væri kominn langt á veg og engrar sérstakrar læknisaðgerðar þörf í bráð. Yfirstigin hefði verið sú hætta, að telpan lamaðist, eins og flestum bömum, sem fæöast með „klofinn hrygg", er hætt við. Aðgerö, sem gerð. hafði ver ið við mjaðmarskekkjunni — barnið var úr mjaðmarlið, þegar það fæddist — hafði heppnazt eftir vonum, en þó ætti tíminn eftir að leiöa frekar í Ijós, hvort nóg væri að gert. Og vinstri fóturinn, sem hafði verið snúinn og virtist ætla að verða „klumbufótur", hefði verið skor inn upp. Hann var þó í gipsi (sem unnt er að losa af með einu handtaki), sem hún verður að bera fyrst um sinn. Læknar spítalans lögðu þó ttl, að hún yrði send þeim aftur síð ar meir til framhaldsmeðferðar — sjúkraþjálfunar og armars slíks — en næstu mánuðtna verður hún hjá ættingjum sín- um hér heima, sem ekki hafa séð hana, síðan hún fór tfl Bandaríkjanna aðeins nofckuœa vikna gömul. — GP Sjö slösuðust í um- ferðinni f Reykjavík • AU margir árekstrar og ó- höpp urðu í umferðinni um helg ina 1 Reykjavxk og sjö manneskj ur hiutu meiðsli vegna þelrra, en engin þeirra slasaðist þó alv arlega • Ungur piltur á skeilinöðru fótbrotnaði á laugardag í há- deginu, þegar hann lentj í á- rekstri við bifreið á gatnamót- um Sogavegar og Réttarhoits- vegar. Annav niltur á skeili- nöðru, 15 ára gamall? slasaðist um kvöldið, þegar hann lenti í árekstri við bifreið á Laugavegi á móts við hús nr. 36. Þriggja ára gömul telpa varð fyrir bifreið um kl. 3 á laugar- dag á Hringbraut á móts við hús nr. 41. Meiðsli hennar reyndust þó vera aðeins minni háttar. Sama dag datt maður af hest bakj inni í^Blesugróf og hlaut maðurinn áverka á höfði, en hann var fluttur á sjúkrahús. Skömmu eftir hádegi á sunnu dag varð harður árekstur á gatnamótum Glaðheima og Álf- heima, og stúika, sem var far- þegi í annrri bifreiðinni, skarst nokkuð á höfði. Nokkrum stund um síðar varð annar árekstur við Álfheimana, við gatnamót Langholtsvegar, þegar bifreið var ekið aftan á aðra, sem numið hafði staðar. I fremri bílnum slasaðist farþegi, 11 ára gömul stúlka. Harður árekstur varð,rétt eft- ir kl. 8 á sunnudagskvöld hjá umferðarljósunum á gatnamót- um Hringbrautar og Hofsvalla- götu. Farþegi í annarri bifreið inni stúlka. meiddist á höfði og fótum, og var hún flutt til lækna á slysadeild Borgar- spítalans. • — GP Vilhelmína litla komin heim til föðurhúsanna, og situr hér í skauti fjölskyldunnar — f.v.: Faðir- inn, Guðmundur Ottósson, föðursystirin, sem kom með Vilhelmínu, Ólafía Ottósdóttir, hetdur á Vilhelmínu, og móðirin, Anna Sigurþórsdóttir, með stóra bróður, Þormar Grétar. Ifíj NYJA LEIÐAKERFIÐ A LAUGARDAG ■ Nú fer senn að liða að því að breytingarnar á leiða- kerfi Strætisvagna Reykja- víkur komi til framkvæmda, og um helgina hafa borgar- búar fengið leiðbeiningabækl inga inn á heimili sín til að geta kynnt sér hið nýja leiða- kerfi. Bæklingum þessum er dreift í um 30 þúsund eintök- um og eiga að vera komnir inn á hvert heimili um miðja vikuna, en n.k. laugardag kemur breytingin til fram- kvæmda. Eirikur Ásgeirsson forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur tjáði blaðinu í morgun að engin breyt ing yrði á vagnakbstinum að svo stöddu og gjaldið hækk- aði ekki að sinni. Með hinu nýja leiðakerfi verða teknir í notkun srvokaMaðir skiptimiðar sem nota má í fleiri en einn vagn, án þess að greitt sé aukagjald og sagöi Eiríkur að ekki yrði Ijóst, hvort hækka þurfi gjald- ið fyrr en í ljós kæmi nýting skipti miðanna. 1 dag er unnið af kappi að ýmsum lagfæring- um á Hlemmtorgi, þar sem mið stöð vagnanna verður, en í gær kvöldi óku siðustu leigubflam ir þaðan frá Hreyfli. Hefur ver ið komið upp klukku á Hlemm- torgi og er nú unnið að lagfær ingum á þeim hluta torgsins, þar sem biðskýlið verður. — Hjnar nýju leiðir strætisvagn- anna eru ýtarlega raktar í leið beiningarbæklingnum og fylg- ir honum einnig kort þar sem hinar nýju endastöðvar eru merktar inn á og ferðir vagn- anna. Allt kerfið kemur til fram kvæmda um næstu helgi. Listi Alþýðuflokksins í Reykjuvík Þeir Benedikt Hjartarson og Guðjón Hansson le hjá sér i seinasta sinn á Hlemmtorginu, en þar inni og síðan hjá Hreyfli frá 1951. Nú eru aðeins svo lengi og kveðja þeir nú þennan „vinnustað“, Myndin í horninu: Það fyrsta, sem gefur vegfar verða miðstöð fyrir strætisvagna, er þessi mynd fljótlega verður reist biðskýli á torginu. igubílstjórar á Hreyfli eru hér að fylla tankana hafa þeir unnið í 25 ár, fyrst hjá Litlu bílastöð- 4 bílstjórar hjá Hreyfli, sem þarna hafa unnið sem hér eftir verður miðstöð strætisvagnanna. — endum um Hlemmtorg til kynna að þar eigi að arlega klukka, sem sett hefur Iverið þar upp, og Framboðslisti Aiþýöuflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnár í vor var sambvkktur á sameiginleg- um fundi Alþýðuflokksfélaganna um heigina. Miklar breytingar eru á listanum frá síðustu kosningum, m.a. eru ný nöfn í tveimur efstu sætum listans, þar sem Óskar Hall- grímsson og Páll Sigurðsson, lækn ir, gáfu ekki kost á sér aftur. — Efstu 10 sæti listans skipa eftir- taldir menn: Björgvin Guðmundsson, viðskipta fræðingur Árni Gunnarsson, fréttamaður Elín Guðiónsdóttir, húsntóðir Ingvar Ásmundsson, skrifstofU' stjóri Halidór Steinsen, læknir Guðríður Þorsteinsdóttir, laganem! Pétur Sigurðsson, stýrimaður Jóna Guðjónsdóttir, form. Verka' kvennafélagsins Framsóknar Óskar Guðnason, prentari Jóhanna Sigurðardóttir, flugfreyja vj— Listi Framsóknarflokksins á 10. síöu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.