Vísir - 11.04.1970, Side 1

Vísir - 11.04.1970, Side 1
Skrifaði eigið nafn undir fölsku tékkana — Skemmti sér á annars manns kostnað i hátfan sótarhring Tveim ávísanaheftum var stolið I var svo óvarkár að bjóða heim tfl al einum manni ófrómum. Sá stal frá manni einum í fjnrrakvöld, sem I sin ókunnugu fólki og þar á með- auk ávísanaheftanna, pennahnff og ._____________________________________ bréfapressu, frá gestgjafanum. 900minkar með 3 þúsund hvolpa koma í dag — fyrstu minkarnir eftir bannið koma til lands- ins — viðkoman nær 400% eftir nokkrar vikur Þeir eru óvenjulegir farþeg amir, sem koma með leigu flugvél til Reykjavíkur frá Noregi í dag. Innanborðs verða 900 farþegar og kannski þrjú þúsund betur. Þessi óvenjulegi farmur era 900 minkalæður, sem Loðdýr hf. flytur inn frá Noregi, en hver læða hefur í sér ZVz afkvæmi að með- altali. gjóta fyrri hluta sumars og fjölgar þá heldur betur i minkagaröinum. Þá verða þar um fjögur þúsund dýr og verða skálarnir þá allir teknir í notkun. f haust verður svo öllu ungvið- inu slátrað, sem ekki á að „setja á“, en ungviðiö er svo bráðþroska, að það verður notað til undaneldis fyrir næsta sumar. — Ákvörðun mun ekki hafa verið tekin um það, hversu mörg dýranna verða látin lifa. Hráskinnin af slátruðu dýrun- um verða seld á uppboðum í des- ember og janúar n. k. á skinna- markaöi í Osló, Kaupmannahöfn eða London. Um 120 hluthafar eru í Loðdýr hf. og hefur öllu hlutafé þeirra 4.5 milljónum króna verið ráðstaf- að. Kostnaðurinn við minkagarö- inn, minkaeldhús og kaup á dýr- unum er nú kominn í um 10 milljónir króna, en hver minkur kostar hingað kominn um 3.600 krónur. Norskur maður, Arne Bond en, hefur verið ráðinn til að veita minkagarðinum forstöðu í eitt ár, en hann hefur um 20 ára skeið unnið að þessum málum. Hann hefur að undanfömu komið minka- görðum upp í Japan og Bandarikj- unum, þannig að ætla má, að hann halfi veruJega reynslu á þessu sviöi. -vj- Með þessum farmi koma fyrstu minkarnir til landsins, eftir að Al- þingi heimilaði minkarækt aftur á íslandi í fyrravetur. Hinum verðmæta farmi verður ekið nærri viðstöðulaust upp að Lykkju á Kjalamesi, þar sem Loð- dýr hf. hefur látið reisa myndar- legan minkagarð, 4 af 9 skálum, sem reistir verða á þessu ári, em nú fullgerðir. Minkarnir verða fram vegis þar, en þannig er frá búrun- um gengið, að minkamir verða i „sóttkvi" og því lítil sem engin hætta á, að þeir geti smitað frá sér, þó að svo ótrúlega skyldi viija ti'l, að þeir bæru hingað með sér einhverja sjúkdóma. Strætisvagnamir fóru síðustu ferðimar frá Kalkofnsvegi í gær. — Sjá baksíðu. Læðumar munu sem næst allar Fyrsta „minka- eldhúsið#/ sett upp • Fyrsta minkaeldhúsið hér á landi hefur nú verið sett upp suður í Kópavogi í húsa- kynnum frystihússins Hvamms við Fífuhvammsveg. — Tæki þetta er fengið frá Noregi og er sams konar og notað er á Sande farmen, sem verið hefur ráðgjafaraðiíii fyrir 'ýmsa hér- Ienda minkaræktaráhugamenn. Það er hlutafélagið Loðdýr, sem lætur setja upp þetta „eld hús“ en. það mun taka til starfa alveg núna á næstunni. Tækin i eldhúsinu saman- standa af hakkavél, sem hakka mun fiskmetj oní minkana og blöndunartæki, sem tekur við mjöli ■ og öðrum efnum, sem ^ nauðsynleg eru í minkafóðrið. — Afköst' þessara taekja, verða hvergi nærrj fuilnýtt’ til þess að bvrja með, en þau geta fram- leitt fóður fyrir allstórt minka- bú. - J.H. ' „ÖU byggðin upp að Ingólfsstræti mikilvæg“ — segja arkitektar, sem vilja láta varðveita gömlu húsin i húsaröðinni við Lækjargöfu Arkitektafélag íslands hefur beint eindregnum tilmælum til menntamálaráðherra, að hann beiti sér fyrir varðveizlu á byggingunum við Bankastræti 2 annars vegar og Amtmannisstíg 1 hinsvegar, en eins og hefur komiö fram í fréttum blaðsins eiga þessi hús að víkja fyrlr nýrri stjórnarráðsbyggingu. Leggia arkitektar áherzlu á menningarsögulegt gildi þessara menningarsögulegt gildi þessara húsanna við umhverfi jsitt. I varðveizlutiHögunni benda arki- tektar m. a. á eftirfarandi atriði: „Byggipgar þessar eru reistar á fyrri hluta 19. aldar og hafa ótví- rætt menningarsögulegt gildi. Er hér um að ræða tvö af örfáutn hús- um f Reykjavík, sem vitna í dag um byggingarháttu og borgarmyndina um miðja síðustu öld, en allflest hús, sem náð hafa þessum aldri, eru nú gjörbreytt vegna síðari tíma breytinga. Þar að auki hafa þau hvort um sig gegnt þýðingarmiklu hlutverki í sögu Reykjavíkur. Listrænt gildi húsanna, hvort sem þau eru skoðuð einstök eða sem hluti af stærri borgarmynd, er slfkt, að óbætanlegur skaði væri að niðurrifi þeirra." Þá benda arkitektar á tengsl húsanna við umihverfi sitt, sem eitt veigamesta atriðið f tillögunni. „Ljóst er, að bæði Stjórnarráðs- byggingin, Menntaskólinn og fþaka verða varðveitt til frambúðar en þvi aðeins má slfk varðveizla heppnast að umhverfi allt sé henni vinveitt og taki fullt tillit til þess, sem varðveita skal. Eölilegt er að líta á húsaröðina við Lækjargötu austánverða frá Hverfisgötu að Bókhlöðustíg sem eina heild." í lokin segir: „Um leið og fé- lagið harmar missi ýmissa verð- mætra húsa, sem rifin hafa verið á undanförnum árum af. lítiili forsjá, fagnar þaö auknum skilningi stjóm valda á varðveizlugildj bygginga, svo sem komið hefur fram í könn- un gamallar byggðar f Reykjavík, svo sem borgarráð hefur haft frumkvæðj að, svo og skipun húsa- friðunamefndar. Á þessum stað eygir félagið, ef aðgát er höfð, tækifæri til varðveizlu, ekki- ein- ungis á nokkrum gömlum húsum, heldur byggingarlistrænum verð- mætum, sem okkur ber að koma ó- brengluðum til komandi kyn- slóða.“ — SB. Þegar maðurinn saknaffi áwfsana- heftanna, gerði hann lögreglunni viðvart, og kom fljótlega í fjós við athugun, að þjófurinn hatfði ebki lengi beðið með að ráðstafa fengn- um, því að hann hafði brugðið sér á veitingahús sama kvöldíð og veitt sjálfum sér og öðrum rfku- lega. Auðvitað var hann óspar á ávís- anaeyðublöðin og útbýtti þeim á báðar hendur. Komu fram ávísanir frá le i gubíiastöðvuin, veitingaihús- inu og víðar, sem hann hafði falsaö. En ekki veittist lögreglunni erf- itt að hafa uppi á sökudólgnum, því aö hann skrifaði sitt eigið nafn undir einhverjar ávísanimar, þegar hann glejrmdi sér f ákafanum við að gefa þær út. Var hann því fTjót- fundinn. Ekki voru allar ávísamimar komn ar f ljós í gær, svo ekki lá Ijóst fyrir, hve mikið manninum tókst að svíkja út á stolnu heftin. En stærsta ávísunin, sem hann notaði tiT þess að greiða fyrir sig á veit- ingahúsinu, nam 13.500 krón- um og aðrar smærri hijóðuðu upp á þúsund krónttr. G.P. „Vinsamlegar" — segir utanrikisráðu- neytið um Loftleiða- viðræðurnar Viðræður islenzkra embættis- manna við embættismenn SAS- landanna vegna Loftleiða fóru mjög vinsamlega fram, segir f fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu en þessum viðræð- um lauk hér í Reykjavík í gær. Samninganefnd SAS-landanna lagði fram tillögu að samkomu- lagi, sem felur i sér endurbætnr á kjörum þeim, sem félagið nýt- ur við nefnt flug“, segir í ftétta- tilkynningunni og verður ekkT annað ráðið, en nokkur bót hafi náðst á kjörum þeim. sem Loftleiðir munu njóta f Norður- landaflugi sfnu. Þetta styður einnig sú stað- reynd, að í gærkvöldi eftir að samningaviöræðunum lauk héTdu samningamennimir með sér nokkurn gleðskap og tóku fulltrúar Loftleiða þátt í þeim. Ef að Iiíkum lætur, mun ekki veröa skýrt frá innihaldi „samkomulagsins“ fyrr en að loknum samningafundum f Washington f lok þessa mánað- ar, en samningar við bandarísk stjórnvöld og stjómvöld SAS- landanna eru að miklu leyti tvær hliðar á sama málinu. — Tillögur SAS-landanna verða nú lagðar fyrir ríkisstjóm íslands. -vj- ji Hin j; ij óbugnanlega ij j; velferð j; !; Marzannáll á bls. 9 J»

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.