Vísir - 11.04.1970, Blaðsíða 2
ÐA
George Best keypti
sér frið af Evu
Hitler var skattsvikari
l'ika — ofan á allt annað
Súkkulaðilist með einföldu
Salvadore Dali hefur látiö nýtt
listaverk frá sér fara, en það er
svo gott, að menn gætu vel hugs-
að sér að éta það, ef manni leyf-
ist að nota slíkt orðalag um
menn.
Þetta er reyndar sjálfsmynd í
fullri stærð og verður gefin út
í milljónavís í samvinnu við
súkkulaðiverksmiðju, því myndin
birtist á heljarstórum súkkulaði-
plötum og það er þar, sem löng
unin til að éta myndina af Salva
dore Dali kemur inn í máiið.
Meðfylgjandi ljósmynd er tekin
á blaðamannafundi, sem súkku-
laöiframleiðandinn efndi til, þeg-
ar hann kunngjörði þessa nýju
framleiðsluvöru, og þar var við-
staddur listamaðurinn sjálfur Verði mönnum svo að góðuf Eí
með frummyndina, sem súkkulað- þeir hafa lyst á góðri súkkuíaði-
ið er steypt eftir. list.
„Ég vil ekki segja, hve miklaj
upphæð ég varð að borga henni.J
en eitt er þó víst: Hún fékk of«
mikið — en í staðinn er lfka þettaj
leiðindamál úr sögunni“, sagöij
knattspymukappinn, George Best, •
í viðtali við blaðamenn, þegar
fréttist, að Eva Haraldsted hefði
dregið til baka málshöfðun sína
á hendur honum.
Danska sýningarmærin haföi
krafizt 360.000 króna danskra í
skaðabætur af fótboltahetjunni,
Best, fyrir rofin hjúskaparheit, en
þau höfðu fellt hugi saman á
ferðalagi hans í Danmörku í fyrra
sumar, og hún farið með honum
til Englands.
Hún sneri aldrei aftur til
heimalands sín's, heldur settist
um kyrrt 1 Englandi og hefur nú
fengið atvinnuleyfi þar.
Það hefur ekki fengizt upplýst,
hve mikiö George Best hefur orð
ið að greiða Evu til þess að fá
hana ofan af málsókninni, en
kunnugir hvísla á milli sín, að
það hafi verið um 20.000 pund.
1 fyrrahaust, þegar allt var í
lukkunnar velstandi milli þeirra
Best og Evu, var hún spurð um,
hvort milljónir kærasta hennar
réðu nokkru um tilfinningar henn
ar til hans. Þá svaraði hún: „Ég
vil helzt vinna fyrir mínum pen-
ingum sjálf. Ég hef ekki minnsta
áhuga á auðæfum Georges."
Það var sem sagt meðan lífiö
var dans á rauðum rósum.
George Best: „Ég gaf henni
mikla peninga — of mikla.
Eva Haraldsted: „Hef ekki áhuga á peningunum hans.“ —
þó Eva! Og þó!
Vestur-þýzka vikublaðið „Spieg
el“ hefur fundið þennan svarta
blett á Adolf Hitler — ofan á
alla hina.
Þaö segist hafa gengið úr
skugga um það, að Hitler hafi
fundizt — ekki að ástæöulausu
kannski — að ómögulegt væri að
botna 1 þýzka skattakerfinu, og
stuttu eftir að hann varð ríkis-
kanslari, voru laun hans gerð
skattfrjáls á þeirri forsendu, að
hann léti þau renna til ekkna og
bama látinna SS- og SA-manna.
Það voru um 60.000 mörk á ári.
Siöan hófst hann handa viö að
skjóta öörum tekjum sínum und-
an. Salan á bókinni „Mein
Kampf“, færði honum gífurlegar
tekjur, og einhvem tíma á ríkis-
ráðsfundi spurði hann fjérmála-
ráðherrann, Lutz Schwerin von
Krosigk greifa, hvort honum
bæri að greiða skatt af þessum
peningum. Að sjálfsögðu sagðist
greifinn mundu kippa því í lag.
Ríkisritarinn, Fritz Reinhardt,
upplýsti, að Hitler hefði sem rit-
höfundur fengið aö draga 50%
frá tekjum sínum vegna „rekst-
urskostnaðar", en svo hefði ver-
ið lagt á afganginn, eftir fram-
tali hans. En þrátt fyrir að fimm
sinnum væri honum sent mkkun
arbréf, greiddi hann aldrei svo
mikið sem eitt pfennig til skatts.
Hvorki af ritlaunum sínum né
kanslaralaunum, þótt hann hætti
aö láta þau renna til ekknasjóðs
SS-manna.
Og 1935 ákváðu Reinhardt og
skattayfirvöld, að Hitler skyldi
vera skattfrjáls, og þann 12. marz
var nafn hans strikað af lista
skattgreiðenda.
Hinn 41 árs gamli dægurlaga-
söngvari, Marcel Amont, skemr.it
ir um þessar mundir í Olympia í
París og helzta aðdráttarnúmerið
hans er nýtt lag, sem ber heitið
„Marcel Valentino".
Það var nafnið, sem gaf hon-
um hugmyndina um að líkja eftir
hinu fræga kvennagulli, Rudolph
Valentino, sem lézt 1926 aðeins
31 árs að aldri til mikillar sorgar
fyrir kvenfólk um allan heim.
Marcel Amont hefur fengið
hinn fræga hárskurðarmeistara,
Alexandre, í París til þess að
greiða á sér hárið á nákvæmlega
sama hátt og Valentino heitinn
geröi, og til þess að kóróna eftir-
h'kinguna hefur hann leitað ráða
hjá hinni 23 ára gömlu Evelyne
Valentino, franskri sjónvarps-
stjömu, sem er ein af eftirlif-
andi ættingjum kvennagullsins.
Hún ljóstraði upp, að hinn
raunverulegi Valentino hefði veriö
svo nærsýnn, að nærri stappaði
blindu og hann hefði varla nokk-
um hlut séö, nema halda honum
svo nærri sér, að hann gæti rek-
ið nefið í hann. En Valentino átti
frægðarljóma sinn allan undir
kvennagullsnafninu, en slíkur
galli þótti ekki hæfa vel átrún-
aðargoðum kvenna i þá daga,
þegar gleraugu þóttu hin verstu
lýti, og kvenfólk t. d. lét aldrei
sjá sig með slikt.
Og menn neyddust til að ha'lda
þessari staðreynd vandlega
leyndri, svo að grípa varð til alls
konar bragða við kvikmyndatök-
ur, til þess að ekki kæmist allt
upp.
Þá sá Marcel Amont fram á,
að ekki mundi heppilegt að
ganga of langt í fullkomnun eft-
irlíkingar af þessari ftKgu, aa
nærsýnu fvrirmvnd.
Marcel Amont 'a la Valentin*.
VALENTINÖ
HINN NÆRSfNI