Vísir - 11.04.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 11.04.1970, Blaðsíða 4
4 VlSIR . Laugardagur 11. apríl 1970. Ritstjóri: Stefán Guðjohnsen Nýlega er lokið sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og sigr- aði sveit Hjalta Elíassonar með 186 stigum. Ásamt honum eru í sveit- inni Ásmundur Pálsson, Einar Þor- finnsson, Jakob Ármannsson, Jón Ásbjömsson og Karl Sigurhjartar- son. Röð og stig efstu sveitanna var þann'.g: 1. Sveit Hjalta Elíassonar 186 stig 2. Sveit Jóns Hjaltasonar 167 stig 3. Sveit Bftnedikts Jöhannssonar 144 stig 4. Sveit Stefáns Guðjohnsen 138 st. 5. Sveit Braga Erlendssonar 134 st. 6. Sveit Gísla Hafliðasonar 131 st. Næsta miðvikudag mun Bridge- félagið keppa á sex borðum við Taifl- og bridgeklúbbinn. Eitt skemmtilegasta spilið í mót- inu kom fyrir milli sveita Jóns Hjaltasonar og Gísla Hafliðasonar. Staðan var allir á hættu og austur gaf. I lokaða salnum þar sem Birg- ir og Hilmar sátu a-v og Guðlaug- ur og Guðmundur n-s gengu sagnir þannig hjá a-v: Austur Vestur 2 ♦ 2 G 3 4 4 V P Spil a-v voru þannig: Vestur Austur 4» enginn 4 A-K-D-8-6-5 V A-10-7-6-5-3 V K-D ♦ K-10-8-5-4 + A-G-3 * 4-2 4> G-6 Ósköp eðlilegur lokasamningur, sem virðist hafa góða vinnings- möguleika. Norður, Guðlaugur, spilaði út laufaþristi, Hilmar, vest- ur, lét sexjð úr blindum, Guðmund ur í suður lét tíuna, sem átti slag inn. Nú kom tigultvistur, fjarkinn, trompátta hjá norðri og lágt frá blindum. Þá tekur norður laufaás og spiiar síðan laufaníu. Vestur sér nú að norður hefur átt 12 spil i svörtu litunum, því að með annað tromp, þá hefði hann spilað suðri aftur inn á lauf, til þess að trompa aftur tígul. Suður hlýtur því að eiga gosann fjórða í trompi, og honum verður ekki náð nema með tromp- bragöi. Hann gefur því spaða úr blindum og trompar slaginn heima. Þar eð suður var með í þriðja laufið, er noróur sannaöur með tvo sexliti og spaðinn gefur því aðeins eitt niðurkast. Vestur spilar sig því inn á tígulás, tekur spaðaás, kastar tígli, svinar tigulgosa, inn á tromp drottningu, lágspaða og trompa til þess að stytta sig í sömu lengd og suður og síðan tromp á kónginn. Þá er spaðakóng spilað úr blind- um og suður er varnarlaus. Þetta sá Hilmar náttúrlega allt saman, og hann spilaði því tígli í fimmta slag. Norður TROMPAÐI og spiliö var einn niður. Hvemig mátti þetta veröa? Jú, noröur spilaði undan A-K-D-9-5-3 í laufi en spil n-s voru: Norður * 10-7-4-3 ¥ 9-8-4 * enginn * A-K-D-9-5-3 Suður * G-9-2 VG-2 ♦ D-9-7-6-2 4> 10-7-4 Hilmari er vorkunn i sinni spila- mennsku, en hann gat samt verið örlítið varkárari, þar eð sannað var að norður hafði spilað undan ein- hverjum háspilum í laufi. 1 fimmta slag á hann að fara inn á hjarta drottningu til þess að sannprófa skiptingu norðurs. 1 opna salnum vakti spilið litla athygli. Þar voru spiluð fimm hjörtu. Norður tók tvo hæstu í laufi og vestur átti afganginn. Jgin aif algengustu vörnum svarts gegn kóngspeðsbyrj- un er franska vörnin. Þetta var lengi uppáhaldsbyrjun Botvinn- iks fyrrurn heimsmeistara og með henni vann hann margar af sínum beztu skákum. Síðustu árin hefur austur- þýzki stórmeistarinn Uhlmann verið helzti sérfræðingur i frönsku tafl; og svarar ával'lt 1. e4 með e6. Slfk sérbæfni get- ur þó verið nokkuð tvíeggjuð. Á stórmótinu í Moskvu 1967 fundu sovézku skákmeistaramir Gipslis. Tal og Steins veikan blett á vamarkerfi Uhlmanns og unnu hann hver á fætur öðmm með hvítu. En það þarf meira til að Uhl- mann missi trúna á frönsku vörnina og hér kemur snotur vinningsskák frá svæðamótinu i Austurrfki 1969. Hvítt: Camilleri. Svart: Uhlmann. Frönsk vöm. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. Be2. Betra er 6. a3 Bd7 7. b4 cxd 8. cxd Rge7 9. Rc3 Rf5. 10. Ra4 DdS 11. Bb2 Rh4 12. RxR DxR 13. Bd3 og hvftur hefur betra tafl. Þannig tefldu Unzicker og Gligoric i Stokkhólmj 1962. Betri leið hefur þó verið fundin fyrir svartan, 6... c4 7. Be2 Ra5 8. Rbd2 Rge7 9. 0-0 Bd7 með ýmsum mögulei'kum. 6...acd 7. cxd Rh6! Þar með nær svartur fmm- kvæðinu. Hvítur má ekki taka riddarann á h6, því svörtu reit- imir á drottningarvæng verða þá mjög veikir. 8. Rc3 Rf5 9. Ra4 Bb4f 10. Kfl Betra var 10. Bd2 Da5 11. Bc3 Bd7 12. a3 10... Dd8 11. Bg5 Be7 12. BxB DxB 13. Dd2 0-0 14. g3 Betra var 14. Bd3 Rfxd 15. RxR RxR 16. Bxht KxB 17. DxR 14. .... Bd7 15. Rc3 f6! Riðlar peðafylkingu hvíts. Mis munurinn á hvítu og svörtu stöðunni er auðsær. Menn svarts em búnir til árása, én hvitu mennimir hafa engin skotmörk. 16. g4? Slfka veikingu þolir staðan ekki eftir hina fálmkenndu tafl- mennsku hvíts. Reynandi var 16. Kg2 16... Rfxd! 17. RxR fxe 18. RxR BxR Nú er aðeins eftir að gera sér mat úr miðborðspeðunum og Uhlmann Ieysir það verkefni á skemmtilegan hátt. 19 Rdl Hvítur hótaði 19.... d4. Ef 19. Hgl Dh4. 19 .. Dh4 20. Hcl Ef 20. h3 d4 21. Hh2 Dg3 og vinnur. 20 .. d4 21. HxB Dh3t 22. Kel bxH 23. Dd3 Dg2 24. Hfl Dd5 25. Ðc4 e4 26. DxD exD 27. Hgl d3 28. Bfl d4 29. Hg3 Hf4 30. f3 Flýtir fyrir ó'hjákvæmilegum úrslitum. 30... H8f8 31. Rf2 Hxf 32. HxH HxH 33 Bg2 d2f Gefið. Jóhann Sigurjónsson. i Úrval úr dagskrá oæstu viku SJÚNVARP • Sunnudagur 12. apríl 17.00 Landsflokkaglíman. (2. hluti). Þriðji þyngdarflokkur fuilorðinna. 18.00 Helgistund. Séra Jón Auð- uns, dómprófastur. 18.15 Stundin okkar. Fúsi flakkari kemur í heim- sókn. Sigurður Þorsteinsson kennari leiðbeinir um frímerkja söfnun. Teiknimyndasaga eftir Molly Kennedy. Þulur Kristinn Jóhannesson. Séra Sveinn Vík- ingur leggur gátur fyrir börn í sjónvarpssal og heima. Kynnir Kristín Ólafsdóttir. Umsjón: Andrés Indriðason og Tage Ammendrup. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Sú var tíðin... II. Kvöld- skemmtun eins og þær gerðust í Bretlandi á dögum afa og ömmu. Stjórnandi Leonard Sachs. 21.15 Við fjallavötnin. Norsk mynd um vatnafiskveiðar norð- ur á Finnmörku í forkunnar- fögru umhverfi, Þýð. og þulur Höskuldur Þráinsson. 21.40 Milli steins og sleggju. Corder læknir kemur til hjálp- ar manni, sem reynir að gera það upp viö sig, hvort hann eigi að skilja við eiginkonu sína og giftast ástkonu sinni, sem geng ur með bam hans. 22.30 Dagskrárlok. Mánudagur 13. aprfl 20.30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar Stjómandi Hans Ploder. 21.20 Fyrirheitna landið. Lýst er tildrögum aö stofnun Israels- ríkis og hlut stórveldanna að því máli, afdrifum fölksins. sem áður byggði landið og deilu- málum ísraels og Arabaríkj- anna. 22.00 Rósastríðin. Framhalds- myndaflokkur, gerður af BBC eftir leikritum Shakespeares og fluttur af leikurum Kon- unglega Shakespeareleikhúss- ins. Játvarður IV. — 3. kafli. Leikstjórar John Barton og Peter Hall. Þriðjudagur 14. apríl 20.30 Myndhöggvarinn Henry Moore. Mynd um listaverk og vinnubrögð hins kunna, brezka myndhöggvara. 21.00 Á öndverðum meiði. Um- sjónarmaöur Gunnar G. Schram. 21.35 Skál. Sjönvarpsleikrit eftir Ari Koskinen, gert af finnska sjónvarpinu. Leikstjóri Tuija Maija Niskanen. Miðvikudagur 15. aprfl 18.00 Tobbi. Tobbi og hreindýrin. 18.00 Chaplin. Húsvörður. 18.20 Hrói höttur. Flóttinn frá Frakklandi. 20.30 Gripdýrið. Dönsk teikni- mynd í gamansömum dúr um gripdýrið í skreytingalist vík- ingaaldar. Þýðandi og þulur Þór Magnússon þjóðminja- vörður. 20.45 Á doppóttum vængjum. Kanadísk mynd um mann, konu og hund með doppótta vængi. 20.55 Miðvjkudagsmyndin, Himin hvolfið heillar. Leikstjóri Luci- en Lippens. Aðalhlutverk: Madeleine Renaud og Charles Vanel. Myndin gerist á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Maöur nokkur fær mikinn á- huga á flugi, og ekki líður á löngu þar til kona hans heillast af fluglistinni og líf þeirra beggja er helgað henni. Föstudagur 17. aprfl 20.30 „Fögur er hlíðin." Mynd gerð af Edda-Film árið 1952. Stjómandi Rune Lindström. Leiðsögumaður Sigurður Þór- arinsson. Auk hans koma fram Haraldur Adolfsson og Gunnar Rósinkranz. 20.50 Undirheimur leikbrúðunn- ar. Mynd, gerö á vegum UNESCO, um leikbrúðulistina, sem á sér langa hefð víða um heim. 21.20 Ofurhugar. Játningin. 22.10 Erlend málefni. Umsjónar- maður Ásgeir Ingólfsson. Laugardagur 18. apríl 15.50 Söngvakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu. Keppnin fór fram í Amsterdam í Hollandi að viðstöddum fjölda áhorf- enda, og er henni sjónvarpað víða am lönd. 17.00 Þýzka £ sjónvarpi. 17.45 íþróttir. M.a. úrslitaleikur bikarkeppni enska knattspymu sambandsins milli Chelsea og Leeds United. Umsjónarmaður Sigurður Sigurðsson. 20.25 Smart spæjari. í austur- landahraðlestinni. 20.50 Soffía Loren. Mynd um líf og starf ítölsku leikkonunnar og fegurðardísarinnar Soffíu Loren. 21.45 Áfram hjúkrunarkona. (Carry on, Nurse). Brezk gam- anmynd, gerð áriö 1958. Leik- stjóri Gerald Thomas. ÚTVARP # Sunnudagur 12. apríl 10.25 Rannsóknir og fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. ræðir viö Hallfreð Öm Eiríks- son cand. mag. 11.00 Guðsþjónusta í kapellu Háskólans. Haukur Ágústsson cand. theol. prédikar, séra Grímur Grímsson þjónar fyrir altari. Guðfræðinemar syngja undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar söngmálastjóra. 13.15 Er Atlantisgátan að leysast? Dr. Sigurður Þórarinsson pró- fessor flytur lokaerindi sitt. 19.30 Náttúruvemd og mengun. Stefán Jónsson ræðir við sér- fróða menn. 20.00 Píanósónata i C-dúr (K545) eftir Mozart. Arthur Balsam leikur. 20.10 Kvöldvaka. Mánudagur 13. apríl 19.30 Um daginn og veginn, * Þorvarður Júlíusson bóndi á Söndum í Miðfirði talar. 19.50 Mánudagslögin. 20.20 Karl Marx og jafnaðarstefn an. Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri flytur erindi. 20.40 Einleikur á selló: Pablo Casals leikur. 21.00 „Víxill, köttur, gömul kona", smásaga eftir Bjöm Bjarman. Höfundur flytur. Þriðjudagur 14. aprfl 19.30 Víðsjá. Haraldur Ólafsson og Ólafur Jónsson sjá um þátt- inn. 20.00 Lög unga fólksins. Geröur Guðmundsdóttir Bjarklind kynnir. 20.50 Lundúnapistill. Páll Heiðar Jónsson segir frá. 23.00 Á hljóðbergi. Hundrað og tuttugu dagar Sódómu: Austur- ríski leikarinn Walter Kohut les á þýzku kafla úr skáldsögu- handriti markgreifans de Sade. Miðvikudagur 15. apríl 16.15 Veöurfregnir. Gleð þig ungi maður. Sæmundur G. Jóhannes son ritstjóri á Akureyri flytur erindi. 19.35 Á vettvangi dómsmálanha. Sigurður Líndal hæstaréttar- ritari skýrir frá. 20.30 Lífið er dásamlegt. Ragn- heiður Hafstein les kafla úr minningabók Jónasar Sveins- sonar læknis. 21.00 Samleikur í útvarpssal: Denis Zsigmondy og Anneliese Nilsen leika á fiðlu og píanó. 21.35 Kjör aldraðs fólks í Hafnar- firði. Jóhann Þorsteinsson flytur erindi. Fimmtudagur 16. apríl 19.45 Leikrit: „Ef til vill" eftir Finn Methling. Þýðandi: Torf- ey Steinsdóttir. Leikstjóri: Erlingur Gislason. 21.00 Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika í Háskólabíói. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einsöngvari: Guðmundur Jóns- son. 21.45 Sænsk ljóð. Guðjón Ingi Sigurðsson les ljóðaþýðingar eftir Magnús Ásgeirsson. 22.15 Veðurfregnir. Spurt og svarað. Ágúst Guðmundsson leitar svara við spumingum hlustenda. Föstudagur 17. april 19.35 Efst á baugi. Tómas Karls- son og Björn Jóhannsson fjalla um erlend málefni. 20.05 Einsöngur í útvarpssal: Guðmunda Eliasdóttir syngur íslenzk lög við undirleik Magn- úsar Bl. Jóhannssonar. 20.20 Á rökstólum. Björgvin Guð i mundsson viðskiptafræöingur í fær fulltrúa úr öllum framboðs j flokkum í Reykjavík til þess i að ræða um borgarstjórnarkosn ’ ingamar í vor. , 22.35 Kvöldhljómleikar: Frá tón- | leikum Sinfóníuhljómsveitar ! íslands í Háskólabíói kvöldið j áður. • • Laugardagur 18. aprfl 13.00 Þetta vil ég heyra. Jón 1 Stefánsson sinnir skrtfiegum j óskum tónlistarunnenda. 14.30 Á líðandi stund. Helgi Sse- mundsson ritstjóri rabbar við hlustendur. 15.15 Laugardagssyrpa í umsjá Jóns Ásbergssonar og Jöns Braga Bjarnasonar. 17.30 Frá svertingjum f Banda- 1 rikjunum. Ævar R. Kvaran flytur erindi. 19.30 Daglegt líf. Ámi Gunnars- , son og Valdimar Jóhannesson ! sjá um þáttinn. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteam Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.40 „Þegar ég fór á grímudans- leik“, smásaga eftir Einar Loga Einarsson. Höfundur flytur. 21.00 Norski fiðlusnillingurmn Ole Bull. Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur tekur saman þátt inní og flytur hið mælta mál. 22.15 Veðurfregnir. Danslagafónn útvarpsins. Pétur Steingrims- son og Ása Beck vrð fóninn og símann i eina klukkustund. Síðan önnur danslög af hljóm- plötum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.