Vísir - 11.04.1970, Side 6
[6-
VlSIR . Laugardagur 11. aprfl 1970.
KIRKJAN 06 Þ
ORÐIÐ
Ritstjórn Orðsins ásamt Þóri Kr. Þórðarsyni prófessor.
Qrðið er nafn á einu af okkar
mörgu tímaritum. Þaö fjall-
ar um guðfræði og kirkjumál.
Útgefandi er félag guðfræði-
nema. Ritstjóri er Kari Sigur-
bjömsson, ritnefnd: Páll Þórð-
arson og Gunnar Bjömsson,
fjárhagsnefnd: Halídór S. Grön-
dal og Jakob Hjálmarsson, út-
breiðslunefnd: Gunnþór Ingason
og Viðar Gunngeirsson. Ráöu-
nautur um útgáfu ritsins er próf.
Þórir Kr. Þórðarson.
Orðið er prýðilega vandað að
öllum frágangi og hefur svo jafn-
an verið þau sex ár sem iiðin
em sfðan það hóf göngu sína.
Ekki verður þetta greinarkorn
neinn ritdómur heídur aðeins
upptalning á efni síðasta heftis
Orðsins til að vekja athygli á
failegu riti með góðu efni, væn-
legu til fróðleiks.
Það hefst á erindi sr. Ing-
þórs í Hveragerði, sem hef-
ur að yfirskrift þessa spum-
ingu: Hvað er að prédikun
okkar prestanna? Úr því skulu
aðeins tilfærðar þessar setningar
eiftir Spuraeon: Undrar þig, að
fólk hlusti með öðru eyranu
þegar talað er með háiifum huga?
Og ennfremur: Þegar áheyrend-
umir finna að efnið hefur náð
tökum á þér þá mun það ná
tökum á þeim. Sjálfur segir höf-
undurinn. I.I. m. a. þetta: „Ég
lít svo á, að hér skipt,- mestu
máli að tala Ijóst og einfalt mál,
að taka ekki of mikiö fyrir eða
margt I einu, að tala af lifandi
áhuga, trú og einibeittum vilja,
af einlægni".
Meginefnj þessa heftis em
þrjár ritgerðir eftir guðfræði-
stúdenta, sú fyrsta eftir Valgeir
Ástráðsson: ,,Dauðann sigraði
fyrir oss“. Fjallar hún um kenn-
ingu Nýja testamentisins um
dauðann og annað iff. Þar er
„tínt til það helzta, sem er að
finna í N. t. um dauðann". Undir
iok greinar V. Á. segir svo: „1
N. t. er talað um helviti. Alit,
sem um það er talað má telja
ilkingamál. Stoð fyrir eidsofn
miðaldanna er því ekki að finna.
Það sem helvíti þýðir er lýsing
ástands fjarri Guði, andstæðan
við dýrðina hjá Guði. Þeim stöð-
um ætti ekki að lýsa né velta
vöngum yfir. En þó má benda á,
að ekki þarf að leita handan
grafar að sllkum stöðum“.
Annar guðfræðistúdent, sem
ritar í heftið er Gunnar Bjöms-
són. Efni hans er: Dæmisögum-
ar um Guðsríkið. Niðurlag þeirr-
ar ritgerðar er á þessa leið:
„Hafi Jesús notað líkinguna
af tíma sáningar og uppskeru
til þess að lýsa því, hvemig
hann og lærisveinar hans vora
kallaðir til þesis að skera upp
það, sem fyrir náð Guðs var til-
búið til uppskera, þá getur krist-
inn prestur tekið til sín líking-
una I mjög ákveðnum skilningi.
Þá lýkst það upp fyrir honum,
að það er ekki hlutskipti hans,
að boða Guðs orð heimi, sem er
algerlega íirrtur Guði, þvf að
náð Guðs kom á undan lderki.
9á heimur sem er starfsvett-
vangur hans er hlaðinn guðlegri
orku: Af sjálfu sér ber jörðin
ávöxt (Mark. 4.28.). Það er verka
hringur hans að safna saman
handa Guði því, sem náð hans
hefur þegar fyrirbúið. Skilningur
og rétt mat á þessum sannind-
um eru geysimikilvæg fyrir af-
stöðu kirkjunnar til heimsins
og sömuleiöis gott veganesti
þeim, sem er að hefja prests-
starfið".
Þriðju ritgerð guðfræöineffia
í Orðinu skrifar ritstjórinn:
Karl Sigurbjömsson. Hún er um
Biblíuna og útbreiðslu hennar
og nefnist: Orð Guðs handa nýj-
um heimi. Þar kemur fram, að
nú er Biblían eða einstök rit
hennar til á tæpl. 1400 tungu-
málum en alls era tungumálin
um 3000 í heiminum. Þó er tal-
ið að um 96% af mannkyninu
getj lesið a. m. k. eitt guöspjall
á sfnu móðurmáli. I grein þess-
ari er svo sérstaklega rætt um
útgáfu og dreifingu Ritningar-
innar hér á Iandi á vegum Hins
fslenzka biblíufélags, sem er
elzta félag á Islandi — varö
150 ára árið 1965. — 1 starfi
þess eru nú mikil umsvif enda
hefur það nú tekið útgáfu Bibií-
unnar í sínar hendur og er það
mikið verk og kostnaöarsamt ef
vel á að takast. Ekk; standa
söfnuðir landsins og prestar eins
vel að því og æskilegt væri eins
og sjá má f Ársskýrslu Biblíufé-
lagsins og vikið er að í þessu
hefti Orðsins. — En nóg um það.
Síðasta greinin i þessu hefti
Orðsins er eftir próf. Björn
Magnússon: Um guðfræðinám.
Hún hefst á þessari gamansögu:
Sá háttur var á, þegar ég hóf
nám £ Háskóla íslands fyrir 45
árum, að menn sóttu af kappi
kennslustundir í forspiallsvísind
um hjá Ágústi próf. Bjarnasyni.
Fyrir kom þó, að einn og einn
missti úr tfma, og svo var þaö
undir lokin í yfirferð prófess-
orsins í rökfræöi, að einhver
spurði, hve langt prófessorinn
hefðj komizt í síðasta tíma.
Hann fékk svarið: „Hann fór út
fyrir Takmörk þekkingarinnar,
og komst út f Rökskekkjur og
rangar staðhæfingar". En þessar
eru fyrirsagnirnar á tveim síð-
ustu köflunum í Rökfræöi Á. H.
B.
)Próf. B. M. segir, að þessi
saga hafi stundum komið sér í
hug þegar rætt hafi verið um
réttmæti guðfræðinnar sem vís-
indalegrar fræðigreinar, en þaö
dragi ýmsir 1 efa. Því næst
gerir prófessorinn nokkra grein
fyrir guðfræðináminu. 1 fyrri
hluta þess telur hann biblíu-
rannsóknirnar í víöustu merk-
ingu þess orös allt sem snertir
aðdragandann að hinni kristnu
opinberan og umhverfi hennar.
Þessum hluta ætti aö ljúka meö
prófi eftir tveggja ára nám.
En kjama og grundvöll guð-
fræðinámsins telur próf. M. B.
vera skýringar á Nýja testa-
mentinu eins og hlýtur að leiða
af því að það er grannheimildin
um opinberun Guðs í Jesú KristL
Sú opinberun er meginviðfangs-
efni guðfræðinnar.
Á þessum grundvelli biblíu-
fræöanna eru síöan stoðir guð-
fræðinnar reistar, þ. e. 3 fraeði-
legar, kirkjusaga, trúfræöi og
siðfræði og 4 hagnýtar, þ. e.
predikunin, sálgæzlan, helgiesið-
imir og uppfræðslan. Þær eru
einu nafni kaMaðar kennimann-
leg guðfræði. Síðan gefur B. M.
stutt yfirlit yfir þessar greinar
eins og þær eru kenndar nú og
sýnir fram á gildi þess fyrir
samtíðina aö boðun þeirra nái
tilgangi sínum, því að það sé
„öraggasta tryggingin fyrir því,
að menn geti haldið áfram að
lifa á þessari jörð án þess að
verða hverjir öðrum að fótakefli
og fjörtjóni".
Hér skal látið staðar numið
viö aö rekja efnið í þessu heifti
tímarits guðfræðinema, sem er
1. tölublað 6. árgangs. Eins og
af því má ráða, er ritið gimilegt
til fróðleiks. kannski frekar en
uppbyggingar, en það er nú svo,
að enda þótt kærleikurinn einn
byggi upp eins og allir vita,
verður þekkingin að vera með
ef vél á að fara.
AUGLÝSING
um áburbarverb 1970
Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtal-
inna áburðartegunda er ákveðið þannig fyrir
árið 1970.
Við skipshlið Afgreitt á
á ýmsum bíla í Gufu-
höfnum um- nesi
hverfis land
Kjami 33,5% N kr. 6.900.— kr. 6.960.—
Þrífosfat 45% P205 kr. 6.020.— kr. 6.120.—
Kalí klórsúrt 60% K20 kr. 4.380.— kr. 4.480.—
Kalí brennist.súrt 50% K20 i kr. 5.680.— kr. 5.780.—
Kalkammon 26% N kr. 5.760.— kr. 5.860.—
Kalksaltpétur 15,5% N kr. 4.300.— kr. 4.400.—
Garðáburður 9-14-14 kr. 5.800.— kr. 5.900,—
Túnáburður 22-11-11 kr. 6.520.— kr. 6.620.—
Tvígild blanda 26-14-0 kr. 6.940.— kr. 7.040.—
Tvígild blanda 22-22-0 kr. 7.180.— kr. 7.280.—
Tröllamjöl 20,5% N kr. 8.640.— kr. 8.740.—
Tvígildur áburður 23-23-0 kr. 7.300.— kr. 7.400.—
* Uppskipunar og afhendingargjald er ekki inni
falið í ofangreindum verðum fyrir áburð kom-
inn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhend-
ingargjald er hins vegar innifalið í ofangreind
um verðum fyrir áburð, sem afgreiddur er á
bíla í Gufunesi.
Áburðarverksmiðja ríkisins
— Áburðarsaía ríkisins
Undrið á fjallinu
ÞORSTEINN BJÖRNSSON hét bóndi á Skagaströnd,
roskinn maður, er ég man fyrst. Hann var ungur vinnu-
piltur á Fjalli og gætti fjár um vetur. Laugardagskvöld
fyrir páska var honum vant nokkurra kinda. Hann
lagðist fyrir litla stund um lágnættið og sofnaöi, en
reis upp, er nokkuð tók að dvína næturhúmið. Hann
gekk út meö Fjallsöxl út I Þórhildardal, og svo upp á
öxlina. Þaðan er víðsýnt og því líklegt, aö hann sæi
kindur sínar, væru þær í nánd. Þaö birti stööugt, og
gullnum bjarma sló upp á loftið, þar sem roðnaði fyrir
upprennandi morgunsól. Þorsteinn staönæmdist á
göngu sinni og horfði hugfanginn á lita-tilbrigði morg-
unroöans. Það bryddi á jaöri sólkringlunnar sjálfrar,
og því var líkast, að hún skyti eldslogum og geislaörv-
um upp á himinhvolfið, meðan hún reis úr sjó úti við
sjóndeildarhringinn. Um leiö og hún sleppti hafsbrún-
inni, var sem hún titraði og sveiflaðist til og geislastafir
hófust og hnigu eins og gullin fléttuð slæða um höfuð
sóldísarinnar.
Þorsteinn horföi sem í leiðslu og djúpt snortinn á
þessa dásamlegu sýn. Hann fylltist miklum fögnuöi,
því guðleg náð haföi leyft honum að sjá sólardansinn
og vera vitni aö heilögu fyrirbæri, er sjálf móðir ljóss-
ins gaf til kynna gleði sína vegna upprisuhátíðar Frels-
arans. Hann laut höfði og þakkaði Guði sínum þann
velgerning, er honum var sýndur. Hann leit upp og
gekk annars hugar nokkurn spöl, og er hann kom aftur
til sjálfs sín, sá hann kindur sínar skammt undan, og
var sem þær kæmu móti honum. Hann var léttstígur,
er hann rak þær heim. Undrið á fjallinu ljómaði 1 hug-
skoti hans.
Mér ei í barns minni, er ég heyrði Þorstein fyrst
segja frá þessari dásamlegu sýn. Hann var meö tár í
augum og ljóma hrifningar í svip sínum.
Magnús á Syðra-Hóli (Kirkjuritiö 1956).