Vísir - 11.04.1970, Side 8

Vísir - 11.04.1970, Side 8
8 VISIR . Laugardagur 11. april 1970. y VISIR Otgefandi: Keykjaprent n.». Framkvæmdastióri: Sveinn R. Eyj'óltsson Ritstjóri: Jónas Kristjðnsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: AOalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099 Afgreiflsla: Aflalstræti 8. Sfmi 11660 Rltstjórn: Laugavegl 178. Slmi 11660 (5 ilnur) Askriftargjald kr. 165.00 ð mðnuði lnnanlands r lausasölu kr. 10.00 eintakifl Prentsmiflja Visis — Edda b.f. Staðnaður flokkur i niðurlagi stjórnmálaályktunar, sem gerð var á ný- afstöðnum aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokks- ins, segir að til þess að skipuleg og heilbrigð stjórn þjóðmála komist á í landinu sé eina ráðið að þjóðin fylki sér um Framsóknarflokkinn og veiti honum stuðning til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Þetta er fróm ósk, sem allir flokkar hafa borið fram sér til handa fyrr og síðar. Hverjir ættu að reyna að sanna þjóðinni ágæti flokksins, ef ekki forustumenn- irnir, sem marka stefnuna? En í þessu tilviki er ákaf- lega hætt við að margur spyrji: „Hvaða stefna er það, sem framsóknarmenn eru að biðja um brautar- gengi til að koma í framkvæmd?" Það hefur ekki verið neinn hægðarleikur undanfarinn áratug að átta sig á stefnu þessa stjórnmálaflokks, að því einu und- anskildu, að hann hefur eftir megni reynt að torvelda ríkisstjórninni viðreisnarstarfið og verið þar vægast sagt óvandur að meðulum. Það er fyrir löngu farið að valda sumum forustumönnum Framsóknar and- legum þjáningum, hve lengi þeir hafa orðið að vera utan stjórnar, og þess vegna hafa þeir oft gripið til örþrifaráða í andstöðunni, sem ekki er ábyrgum stjórnmálaflokki sæmandi. Má þar sem dæmi nefna afstöðu þeirra til lausnar fiskveiðideilunnar við Breta. Enginn neitar því, að í Framsóknarflokknum og forustuliði hans eru ýmsir góðir og gegnir menn, en samt hefur reynslan sannað að flokknum mistekst ævinlega, hvort heldur hann er í stjórn eða stjómar- andstöðu. Það er athyglisvert, að stjórnarforusta Framsóknar hefur alltaf endað með ósköpum. Flokkn- um hefur aldrei tekizt að halda út heilt kjörtímabil án þess að til einhverra vandræða kæmi. Allir hinir stjórnmálaflokkarnir hafa verið með honum í sam- stjórn, og allir hafa þeir lýst því yfir, að sú samvinna hafi verið mjög erfið vegna þess, hve óheilir fram- sóknarmenn séu í samstarfi og hneigð þeirra rík til þess að setja flokkshagsmunina ofar öllu öðru. Ólík- legt er þv/ að nokkur flokkur gangi til stjórnarsam- starfs við Framsókn, sé annarra kosta völ, og þess vegna er sennilegast að þess verði enn langt að bíða að hún komist í ríkisstjórn. . Eftir ófarir vinstri stjórnarinnar hefði mátt vænta þess, að framsóknarmenn hefðu fremur hægt um sig um hríð og létu þá, sem við þrotabúinu tóku, hafa vinnufrið. Þess var sannarlega þörf eins og málum var komið. Reynslan hafði kveðið upp dauðadóm yfir stefnu vinstri stjórnarinnar og yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar sá að gagngerðrar breytingar var þörf. En Framsóknarflokkurinn virtist ekkert hafa lært af þessari reynslu. Forustumenn hans skildu ekki eða vildu ekki skilja að þeim hefði skjátlazt, og þar við situr enn í dag. Að svo miklu leyti sem hægt er að tala um stefnu hjá þessum flokki, þá er það úrelt afturhaldsstefna, sem engan hljómgrunn ætti að eiga í nútímanum. Almennri hungurs neyð bægt frá — Menn eru hættir ab tala um þióðarmorð i Nigeriu • Litlar fréttir berast í seinni tíð frá Austur-Nígeríu, sem áður var Biafra. Frétta- menn fá yfirleltt ekki þangaö að koma. Samt koma starfs- menn hjálparstarfsins frá ýmsum löndum annað veifið út úr þokunni og skýra frá ástandinu. • Ástandið fer batnandi, segja þeir. Nú er ekld Iengur yfirvofandi hættan á al- mennri hungursneyð, sem menn óttuðust svo mjög í lok striðsins fyrir rúmum tveim- ur mánuðum. Menn tala ekki lengur um það, að Gowon ætli sér að fremja þjóðar- morð á íbóunum í Bíafra og útrýma þeim með öllu. Þó er ástandið ekki gott. Mikill munur er milli staða, og oft er hjálparstarfinu ábótavant. Það hlé, sem varð eftir fall Bíafra vegna þrjózku Gow- ons, varð dýrt, og margir lágu í valnum, áður en að- stoðin barst. Slæmt í suðurhlutanum Mestur bati hefur oröið í norö urhluta Blafra. í bænum Enugu hafa 70 læknar úr hópi Ibóa snú iö aftur til starfa. Þetta hefur gerzt víða. Ástandiö er miklu verra í suöurhlutanum. Þar var lítið skipulag hjá Bíaframönnum sjálfum, og hermenn Nígeríu- stjórnar fóru I fyrstu rænandi og ruplandi um þessi héruð. Her fylkið, sem hertók suðurhlut- ann var agalaust og voru þar mikil brögö að nauðgunum og öðru ofbeldi. Hermenn Nígeríu I norðurhlutanum komu hins vegar betur fram við hina sigr- uðu íbóa. Hálf önnur milljón brauðfædd Hungurvofan hefur þó ekki yf irgefið Nígerlu. Suður af Orlu- flugvelli hafa borizt fréttir af næringarskorti. Þótt borgin Owerri fái nú 200 tonn mat- væla daglega, þá þarf að brauð- fæða nærri hálfa aðra milljón manna, og dreifingin fer í handa skolum. Kerfið hefur þar verið þannig, að höfðingjar hafa feng ið ákveðinn skammt fyrir fólk sitt og þeim ætlað að annast frekari dreifingu. Með þessu er engin trvgging fyrir því, að þeir fái matinn. sem helzt þanfnast hans. Einum lækni á þessu svæöi segist svo frá, að sjúkra hús hans hafi ekki fengið nein lyf frá Rauöa krossinum. Matur undir skemmdum Samtfmis fréttum um slíka flöskuhálsa I matvæladreifing- unni, er sagt, að matvælabirgðir liggi undir skemmdum I hafnar- bænum Port Harcourt. Hjálpar- starfið skortir flutningatæki,, og vegirnir I skógunum eru illfær- ir. Nú gengur regntfminn I garð, svo afl ástandið stendur varla til bóta fyrst um sinn'. Koma regnsins skapar ný Stórveldin, sem seldu vopn til striðsmanna í Bíafrastríðinu, gráta krókódílatárum eftir ósigur Bíaframanna. Þeir seg}a...J „Kambódía þarf að bíða átekta“ „Greinilega mun ástandið I Kambódíu, þegar öllu er á botn inn hvolft, standa í nánu sam- bandi við styrjöldina I Víetnam. Hið sama gildir um Laos. Öll þessi ríki eru hlutar af hinu gamla franska Indó-Kína. Engin stjórr, I Phnom Penihgeturbreytt þessum staðreyndum. I bili æLti stjóm Karhbödíu að reyna að halda Víetnamstrlðinu eins að- greindu frá innanlandsmálum sínum og framast er unnt. Þetta reyndi Sihanouk, og Nol hershöfðingi virðist einnig vera að byrja á þessu. Kambódla þarf að halda frelsi sínu til þess að geta fylgzt með þróuninni I al- þjóöamálum. Það væri mjög háskalegt, ef hún tæki nú af- stöðu með öörum aöilanum." Guardian (London). Verður að skila ræningjunum „Það er mjög Hklegt, að aldrei finnist örugg aðferð til að Flóttafólk í norðaustur Bí- afra. IIIIIIIIIlll Umsjón: Haukur Helgason Víða er enn skortur, og fólk leggur sér margt til munns. vandamál. Nú verða fbúarnir að sá næstu vikumar, ef þeir eiga aö uppskera I haust. Þess vegna dreifa hjáiparstofnanim- ar nú ókeypla sæði. Innköilun Bíafragjaldmiðils Einn meginvandinn er sú á- kvörðun Lagosstjórnarinnar, að allir peningar frá Bíafraríki skuli lagðir inn í banka og aðrar þar til gerðar stöðvar. Fá menn fyrir þá einungis kvittun, sem þeir eiga síöar aö framvísa til þess að fá Nígeríumynt. Enn er ekki ákveöið hvenær menn geta framvísað þessúm kvittun- um. Á meðan hefur skapazt mik ill hörgull á peningum, sem menn gætu keypt fyrir nauð- svnleg matvæli, þótt þau séu til víða. Starfsmenn hjálparsveitanna segja, að allur aöalvandi þeirra yrði úr sögunni, jafnskjótt og þessi gjaldmiðilshnútur leysist. hindra flugvélarán í lofti. Ef hún finnst, þá mun hún ekki aðeins felast I auknum öryggisráöstöf- unum, heldur einnig sameinuöu átaki ríkisstjórnanna. Bezt væri, ef sérhvert ríki, sem ræður flug velli, samþykki að skila aftur stolinni flugvél og farþegunum og einnig ræningjunum sjálfum. Því að flugvélaræninginn hverfur ekkj fyrr úr sögunni en hann getur hvergi lent án þess að hann gjaldi verka sinna. Enn verður löng biö á því, að þessi draumur rætist." Daily Telegraph (London). WMBBMMMB—■BWWWBWHIIW' *...TP- )

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.