Vísir - 11.04.1970, Side 9

Vísir - 11.04.1970, Side 9
V í SIR . Laugardagur 11. april 1970. 9 Jón Hjartarson skrifar marzannál: Hin óhugnaniega velferð TÍSBSPTB: Hafið þér kynnt yður nýja leiðakerfið hjá SVR? Þórarinn Kjartansson, nemi í MR. „Já, ég hef puðazt í gegn- um þennan bækling, sem þeir sendu frá sér. Mér finnst þetta allt svo voðalega flókið, aö ég þarf ábyggilega að hafa bækl- inginn þann í vasanum svona til að byrja með.“ Marteinn Geirsson, handknatt- leiksmaður (einn af nýbökuðum Norðurlandameisturum). „Ég hef nú ekki gefið mér tíma til þess ennþá. Við erum svo til nýkomnir heim.“ Mikil voru þau tiðindi og stór huggun fyrir almúgann í dýr- tíðinni. að ýsan skyldi lækka ofurlítið í verði. Þama segja fróðir menn raunar vera á ferð- inni fyrstu merkin um aftur- batann í efnahagslífinu. Enda kemur síðan á daginn að svo mun vera. þegar ólygnar véfrétt ir herma aö launþegar muni nú bráðlega njóta batnandi þjóöar hags í ýmsu smálegu og megi nú bráðlega losa um innstu göt in á sultarólinni. — Ýsan er góð byrjun og mjög uppörvandi, einkum svona strax á eftir EFTA-skattinum. Það er líka alltaf einhvem veginn skemmti iegra að vita af fólki bjartsýnu svona rétt fyrir kosningar. Annars er dálítið enfitt að átta sig á efnahagssérfræðingun um stundum. Það kemur al- múgamanni til dæmis afskap- lega spánskt fyrir sjónir, að bankamir sem þöndu glerhailir sínar með harðviði og flostepp um út um öll úthverfi í sult- artíðinnj skuli bara vera til óyndis, þegar nóg verður til af peningum, Afskaplega hlýtur það að vera vandasamt að vera krati, núna á þessum síðustu og verstu tímum fjármögnunar og opinberrar fjáníilutunar, þegar nú ráðherrarflokksinsfellafrum vörp hvor fyrir öörum. — Auð vitað eiga báöir stuðningsmenn í röðum flokksmanna og er gott til þess að vita að svo fáir skuli geta orðið jafnmikið ósam mála. Raunar bendir þetta lfka til þess að kratar hafa öðrum betur lært list einstaklingsfram- taksins í Viðreisnarskólanum. Nú er það mikil tízka að hafa þykjustukosningar á undan al- vörukosningunum. Þessar kosn- ingar em vel til þess failnar að dreifa ábyrgðinni á framboði einstakra kandidata frá flokks- fbrustunni yfir á herðar hinna óæðrj flokksmanna. Þessj gamni kosning getur llka leitt af sér nokkur gamniframboð. — Nema það sé tilfellið, sem fram kom, að pólitíkusar þurfi ekki endilega að alast upp í klak- stöðvum flokkanna. En enginn óvitlaus flokkur býður kven- mannslausan lista fram f kosn ingum svo langt höfum við þó náð í ósýnilegri jafnréttingu kynjanna. Annars er það ekki bilið milli kynjanna, sem er vandamál dagsins, heldur „múrinn á milli kynslóðanna". Foreldrar fá böm sín ekkj til þess að hlusta á sig orðið. Heymaskemmdir kunna auðvitað nokkm að valda þar Þama moka þeir upp á kraft vítamíni í afturbata efnahags- líf. Mhddama, kerling, fröken, frú... mini, midi, maxi... um en múrinn er þarna eigi að síður ósýnilegur, en sennilega hljóðeinangraður. Tízkan er mjög til marks um þennan múr á milli kynslóð- anna. Eftir því sem mæðumar mjaka pilsunum hærra upp á lærin, þokast síddin neðar hjá dætrunum. Þessi mini-midi-mixi -maxi-þróun tízkunnar ruglar menn auðvitað dálítið hastar- lega í ríminu og svo kórónar það állan hreerigrautinn að karl menn klæðist kjólum. Þessar stigbreytingar eiga þó kannski eftir að leiða gott af sér bæöi að upphefja bilið milli kynslóð anna og innleiða jafnrétti kynj- anna. * Annars hafa konur sig Iftið í framrni í baráttunni fyrir jaifn- rétti kynjanna. Það em karf- menn sem raunverulega ganga fram fyrir skjöldu f kvenrétt- indabaráttunni eins og í kosn- ingabaráttunni. Þarna er líka komin skýringin á því að ís- lenZkar konur verða öllum kerlingum eldri því þær eiga heimsmet í eMi, en ís- •lenzkir karimenn verða a'ftur á móti aðeins miðlungi gamlir. — Kvenifólk hér á landi hefur fyr- ir löngu sannfærzt um það að hin einu sönnu forréttindi í þjóðfélaginu em að vera stikkfrí og þessi forréttindi hafa þær öölazt fyrir löngu. * Við getum annars verið stolt- ir af íslenzkum kvennablóma, hafandi tvisvar hlotið meistara- titil í kvenlegri fegurð. Að þessu sinni uppgötvaðist ein feg- ursta stúlka „að upplagi" sem um getur. Sagt er aö hún hafi „brosað sig til sigurs“. Menningin er ósköp bragð- dauf núna upp á síðkastið. Hvergj bólar á hneyksli. Þetta balletthneykslj f Þjóðleikhúsinu er ekki sannfærandi, enda vfsast sett á svið til þess eins að við- halda orðstír stofnunarinnar. — Enda nenntj þjóðleikhússtjóri ekki að eyða miklu púðri f þetta, sennilega sá hann strax að þama var ofleikið. Islenzkir alflbrotamenn, og þá sér í lagi brotajárnsþjófar em nú famir að fá á sig svipmót og yfirbragð stóm glæpónanna úti f heimi. Allir mestu snillingar á afbrotasviðinu hafa unnað fögr- um listum, einkum klassfskri tónlist. — Séreinkenni hinna ís- lenzku er hins vegar hið mikla yndi, sem þeir hafa á skúlptúr, einkum koparskúlptúr. — Og það er algjörfega f samræmi við þróunina í höggmyndalistinni, að sumir em mest uppteknir við þakrennur og beygluð bús- áhöld. Rithöffundum er fátt óvið- komandi upp á síðkastið. Spak- legar orðræður þeirra í sjón- vaipí hafa áreiðanlega aukið bóklestur landsmanna. Eðlilegt framhald á bókamannaþáttun- um. sem verið hafa nokkum veginn ffastur liður í kassanum í al'lan vetur, er vitanlega sá, að rithöfiundar verði fastráðnir við Sjónvarpiö, svo sem hugur þeirra stendur til. Að sjálifsögðu yrði það góð tilbreyting fyrir rit- höifunda, sem hingað til hafa ekki komizt Iengra en á söfn, að fq^a í slík embætti. Svoddan ráðning myndi að sjálfsögðu efla enn meira bókaumræður f sjónvarpinu. — Hefði fólk þá á meðan að minnsta kosti tóm ti'l að taika sér bók í hönd. M~ Þreyta og streita rekur okkur æ lengra út í firringu hins marg- þráða velferðarþjóðfélags. Nú fömm við að taka okkur oriof vetur og sumar þannig að við veröum að leggja ennþá harðar að okkur þess á milli. Það eru ægilegar kröfur, sem veiferðih leggur okkur 4 herðar. Reynir Bjarnason, kennari. „Já, ég hef lesið þennan leiðabækl- ing. Virðist mér kerfið í heild mun einfaldara en það gamla, og hentugra. Ég til dæmis hef þurft að einskoröa mig við eina „leiö“ nú sé ég hins vegar, að ég get bara beðið eftir þeim næsta, svo þétt koma þeir á aöalstöðvam- Guðrún Sigurðardóttir, nemi í Vogaskóla. „Ég hef nú verið að glugga f þennan leiðbeininga- bækling, en iítið skilið í honum. Ég hugsa að ég labbi bara fyrsta daginn í skólann, svo að ég kom ist nú örugglega á réttan leið- arenda.“ Jónas Þ. Dagbjartsson, fiðluleik- ari. „Ég hef kynnt mér bækling inn mjög vel, enda þótt ég noti ekki vagnana. En það gerir hún dóttir mín aftur á móti og veitir henni blessaðri sjálfsagt ekki af leiðbeiningum.“ Jón Pétur Guðbjömsson, 12 ára nemi f Melaskóla. „Ég er oft bú- inn að lesa þennan bækling frá þeim og mér lízt bara alveg prýðilega á þetta."

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.