Vísir - 14.04.1970, Side 4
Ví S I R . Þriðjudagur 14. apríl 1970.
Nú vill engiim
Denis Law
Fyrir um tíu dögum var einn
fraegasti knattspyrnumaður á
Bretlandseyjum, Denis Law hjá
Mandh. Utd., settur á sölulista/
og metinn á 60 þúsund pund, en
ennþá hefur ekkert félag gert
boð í hann. Law er þrítugur að
aldrj og hefur átt við mikil
meiðsli að stríða siðasta keppn-
istíma'bil, en virðist nú hafa náð
sér að fullu. Manoh. Utd. keypti
hann frá ítalska liðinu Torinó
1962 fyrir 116 þúsund sterlings-
pund, sem þá var metupphæð
fyrir brezkan leikmann. Hann
hafðj áður leikið með Hudders-
field og Manch. City, sem keypti
hann 1960 fyrir 55 þúsund pund
(einnig metupphæð þá). Þegar
hann fór til Torinó — í júnií
1961 — var söluverðið 100 þús. ;
pund — og fékk Law 40 þús- j
und pund af því. 18 ára gamall
var hann valinn í skozka lands-
liðið, yngstj leikmaður, sem
þann heiður hefur hlotið. I’ mörg
ár var Dennis Law talinn frá-
bærasti leikmaður í enskri
knattspymu, eldfljótur ög leik-
inn og mjög marksækinn, en
skapmikill og hefur það oft
komið honum í koll. Með
Manch. Utd. hefur hann tvívegis
orðið deildameistari, bikarmeist-
ari 1963, og átti mikinn þátt í
velgengni félagsins, þegar það
sigraðj í Evrópubikarkeppninni
1968, þótt hann gætj ekki leikið
I úrslitaleiknum gegn Benfica
vegna meiðsla. Samningur hans
hjá Manoh. Utd. rennur út í
sumar — en hann mun hafa haft
10 þúsund pund f árslaun hjá
félaginu eins og Bobby Charlton
og Georgie Best — og mun hin
óvænta ákvörðun Manch. Utd.
að setja Law á sölulista standa
í sambandi við endurnýjun á
samningnum, þar sem félagið
vill ekkj greiða honum þetta
kaup áfram.
Umsjthi Haöur Simonarson
Danskir og sænskir leikir
eru á næsta getraunaseðli
Úrslit á 14. seðlinum verða kunn annað kvöld
Knattspyrnutímabilinu á Englandi er nú að Ijúka og
því verða íslenzku getraunirnar að leita annað til að
fá leiki á seðil sinn. Á næsta getraunaseðli, hinum 15.
— með leikjum 18. og 19. apríl — verða danskir og
sænskir leikir, auk tveggja landsleikja frá Bretlands-
eyjum. Á seðli 14 hafa enn aðeins fengizt ein úrslit,
það er bikarleikurinn milli Leeds og Chelsea, en í kvöld
verða nokkrir leikir háðir, sem eru á seðlinum, og af-
gangurinn síðan annað kvöld.
En við skulum aðeins líta á leik-
ina á 15. seðlinum. Þeir eru þessir:
I’rland — Skotland
Wales — England
Hvidovre — Brönshöj
Horsens—Frem
Álborg — Randers
B 1901 — Vejle
B 1919 —B 1903
Djurgárden — Elfsborg
Göteborg—A.I.K.
Malmö FF-GAIS
Norrköping—Östers
Örebro — Átvidaberg
Leikur Irlands og Skotlands verð-
ur háður í Belifast á Norður-Irlandi
og síðast, þegar löndin mættust þar,
sigraði Irland — eða kannskj má
segja öllu heldur George Best, en
hann er fæddur í Belfast, og hann
hefur vfst aldrei sýnt betri leik.
Wales og England leika I Cardiff í
Wales og síðast vann England þar
auðveldan sigur 3 — 0.
Á eftir landsleikjunum koma
Bezta sundfólkið á
*
IK-moti í kvold
Hið árlega sundmót ÍR verður
háð í Sundhöllinni í kvöld og hefst
kl. 8.30. Búast má við skemmtilegri
keppni, þar sem meðal keppenda er
allt bezta sundfólk Reykjavfkur og
nágrannabæjanna.
Keppnisgreinar á mótinu verða
200 m. bringusund karla, 100 m.
skriðsund karla og 100 m. flugsund
karla allt greinar. þar sem við eig-
um jafna og góða sundmenn. I
kvennagreinum verður keppt f 100
m. fjórsúndi, 200 m. bringusundi og
100 m. flugsundi. Þá verður og
keppt í nokkrum boðsundum og
unglingasundum.
Blackpool aftur í 1. deild á Englandi
Blackpool, knattspyrnufélagið
frá skemmtanaborginni í Lan-
cashire á vesturströnd Englands,
rétt fyrir norðan Liverpool, vann
sig upp í 1. deild í gærkvöldi, þeg-
ar félagið vann Preston með 3—0
og leikur því aftur í 1. deild eftir
þriggja ára fjarveru úr deildinni.
Þetta var mikiil sigur fyrir fram-
kvæmdastjórann Les Shannon, sem
tók við félaginu sl. haust, og Fred
Pickering, hinn gamla miðherja
Englands og Everton, sem skoraði
öll mörk Blackpool í gærkvöldi, en
Billy Casper varð Banda-
ríkjameistari í golfi
Meistaramót Bandaríkjanna í golfi
lauk seint í gærkvöldi í Georgíu-
fylki í Bandaríkjunum með sigri
Billy Casper og er það í fyrsta
skipti, sem þessi frægi golfleikari
verður golfmeistari Bandaríkjanná
— en 16 sinnum áður hefur hann
keppt í mótinu. Casper hlaut í verð-
laun rúmlega 2.2 milljónir islenzkra
króna.
Casper sigraði eftir aukakeppni
við Gene Littler, en þeir léku 18
holur til úrslita og fór Casper hring
lnn á 69 höggnum gegn 74 hjá
Littler. Aðalkeppnin var mjög
spennarrdi og voru Casper og
Littler beztir með 279 högg, en
Gary Player, hinn frábæri golfleik-
ari frá Suður-Alfr&u, varð þriðji
með 280 högg. Plaýer varð að
keppa undár k%Begiu»en*d vegna
kynþáttastefnu stjórnar sinnar, en
margír Bandaríkjamenn eru nú æf-
ir vegna þess, að bezti tennisleikari
Bandarfkjanna, svertinginn Arthur
Ash fékk ekki að leika í Suður-
Afríku.
Þegar þrjár holur voru eftir virt-
ist Littler sigurstranglegastur —
var með tveimur höggum betri ár-
angur, en hinir tveir. En honum
mistókst og þegar að síðustu hol-
unnj kom voru þeir Player, Littler
og Casper allir jafnir. Player mis-
tókst j>á en Casper var tvo metra
ifrá holunni eftir þrjú högg, en
Littler um sex metra. Littler
„púttaði" og mistókst, og sigur
Casper virtist í höfn. Hann undirbjó
sig vel og „púttaði", en kúlan
stanzaði á holubarminum og auka-
keppni var nauðsynleg. — hsítn.
hann réðist einnig til félagsins sl.
haust. Blackpool hefur verið eitt af
litríkustu félögum Englands eftir
siðari heimsstyrjöldina og þar léku
snillingarnir Stan Matthews og
Stan Mortensen — ásamt fleiri
kunnum, enskum og skozkum lands
liðsmönnum. Félagið varð bikar-
meistari 1953, eftir að hafa tvivegis
tapað í úrslitum, 1948 og 1951.
Nokkrir leikir voru háðir í 1. og
2. deild í gærkvöldi o-g urðu úrslit
þessi:
1. deild:
Stoke — Ohelsea I—2
Tottenham—Manch. Utd. 2 — 1
2. deild:
Aston VHIa — Sheff Utd. 1-0
Preston—Blackpool 0 — 3.
Chelsea skoraði tvö mörk í fyrri
háífleik gegn Stoke (Hutchinson og
sjálfsmark Skeels) og tókst að
sigra, þrátt fyrir þreytumörk á leik-
mönnum liðsins í s.h. sem skiljan-
legt er eftir hinn erfiða úrslitaleik
sl. laugardag gegn Leeds. Martin
Ohivers og Alan Gilzean skoruðu
mörk Tottenham og þar var staðan
einnig 2—0 í hálfleik.
Huddersfield og Blackpopl færast
upp í 1. deild en keppnin á botn-
inum í 2. deild er mjög hörð. Aston
Villa hefur enn sinávon, en þetta
fræga félag hefur lokið leikjum sfn-
um.
Staða neðstu félaganna er nú
þannig:
Watford 40 9 12 19 42:53 30
Aston Villa 42 8 13 21 36:62 29
Oharlton 41 6 17 18 33:72 29
Preston 41 8 12 21 42:61 28
Vegna aukaleiksins í bikarkeppn-
innj munu landsliðsmenn Leeds og
Chelsea sleppa við að leika f lands-
leikiunum, sem hefjast um næstu
helgi. mi'lli Englands. Skotlands,
Wales og Norður-frlands — en það
voru ekki færri en nfu leikmrnn
Leeds, sem voru unohafleea valdir
í hin vmsu landslið, og fjórir frá
Ohelsea.
Gam'a félagið hans Þórólfs Beck
— St. Mirren — trvggði sér sæti á-
fram f 1. deild á Skotlandi, þegar
félaqið s’graði St. Johnstone 3—2 i
gærkvöldi
svo danskir leikir og eru Kaup-
mannahafnarliðin Hvidovre og
Brönshöj efst á blaði. Dönsku leik-
irnir eru fimm, og síðan koma fimm
sænskir leikir, fyrsta Stokkhólms-
félagið Djurgárden gegn Elfsborg.
í blaðinu á morgun eða fimmtudag
verður staðan í dönsku og sænsku
keppninní birt.
ítalski knattspyrnumaðurinn
Luigi Riva var kjörinn „knatt-
spyrnumaður Evrópu“ nýlega
og á sunnudaginn bætti hann
enn einni skrautfjöður í hatt
sinn, en félag hans, Cagiiari frá
Sardiníu, varð ítalskur meistari í
knattspyrnu í fyrsta sinn f sögu
félagsins. Riva var langmarka-
hæstur hjá félaginu.
IBV vann
Selfoss
Tveir knattspymuleikir vom háð-
ir í Vestmannaeyjum um helgina,
en meistaraflokkur Selfoss kom í
heimsókn. í fyrrj leiknum á laugar-
dag sigraði ÍBV með 6—1 en á
sunnudag urðu úrslit 3 — 0. E3cki lék
Þórólfur Beck með ÍBV í þessum
leikjum.
Til sölu
kápur, pelsar, dragtir, kjólar, jakkaföt og
kvikmyndatökuvél. Uppl. í síma 30584.