Vísir - 14.04.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 14.04.1970, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 14. apríl 1970. 7 AXMINSTER býSor kjör viS ollra hœfi, SIMI 30676. GRENSASVEGI 8 Halldór Haraldsson skrifar um tóniist: Kammertónleikar Dvorak: Strengjakvintett, op. 77 Leifur Þórarinsson: Strengjakvartett 1969 Schubert: Oktett, op. 166 Flytjendur: Kennarar Tón listarskólans, Björn Ól- afsson, 1. fiðla, Jón Sen, 2. fiðla, Ingvar Jónasson, víóla, Einar Vigfússon, celló, Einar B. Waage, kontra- bassi, Gunnar Egilsson, klarínetta — ásamt Herbert H. Ágústssyni, hom og Hans P. Franz- syni fagott. 'P'yrsta verk þessara tónleika, Strengjakvintett op. 77 eft- ir Dvorak var í góðu samræmi við góðviðrisdagana hér, með sínum angurværu stefjum og náttúrlegu stemningu sunnan úr Bæheimi. Það var ólík stemn- ingin í næsta verki, Strengja- kvartett 1969, eftir Leif Þórar- insson. Það fer ekki milli mála við fyrstu áheyrn þessa verks, að höfundur kann vel að halda á penna. Verkið er fjölbreyti- legt, litbrigöaríkt, en býr um leið yfir hugmyndum, sem minna hver á aðra eða eru hrein- lega endurteknar, en ávallt með nýjum hætti, svo það heldur at- hyglj manns vakandi allan tím- ann. Samt er ekkj hægt að var- ast þá hugsun, hve sum áhrifa- meðul í nútímatónlist — svo sem viss notkun glissando, pizzicato sí og æ, þessar eilífu tvíundir og sjöundir — eru far- in að verða margtuggin. Þá ,er þessj svokallaða „raunsæja“ bölsýni nútímans allsráðandi, á hana er litið sem sjálfsagcjan hlut fólk er að veröa henni samdauna. Raunin er samt lík- lega sú, að þessi verk, sem end- urspegla þannig hrylling og von- leysi nútímamannsins, breyti þarna litlu um. Eru listamenn ekki að bæta gráu ofan á svart með því að endurspegla nútím- - ann þannig, þótt í göðri mein- ingu sé? Nógur er nú hryllingur- inn samt. Er ekki möguleiki á að snúa dæminu við? Byrja meö tónlistinnj og láta síðan um- hverfinu eftir að endurspegla það, sem tónskáldið tjáir í tón- list sinni? Það kemur líklega að því að þaö verður frumlegt að vera pósitffur. Að lokum var svo leikinn hinn fagri, en mjög langi oktett Schuberts, sem mörgum er vel kunnur og hefur heyrzt hér nökkrum sinnum áður. — Allur fiutningur þessafa verka var með mestu prýði. Það er því merkilegra, þar sem því má ekki gleyma, að allir eru þessir menn störfum hlaðnir. Minnir það á væntanlega tónlistarhátíð hér í vor. Þaö yrði dæmigert fyrir margt hér á Fróni, ef kvartett Björns Ólafssonar, sem kynnt hefur hér margar perlur kamm- ertónlistarinnar, yrði þá látinn sitja aðgerðalaus. Fyrsta sinni á Reykj a víkur f lugvelli Ein af Rolls Royce vélum Loftleiða Ienti á laugardaginn á Reykjavíkurflugvelli fyrsta sinni. Þetta var eina vél Loft leiða, sein ekki hefur veriö lengd og rnun hún í framtíð- inni hafa leyfi til þess að nota Reykjavíkurflugvöll sem vara flugvöll. Flugvélin fór síðan til New York að ferma vörur er fara áttu til Afríku. —JH Söluíbúðir i borgarbyggingum Samkvæmt ákvörðun borgarráðs varðandi sölu íbúða í borgarbyggingum, er hér með augiýst eftir umsóknum þeirra er koma vilja til greina þegar endurseldar eru íbúðir sem borgarsjóður kaupir samkvæmt forkaups- rétti sínum. Að þessu sinni er um að ræða nokkrar 2ja og 3ja herbergja íbúðir við Álftamýri, Grensásveg, Hólmgarð og Skálagerði. Nánari upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Póst hússtræti 9, 4 hæð, viðtöl kl. 10—12. Borgarstjórinn í Reykjavík Frá barnaskólum Reykjavíkur Innritun til vornámskeiða fyrir börn, sem fædd eru á árinu 1963, fer fram í barnaskól- unum (þpr með talinn æfingaskóli Kenn- araskólans), á morgun, miðvikudaginn 15. apríl og fimmtudaginn 16. apríl, kl. 4—6 sd. báða dagana. Vornámskeiðin munu standa yfir frá 11.-23. maí n.k. Fræðslustjórinn í Reykjavik. Aðalfundur Ferðafélags íslands verður í Lindarbæ, uppi, mánudagskvöld 20. apríl 1970 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. — Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni. Ferðafélag Istands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.