Vísir - 14.04.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 14.04.1970, Blaðsíða 8
8 Ví S I R . Þriðjudagur 14. apríl 1970. Utgafandi: KeyKiapretu u„ Framkvœmdastiori Sveinn R Eyióitsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjón Jón Biririr Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdiniar H. Jóliannesson Áuglýsingar Aöalstræti 8. Stmar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sími 11660 Ritstjórn. Laugavegi 178. Sími 11660 (5 llriur) Askriftargiald kr 165.00 á mánuði Innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. W iif I ii ii i i l imnwwniiniii 'SltMWMWWMMMWWBM————— Skattamismunun aflétt tTyrir Alþingi er komiö frumvarp um að breyta skatt- lagningu fyrirtækja á þann Hátt, að hún veröi ekki þyngri en í öðrum EFTA-löndum. Er þetta í samræmi viö loforð, sem ríkisstjórnin gaf í vetur, þegar að- ildin að EFTA var samþykkt. í frumvarpinu felst sú hugsun, að íslenzk fyrirtæki verði að hafa hlið- stæða aðstöðu í sköttum og fyrirtæki hafa í nágranna- löndunum, ef þau eiga aö geta keppt á alþjóðlegum markaði. Fram til þessa hafa íslenzk fyrirtæki verið ofsköttuð, til mikils tjóns fyrir þjóðarbúiö. En sú mismunun er senn úr sögunni, ef frumvarpið nær fram aö ganga. Embættismenn hafa í tæpt ár unnið að gerð frum- varpsins. Það er flutt á Alþingi af fjárhagsnefnd að beiðni Magnúsar Jónssonar fjármálaráðherra. Reikna má með, að umræður um það hefjist fljótlega, enda er skammur tími til þingslita. Ef til vill mun reynast ókleift að ræða málið út fyrr en á nýju þingi í haust. Það ætti út af fyrir sig að nægja, því að meginatriði frumvarpsins eiga að taka gildi um næstu áramót. Hins vegar er sjálfsagt að hraða málinu eins og kost- ur er. Hið nýja frumvarp hefur í för með sér gagngerðar breytingar á skattlagningu fyrirtækja. Meginstefna þess er ekki einungis sú, að gera íslenzk fyrirtæki samkeppnishæf í EFTA, heldur einnig að stuðla að myndun eigin fjármagns í fyrirtækjum, auðvelda samruna þeirra og tryggja, að fjármagn leiti ekki út úr þeim í öðru formi en hæfilegum arðgreiðslum. Frumvarpið gerir ráð fyrir auknu svigrúmi í fyrn- ingu eigna. Meira verði hægt að fyrna, þegar vel gengur. Fyrstu ár hverrar eignar á þó fyrning að vera svipuð og áður. Jafnframt verður allur atvinnurekstur settur jafnt gagnvart fyrningu og sérréttindi falla brott. Og loks verður heimilt að fyrna eign að fullu. í öllu þessu felst áhrifamikil stefnubreyting. Annað meginatriði frumvarpsins er skattfrelsi arðs. Gert er ráð fyrir, að arðgreiðsla og greiðsla í arð- jöfnunarsjóð verði skattfrjálsar af hálfu fyrirtækis- ins upp í 10%. Og hvað snertir viðtakanda arðsins, þá er hann skattfrjáls upp í 20.000 krónur á ári til tekjuskatts og hlutabréfaeign skattfrjáls upp í 100.000 krónur til eignaskatts. Jafnframt á að leggja varasjóði fyrirtækja niður. Með þessum aðgerðum er reynt að gera hlutafjáreign samkeppnishæfari við sparifjár- eign en verið hefur. Þessi meginatriði eiga að gera fyrirtækin fjárhags- lega öflugri og hvetja menn til fjárfestingar í fyrir- tækjum. En önnur atriði eru einnig í frumvarpinu, svo sem að sameignarfélög verði skattlögð eins og hlutafélög, að auðveldari verði samruni og slit fyrir- tækja og loks að um fyrninguna gildi bráðabirgða- ákvæði fyrir árið 1970. Frumvarpið er mjög þarft og nauðsynlegt. Ástæða er til að hvetja þingmenn til að styðja það eindregið. \\ / □ Rilið milli lífskjara hvítra og svartra í Bandaríkjunum er gífur- legt en fer þó minnk- andi. Fyrir fimm árum hafði meðalfjölskylda svertingja aðeins 54% af tekjum hvítrar meðalf jöl skyldu. Þremur árum síðar höfðu svertingjar náð 60%. Helmingur svertingjanna býr enn í Suðurríkjunum, og þar er mismunurinn lang mestur. í öðrum hlutum Bandaríkjanna hafa svertingjafjölskyldur Bilið milli hvítra og svartra minnkar Þó hefur meðalfj'ólskylda svertingja aðeins 60°Jo af tekjum hvítrar meðalfjölskyldu um 75—80% af tekjum þeirra hvítu að meðal- tali. Nærri helmingur svertingja- fjölskyldna, eöa 48%, hairði árið 1959 minnj tekjur en það mark, sem stjórnin setti fyrir „fátækra. tekjur“ Nú er þessi prósenta um 29%: Á þessu itímabili náðu hundruö þúsunda svertinija upp fyrir þetta fátækramark. Tveir svartir sömu tekjur og einn hvítur Munurinn er þó mlkill i tekjuskiptingunni. Sagt er, að svertingi geti eftir fjögurra ára menntaskólanám ekki vænzt meiri tekna en hvítur maður, sem aðeins hefur barnaskólanám að baki. Á sama hátt fái svert- ingi eftir fjögur ár í háskóla naumast meirj laun en hvítur, sem aðeins hefur lært í mennta- skóla f fjögur ár. Af þessu leiðir, að i fjölskyldum svertingja eru oft tveir aðilar, sem afla tekna, en þó ekkj meiri til sam- ans en ein fyrirvinna í venju- legrj hvítri fjölskyldu. Fjórðungur táninga atvinnulaus Atvinnuleysi néöi til 7,0% svertingja í febrúar síðastliðn- um, en 3,8% hivitra. Meðal tán- inga var munurinn meiri 25,3% af svertingjum i þeim aldurs- flokki gengu atvinnulausir, en 11,7% hvítra. 16% svertingja og 3% hvítra voru á framfærslu hins opinbera. í landi bíla og sjönvarpstækja áttu 38% af svertingjafjölskyld- um eigið heimi'li en 64% hvítra, 40,3% af fjölskyldum svertingja áttu bifreið á móti 51,8% hvítra. Sjónvarpstækj fyrir svart-hvítt sjónvarp áttu 81,9% svartra heimfla og 77,5% hvítra, sem kemur til af því, aö 33,5% hvítra fjölskyldna og 12,4% svartra höföu þá stigið skrefiö lengra og eignazt litsjónvarpstæki. Meðaltekjur fjölskyldu voru um 440 þúsund krónur fyrir svarta og um 800 þúsund fyrir hvita. Þetta er nokkuð hátt í fs- lenzkum krónum. en sýnir eng- an veginn kaupmátt. Tekjur á mann voru um 90 þúsund fyrir svertingja og rúm 200 þúsund fyrir hvítan, það eru tekjurnar deildar niður á hvem borgara, að bömum meðtöldum. Trúa á friðsam- lega þróun Svertingjar verða róttækari í kröfum og styðja í sífellt ríkara mæli hina byltingarsinn- llllllllllll JM) i'O'M iniBiBaaBraaiin Umsjón: Haukur Helgason vera frjáls maður, þegar svertingjar fara að auglýsa ilmvötn í sjónvarpi,“ segir einn. „Svertingi er það að þurfa ekki sálfræðing til að segja þér, hvað að þér amar.“ uðu í sínum röðum. Þó sýna skoðanakannanir, að flestir trúa enn á friðsama þróun til aö ná rétti sínurn. 97 af hundraði svert ingja telja, að vandinn leysist með því að auka menntun svartra, 93% telja það vænlegt, að svertingjar eignist eigin fyr- irtæki, og 92% binda vonir við kosningar fleiri svertingja f valdastööur. 42 af hundraði vilja aftur á móti, að svertingjar „reisi götuvfgi" f baráttu sinni og beiti haröneskju, en 41% telja slíkt mjög til hins verra. 41% vflja styöja byltingarsinn- aða leiðtoga í röðum sínum, en nærri jafnmargir, eða 39% eru andvígir byltingarmönnunum, samkvæmt þessari skoðanakönn un. 58% hafna ofbeldi Svertingjar voru spurðir, hvort nauðsynlegt væri að beita ofbeldi í baráttunni fyrir jafn- rétti. Æ fleiri svara þeirri spurn. ingu játandi, en þó er mikill meirihluti þeirra andvígur vald- beitingu og ofbeldi. Meirihlutinn trúir enn á kenningar Martins Luther Kings heitins, um frið- samlega baráttu án valdbeiting- ar. Nú segja 58 af hundraði nei við ofbeldinu, en 31% já. Árið 1966 voru þessi hlutföll 59 gegn 21, og árið 1963 63 gegn 22. Svertingjar í Suöurrfkjunum eru andvígastir va'ldbeitingu, 64 gegn 23. Valdbeitingin hefur ekki meirih'luta í neinum aldurs- flokkj svertingja. Þeir, sem fram ganga í óeirðum, eru því í minnihluta og njóta ekki stuðn- ings alls þorra þess fólks, sem þeir segjast berjast fyrir. Bylt- ingarhópum svertingja fer sífellt fjölgandj og „aktívistamir" verða fleiri. Að vissu marki njóta þeir samúðar allra svartra manna, en tiltölulega fáif þeirra eru þó reiðubúnir til þátttöku að minnsta kosti, við núverandi aðstæður. Svertingjar eru enn hollir Martin Luther King og eft. irmönnum hans. Efling byltingarsinnanna er lítil síðustu árin, þegar tillit er tekið til þess, að King var sjálf- ur myrtur. Þessi formælandi friðsemdarinnar féll fyrir her '- ofbeldisins. Þetta var mikið á- fall fyrir formælendur friösam- legrar jafnréttisbaráttu, en hef- ur ekki nægt til að kollvarpa stafnunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.