Vísir - 14.04.1970, Síða 9

Vísir - 14.04.1970, Síða 9
V1 S I R . Þriðjudagur 14. apríl 1970. Loðnan fær nú loks að hrygna í friði uppi í fjöru — það af henni, sem komizt hef- ur lifandi undan fengsælum veiðimönnum. — Það er af sú tíð að loðnan verðí talin illfiski, til einskis nýt. — Hún hefur fyllt talsvert upp í gap tveggja síldarleysisára og skapað verðmæti, sem nema hundruðum milljóna. Margur útvegsmaður getur þakkað það loðnunni, að hann heldur nafnbót sinni og verksmiðjumar fyrir austan hafa getað velt af sér mesta skuldafarginu. Tjótt fiestir hafi til þessa látiö sig litlu gilda afdrif loðn- unnar. heyrast nú æ háværari raddir um það að gera verði friðunarráðstafanir til þess að vernda hana. Sjómenn í Eyjum halda því fram, að gegndarlaust loðnudrápið verði til þess að þorskurinn missj þar með æti Það veit guð aimáttugur og fiskifræðingarnir — Loðnan hefur hleypt l'ifi / atvinnuna eystra, jbóft sjómenn sunnanlands telji að verið sé að spilla æti fyrir horskinum sitt og gangi þess vegna ekki upp á grunnmiðin seinnj part vetrar eins og venja hans hefur verið. VÆRI ÓHÆTT AÐ BRÆÐA VEL OG LENGI — Það veit guð almáttugur og fiskifræöingarnir, hvort loðn- an er ofveidd, sagði Guðmundur Bjömsson framkvæmdastjórj á Stöðvarfirði. En loðnan hefur hleypt miklu fjöri í atvinnulífið þar eystra nú í vetur. — Það eitt er víst, segir Guð- mundur, að sjaldan eöa aldrei hefur verið eins mikill afli á djúpmiðum syðra og núna. Ekki virðist loðnuveiðin hafa komið þar að sök. — Að sjálfsögðu er þetta mjög gott fyrir verksmiðjurnar hér fyrir austan. Við reiknuðum naumast með því að þetta stæði svona lengi. — Hins vegar væri okkur óhætt að bræða vel og lengj til þess að ná saman end- unum. Vextir og afborganir af þessum verksmiðjum eru orðnar æði langur hali, þar sem þær starfa aðeins Jítinn hluta ársins. Verð á lýsi og mjöli hefur verið mjög gott til þessa, það lækkaðj að vísu nokkuð núna fyrir skemmstu. — En verksmiðj urnar ættu samt að fara vel út úr þessu eftir því sem ég bezt fæ séð. Þessj loðnuafli hefur verið lyftistöng fyrir atvinnulffið hér í vetur, þannig að ekkert hefur borið hér á atvinnuleysi. Allir karlar, sem hafa haft vilja og getu til hafa haft verkefnj nóg og helftin af kvenfólkinu líka. — Hvernig er útkoman á bát- unum hjá ykkur, þeim sem ver- iö hafa á loðnu? — Þeir hafa fiskað þokkalega. Um útkomuna veit maður ekki ennþá. Þetta eru dýr veiðitæki. þessar nætur kosta orðið á þriðju mil'ljón. — Það kemur Iíka minni afli í hlut hvers báts núna heldur en í fyrra og hitteð- fyrra. Það voru bara fleiri bát-, ar á þessu í vetur. Loðnán veiddist líka mun nær þeim stöðvum, þar sem hægt var að koma henni í bræðslu í fyrra> Það hefur þurft að sigla með hana miklu meiri vegalengdir núna f vetur. — Hvað eruð þið búnir að taka á móti miklu á Stöðvar- firði? — Um 7000 tonnum. Og viö erum að klára að bræða það. Bátarnir eru byrjaðir á öðrum veiðiskap — báðir komnir á net. HÁSETAHLUTURINN UPP 1130'ÞÚSUNDi' '' •’ún'.K — Verksmiðjumar eru búnar að mala nokkum veginn sleitu- laust síöan um mánaöamótin febrúar —marz, sagði Ólafur . Gunnarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaup- stað. — En það verður þó að takast með í reikninginn, þegar farið er að tíunda hlut sjómann- anna og útkomuna á bátunum, að áður en veiðin hófst hafði faþið anfíáf éins tími f ekki'Héftt, meðan verið var að leita að loönunni — allt frá janúarbyrj- uh. — Þetta hefur því tekið góðan tíma. Hásetahluturinn á okkar bát- um hefur komizt hæst upp í 130 þúsund líklega. — Loðnan hefur líka skapað allmikla vinnu í landi. Það haifa unnið hér um það bil þrjátfu manns viö bræðsluna. Að sjálfsögðu er þetta mikill fengur fyrir verksmiðjuna. Hér var ekkert síldarmjöl malað f fyrra AFLAVERÐMÆTI EINS BÁTS YFIR 6 MILLJÓNIR Þetta hefur verið okkur lyfti- stöng og eiginlega bráðnauðsyn legt að fá þetta, sagði Vilhjálm- ur Ingvarsson hjá Hafsíld á Seyðisfirði, en þar hefur verið tekið á móti nærri 13 þúsund tonnum af loönu til bræöslu. — Hins vegar bregður svo undar lega við aö ríkisverksmiðjan á Seyðisfiröi hefur staðið auö og ekki fengið neitt til bræöslu, þótt allt hafi verið tilbúið til vinnslu, mannskapur ráðinn og véiar undir það búnar að fara í gang Engin skýring hefur fengizt á þessu, nema 'iá helzt sú. að skin stjórarnir hafi ekki getað hugsað sér að „óhreinka" nema eina verksmiöju á sama staðnum. Vilhjálmur sagöi að dregið hefði úr löndunum að undan- fömu og ekkert hefði komiö til bræðslu síðustu dagana. Enda munu nú aðeins tíu skip eftir á miðunum. Þau hafa reyndar rek- ið í sæmilegan afla og bætt tals vert við heildaraflann, sem ná er aö nálgast 190 þúsund tonn. Aflaverðmæti hæsta bátsins, Súl unnar frá Akureyri, sem á laug ardag var búin að fá yfir 6 þús und tonn er yfir 6 milljónir króna. — JH — Gunnhildur Eymarsdóttir, nemandi: — Mjög illa, ég var að koma úr skólanum og finnst þetta ómögulegt. Sigrún Elivarðsdóttir, hús- móðir: — Þaö er nú erfitt að átta sig á þessu fyrst til að byrja með. Ég tók verri ferð en ég átti kost á vegna þess að þetta var svona byrjunin, en ég býst viö að ferðirnar verði hagstæð- ari í framtíðinni. '■:§KXk Benedikt Kristjánsson, hús- gagnasmiður: — Ég tók feröina sunnan úr Borgarspítala og nið- ur í bæ og líkaöi hún vel. Ég sá fleiri vagna á þessari leið en áður og þetta er bein ferð. Petta er eina ferðin, sem ég hef notað, þaö tekur sinn tíma að átta sig á þessu. VtaSPTO Sigrún Garðarsdóttir, þús- móðir: — Ég veit það nú eigin- lega ekki, það er ekki komin svo mikil reynsla á þetta ennþá. Farbegar SVR fóru fyrstu ferðimar eftir nýja leiðakerfinu á laugardaginn. Vísir snuroi nokkra farþega eftir fyrstu ferðina: „Hvernig geðjast yður að nýja Ieiðakerfinu?“ Reynir Kjartansson, trésmíða- nemi: — Ágætlega. Ég nota Breiðholtsvagninn, ferðin niöur f bæ styttist fyrir mig. hún tók mig hálftíma áður en ekki nema tuttugu mínútur núna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.