Vísir - 26.05.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 26.05.1970, Blaðsíða 4
I landsleiknum milli Equador og Englands í Quito á sunnudag inn byrjaði enska liðið mjög vel og eftir aðeins fjórar mínútur tókst Francis Lee að skora — en ensku leikmennimir virtust fljðtt þreytast, enda leikið í 9.500 feta hæð yfir sjávarmáli — eða 2.200 fetum hærra, en er í Mexíkó-borg. Leikmenn Equador sóttu talsvert — en lítil hætta skapaðist við enska markið, Gordon Banks varði létt það, sem á markið kom, og vörnin var sterk. Hraði í leiknum var lítill — og sagði Sir Alf Ramsey eftir leikinn, að enska liðið hefði greinilega ekki verið búið að ná sér eftir hinn erfiða leik í Bogota f Colombíu nokkrum dögum áður. England sigraði þá í leiknum með 2—0 og skoraði Brian Kidd sfðara . markið. Talsvert kom á óvart, að hann skyldí leika, þar sem ■ hann er ekki einn af 22 leik- ; mönnum, sem verja heimsmeist aratitil Énglands í Mexíkó. B- landslið Englands skoraði fjög ur mörk gegn meisturum Equa dor í leik, sem háður var tveim ; ur tímurn á undan landsleikn- um. Jeff Astle skoraði þrjú mörk, en Emlyn Huges, bak- t vörður Liverpool, hið fjórða. HM-lið San Salvador vann , Liverpool 11 — 1 í æfingaleik f Mexfkó á sunnudaginn. Þetta var þó ekki hið kunna Liverpool ' lið enska, sem við þekkjum bezt — heldur lið frá Mexfkó- borg, sem ber þetta fræga nafn. Dundee United frá Skotlandi , hefúr að undanfömu leikið tvo æfingaleiki við HM-lið Mexfkó ; Dg tapað báðum leikjunum. Hin. um fyrri með 6—0, en skozka ' liðið var þá nýkomið til borgar- ! innar, og hinum siðari með 2—0. HOLA í : HÖGGI Yfir hvítasunnuna fór fram 36 holu keppni með og án for- gjðf, Faxakeppni Golfklúbbs Vestmannaeyja. Orslit urðu þessi, án forgjafar: 1. Hallgrímur Júhusson 148 högg 2. —3. Ársæll Sveinsson 149 högg 2.-3. Haraldur Júlíusson 149 högg 1 Með forgjöf: 1. Ársæll Sveinsson, 149 + 24=125 högg 2. Ásgelr Sigurvinsson 180 + 54=126 högg 3. Hallgrfmur Júlíusson 148 + 18=130 högg Alis tóku 25 þátt í keppninni, og vom þar af 5 aðkomumenn. Siðastiiðinn föstudag skeði sá sjaldgæfi atburður að Arnar Ingólfsson sló holu í höggi, og var það 7. holan, sem er 195 metr. á lengd par 3. Umsjón Hallur Símonarson. Kefíavrk — Fram 2-1: Kefívíkingar fyrstir tíl aS sigra Reykjavíkurfélag / íslandsmótinu KEFLAVÍK sigraði Fram á heimavelli í fjórða leik ís- landsmótsins í knatt- spyrnu með 2—1 og var þar með eina utanbæjar- liðið, sem fagnaði sigri yf- ir Reykjavíkurfiðunum í fyrstu umferð keppninnar. Strekkingsvindur var, þeg ar leikurinn fór fram og stóð skáhallt á völlinn og gerði leikmönnum oft erf- itt fyrir að reikna út hæð- arbolta. Rigna tók, þegar á leikinn leið — og blautur knöttur og völlur gerðu samleik liðanna all tilvilj- anakenndan undir lokin. Staðan í 1. deild Elftir fyrstu umferð 1. deildar- keppninnar er staðan þannig: Vfkingur 1 1 0 0 2-0 2 Keflavfk 1 1 0 0 2—1 2 Valur 1 1 0 0 3—2 2 Akureyri 1 0 1 0 1-1 1 K.R. 1 0 1 0 1—1 1 V.m.eyjar 1 0 0 1 2—3 0 Fram 1 0 0 1 1—2 0 Akranes 1 0 0 1 0—2 0 Næsti leikur mótsins verður föstudaginn 29. maí og lerka þá K.R.og Víkingur á MelaveMinum M. 8.30. Daginn eftir verða þrfr leikir i deildinni. Valur og Akra- nes leika á MeiaveMi, Vest- mannaeyjar og Fram í Eyjum, og Keflayifk gegn Akureyri f Keflavík. Ailir ieikimrr héfjast bl. fjögur. Þann dag hefst einn- ig keppni í 2. defld, Haukar og Selfoss leika á Hafnarfjarðar- veiii, og Vöisungar gegn Áar- mannj á HúsavíkurveJM. Ifyrófta- námskeiö iþróttanámskeið fyrir böm hefj- ast vfðsvegar um borgina á morg- un miðvikudaginn 27. maí. Verða þau á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á þessu svæðum: K.R.-svæði, Víkingssvæði og Þróttarsvæði og Ármannsvelli, en á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum á þessum svæðum: Álfheimasvæði, Rofabæjarvelli, Amarbakkavelli og við Áiftamýrar- skólann. Á hverjum stað verður kennt á morgana kl. 9.30—11.30 bömum 6 — 9 ára og eftir hádegi kl. 14.00 — 16.00 börnum 10 — 12 ára. Skráning fer fram á hverjum stað og þátt- tökugjald er kr. 25.00. Á hverjum stað verða 2 iþróttakennarar. Námskeiðunum lýkur með fjöl- breyttri Jþróttakeppni á Melavell- inum 24. júní. Nokkur hraði var í leiknum, en miðjuspil beggja liða of þröagt. I þau skipti. sem útherjamir voru notaðir, skapaðist jafnan hætta, enda voru það þeir, sem skoiuðu tvö markanna og áttu heiður af því þriðja. Keflvíkingar léku öilu betur í fyrri háWIeik og þá skor- aði Friðrik Ragnarsson, útherji Keflavíkur, eina markið, sem var skorað í hálfleiknum. Á 15. mfn. fékk hann sendingu inn í vitateig vmstra megin, hljóp Jóhannes Atte- son af sér og renndi knettimim framhjá Þorbergi. bcóður íians, í mankið, 1—0. Ekki hafðj Friðrik þar með sagt sitt síðasta orð í leiknum. Eftir ö'llu beittari sókn Fram í síðari hálfleik fékk Friðrik knöttinn út við hliðar- ifna — rétt framan við miðju, lék upp að endamörkum og sendi iág- botta fyrir markið til hins ötula Grétars Magnússonar, sem af- greiddj hann neðst i markhornið. Hvort Kefiivfkingar töldu sig þar með vera búna að gera út um leik- inn veit ég ekki, en hins vegar voru Framarar greinilega ekki á þeim buxunum, að þeir væru bún- ir að tapa. Þeir sóttu mjög fast, það sem eftir var ieiksins — en upp- skáru aðeins eitt mark — sem var hvað fegurð snertir á við tvö, þó ekki komi það fram í markatölunni. Erlendur Magnússon náði knett- inum út við hliðarlinu og sendi hann inn á miðjan markteig til Einars útíierja Ámasonar. — Þor- steinn Óiafsson, markvörður Kefi- víkinga, sem sýndi að vanda traust- an leik, sá ekki við Einari, sem „klippti“ knöttinn aftur fvrir sig í netið. Fallegt mark — og slik eru sjaldséfi hér á landi. Þetta skeði á 27. mín. síðari hálfleiksins. Nokkur harka færðist í leikinn við markið, en dómarinn Einar Hjartarson, dæmdi sérstaklega vel, og hélt leiknum innan hæfMegs ramma. Hjá Keflvíkingum voru Einar Gunnarsson og Ástráður Gunnars- son hinir traustu menn vamarinn- ar, en Guðni Kjartansson hefur oft leikið betur. Friðrik Ragnarsson var hinn hættulegi maður í fram- línunni — ásamt Birgi Einarssyni — en Birgi brást þó bogalist-in, þegar að marki kom. Hjá Fram var Sigurbergur Sigsteinsson ágætur, og hafði mikil völd á miðjunni og Einar Árnason er leikhm og mjög fljótur — og áttj Ástráður í nokkr- um erfiðleikum með hann, þó hann kæmist vel frá því hlutverki. Er- lendur Magnússon og Jóhannes Atlason voru traustir að vanda. — emm. Valsmenn sækja að marki ÍBV I 1. deildar-leiknum sl. sunnudag, en Páll Pálmason er „á sínum stað“ og varði. Bobby Moore í varðhaldi — Ákærbur fyrir Bogota 26./5. (NTB-Reuter). — Fyrirliöi enska landsliðsins f heimsmeistarakeppninni i knatt- spymu, Bobby Moore, var sett- ur 1 varðhald í Bogota í dag Íeftir, að gullsmiöur hafði ákært hann fyrir, að hafa stolið gull- armband; að verðmæti um 120 þúsund krónur. Fyrir rétti í gærkvöldi var hann úrskurðaður í gæzluvarðhald af dómara — og verður hann í umsjón örygg- Sisíögreglu á heimili stjórnar- manns knattspymusambands Colombíu. Rétturinn var haldinn fyrir lokuðum dyrum og Moore neit- aði að ræða málið við mikinn fjölda blaðamanna, sem létu spurningarnar dynja á honum eftir réttarhöldin. Ekki vildi dómarinn heldur segja neitt um málið. þar sem hann sagðist eiga eftir að yfirheyra nokkur þjófnab i Bogota vitni, gullsmiðinn og ef tll vill Moore aftur, áður en dómur yrðl felldur. Moore var- settur í gæzlu- varðhald, þegar enska landsliðið kom aftur til Bogota frá Quito í Equador. Aðrir Ieikmenn enska liðsins flugu áfram til Mexíkó-borgar án fyrirliða síns. Ritari enska knattspyrnu- sambandsins, Denis Fellow, varð einnig eftir í Bogota. Moore, sem er 29 ára gamall, á að hafa tekið armbandifi úr skáp f búð gullsmiðs á hóteli f Bogota í fyrri viku. Stúlka í búðinni, Clara PadiaMa. segist hafa séð Moore fremja verkn- afiinn. Bobby Moore — ákærður fyrir þjófnað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.