Vísir - 26.05.1970, Blaðsíða 1
Hver lægðin á fætur annarri
Allar líkur á löngu verkfalli
— segir varaformaður Dagsbrúnar — Ekki útlit
fyrir samkomulag fyrr en i fyrsta lagi eftir helgi,
segir framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands Islands
0 Engar líkur eru tald-
ar á því, að til sam-
komulags dragi á fundi
þeim, sem sáttasemjari
hefur boðað með deilu-
aðilum í vinnudeilunni
klukkan fjögur í dag. —
Um 7 þúsund manns
í sex verkalýðsfélögum
munu því hefja verkfall
á miðnætti í nótt.
Þar á meðal eru verkamanna-
félagið Dagsbrún í Reykjavík,
Hlíf í Hafnarfirði, Eining á Ak-
ure’yri, Vaka á Siglufirði. Allt
atvinnulíf á þessum stöðum mun
því stöðvast eða lamast stórlega.
Verkakonur í Reykjavík og
Hafnarfiröi hafa svo boðaö verk-
fall annaö kvöld og verkalýðs-
félöigin í Árnessýslu á fimmtu-
dagskvöld. Þrettán félög málm-
og skipasmiða hafa einnig boð-
að verkföll á iaugardag og Sjó-
mannafélag Keflavíkur og verka
konur í Keflavík og Njarðvíkum
boða verkfall 2. júní.
Það er ómögulegt að segja,
hvaö kann að gerast eftir helg-
ina, en það eru engar líkur á
því að samkomulag náist fyrir
helgi, sagði Björgvin Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins, í viötali við
Vísi í morgun. PóÍItíkin hefur of
mikil áhrif á þetta finnst manni.
Borgarstjórnarkosningarnar nú
um heigina hafa sín áhrif á
samningana. — Útlitið er sem
sagt ekki gott, að minnsta kosti
ekki fram yfir helgi. Atvinnu-
rekendur hafa ekki formað nein
ákveðin ný tilboö ennþá. Við
munum sjá til hvað verður.
— Mér lízt þannig á, að hér
verði um langt verkfall að ræða,
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son, varaformaður Dagsbrúnar,
er Vísir ræddi við hann f morg-
un. Það er ekkert sem bendir
til þess að þetta gangi saman
alveg á næstunni. — Þó að
samkomulag næðist, tekur það
minnst sólarhring að fella þetta
saman, þannig að einsýnt er alla
vega að til verkfalls kemur.
—JH-
Dubcek ýtt út
i yztu myrkur
Nú er talið víst að Alexander
Dubcek verði endanlega þokað
burtu af sjónarsviðinu í Tékkó-
slóvakíu. Þar verður ýtt út f
yztu myrkur þjóðarhetju lands-
ins.
Sjá bls. 3.
Konurnar starfræktu
bjófafélag
Fyrir nokkru var afhjúpað í
Kaupmannahöfn þjófafélag hús-
mæðra. Þær höfðu í nokkra mán
uði stolið klámbókum og tfma-
ritum frá forlagi nokkru í borg-
inni. Þýfið nam eitthvað á aðra
milljón króna.
Sjá bls. 2.
„1 BILI er bara ein djún lægð að
nálgast landið úr suðvestri, hún
hefur það í för með sér, aö
sennilegt er að hlýni fyrir norð-
ar og rigni talsvert í öðrum
landshlutum, á Suöurlandi og á
Austfjörðum. I dag verður mikil
rigning meðfram suðurströnd-
inni“, segir Knútur Knudsen veð
urfræðingur.
Vísir haföi samband viö Veð-
urstofuna f morgun ti! að for-
vitnast um lægðimar, sem hafa
svipt Reykvíkinga sól að mestu
undanfarna daga, líkt og geröist
í fyrrasumar. —SB—
meiri kauphækkun?
Ozðið , ,gengishækkun“ er lftt 1
þekkt hér á landi. Við höfum
haft meira af gengislækkunum
að segja. Umræður hagfræð-
inga um hinar nýstárlegu tillög-
ur að hækka gengi krónunnar
fóru fram um sfðustu helgi og
segir frá þeim í blaðinu f dag.
Sjá bls. 9,
Fyrirliðinn settur
i varðhald sakaður
um stuld á armbandi?
Á FAO-ráðstefnunni í Súlnasal Hótel Sögu. Myndin er tekin í gaer, er fjallað var um fiskileit.
Bátar sendir út með
salt fyrir verkfallið
— Mikill viðbúnaður að koma bátunum út til veiða
— Undanbágur engar veittar nema til að halda
sjúkrahúsum gangandi o.b u.l.
Mikið annríki hefur verið við
höfnina síöustu dagana. Allt kapp
hefur verið lagt á að koma bát-
um út á veiðar fyrir verkfall og
fara margir út í dag, sumir á síld-
veiðar f Norðursjó, aðrir á troll
og skak. Hafa sumir stærri bát-
anna verið sendir út með salt á
skakveiðar með það fyrir augum
að þeir gætu haldið út langt verk
fall. Togararnir hafa tekið ís með
það fyrir augum að sigla með afl-
ann ef þörf krefur.
Að sögn Benedikts Gunnarsson-
ar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hefur allt kapp verið lagt á
útskipun freðfisksins núna síðustu
daga til þess að skipin lentu ekki
f verkfallinu og munu þrjú skip
vera á leiðinhi eða um það bil að
leggja af stað með fullfermi af
freðfiski, Lagarfoss og Brúarfoss
til Ameríku og Hofsjökull til Rúss
lands.
Mjög mikið annríki er f Siippn-
um í Reykjavik og mörg skip á
biðlista að sögn Jóns H. Sigurðs-
sonar forstjóra Slippstöövarinnar
og myndi verkfallið hafa ófyrirsjá-
anlegar afleiöingar fyrirútgerðina í
sumar, þar sem eftir er að ljúka
við mörg skip eftir vertíöina. Starf
semi skipasmíðastöðva og slipp-
stöðva lamast að sjálfsögðu í kvöld
eins og flest annað, en auk þess
fara svo málm- og skipasmiöafélög
in í verkfall á laugardaginn.
Að sögn Guðmundar J. Guð-
mundssonar, varaformanns Dags-
brúnar, veröa litlar undanþágur
veittar í verkfallinu. Sagði hann að
Dagsbrún væri ekki enn búin að
ákveða endanlega hvernig þeim
yrði háttað, en undanþágur yrðu
naumast veittar nema til hins allra
nauðsynlegasta, svo sem l það til
dæmis að veita sjúkrahúsum starfs
aðstöðu. — JII
ij „Sfelpurnar
j: svo miklar
■
:■
Fjssllað um fiskileit
og snurpunætur
á FAO-rdð-
stefnunni
FAO-ráðstefnan var sett í Há-
skólabíói sl. sunnudag og er henni
nú haldið áfram í Súlnasal Hótel
Sögu. í gær var einkum fjallaö
um fiskileit og flutt 22 erindi en í
dag fjalla flest erindin um snurpi
nót og snurpinótaveiðar. Meðal
þeirra sem flytja erindi í dag er
I Þjóðverjinn D. Tucker, sem fjallar
I unt iramtíðarþróunina í sónatækn-
inni og Hilmar Kristjónsson fjall-
ar um snurpinætur og sýnir mynd-
ir af þeim. Þá mun O. Nakken frá
Noregi fjalla um norskar síldveið-
ar. í gær var móttaka I ráðherra-
bústaðnum, og tók sjávarútvegs-
málaráðherra þar á móti þátttak-
endum ráðstefnunnar, en síðar í
vikunni verður fariö að Þingvöllum
og snæddur þar hádegisverður, og
annað kvöld verður fariö út i
norska rannsóknarskipiö G. O.
SARIS, sem liggur hér í höfninni.
Ráðstefnunni lýkur á laugardag.
þs.
Þær fréttir bárust i morgun
að hinn heimsfrægi fyrirliði
enska landsliðsins í knatt-
spyrnu, núverandi heimsmeist-
ara Bobby Moore, hafi verið
settur í varðhald, grunaður um
að hafa stolið 120 þús. króna
gullarmbandi í Bogota í Colum-
bíu. i
Sjá bls. 4. (
Gengishækkun eða