Vísir - 16.06.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1970, Blaðsíða 1
Leigubílar að hætta vegna bensínskorts 60. árg. — Þriðjudagur 16. júní 1970. — 133. tbl. • Búast má viö því að enn fari | flestir hverjir. Þegar hafa margir að fækka bílum á götum leigubílstjórar hætt akstri vegna Reykjavíkur en leigubílar eru nú bensínskorts og eru það tiltölulega alveg að verða búnir með bensín I fáir, sem aka enn frá hverri stöð. Enn karpað um sérkröfurnar Útlit fyrir að sjálf grunnkaupshækkunin verði tekin fyrir i dag — Norðlendingar erfiðir i sérkr'ófum ANDRÚMSLOFTIÐ í söl- um Alþingis virtist ekki þrangið neinni spennu um miðnættið í gær, þegar blaðamaður Vísis leit inn þangað. Hálfgerð deyfð var yfir samningafólkinu, sem sat flest í anddyrinu og á Stúdínur í maxi • Það var heldur en ekki létt yfir stúdínunum sem stik- uðu yfir vott grasið f Hljóm- skálagaröinum í gær á nýju maxidrögtunum sínum. Þær voru að fara í myndatöku með skólafélögum sinum, og þessa stuttu stund, sem myndatakan stóð yfir, skein sólin glatt á hvítu koliana. í hinum fríða stúdínuhópi voru allmargar kiæddar maxi drögtum, en sú sídd hefur lík- lega ekki sézt á slíkum klæðn- aði í eina tvo áratugi. Stúdentar í Reykjavík þessa dagana eru samtals 388 og skiptast þannig á skólana: — Menntaskólinn í Reykjavik 188, Menntaskólinn við Hamrahlíð 120, Verzlunarskóli I’slands 34, Kennaraskóli íslands 46. Frá Laugarvatni útskrifast 42 stúd- entar og 125 frá Menntaskólan- um á Akureyri. Stúdentar á landinu eru því samtals 555. — ÞS göngum. Samningsstarfið fór fram í smærri umræðu- nefndum. I gær var enn verið að karpa um ýmsar sérkröfur verkalýðsfélag- anna og langdregnar umræður urðu um ýmis sérmál Norðlendinga svo sem tilfærslur í flokkum og hitt og þetta sem norðanfélögin bera fram sér. Ein af meiriháttar sérkröfum var fæðingarstyrkur fyrir konur og mun hafa náðst samkomulag um þetta atriði í gær en ekkert endanlegt sð sjálfsögðu og samningamenn vildu lítið láta uppi af þeim atriðum, sem verið var að karpa um, enda ailt mjög óljóst um framvindu mála. Fundurinn stóð til klukkan hálf 79 broutskráðir úr Háskólanum í vor 79 kandídatar brautskráðust ný- lega frá Háskóla Islands, þar af luku 9 embættisprófi í Iækn- isfræði, 5 kandídatsprófi í tann- lækningum, 13 embættisprófi í lög fræði, 12 kandídatsprófi í viðskipta fræðum, 1 meistaraprófi í íslenzk- um fræðum, 1 kandídatsprófi í ís- lenzkum fræðum, 12 BA-prófum, 2 íslenzkuprófi fyrir erlenda stúd- enta, 23 fyrrahluta prófi úr verk- fræðideild og 1 BA-prófi úr verk- fræðideild. Á bls. 5 í blaðinu i dag er listi yfir nöfn hinna brautskráðu kandí- data. þrjú í nótt. Þá var ekkert farið að tala um „prósentuna" ennþá, það er að segja hina eiginlegu kaup- hækkun eins og þó hafði verið bú izt við að gert yrði á þessum fundi. Menn eru nú uggandi um að samn ingarnjr dragist enn á langinn, jafnvel út þessa viku, eða lengur, þótt hugsanlegt sé að hægt verði aö hamra þetta saman núna ein- hvern næsta daginn. Norðlendingar hafa verið boðað ir á sáttafund kl. 2 í dag, en almenn ur sáttafundur hefst ekki fyrr en kl. 4. Er þetta gert til að reyna að finna botn i sérkröfur Norðlend inga en það hefur verið haft á orði, að það „vakni draugur eftir draug“ í sérkröfumálum Norðlend- inga. — Fyrir utan sérkröfurnar er ennþá eftir að ganga frá álagi á yfirvinnu, en verkalýðsfélögin hafa áskilið sér rétt til að krefjast breytinga á álagj á yfirvinnu þó að þau hafi fallizt á að hún muni skiptast í eftirvinnu og nætur- og helgidagavinnu. —JH—VJ Samningamenn- ina í koddaslag 17. júní Sjá „Lesendur hafa orðið" bls. 9 Mikil eftirspum hefur verið um leigubíia eftir að verkfallið skall á og erfiðara reynist með hverjum degi að ná í bíl. Dísilbilamir em þó í stöðugum akstri og er algengt aö tveir séu á bílnum og aki til skiptis. —SB Heimsmeistaramótið i bridge Norðmenn unnu ítali • Heimsmeistaramótið í sveita- keppni í bridge hófst í Stokk- hólmi í gær, og í fyrstu umferð, sem spiluð var í gærkvöldi, sigr- uðu Norðmenn titilhafana, Itali, með 15 stigum gegn 5. • Ítalía, er unnið hefur heims- meistaramótið sl. 10 ár, mætti til mótsins með óvenju veika sveit, þar sem enginn fyrrver- andi heimsmeistaranna var með. Bandaríkin sendu mjög öfluga sveit til mótsins og er hún talin sigurstranglegust, enda hafa þau gegnum árin verið haröasti keppi- nautur Italíu. I fyrstu umferðinni sigruðu Bandaríkin Brasilíu með 14 stigum gegn 6. Undanúrslitin munu standa enn f viku áður en tvö efstu liðin spila til úrslita í síðustu fjögurra leikja lotunni. —NTB Skúrir sunnanlands — hlýtt fyrir norðan • Búast má við skúraveðri suð- vestanlands á morgun, en góðu veðri eftir hádegi á Norður- og Austurlandi. — Þjóðhátíöarveðrið skiptist því í tvö hom og fara Sunnlendingar ekki varhluta af rigningu enn sem fyrri daginn. • I morgun var suðvestlæg átt á landinu og skúrir á stöku stað vestanvert á landinu, en léttskýj- að og hlýtt austantil á landinu. — SB Uggur um flúormengun i lax- s veiðiám á öskufallssvœðunum • Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum og vakið nokk- urn ugg meðal laxveiðimanna að ef til vill kynnu laxaseiðin í ánum, sem liggja á verstu öskufallssvæðunum, að vera í hættu vegna flúoreitrunar. • „Það eru engar sérstakar ástæður, sem gefa mönnum tilefni til þess að ætla þetta, nema óljósar fréttir af því, að einhverjir hafi fundið dauð seiði í Litlu-Laxá í Hreppum, en það er erfitt að henda reið- ur á þessu,“ sagði veiðimála- stjóri, Þór Guðjónsson, þegar blaðamaður Vísis leitaði álits hans á þessu. „En auðvitað hljóta menn að hugleiða þennan möguleika um leið og þeir heyra fréttir af •skepnudauða í þessum sveitum, sem illa verða fyrir barðinu á þessari eitrun. Þó vonum við flestir, að árn ar skoli þeim eiturefnum fljótt burt, sem i þeim lenda, en næstu daga fer ég norður í land og þá mun ég huga að þessu, þótt ekki sé von mikils árangurs af athugun því að fuglinn hirðir jafnóðum það, sem kann að vera af dauðum seiðum. En það væru þá aðallega yngstu seiðin, sem væru í hættu og vegna þess hve seint hlýnaði fyrir norðan gerum við okkur vonir um aö þau verðj seinna á kreiki, og þá verði árnar bún ar að skola því mesta burtu.“ Tveir veiðimenn, sem voru á ferli við Miðfjarðará. er liggur á versta öskufallssvæðinu höfðu þær fréttir að færa, þegar þeir komu í bæinn í gær, að þeir heifðu ekki orðið varir við nein dauð seiði, en hins vegar séð mörg sprelllifandi. Þessa hættu, sem ekki er í rauninni vitaö, hvort nokkur er mun hafa borið á góma hjá Stangaveiðifélagi Reykjav. og voru menn þar á eitt sáttir um að rétta viðskiptabændum fé- lagsins hjálparhönd með því að láta þá hafa gönguseiði f ám- ar. —GP Tekur Vi mánuð að losa fragtskipin ■ Búast má við að það taki iy2 viku til hálfan mánuð að losa skipin, sem nú bíða í Reykjavíkurhöfn, að því er Sig- urlaugur Þorkelsson, blaðafull- trúi Eimskipafélagsins, sagði í viðtali við Vísi í morgun. 7 foss- ar Eimskipafélagsins af 11 eru nú bundnir við bryggju í Reykja- vík og 4 leiguskip af 7. Að sögn Halldórs Friðrikssonar, skrifstofustjóra hjá Hafskip hf. tæki áldrei minna en viku rúma að losa úr skipum félagsins, sem bíöa í Reykjavíkurhöfn, og þá miðað við góðan gang og nægan mannsk'ap. Öll skip Hafskips liggja nú bundin við bryggjur, eitt í Keflavík, þrjú í Reykjavík og leiguskip bíður inni í Sundahöfn. Gróft ágizkað má reikna með að upp undir 40 þús und lestir af vamingi alls konai bíði nú uppskipunar úr skipum Reykjavíkurhöfn og nágrannahöfn um, því að flest eru skipin mei fullfermi. Vandinn er þó ekki allur leystui þó að semjist við verkalýðsfélögin því farmenn hafa nú boðað verk fall frá og með laugardegi. — JF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.