Vísir - 16.06.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1970, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 16. júní 1970. VISIR 'Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610. 11660 Afgreiösla: Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjón: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. ÆOXasasiw ... * _ 'étoM&i Pókerspil um þjóðarhag 17- júní mun í þetta sinn bera merki vinnudeilna. Gæti jafnvel svo farið, að „deilurnar um kökuna“ komi í veg fyrír, að þjóðhátíðardagsins verði minnzt á sæmandi hátt. Deilurnar standa ekki aðeins um það, hvernig skipta skuli köku þjóðarinnar. Með hverjum degi, sem verkföll standa,. fara milljónir verðmæta í súginn. Kakan, sem síðar kemur til skiptanna, verður því sífellt minni og minni. Flestum mun nú betur ljóst en áður, hvílík ógæfa verkföll hljóta jafnan að vera. Engir munu fagna verkföllum, ef undan eru skildir örfáir niðurrifsmenn, sem telja ‘sig munu hagnast á því, að allur almenn- ingur uppskeri sem rýrasfan hlut. Enda eru þeir fáir, sem hælast af verkföllum, heldur kennir hver öðrum um, að til þeirra skyldi koma. Þótt allir skilji hörmungar verkfalla, er fátt um raunhæfar tillögur um aðrar leiðir til að skera úr um kaup og kjör á vinnumarkaðinum, sem báðir gætu við unað. Sumir leggja til, að einhver nefnd sérfróðra manna ætti að úrskurða hverju sinni, hvert kaupgjald- ið skuli vera. Allir sjá þó vandkvæðin við slíka til- högun eða „gerðardóm“, og hætt er við, að margir þættust með réttu eða röngu bera skarðan hlut. Enda er sú raunin á í öllum lýðfrjálsum löndum, að verk-* föll eru gerð, að vísu misjafnlega títt.1 Til þessarar vinnudeilu var hins vegar á allan hátt stofnað, svo sem verst mátti vera. Ein helzta orsök þess eru illdeilur milli sjálfra forsvarsmanna verka- lýðsfélaganna, einkum þeirra Björns Jónssonar á Ak- ureyri og Eðvarðs Sigurðssonar í Dagsbrún. Afleið- ingar þessarar deilu urðu því illyrmislegri fyrir þjóð- arhag, að kosningar voru í nánd. Af þeim sökum var beinlínis stofnað til verkfalla mun fyrr en annars hefði verið og löngu áður en tilraunir til samninga gáfu tilefni til slíkra örþrifaráða. Síðan hcfur það reynzt örlagaríkast, að einhver drungi lá löngum yfr aamningatilraunum. Sagt var, að helzt væru ræddar ýmsar „sérkröfur“ verkalýðs- félaganna, svo sem ýmis minni háttar atriði við vinnutilhögun. Spyrja menn, hvort ekki hefði mátt fjalla um þau mál á öðrum stað og tíma. Þó keyrði um þverbak, þegar ýmsir samn- ingamenn komu fram í útvarpsþætti á laugardag og lýstu því, hvernig þeir „dræpu tímann“ við samninga- viðræðurnar. Sögðust þeir iðka bóklestur og spila- mennsku, en aðrir kváðust helzt stara út í Ioftið. Þótt ákveðinn hópur forystumanna muni að vísu taka beinan þátt í viðræðum, þá er engin afsökun til fyrir því, að tugir manna stundi „pókerspil“ niðri í Alþing- ishúsi, þegar þeir eiga að gera út um hagsmuni þjóð- arinnar og framleiðslan liggur í rúst. Mikla athygli vakti stólræða prestsins á sunnudag, þegar hann skar í þetta kýli, og nú sameinast allir um þá kröfu, að þessu pókerspili linni. i Heitt undir kolunum í Brasilíu ÍRánið á þýzka sendi- herranum fordæmt, en óánægja með stjórn herforingjanna i Rió Umsjón: Haukur Helgason llllllllllll aswííM Ránið á vestur-þýzka sendiherranum Ehren- fried von Holleben hefur beint athygli manna að Brasilíu, stærsta ríki Suð ur-Ameríku og stærsta ríki kaþólskra í heimin- ‘tnBJon«BTD :*vlo fínnHjT um. Þar hefur gengio á ýmsu síðustu ár. Emillo Garrastazu Medici hershöfðingi og valdhafi í Brasilíu. Á yfirborðinu er friður og ró í landinu, en undir. niðri sýður og bullar. Fjöldinn allur af upp- reisnarflokkum, smáum og stórum, stefnir að því að steypa stjórn herfor- ingjanna í Brasilíu. Þessir flokkar byltingar- manna hafa lítið saman að sælda. Þeir una ekki einveldinu í landinu og telja sig ekki geta starfað á friðsamlegan hátt, eins og allt er í pottinn búið. Hjá mörgum þessum er þetta fyrst og fremst afsökun fyrir hreinni Ofbeldi er daglegt brauð í Brasilíu. Myndin sýnir Iitla telpu horfa á lík flakkara, sem íbúar hverfis eins tóku af lífi án dóms óg laga, af því að hann þvældist um hverfið. byltingarstarfsemi, og margir flokkamir eru ekki hótinu lýð- ræðislegri en sjálf herforingja- stjórnin. „Pyntingar og kúgun“ Einn þessara hópa er sá,- er rændi sendiherranum og hefur nú fengið látna lausa úr fang- elsum stjórnarinnar 40 af bylt- ingarsinnum, er sátu inni fyrir miklar sakir og litlar. 1 yfirlýs- ingu ræningjanna eftir ránið er lýst hinum pólitísku markmið- um hreyfingarinnar. Krafizt er, að einræðið veröi afnumiö og í þess stað komi ríkisstjórn, sem sæki umboð sitt til þjóðarinnar. Sagt er, að valdhafamir lúti stjóm erlendra auðmanna og innlendra landeigenda og þeir kúgi allan almenning meö of- beldisaðgeröum og pyntingum I yfirlýsingunni er stjómin sok- uð um að spilla prentfrelsi og hindra frjálsar kosningar í land inu. Því er haldið fram, að lífs- kjör í Brasilíu hafi rýmað um þriðjung, frá því að stjórnin kom til valda, og þúsundir manna sitji .í fangelsum vegna stjórn- málaskoðana sinna. Allar tegundir kommúnista Neðanjaröarhreyfingin í Bras- iliu hefur stuðning víöa erlendis, til dæmis í Moskvu, Havana og Peking og Belgrad. Kennir þar margra grasa og allra útgáfna af kommúnistum eins og þeir gerast í víðri veröld. Þó er einn leiðtogi skæruliða, sem litið er á sem eins konar sameiningartákn þeirra, Carlos Lamarca, fyrrum höfuðsmaöur í hemum. Hann tekur mikinn þátt í þjálfun skæmliðanna. Það er hópur stúdenta, sem segist standa á bak við ránið á þýzka sendiherranum nú, og virðist vera um kommúnista að ræða. Aftur dauðarefsing Stjóm Brasilíu hefur nú aftur tekið upp dauðarefsingu fyrir starfsemi í neöanjaröarhreyfing unni. Yfirmaður hersins í RIó de Janero hefur sagt, að ábyrgð á þessu ráni beri hinn alþjóölegí kommúnismi. Ljósmyndum hef- ur veriö dreift af sextán mönn- um, sem grunaðir eru um þátt- töku í þessum stúdentasamtök- um. Hafa blöð fengið fyrirmæli um að birta þessar myndir og skorað er á almenning að taka þátt i leitinni að ræningjunum, svo að lögum verði yfir þá kom- ið. 13 lögregluþjónar felldir Ránið á von Holleben sendi- herra er ekki einstæður atburð- ur. Þrettán lögregluþjónar hafa verið felldir í bardögum við skæruliöa að undanfömu, og sextíu hafa særzt alvarlega. Skæruliðar hafa haft tekjur sínar til starfsemi sinnar af bankaránum. Munu þeir hafa uppskorið um tvö hundruð millj ónir króna síðustu þrjú árin með slíkum hætti. Stjórnin í Ríó de Janeiro seg- ist ekki koma við efnahagsíegri endurreisn vegna skemmdar- verka uppreisnarmanna. Kallar hún uppreisnarmennina „at- vinnubyltingarmenn". Bent er á ýmsar framfarir, sem orðið hafa undir stjórn herforingj- anna. Brasilíumenn áttu fyrr á árum að venjast tiltölulega lýðræðis- legu skipulagi. Þeir una sér ekki of vel undir herstjóm. Hins veg- ar hefur ránið á þýzka sendi- herranum vakið fordæmingu manna um land allt, og óvíst er, hvort uppreisnarmenn munu hagnast á því verki, þegar fram Uða stundir. \’: y 'i 'i \) \'i 4 * r-t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.