Vísir - 18.06.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 18.06.1970, Blaðsíða 5
VT?S'ÍR . Flmmtudagur 18. }úní 1970. 5 iTALÍA—BRASILlA I ÚRSLIT 0 Það verða ítalir og Brnsilíumenn, sem leika til ú lita á sunnudaginn um æSstu verðlaun I knatt- spyrnunni — heimsmeist- aratitilinn og Jules Rimet- styttuna — þegar brenn- andi hádegissólin hellir geislum sínum yfir Aztek- lelkvanginn í Mexíkó-borg og þunnt loftið í 2300 m. hæð yfir sjávarmáli gerir andardrátt leikmanna svo erfiðan undir lokin að það er líkast því, að þeir séu í gufubaði. Aldrei fyrr hefur þessi þýðingarmesti knatt- spyrnuleikur heims verið háður við jafn erfiðar og krefjandi aðstæður. Og hvort liðið sigrar og hlýtur þar með Jules-Rim- et-styttuna til eignar, því bæði löndin hafa áður sigr- að tvívegis í keppninni? — Flestir hallast að sigri Bras ilíumanna, þar sem þeim henta betur þær erfiðu að- stæður, sem leikið er við — en eftir hinn frábæra leik ítala í gær gegn Vest- ur-Þjóðverjum og það ein- mitt á Aztek-leikvangin- um, hafa þeir unnið marga á sitt band. Þegar ítölum tekst upp leika fáir betur. Enginn efast um, að vörn ítala sé ein sú bezta í heimi — og í framlínunni eru Riva og Rivera snillingar með knöttinn og gefa hin- um beztu í liði Brasilíu ekki eftir á því sviði. Þetta verður í fjórða sinn í níu úrslitaleikjum, sem Brasilía leikur til úrslita — og tvívegis hefur liðið orð- ið heimsmeistari. Fyrsti úr- slitaleikurinn var í Ríó de Janeiro 1950 og það var mjög óvænt, að Uruguay sigraði í leiknum með 2—1 og það frammi fyrir 200 þúsund áhorfendum, sem hvöttu lið Brasilíu óspart. Betur gekk í næsta úrslita- leik — í Stokkhólmi 1958 — og Brasilía sigraði þá Svíþjóð með 5—2. Og fjór- um árum síðar, í Santiago í Chile, vörðu Brasilíu- menn titil sinn — sigruðu Tékka 3—1. Og nú er sem sagt ijórði úrslitaleikurinn framundan. ítalir hafa tvívegis ður komizt í úrslit — og sigrað í bæði skiptin. Fyrra skipt- ið var í Róm 1934 og ítalir unnu þá Tékka með 2—1 og fjórum árum síðar vörðu ítalir titil sinn með sóma, unnu Ungverja 4—2 í París. Á laugardaginn leika VesturÞýzkaland og Uru- guay um þriðja sætið í keppninni og verður leikið í Mexíkó-borg. Jarzinho, lengst til vinstri, skor-1 inni. Hér skorar hann eina markið [ markið, sem Banks fékk á sig í I og England léku hinn þýðingar- aði gegn Uruguay í gær eins og I leiknum gegn Englandi á dögun-1 þeim þremur leikjum, sem hann lék I mikla leik sinn í 8-Iiða úrslitum. hann hefur gert í öllum leikjum i um - Gordon Banks reynir að verja J fyrir England — en hann var sem | „Peter Bonetti átti að verja öll þrjú Brasilíu í heimsmeistarakeppn-! en tekst ekkj — en þetta var eina j kunnugt er veikur þegar Þýzkaland I mörkin, sem Þýzkaland skoraöj þá“ | I sögöu ensku blöðin eftir leikinn. Uruguay lék betur lengi vel, en Brasilía sigraði með 3—1 BRASILÍA sigraði Urugu- ay í undanúrslitum í Guad- alajara með 3—1 í gær- kvöldi og leikur því í f jórða sinn til úrslita í heimsmeist arakeppninni á sunnudag. En framan af leiknum í gær benti lítið ti! þess, að það yrðu hinir frægu kapp- ar Brasilíu, sem kæmust í útsBL Lið Uruguay sýndi miklu betri leik — og framan af var þetta leikur kattarins að músinni — en Uruguay tókst aðeins að skora eitt mark á þessu tímabiii. Cubilla sendi knöttinn í markið á 18. mín. eftir að Felix markvörður Brasd'u hafði alveg misreiknað skot hans. Framlínumenn Brasilíu komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Uruguay fyrr en á síðustu mín. hái'fleiksins að Clodoaldo skoraði En þetta var það, sem Brasilíu- menn þurftu. Sjálfsöryggið kom aftur og í síðari hálfleiknum var Brasilía sterkari aðilinn. Á 16. mín. skoraði Jairzinho — einns og hann , hefur gert í öllum fyrri leikjum í ' keppninni — og þá var greinilegt að hverju stefndi. Að vísu drógu Brasilíumenn sig í vörn lokaminút- urnar — ög sótti Uruguay þá mik- ið aðeins til þess að sjá Brasilíu- menn ná snöggu upphlaupi á loka- mínútunum og Revelinó skoraði þá þriðja markið. | Lengi vel leit út fyrir í þessum i ieik. að sama yrðj uppi á teningn- um og oftast áður í viðureign þess íara þjóöa á knattspyrnusviöinu, ! það er að Uruguay rnundi sigra en það er alveg furðulegt tak, sem i Uruguay hefur haft á Brasiliu gegn I um árin. Þetta varð nú samt fckki í reyndin — hin mikla kunnátta brasilíska liðsins kom vel í ljós, þeg ar líða tók á Ieikinn óg enn einu j sinni er liðið í úrslitum í heims- j meistarakeppninnar. Þess má geta, I aö Pele leikur þarna sinn annan úr- i slitaleik — hann var ein skærasta 1 „stjarna liðsins i úrslitaleiknum 11958 í Svíþjóð þá aðeins 17 ára — ; en í keppninni í Chile meiddist hann í undankeppninnj og gat ekki leikið eftir það. En Amaraldo, sem j kom i hans stað í Chile, sýndi af- burðaleik. svo Pele var ekki sakn- að. En öðrum fremur var það Garr- incha, sem var óstöðvandi í úr- : slitaleiknum við Tékka 1962. ALFRÆÐASAFN AB. □ Fruman □ Mannslikaminn □ Könnun geimsins □ Mannshugurinn □ Vísindamaðurinn □ Veðrið □ Hreysti og sjúkdómar □ Stærðfræðin □ Flugið □ Vöxtur og þroski □ Hljóð og heyrn □ Skipin □ Gervieínin □ Reikistjörnurnar □ Ljós og sjón □ Hjólið g Vatnið □ Matur og næring □ Lyfin □ Orkan □ Efnið Verð kr. 450,00 hvert eint. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Undirritaður óskar eftir að kaupa þær bækur. sem merkt er við hér að ofan. Undirritaður óskar eftir að kaupa SKÁLDVERK GUÐMUNDARKAMBANS í 7 bindum. □ Gegn staðgreiðslu kr. 4.340,00. □ Gegn afborgunarskiimálum kr.-4.640,00 Nafn Heimili Sendist til ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS, Austurstræti 18 — Reykjavík Símar 19707, 18880, 15920

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.