Vísir - 18.06.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 18.06.1970, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 18. júní 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Wilson spáð 2— 7% meira fylgi í morgun spáð meirihluta í Kosið i Bretlandi / dag Verkamannaflokknum var j kosningunum í Bretlandi í dag. Sýndu skoðanakann- anir milli 2% og 7% meiri- hlutafylgi hans meðal kjós- enda, en það mundi gefa honum milli 20 og 90 þing- sæta meirihluta. Áherzla var þó lögð á það, að skoð- anakannanir gætu reynzt rangar. Ef Verkamannaflokkurinn vinn- ur í þessum kosningum, verður Harold Wilson forsætisráðherra þriðja kjörtímabilið í röð. Það yrði met. Verkamannaflokkurinn hefur aldrei fyrr í sinni 70 ára sögu set- ið eins lengi að vöidum og raun mundi verða á, ef svo færi. íhaldsmenn hafa hvergi nærri sætt sig við óhjákvæmilegan ósig- ur, þótt skoðanakannanir gefi hann til kynna. Flokkurinn treystir því, að hann hafi betra skipulag en andstæðingurinn og kjósendur hans muni taka betri þátt I kosn- ingunum en stuðningsmenn Wil- sons, sem ef til vill eru of sigur- vissir. Wilson — treystir á pípuna. Edward Heath hefur verið flokks leiðtogi íhaldsmanna síðan 1965, og hefur hann barizt hart síðustu vikumar. Heath gerir sér ijóst, að ósigur íhaidsflokksins mundi vafa- lítið binda endi á forystu hans í flokknum. Harold Wilson hefur forðazt ýt- arlegar umræður við Heath, en hefur £ þess stað treyst á persónu- legar vinsældir sinar meðal kjós- endanna, með pípu sína I munn- vikinu. Wilson treystir því, að hann sé mun fylgismeiri persónu- lega en andstæöingur hans, Heath. Á kjörskrá eru 39.363.384. Kosn- ir verða í dag 630 þingmenn í Neðri málstofuna, og kemur þing saman 2. júlí. Aðaiflokkarnir eru Verkamanna- flokkur og íhaldsflokkur, auk Frjálslyndra, en að auki eru fram- bjóðendur frá kommúnistum og þjóöemissinnum i Skotlandi og Wales. Umsjón: Haukur Helgason Heath — telur sig hafa betra skipulag. Bandaríkjaþing lækkar kosningaaldur i 18 ár Samiþykkt hefur verið meö Óvíst er, að lækkun kosninga miklum meirihluta á þingi aldurs með slíkri samþykkt Bandaríkjanna að lækka kosn- þingsins sé í samræmi við á- ingaaldurinn niður í 18 ár. Einn kvæði stjómarskrárinnar. Nix- ig voru samþykkt lög, sem eiga on forseti hafði kosið, að annar að auöveida svertingjum i Suð- háttur yrði á hafður þótt hann urrikjunum að greiða atkvæði i sé talinn fylgjandi lækkuninni. kosningunum. ormn var drukkinn ISLENZKAR BÆKUR , DANSKAR BÆKUR ! 0GBLÖÐ, I Rannsókn á járnbrautarslysi, er varö í Danmörku fyrir viku, leiddi í Ijós, aö orsök þess var sú, að lestarstjórinn var ölvaður og stöðv- aði ekki við rautt ljós. Farþegalest rakst á flutningalest skammt frá Hróarskeldu. Farþegar voru 102, og slösuöust 40, en fæst- ir alvarlega, — Myndin sýnir far- þegalestina eftir áreksturinn. N0RSKAR BÆKUR íbúar Phnom Penh óttast árás Hersveitir Víetkong færast stöðugt nær höfuðborg Kambódíu, Phnoni Penh. Þær hófu einnig í gær mik- ii áhlaup á þrjá mikilvæga staði í norðurhluta lands- ins. Taliö er, að kommúnistar ráði nú yfir svæðum í þrjár áttir frá höfuðborginni og líkur séu til þess, að þeir nái einnig héruöunum í suðvestur og umkringi þar með borgina. Ótti greip um sig í gær í Phnom Penh, og töldu sumir hættu á, að ráðizt yrði á borgina strax í dag. Víetkong brauzt í gær inn í bæ- inn Kompong Cham, og þeir hafa skotið á annan bæ, Kompong Thom, 130 kílómetrum fyrir norö- an Phnom Penh. Hins vegar hefur stjórnarherinn náð aftur Kompong Speu, 40 kílómetrum suðvestur af höfuöborginni, Flugvélar frá Suöur-Víetnam hafa varpaö napalmsprengjum á kambódískt land í fyrsta sinn, síð- an innrásin var gerð í byrjun maí. Var árásin gerð á tuttugu kíló- metra svæði utan við Kompong Thom. I höfuðborginni hafa verið sett upp götuvígi við aðalpósthúsið og I arhúsum. Börum er lokaö klukkan símstöð. Lögregla og her hefur leit sex á kvöldin og veitingahúsum aö logandi ljósi að vopnum í Ibúö- klukkan níu. RITSIJÓRN LAUGAVEGI 178 SÍMI 1-16*60 ÞYZKAR BÆKUR 0GBLÖÐ ] FRANSKAR BÆKUR 0G BLÖÐ, I r — TRJAPLONTUR SKRAUTRUNNAR Mikið úrval, fallegar plöntur. Rætumar vel varðar í nestispokanum. RÓSASTILKAR í pottum Má planta hvenær sem er. Komið og veljið — við sendum. FJÓRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: v/Miklatorg, sími 22822. v/Sigtún, simi 36770. v/Hafnarfjarðarveg, simi 42260. Breiðholt, býlið, sími 35225. RITFÖNG Bókaverzlun Æ > SWÆBJARWARÆ& Hafnarstræti M) v ENSKAR 0G AMERISKAR BÆKUR UTVEGUM ALLAR > FAANLEGAR BÆKUR SÍMAR1428113133 11936

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.