Vísir - 18.06.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 18.06.1970, Blaðsíða 7
V-ÞS'I R . FimnUudagur 18. júní 1970. 7 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, er verða til sýnis föstudaginn 19. júní 1970, kl. 1—4 e.h., í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Volvo Favorit, árg. 1964. Taunus 15M, árg. 1967. Mercedes Benz, 17 manna, árg. 1967. Volkswagen 1200, árg. 1965. Chevrolet fólksbifr., árg. 1965. Dodge fólksbifr., árg. 1962. Singer Vogue, árg. 1968. Ford Galaxie, árg. 1966. Taunus 17M, station, árg. 1964. Ennfremur jeppar og sendiferðabifreiðir. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, sama dag kl. 5 e.h., að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna til- boðum, sem ekki teljast viðunandi. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Til sölu fjögurra herbergja íbúð í 7. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaups- réttar að íbúð þessari, sendi umsóknir sínar til skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 24. júní n. k. Félagsstjórain. Bókaútgefendur Handrit með 300 íslenzkum kímnisögum til sölu nú þegar. Sími 41789 milli kl. 4 og 6. Hjörleifur Sigurðsson skrifar um myndlist: Þrítugur skóli jyjyndlista- og handíðaskóli ís- lands á þrítugsafmæli um þessar mundir. Af tilefninu efndi hann til mikillar sýningar á verkum nemenda (og rétt er vist einnig að segja: kennara) í skölahúsinu að Skipholtj 1. All- ar hæðirnar voru lagðar undir sviðsetningu ytri tákna hins merka áfanga í starfi skólans. >ar að auki fylltj unga fólkiö torgið fyrir utan standandi og hangandi þrívíddarmyndum, sem flestar minntu á spennandi leik eða tilraunir undir hvolfi himinsins. Hugmyndaflug leik- stjóranna fékk sannarlega að njóta sín á útisvæðinu. Þó var stundum dálítið erfitt að skilja á milli óblandinna hugarfóstra þeirra og hryssingslegs veru- leiks dagsins. lýg 'hygg, að margir gestanna á sýningunnj hafi fljótlega séð, að Myndlista- og handiða- skólinn er á góðri leið með að verða alhliða uppeldis- og mót- unarstofnun þeirra ungmenna, sem iðka mun listir og hagnýta anga þeirra í landi okkar á kom- andi árum, miðla yngri nem- endum og etdri samborgurum vitneskju um tækni eða verklag og bóklegan vísdóm. Ég byggi þessa skoðun fyrst og fremst á þvi að nú komu deildimar fram sem sjálfstæöari heildir og voklugri einingar en nokkm sinni fyrrum. Myndlistardeildin hefur um árabil sent okkur dug- atetfi myndhöggvara, málara og kennara og eitthvað svipað hygg 'ég að segja megi um deild- ir teikni- og vefnaðarkennara. I starfi mínu við gagnfræða- skóla Reykjavíkur á líðandi ára- tag. hef ég margsinnis orðið þess var, að talsverður hluti þessa fólks hefur fengið góða menntun í listsögu en þeim mun lakari aðstöðu og minni tæki- færi til að færa sér hana i nyt í kennsiustarfinu. Grafíkin og auglýsingateikningin hafa eink- um látið að sér kveða á allra síðustu árum. Skemmst er að minnast grafíksýningarinnar í Unuhúsi snemma á þessu ári en hún hefði trauðla spunnizt saman án verndar skólans ... og ekki er langt síðan nemendur í auglýsingateiknun — eða hag- nýtr; grafik — tóku þátt í al- þjóðlegri samkeppni. Leirkera- smiðin kom þó undirrituðum mest á óvart er hann þræddi sýningarsalina öðru sinni. Vita- skuld hjálpaðj þaö mjög upp á heildarblæinn að þrír nemendur einungis hölfðu mótað öll verk- in. En ég ætlaði ekki að gefa emkunnir, hvorki kennurum né nemendum. Tjrir sátu í akademíunni á síð- asta vetri: Helgi Gíslason, Ingiberg Magnússon og Jón Þ. Kristjánsson. Sérstakur salur er helgaður verkum þeirra og það verður að segja fullum fetum, að Myndlista- og handíðaskól- inn getur verið stoltur af að senda slíka nemendur til viðr- unar og framhaldsmenntunar í öðrum heimshlutum — 'nvort sem þeir heita Skotland, Lund- únir, Parfs eða Stokkhólmur. Þetta mun vera í fyrsta sinn, að nemendum er ætlað að vinna sjálfstætt innan veggja skólans og verður ekki betur séð en að það hafi tekizt ágætlega. t tímariti skólans — sem ber hið óvenjulega nafn: Eintak — birt- Frá afmælissýningu Myndlista- og handíðaskólans í vor. ist langt viötal við þá félágana. Spyrjandinn er . Hailmundur Kristinsson en hann leggur reyndar meira af kjarnmeti til ritsins. Langsamlega flest í viðtalinu er skynsamlega hugsað og rökrétt i sjálfu sér. Þö finnst mér öþarft að taka hina þrúg- andi smæðartilfinningu.í arf frá eldra fólkinu. Við þurfum alls ekki að vera þiggjendur í listum að mestu eða öllu leyti. Lítil þjóð getur — ef hún vill — lagt margt gott og frumlegt til mál- anna ... og hún hefur reyndar gert það, hvað svo sem allir páfar segja. Mig tekur einnig sárt til ljóðsins. Ungu mennirn- ir eru skjótir að dæma það úr Ieik í málverkinu. En hver veit nema það verði til að bjarga okkur úr hildarköstum vopn- anna og iðnspýjunnar? Hver veit nema það eigi eftir að tendra bál friðar og samtaka á fleiri stöðum en í bókmenntun- um, tónlist.inni og sjónarlistun- um? Messiana Tómasdóttir rit- ar skelegga grein um stöðu og hlutverk myndlistarmannsins í þjóðfélaginu nokkrir kennarar, nemar, myndlistarmenn og fag- urfræðingar svara spurningu ritsins- um listfræðslu og hinn glöggi könnuður Sigurður Ör- lygsson hefur tekið saman skrá um myndlistargreinar og mynd- listarbækur á Islandi. Loks má ekki gleyma sjálfri námsskrá skólans, er gefur beztar upp- lýsingar um það hve víðtækur hann er orðinn. Nokkur Ijóð og myndir prýða Eintak. Ég hafði mest gaman af teikningunni á blaðsíðu tuttugu og sjö. p’n þetta átti aðeins að vera stutt umsögn um Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og starf hans í dag. Lúðvíg Guð- mundsson stofnaði skólann fyrir þrjátiu árum og rak hann sem ^inkaskója um margra . ára bil. Það var í sjálfu sér þrekvirki. Kurt Zier efndi til nýrrar skipu- lagningar enda margreyndur stjórnandj og kennari í listiðn- um og myndlistargreinum og þaulkunnugur slíkum stofnunum á meginlandi Evrópu. Um nú- verandi skólastjóra þarf ég engan að spyrja. Hann er réttur maður á réttum stað. cTMenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.