Vísir - 20.06.1970, Page 8

Vísir - 20.06.1970, Page 8
8 V1SIR . Laugardagur 20. júní 1970. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttusötu 3b Símar 15610. 11660 AfgreiðsUi: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjón: Laugavegi 178. Sími 11660 (ó línur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Veldur hver á heldur Enginn ágreiningur er um það, að rætzt hafi úr efna- hagsmálum okkar langt fram yfir þær vonir, sem jafnvel bjartsýnustu menn gerðu sér, þegar erfiðleik- arnir voru mestir fyrir 2—3 árum. Kemur þar til bæði stóraukin aflabrögð og betra verð á erlendum mark- aði, en þetta hefði þó ekki nægt, ef ríkisstjómin hefði ekki brugðizt við vandanum eins viturlega og hún gerði. Það er ekki nóg að mikið aflist og hátt verð fáist fyrir afurðirnar, ef stjórnvöldin kunna ekki að stýra þjóðarbúinu. Það sannaðist átakanlega á valda- tíma vinstri stjórnarinnar og raunar hvert sinn, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft stjórnarforustu. Það er því engin furða, þótt meirihluti þjóðarinnar sé treg- ur til að fá þeim flokki slíka valdaaðstöðu, eins og fram hefur komið í kosningum síðasta áratuginn. Framsóknarflokkurinn hefði ekki ráðið við þann vanda, sem núverandi ríkisstjórn þurfti að leysa, þeg- ar efnahagsáföllin dundu yfir 1967. Þar talar fyrri reynsla ólygnustu máli. Þjóðin hefur ævinlega staðið berskjölduð undir stjórnarforustu Framsóknar, þeg- ar vanda hefur borið að höndum. Þar- hefur alltaf skort þá forsjálni, sem nauðsynleg er, og þau héil- indi í samstarfi við aðra flokka, sem eru forsenda farsællar stjórnarsamvinnu. Framsóknarmenn eru ekki ennþá vaxnir upp úr þeim vanþroska, að setja alltaf flokkssjónarmiðin ofar þjóðarheill. Það hefur flokkurinn sýnt svo ekki verður um villzt með þeirri ábyrgðarlausu hentistefnu, sem hann hefur rekið í stjórnarandstöðunni síðasta áratuginn. Einkanlega hefur þetta ábyrgðarleysi verið þjóðhættulegt nú síð- ustu árin, þegar svo brýna nauðsyn hefur borið til að allir landsmenn stæðu saman um ráðstafanir ríkis- stjómarinnar. Þjóðin lítur nú, og sannarlega ekki að ástæðulausu, bjartari augum til framtíðarinnar en hún gerði fyrir 2—3 árum. Eigi að síður er langt frá því, að öllum búraunum sé lokið. Áföllin, sem bændur hafa orðið fyrir af öskufalUnii eru sannarlega alvörumál og eiga eftir að kosta þjóðarbúið stórfé. í öðru lagi búum við enn við svo ótryggan afkomugrundvöll, að eng- inn getur vitað með vissu nema aflabrestur og verð- fall geti dunið yfir aftur á næstu árum. Þess vegna verða landsmenn allir, hvar í stétt sem þeir standa, að gæta hófs í kröfum sínum til þjóðfélagsins, minn- ugir þess, að því eru takmörk sett, hve mikið er til skiptanna. Og þótt kommúnistar og önnur sundrung- aröfl ali stöðugt á því, hve ójafnt sé skipt, er sann- leikurinn sá, að launajöfnuður er hér meiri en í nokkru öðru landi veraldar. Með þessu er ekki sagt, að þeir lægra launuðu séu ofhaldnir af sínu, enda þótt flestir þeirra beri sem betur fer meira úr býtum en látið er í veðri vaka, þeg- ar deilt er um kaup og kjör; en laun opinberra emb- ættismanna og ríkisstarfsmanna eru tvímælalaust miklu lægri en í nágrannalöndunum. t! \\ Ótti við gengislækkun og illska yfir fótboltaósigri? — Orsakir skyndilegs fylgishruns Wilsons Hinum hægláta Ed- ward Heath tókst á ell- eftu stundu að leiða íhaldsflokkinn til sigurs í Bretlandi. Síðustu daga kosningabaráttunnar birtist nýr Heath, alls ó- líkur hinum ábyrga pip- arsveini, sem menn höfðu þekkt og svo lítill- ar tiltrúar naut meðal kjósenda. Heath barðist eins og Ijón. Hann hjó að stjóm Verkamanna- flokksins með öllum til- tækum vopnum og nýtti sér efasemdir þær, sem kjósendur hafa lengi bor ið í brjósti um ríkis- stjórn I-Iarolds VVilsons. Viðskiptahalli. Eitt skæðasta vopn Heatbs var skýrsla, er birtist nokkrum dögum fyrir kosningar og sýndi viðskiptahalla í maímánuði. Þetta fylgdi i kjölfar harðs áróö- urs Wiisons, sem byggður var á hinum augljósa endurbata i efna hagslífinu eftir margra ára erf- iðleika. Wilson reyndi að sanna. aö stjórninni hefði nú loks tek- izt að sigrast á efnahagsvand- anum, og nú væri biarr fr.im undan. Þessu trúðu menn, eins og skoðanakannanir höfðu sýnt. Heath virðist á hinn bóginn hafa tekizt síðustu dagana að snúa vörn í sökn og fá kjósendur til að efast um horfurnar. Heath sagði, að ný gengislækk un blasti við, ef Verkamanna- flokkurinn fengi að halda um stjórnartaumana næsta kjör- tímabilið. Rétt er að minnast þess, að Verkamannaflokkur- inn galt mikið afhroð í hverjum aukakosningunum á fætur öðr- um, eftir að Wilson felldi gengi pundsins og kjör manna rým- uðu. Fyrir ári vom Verkamanna flokknum taldar allar bjargir bannaðar, ef kosningar hefðu orðið. Endurreisn fylgis Verka- mannaflokksins fór saman við fréttir um endurbatann í efna- hagsmálum. Ótti um kaupmátt launa. Ef við eigum að trúa skoð- anakönnunum þrátt fyrir allt, þá mætti ætla, að Wilson hafi haft meirihluta meðal kjósenda jafnvel tveimur dögum fyrir kosningar, en síðan hafi hann misst fylgið sfðustu dagana. Þetta mætti rökstyðja með því, að hinn grimmilegi áróður íhaldsmanna hafi verkað. Kjós- •iiniiimi Umsjón: Haultur Helgason endur tóku þá ákvörðun að treysta félögum Heaths betur fyrir kaupmætti launa en Wil- ‘lon. Hrakfarir í fótbolta. Þegar leitað er að skýringum úrslitanna, kemur sumum jafn- vel til hugar, að brezkir kjós- endur hafi verið að láta f Ijós gremju sína vegna ósigurs knattspymuliðs þeirra á heims- meistaramótinu í Mexíkó. Án efa hafa úrslit heimsmeistara- keppninnar skipt Breta meira máli en þaö, hver verður ofan á 1 pólitíkinni. Menn urðu reið- ir yfir úrslitunum, ekki sízt þvf, hvemig brezka liðið missti for- skot sitt á sfðasta hálftfma leiks- ins. Vonzka í kjósendum er alltaf í óhag þeim, sem með völdin fara. Samkeppni þeldökkra verkamanna. „Svarti sauðurinn“ Enoch Powell lét Ijós sitt skfna síðustu daga kosningabaráttunnar, og vakti mikla athygli um heim allan. Hann hélt þvf fram, að Verkamannaflokkurinn vildi leyfa þeldökkum innflytjendum frá Vestur-Indfum að leika laus- um hala. f hinni hðrðu afstöðu sinni gegn innflutningi þeldökks fólks til Bretlands, hefur Powell ekki meirihluta íhaldsflokksins að baki sér. Þvert á móti er leið- togi flokksins, Heath, eindreg- inn andstæðingur stefnu Pow- ells Hins vegar sýna úrslitin í þeim kjördæmum, þar sem kyn- þáttamálin skipta nokkru, að íhaldsflokkurinn hagnaðist á af- stöðu Powells. Sigur Ehalds- manna var þar stærri en annars staðar. Þvf er ekki ólfklegt, að hinn almenni brezki kjósandi sé uggandi um sinn hag gagnvart innflytjendum og treysti fhalds- mömnum betur í þeim efnum en Verkamannaflokknum. Gætir þar þess sama og aimars staðar, að verkamenn óttast að sam- keppni frá þeldökkum muni geta skaðað þá, ef atvinnuleysis gætti að ráði. Þetta er svipuð afstaða og víða kemur fram f kosning- um f Bandarikjunum. Fjörkippur Wilsons eftir áramót Ekki verður sagt, að kjósend- ur hafi yfirleitt veriö ánægðir með stefnu Wilsons. Þegar menn segja, að úrslitin hafi nú komið á óvart, mætti alls eins segja, að skyndilegur fjörkippur í fylgi Verkamannaflokksins upp úr áramótum hafí komið á ó- vart. Mestallt kjörtfaiabilið var Verkamannaflokkurinn f mikl- um minnihluta meðal kjósenda og raunar hruni næst. Úrslitin nú eru eins naum og unnt er, og Verkamannaflokkurinn jaör- ar við íhaldsflokkinn um fylgi. Wilson var eindreginn tíds- maður aðildar Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Skoðanakannanir bentu tfl þess, að kjósendur væru henni and- vígir. Að vísu hefur thaldsflokk- urinn undir forystu Edwards Heaths einnig aðild að EBE á stefnuskrá sinni. Hins vegar eru áberandi innan íhaldsflokksins þeir, sem eru henni andvígir, svo sem títt nefndur Powell. Þvf má ætla, að kjósendur vænti þess einnig á þessu sviði, að fhaldsmenn muni ekki flýta sér um of inn í Efnahagsbandalagið. en Wilson hefði verið Ifklegri til slíks. Þess vegna skortir ekki rök- in, sem hnfga að þvf, að Wilson setti ekkj „rnet'* f brezkri pöli- tík með þvf að vera kjörinn i þriðja sinn til æðstu valda á Bretlandi. Edward Heath barðist eins og Ijón siðustu dagana.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.