Vísir - 04.07.1970, Page 3

Vísir - 04.07.1970, Page 3
V1SIR. Laugardagur 4. júlí 1970, $ á nótunum Umsjón Benedikt Viggósson: SIDASTA LP BCA TLíST Loks er LP plata Beatles kom in á markaðinn. Plötunnj fylgir vönduð bók með ótal myndum frá upptöku plötunnar, og kvik myndarinnar, sem frumsýnd var I London sama daginn og hin langþráða plata kom út. Vönduð 'isl. pop~músík Trúbrot Tvö lög Útg.: Fálkinn. Þessi tvö lög eru tvímælalaust með því allra bezta sem Trúbrot hefur látið fara frá sér á hljóm plötu, þau eru bæði eftir Gunn- ar Þórðarson og sannar hann það áþreifanlega að hann getur farið nýjar leiðir sem lagasmið ur, og kemur það sérstaklega fram i „Ég veit þú kemur". Það er öflugur og tilþrifamik- ill hljóðfæraleikur í þessu lagi en því miöur er orgelið í auka- hlutverkinu í báöum lögunum og er þar illa nýttur góöur hæfi leikamaður þar sem Karl Sig- hvatsson er. Því meira reynir á Gunnar Þórðarson, bæði á gítar og i flautuleik og sýnir hann aðdá anlega leikni, sérstaklega er flautuleikurinn athyglisverður, Shady syngur þetta lag, en sem fyrr háir málið henni, þótt ekki vanti röddina. Það er álita mál hvort hefði ekki verið rétt ara aö láta Rúnar Júlíusson sjmgja þetta lag, m.a. með til- liti til þess að það gat brugðizt til beggja vona að Shady yrði yrð; áfram með Trúbroti, um þær mundir er platan var hljóð rituð sem nú hefur komið á- þreifanlega fram. Textinn er eft ir Gunnar og Rúnar, heldur létt væg framleiðsla. „Ég sé það“, hér syngja þau þrjú saman, Shady, Rúnar og Gunnar, og skiia því með ágætum, þetta lag er mun einfaldara að uppbygg- ingu og útsetningu en líklegra til vinsælda. Textinn er leikur að oröum, sem f heild er harla lítið forvitnilegur kveöskapur, höfundurinn er Gunnar Þórðar- son. En það er vissulega virðing arvert og viðeigandi að laga- smiöurinn semji sjálfur textana viö lögin sín, og er vonandi að framhald verði á því, hjá Trú- broti... Hljóðritun og pressun plöt- unnar fór fram í Danmörku og hefur hvort tveggja tekizt með afbrigðum vel. Plötuumslagið er vægast sagt all óvenjulegt að útliti, en það er skreytt með teikningum 4—5 ára barna. Upphaflega átti þessi LP plata að bera yfirskriftina „Get back“ því að ætlunin var að hún kæmi á markaðinn nokkru eftir að um rætt iag hafði klifrað upp vin- sældalistan. Aif ýmsum orsök- um reyndist þetta ekki hægt en er næsta tveggja laga plata var ákveðin, var titillag þeirrar plötu valið úr hópi þeirra, sem þegar voru til reiðu fyrir LP- plötuna. „Let it be“ varð fyrir valinu og náði að sjálfsögðu miklum vinsæidum þó það kæmist reynd ar aldrei í fyrsta sætið á vin- sældarlistanum í Bretlandi. — Nú var allt til reiðu til útgáfu 12 laga plötunnar og að sjálf- sögðu hlaut hún nafnið „Let it be“.... Það fer ekki mikið fyrir til- þrifamiklum hljóðfæraleik á um ræddri plötu, og músfklega boö- ar hún ekkert nýtt, nokkur lag anna bera mikinn rock keim eins og t.d. „One after 909“. Þó að platan sé skráð tólf laga eru aöeins átta ný lög á henni, þeg ar búið er að taka „Get back“ og „Let it be“ frá, því vart er hægt að teija „Dig it“ og „Magg ie Mae“ til laga, annað er 45 sekúndur, en hitt er aðeins 35 sekúndur. 1 heild er þessi hljómplata hin þægilegasta áheyrnar, lítið er um strengi og önnur slík auka- hljóðfæri, ef frá er taiið hið fallega lag „The long and wind- ing road“, en þar koma strengja hljóðfæri mikið við sögu ásamt kór. Flestöll lögin eru eftir Lennon og McCartney en eitt prýðisgott lag eftir George Harrison „I, me mine“. Það er nokkuö erfitt að taka eitt iag út úr heildinni, en þó voga ég að mæla einna helzt með „Across the universe", En sem sagt, maður hefði bú- izt við rismeira framlagi frá Beatles á þessari plötu, sem að öllum Jíkindum veröur sú síð- asta frá þeirra hendi. Þuríður getur betur.. Þuríður Sigurðardóttir. Tvö lög, — Útg.: SG-hljómplötur Meðal vinsælustu laganna sl. vetur voru „Ég á mig sjálf“ og Flutningur Þuríðar er afar lít- laus, og er auöheyrt að hún „finnur sig“ engan veginn f lag inu, enda vart við hennar hæfi. Ef iagið nær vinsældum þá er það fyrst og fremst textanum að þakka og persónulégum vin- sældum Þuríðar. Textinn er eft- ir Þorstein Eggertsson og er einn sá bezti, sem hann hefur látið frá sér fara, hann er bæði vel gerður og efnislega hinn for- vitnilegasti og oft meinhæöinn. „Vinur kær“, þetta lag er f alla staði mun áheyrilegra, lag- ið fellur vel að rödd Þuriðar, enda gerir hún þvf prýðilega góð skil. Textinn er eftir sjálfan Guð- mund Jónsson óperusöngvara og með þeim betri sem ég hef heyrt f þessum dúr. Plötuumslagið er með viðeig- andi sumarbiæ.... SÁLUMESSA" „Ég ann þér enn'1, Þau voru sungin af Þurfði Sigurðardóttur. Nú bíöur SG upp á aöra plötu með Þuríði en hún stendur þeim fyrri allmikið að baki, þó svo að undirleikurinn sé keyptur frá Bretaveldi. Fyrra lagiö nefnist „1 okkar fagra landi“, það er vart hægt aö segja að þetta sé sérlega „grfpandi" lag, og það gerist ekkert í þessum brezka hljóð- færaleik, sem ekki hefði verið hægt að gera hér heima með okkar mönnum. Júdas Tvö lög. Útg. Tónaútgáfan. Það er eins gott að hafa hrað- ar hendur á útgáfu pop-hljóm- piatna, ef þær eiga að ná til- gangi sínum, þ.e.a.s. vinsældum og góðri sölu. Þetta kom manni óneitanlega f hug er platan með Júdasi kom loks á markaðinn. Nokkuð langt er sfðan platan var tekin upp, og þegar hún kemur f hljóm- plötuverzlanir hefur hljómsveit in dáið drottni sínum. Það má þvf meö sanni segja að þessi hljómplata sé eins konar sálu- messa yfir Júdasi. Guðmundur Haukur syngur með Roof Tops.. Roof Tops eru á ný komnir i sviðsljósið eftir smá hvíld, er verið var að æfa nýja meðlimi inn í hljómsveitina í staðinn fyrir þá Guðna og Svein. Nýliðarnir eru þeir Guömund ur Haukur, sem mun sjá um sönginn og Halldór Fannar er leikur á orgel. Guðmundur Haukur er flest um að góðu kunnur fyrir söng sinn með Dúmbó sextett. Tveggja laga hljómplata meö Guðmundi er fullunnin, en ekki endanlega ákveðið hvenær hún veröur sett á markaðinn, útgef andi er Tónaútgáfan. Undirleikurinn var keyptur frá Bretlandi, en textarnir eru báðir eftir Guðmund. „Ég er mjög hress yfir sam- starfinu", sagði Guðmundur Haukur er ég ræddi lítillega viö hann fyrir helgi. „Ég vona bara að Roof'Tops standi undir nafni áfram, þrátt fyrir þessar brevt ingar. Við erum búnir að æfa saman f viku og ég get ekki sagt annaö en þaö fari vel á með okkur og góður félagsandi í hljómsveit er ákaflega veiga- mikið atriði. Nei, ég hef ekkert meira um þetta að segja, nema það að mér finnst gaman að fá tækifærj til' að syngja aftur og ég er bjart sýnn á framtiðina." Burtséð frá öllu þessu verð- ur ekki annað sagt en þáttur hljómsveitarinnar f plötunni sé óæskilega lítill. Bæði lögin eru erlend, og allsæmileg sem slík, textahöfundar ,,aðkeyptir“, og síðast en ekki sízt er fjöldi að- stoðarhljóöfæraleikara til aö- stoðar við undirleikinn, sérstak lega f laginu „You never walk alone”, sem hér ber heitiö „Þú ert aldrei einn á ferð ...“ Ingvi Steinn heitir pilturinn sem syngur þetta lag, hann er reyndar gestur á þessari plötu, því hann var ekki orðinn með- limur hljómsveitarinnar. Ingvi gerir laginu allþokkaleg skil, textaframburðurinn er ó- skýr á stöku stað. Ingvi hefur greinilega töluverða rödd en hvort þetta hefur verið rétta lagiö fyrir hann til að byrja með á hljómplötu er vafamál. Textinn er eftir Þorstein Valdimarsson og ber honum vel söguna. „Mér er sama“ er sungiö af Magnúsi Kjartanssyni, ég hef satt að segja aldrei haft trú á sönghæfileikum Magnúsar, en hann kom mér nokkuö á óvart með sö,ng sínum í þessu lagi, þótt þetta sé enginn „súper" söngur þá sleppur hann bara nokkuð vel frá sinni rullu. Plötuumslagið er skemmti- lega frumlegt að útliti, heilt án plasts ...

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.