Vísir - 16.07.1970, Blaðsíða 6
6
VIS IR . Fimmtudagur 16. júlí 1970.
LESENCXJR
HAFA
ORÐIÐ
□ Kynþáttaofstæki
Hann nefnir sig íslending sá
sem skrifaði ykkur bréf um ætt
leiðingu Asíu-bama í Vísi í gær.
Ég mundi heldur vilja nefna
þennan mann þýzkan íslending,
helzt bara nashyming. Svona
kynþáttaofstæki kannast flestir
við að afspurn og þá aðallega
frá dögum nasismans í Þýzka
landi að maöur gleymi nú ekki
Suöur-Afríku. En svona nokkuö
hélt. ég að væri ekki til hér á
landi. Ég hef alltaf haldið að
við fslendingar værum langt
upp yfir svona kreddur hafnir,
værum í raun og veru víðsýn
og hjálpsöm þjóð upp til hópa.
Óskandi væri að umræddur
skriffinnur sé sú undantekning
sem sannar regluna og að hann
eigi sér fylgjendur ifáa. Vonandi
taka fleiri undir þessa skoöun
mína hér í dálkunum og kveða
þennan ofstækismann endan-
lega f kútinn. Við skulum hafa
það hugfast að þegar talað er
um að maður eigi að rækta
'garðinn sinn, þá er fyrst og
fremst átt við aö menn skuli
færa sinn eigin hugarheim til
betri vegar.
Ofstækislaus íslendingur.
□ Rifizt og skammazt
í útvarpssal
„í handraðanum" nefnist út-
varpsþáttur sem verið var að
enda við að fiytja. Höfðu stjóm
endur fengið til sín nokkra
blaðamenn sem fjalla skyldu
um fréttir dagblaðanna út frá
því sjónarmiði hvort þau gætu
verið hlutlaus í fréttaflutningi
eða ekki, með hliðsjón af stuðn
ingi þeirra við pólitíska flokka.
Þetta var nú gott og blessaö,
verst var að mest allur -tími
þessara ágætu manna fór í að
rffast um styrjöldina í Víetnam
pg nafnagiftir á styrjaldarað-
ilum. Hundleiðinlegur þáttur.
En það var ekki ætlun mfn að
fjalla um þennan einstaka þátt
sérstaklega. Ég vil vekja at-
hygli manna á þeim kæk sem
nú herjar á næstum alla þætti
sem einstakir stjómendur eiga
að sjá um í Ríkisútvarpinu.
Hér á ég við endalausa samtals
þætti þar sem sifellt er verið
að eyða tíma í rifrildi um keis-
arans skegg.
Hv»r fékk ekki ofnæmi fyrir
þessu þrástagli fram og aftur
f bókmenntabáttum síðastliðins
vetrar, bæði Bókavöku og Ólafs
vöku. Sí og æ er verið að teyma
einhverja vesalinga niður í út-
varp eða upp í sjónvarp og
láta þá þrasa endalaust um ekki
neitt. Maður skyldi halda að
nöfn á þáttum eins og „f handr
aðanum“, „Daglegt lff“ og
margt annað í svipuðum dúr
væru ætluð til að undirstrika
þann rúma ramma sem þessum
þáttum er væntanlega gefinn af
dagskrárstjórn útvarpsins. Hinn
andlegi hanaslagur skvldi svo
iðkaður í þáttum sem fengið
hafa viðeigandi heiti, svo sem
„Á öndverðum meið við Gunn-
ar Schram", „Setið undir útúr
snúningum Eiðs Guðnasonar"
og þess háttar. Væri óskandi að
stjómendur hinna ýmsu þátta
gerðu sér grein fyrir þeirri stað
reynd að þeir eru í raun og
veru allir að flytja sama báttinn.
Gæti þetta allt saman hæglega
gengið undir einu allsheriar
bfátl. þ.e. „Rifizt og skammast
í útvarpssal", eða sjónvarps-
sal. Þrasi.
□ SVR ætti að vera
þjónustufyrirtæki
Skelfilegar skepnur geta sum
ir menn verið. Um daginn varö
ég sjónarvottur aö því, að
strætisvagnabílstjóri lét gamla
konu elta sig langar leiðir frá
torginu, þar sem blessuð gamla
konan ætlaöi að taka vagninn
en rétt missti af honum. Um-
ferðin var þung og vagninn
komst aðeins nokkra metra
hverju sinni og alltaf elti sú
gamla. Hún baröi á huröina,
vagnstjórinn leit á hana meö
fyrirlitningarsvip, setti bílinn
af stað og lét hana halda áfram
að elta. Hann hefði sem hæg-
ast getað tekið þá gömlu upp i
vagninn a.m.k. 10 sinnum sér
og SVR að skaðlausu. Kannski
hefur einhver reglugerð bannað
honum að liðsinna þessum lé-
lega viðskiptavini, en það er
fjandi hart ,ef starfsmenn
hengja sig um of í lélegar reglu
gerðir. SVR er þjónustufyrir-
tæki og sem slíkt á það að
koma fram. Þar til það fyrir-
tæki hefur uppgötvað tilgang
sinn mun ég eiga minn bíl-
skrjóð, en kannski selja hann
ef þjónusta SVR batnar. Hún er
ekkert of góö þrátt fyrir marg
lofað nýja leiðakerfið.
Bíleigandi, sem gæti
orðið SVR-viðskiptavinur.
□ Hirðuleysi í
Hveragerði
Því er ekki aö neita að ég
skammaðist mín dálítið, þegar
ég fór með nokkra útlendinga i
gegnum Hveragerði núna á dög
unum. Víða er hreinlegt i
Hveragerði, velhirtir blettir >0g
húsum vel við haldið, En and
stæðurnar eru þar líka, og víða
blasa við augum bílflök, gaml
ir vörubílar, dekk og annað
drasl, sem hrópar á ferðafólk,
sem þarna kemur. Og þama
kemur mikið af fólki yfir sum-
artímann.
Til dæmis skil ég ekkert í
því að gamli kvennaskólinn í
Hveragerði skuli vera látinn
standa, svo hrörlegt sem hús-
ið er orðið. Það er bókstaflega
ömurlegt að horfa upp á þaö.
Ég er Kópavogsbúi og á
kannski þess vegna að líta mér
nær. Umgengnin um lóðir í
Kópavogi er víða með eindæni'
um, þótt þar séu sem betur fer
margar undantekningar. En
draslið er lika sum staöar yfir
gengilegt. Menn láta timbrið
hrynja utan af húsunum, sem
þeir eru að byggja, svo liggja
naglaspýtumar eins og hráviði
út um allt, grasið vex yfir þetta
og svo eru böm og annað fólk
að ganga yfir þetta. Sannar-
lega mættu Kópavogsbúar eins
og Hvergerðingar sjá sóma sinn
í aö „ganga betur um garöinn
sinn“ í þessum efnum. Og raun
ar kann að vera víöar pottur
brotinn í þessum efnum i kaup
túnunum úti á landi. — Auö-
vitað eigum við að koma til
dyranna eins og viö erum
klædd gagnvart útlendingum og
fjarstæða að vera aö skamm-
ast sín fyrir hitt og annaö, sem
verður á vegi þeirra. En mað-
ur finnur kannski bezt til
slíkra hluta, þar sem maður er
sjálfur gestur.
GRG
HRINGIÐ I
SÍMA1-16-60
KL13-15
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
ARMA
PLAST
SALA-AFGREIÐSLA
SUÐURLANDSBRAUT 6 ilffiio
MlGUNég hvili fc *•
meé gleraugum fm iWÍI
‘)H Cimi
Austurstræti 20. Sími 14566
STIMPLAGERD
FÉLAGSPRE NT SMIDJUNNAR
NYKOMINN
Vatnslímdur lítihurðakrossviður
90x210 cm — 9 mm
Glæsileg vara — Mjög lágt verð.
Hannes Þorsteinsson, heildverzlun.
Hallveigarstíg 10. Símar 24455—24459 |
YKMUMA
HJÖLBARÐAVERKSTOI
Sigurjöiis Gislasonar
Trésmiðjan VÍÐIR auglýsir:
— Nýtt borðstofusett —
Sýnum næstu daga nýja gerð af bo rðstofusetti, teiknað af Gunnari
Magnússyni, arkitekt.
Trésmiðjan Víðir, Laugavegi 166. — Sími 22229 — 22222
Grillaðir kjúklingar, ásamt fjölda annarra heitra og kaldra rétta.
Smurt brauð og snittur og einnig hinar vinsælu nestissamlokur,
afgreiddar allan daginn.
I/
K
'JN
Lækjargötu 8. — Simi 10340.