Vísir - 16.07.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 16.07.1970, Blaðsíða 10
V IS I R . Fimmtudagur 16. júli 1970. Bjarna Benediktssonar minnzt Kveðja frá framkvæmdastjóra Sjálfstiiftöisflokksins 'JI/J'ikiH harmleikur hefir nú skeð á hinum helgasta stað þjóðarinnar. Öll þjóðin drúpir höfði í sorg og harmi. Okkur, sem höfðum náin kynni af dr. Bjarna Benediktssyni og fnl Sigríði Björnsdóttur, er tregt tungu að hræra. Örlögin hafa hagað því svo til, að um langt árabil hafa veg- ir okkar Bjarna Benediktssonar legið saman í bliðu og stríðu stjórnmála og flokksstarfa. Þetta samband okkar hófst, er ég fór fyrst í framboð til al- þingis fyrir hartnær tveim ára- tugum. Meö ráðum og dáð studdj hann mig á þessari fyrstu göngu. Síðan áttum við náið samstarf á þeim árum, er ég fór með formennsku í Sjálfstæð- isfélögum í höfuðborginni. En síðast en ekki sízt var ég starfs- maður hans öll þau ár, sem hann var formaöur Sjálfstæðis- flokksins. Margs er nú að minn- ast frá þessum árum og einkum er mér hugleikin endurminning um það, þegar unnið var undir forustu hans að koma i fram- kvæmd gagngerðum breyting- um á skipulagi flokksins. Mér er nú efst i huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynn- ast svo og vinna með hinum mikla foringja, sem nú er fall- mn frá. Það er nú skarð fyrir skHdi hjá Sjálfstæðisflokknum. Sæti Bjama Benediktssonar verður vandfyllt. En það er ekki^ ein- ungis, að Sjálfstæðisflokkurihn eigi um sárt að binda. Þjóðin í heild hefir beðið mikið áfall við fráfall Bjama Benediktssonar. Hann var svipmesti, reyndasti og fremstj stjórnmálamaður landsins. Þegar slíkur foringi' fellur fyrir aldur fram, verður skaðinn aldrei bættur. Bjama Benediktssonar verður aldrei minnst án frú Sigríöar. Hún var stoð hans og stytta. Hún var lffsförunautur hans og fylgdi honum í dauðann. I minningu þeirra, sem þekkti þau hjónin fær aldrei neitt þau að- skilið. Ég votta þeim, sem um sárast eiga aö binda vegna harmleiks- ins á Þingvöllum, ástvinum þeirra Sigríðar og Bjarna og Benedikts litla Vilmundarsonar, dýpstu samúð. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Tl/Targs er aó minnast við frá- fall Bjarna Benediktsson- ar. Frá því í bernsku minnist ég aðsópsmikils ungs manns, sem hefur forustu í borgarmálum og síðar í þjóðmálum, og í lok ferils síns er hann óumdeilan- legur leiðtogi þjóðarinnar. Kynnin eru mest innan Sjálf- stæðisfiokksins, þar mótast hugsjónir flokksins, og þar var Bjarni jafnan í fremstu sveit. Hugmyndaríkur hugsjónamaður, stefnufastur og framsýnn. Hann tók ríkan þátt í framkvæmd stefnumálanna og var jafnhliða miklum önnum við stjómsýslu- störf, allt frá því að hann varð borgarstjóri, flest”m stundum meðal fólksins. S&íikomur og félagsstarf- semi Sjálfstæðisflokksins voru honum hjartfólgið mál og var viðbmgðið, bversii ■wirkar þátt- takandi hann var í þeim efnum. Boðinn og búinn til starfa, hve- nær sem til hans var leitað. Einr. eftirtektarverðasti árlegi atburðurinn í starfsemj Sjáif- stæðisfélaganna í Reykjavík, eru Varðarferðirnar sem hófust einni undanskilinni. Þjóðmála- ræður Bjarna fluttar við þessi tækifæri, eru landskunnar. Hér er aðeins minnzt eins þáttar úr starfi hans, sem við kunnum öll vel að meta. Við, sem störfuðum hvað árið 1952. Þátttakendur í þeim skipta orðið þúsundum en i ferðum þessum njóta þátttak- endur landsins, fræðast betur um hagi þess og njóta samvist- ar, meðan á förinni stendur. Bjarni Benediktsson og frú Sig- ríður tóku þátt i öllum sumar- ferðum Varðarfélagsins, að nánast með Bjama Benedikts- syni og Sigríði Björnsdóttur innan flokksins, drúpum höfði í sorg og söknuði og þökkum þá forsjá, sem þau veittu okkur. Ég og kona mín vottum að- standendum innilega samúð. Sveinn Bjómsson. Þar hel og iíf barðist harðast í landi, hæstur, mestur reis norrænn andi. Námsterk og framskyggn brann hvötin í hug yfir hafdjúpsins veg, yfir arnarins flug. En ástirnar hjörtu fornkynsins fólu, fátöluö, auöug og bjargtrygg til dauða, — því speki og kapp, með hinn drottnandi dug, var dýrst undir frostlandsins sólu. þessi oró þjóðskáldsins Einars Benediktssonar koma mér í hug, er ég minnist forsætis- ráðherrahjónanna Sigríöar Björnsdóttur og Bjarna Bene- diktssonar og dóttursonarins unga, er með þeim fórst í elds- voðanum á ÞingvöIIum. Enginn þekkti Iand sitt og þjóð betur en Bjarni Benedikts son. Hann þekkti baráttu þjóð arinnar um aldirnar í blíðu og stríðu. Kosti landsins og galla. Vegna þessarar miklu þekking- ar sinnar á sögu landsins gat hann gert sér betri grein fyrir því en aðrir menn, hvað helzt td heilla horfði ; stjórnmála- menningar- og efnahagslegu til liti. Hann þekkti, hvað ófrelsið hafði valdið landsmönnum miklu böli, því baröist hann fyr ir fullu sjálfstæði íslands og var í fararbroddi, er þeim á- fanga var náð. Hann skildi, að undirstaöan undir frelsi og sjálf stæði þjóðarinnar var tunga hennar og menning, samfara traustri efnahagslegri uppbygg- íngu, l>ess vegna reyndi hann að treysta þessa þætti í ís- lenzku þjóðlífi af framsýni og áræði framúrskarandi stjórn- málamanns, sem lét það eitt ráða stefnu sinni og verkum, er I hann taldi til heilla horfa fyrir land og lýð. Hanri kynnti sér hvert mál til hlítar, vóg og mat allar að- stæöur meö hagsmuni þjóðar- innar einnar í huga og framtíð og fylgdi síðan málinu fram með sínum einstæðu gáfurri og dugnaði og af þeirri einlægni, sem allt of fáum stjórnmála- mönnum er gefin. Vegna þessara starfsaöferða vann Bjarni sér meir.i. traust sem stjórnmálamaður, en yfir- leitt gerist og varð sá forystu maður þjóöarinnar, sem rnest á- hrif hafði i íslenzku þjóðlífi og stjórnmálum síðari ár. Persónulega tninnist ég sér- staklega fráb'. -rrar mannþekk- ingar hans. Skapgerð og eigin- leikar manna virtust liggja fyrir honum sem opin bók. Hann vissi betur en flestir aörir, hvað i hverjum bjó, hverjum mátti treysta og hvað hægt væri að leggja á hvern og einn. Hann þekkti manninn og mannlífið. enda lífsskoðun hans, að ein- staklingurinn væri undirstaða þjóðfélagsins. Þeir, sem verst eru settir í þjóðfélaginu og eiga við erf- iðustu kjör að búa hafa vissu- lega misst hauk úr horni við fráfall Bjania. Mér er það minn isstætt, að hann tók alltaf mál- stað þess fólks og taldi, a*' þjóð inni bæri skylda til að oæta hag og kjör þess, eins og frek ast væri unnt. Ég man, þegar hann lýsti kreppuárunum og sagöi með hryggð og sársauka frá því, að hann hefði séð á fólki hér vegna bjargarskorts. Hann von A aði og taldi það skyldu sína að fj) fyrirbyggja, að slíkt böl henti aftur tslendinga. Það var því af engri tilviljun, \>* að hann hafði forystu fyrir efl * ingu atvinnuveganna og upp- byggingu nýrra atvinnugreina, sem rennt gætu styrkari stoð- um undir atvinnulifið og tryggt aukið atvinnuöryggi. Það var heldur engin tilviljun, er erfið ast horfði í þjóðfélaginu fyrir tæpum tveimur árum, að hann sjálfur tók að sér forystu í at- vinnumálanefnd ríkisins, hóf á skipulagðan hátt baráttu fyrir útrýmingu atvinnuleysisins sem þá var verulegt, vegna þeirra bungu áfalla, sem yfir þjóðina höfðu dunið. Vegna þeirra ráðstafana og margra fleiri, sem hann hafði forystu fyrir, tókst að leiða þjóðina út úr vandanum og fram til bjartari tíma. Þegar mest á reyndi komu afburða- hæfileikar hans skýrast í ljós. Á þessari kveðjustund vil ég í nafni Verkalýðsráös Sjálfstæð isflokksins flytja kveðju og þakkir og ég veit, að ég mæli þar fyrir munn allra þeirra fjöl mörgu Sjálfstæðismanna í laun- _ þegagamtökunum sem á einn (jl éðá annán hátt í áratugi nutu f) ráðá ög 'stuðniftgá okkar látna foringja í lífi og starfi. Islendingar dæma oft forystu menn sína hart og á stundum að mér finnst af litlum skiln- ingi á afstöðu og möguleikum. Vissulega var Bjarni Benedikts son umdeildur maður, eins og allir mikilhæfir menn eru. Um hann léku sviptivindar stjórn- málabaráttunnar, enda var hann baráttumaöur, sem jafnan hélt fram skoðunum sínum af festu og einurð. Þó held ég að (j flestir fslendingar séu sam- fj mála um það, að hann vildi (? þjóð sinni vel og gerði aldrei annað en það, sem hann af \ miklu viti og þekkingu taldi f) landsmönnum fyrir beztu. Framfarasókn þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins er mikið mótuð af starfi og stjórn Bjarna Benediktssonar. Vonandi tekst að halda starfi hans áfram til eflingar íslenzkri þjóö, ep það skarð, sem myndazt hefur við jafn snöggt fráfall hans, verður vandfyllt. Það væri þó ekki i anda Bjarna, að vinir og sam- starfsmenn létu hugfallast, held VEÐRlB i DAG Suðvestan stinn- ingskaldi, skúra veður. Hiti. 8— 11 stig. riLKYNNINGAR Tónabær — Tönabær. Félags- starf eldri borgara. Mánudaginn 20. júlí verður farin grasaferö að Atlahamri í Þrengslum. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. . 2 e. h. Vinsaml. hafið nesti með. y Uppl. i síma 25500 og 18800. ''' EUiheimilið Grund. Föhdursal- an er opin daglega kl. 1—4 í föndursal og dagstofu heimilisms FUNDIR I KVÖLD • KFUM — KFUK. Samvera i húsi félaganna viö Holtaveg í kvöld kl. 8.30. Danski kristniboð in frú Lange kemur í heimsókn. — Einsöngur — Veitingar. — Fé- lagar og gestir velkomnir. VISIR 50 fijrúr arurn Nýja bíó tekur til starfa næst komandi sunnudag. Þá verður sýningarsalurinn fullgeróur, en kaffisalurinn er ekki alveg tðbð- inn. Forstöðumaður Nýja bíó, hr. Bjarni Jónsson, ætlar að bjóöa gestum til að horfa á Sigrúnu á Sunnuhvoli á sunnudagskvöld ið, en aðgöngumiðar verða ekki seldir það kvöld. Á mánudags- kvöldið heldur Pétur Jónsson þar söngskemmtun, stundvíslega kl. 7*4, en að henni lokinni verða kvikmyndir sýndar og aðgangur seldur. Vísir 16. jú« 1920. Ólafur Sigmar Halldórsson, sjó ur, að þeir taki upp þráðinn, ymaöur, Hrafnistu andaðist 9. júlí sem frá var horfiö. Braut þá, Á68 ára að aldri. Hann verður jarö sem hann ruddi, ætti að vera rjsunginn frá Fríkirkjunni kl. 19.30 hæat að ganga. morgun. Orð eru til litils nýt gagnvart þeim voða atburði, sem gerðist ð Sigríöur Einarsdóttir, Hringbraut á Þingvöllum óveðursnóttina 731 andaðist 10. júlí 71 árs að aldri. fyrir viku síðan. VHún yerður jarðsungin frá Dóm- Upp í hugann kemur svo > kirkjunni kl. 10.30 á morgun. margt. Minningar úr lífi og V starfi, minningar um persónu- ' Gunnlaugur Friðleifsson, Reykja ‘ ' lundi andaðist 13. júlí 71 árs aö aldri. Hann veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 10.30 á morgun. ð Vigdís Jónsdóttir, Njarðargötu ^33 andaðist 10. júlí 94 ára að aldri. í bæn til Hans sem ræður f,!Hún verður jarðsungin frá Dóm- yfir iffi og dauða og vona að \Uirkjunni kl. 2 á morgun. þeim gefist styrkur og þrek V Björn Gíslason, bóndi Sveina- tungu, Borgarfirði sndaðist 10. júli 77 ára að aldri. Hann verður jarð ^sunginn frá Fossvogskirkju kl. 3 morgun. leg kynni við góða hollvini, sem ávallt var hægt að treysta. Þær minningar glevmast ekki, þótt fenni í mörg önnur spor. Ég hugsa til barna þeirra hjóna og annarra ástvina f harmi sínum og þungri raun Gumiar Hclgason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.