Vísir - 09.09.1970, Blaðsíða 2
Um síðustu mánaðamót, er
Kaupmannahafnarháskóli tók á
móti nýstúdentum var að sjálf-
sögðu hátíöleg athöfn, svo sem
ævinlega er við það tækifæri, en
að þessu sinni var andrúmsloft
svolítið öðruvísi en venjulega.
Rauðsokkur létu nefnilega mikið
á sér bera — ein kom inn i
hátíðasal með brúöarslör yfir
hvftu stúdentahúifunni — stökk
upp í ræðustól og sagði kynsystr
um sínum að nú væru þær komn-
ar í háskólann — „mesta hjóna-
bandsmarkað landsins — hér er-
uð þið eltar áriö um kring, og
það er líka eins gott fyrir ykkur
að nota tímann og giftast
akadiemfker — þeir hafa bezt
laun og mestan tímann ... það
skiptir svo minna rnáli, hvort þið
sjálfar ljúkið námi...
Utan við skólann stóðu stúlk-
urnar svo mótmælastöðu. Röð-
uðu sér upp fyrir vegfarendur og
léku helztu hlutverk konunnar í
þjóðfélaginu. Myndin sýnir þá
vinsælustu, „go go-girl“.
□□□□□□□□□□
Kathleen Kennedy
Kathleen er elzta barn Roberts
heitins Kennedys, orðin 19 ára,
en alls eru börn hans 11 talsins.
Kathleen segir, að hún leggi hart
að sér við að halda hugmyndum
föður sins á lofti. „Hvernig gæti
ég gert annað?“ sagöi hún viö
ftréttamann einn, „ef ég geröi
það ekki, þá væri það eins og
að „gleyma‘‘ öllu sem pabbi
vann að — pabba hefur senni-
lega liðið 10 sinnum verr en mér
núna — eftir að bróðir hans var
myrtur. Samt fór hann strax aft-
ur að vinna“.
Kathleen segir að fyrst eftir
föðurmissinn hafi hún verið af-
skaplega eigingjörn, „mig langaði
aðeins að gera eitthvað fyrir
sjálfa mig — fara t. d. og læra
leirkerasmíði... og mig langaði
til að vinna eltthvað, svo ég fékk
mér vinnu eitt kvöld í viku í
fangelsi... ég stundaði skíða-
jþróttdr og sigldi og núna vinn
ég fyrir Teddy frænda í kosninga
baráttu hans fyrir næstu þing-
kDsmngar."
„ÞAB ÞARF AB HRÆRA
m I BRCTUM..."
— segir Mick Jagger, og
„fc>að á að dreifa hljómplöt-
um e/ns og dagblöðum - allt
of margir græða á
plötusölunni...
„Rokk-hljómlistarmenn og
hljómplötufyrirtæki græða allt of
mikla peninga og núna er orðin
brýn þörf á að éndurskoða þetta
plötudreifingarkerfi", sagði Mick
Jagger við fréttamenn í London
eigi alls fyrir löngu. Sagði Jagg-
er að þaö væri mjög óheilbrigt
að allir þeir sem stæðu að gerð
einnar plötu yröu auðkýfingar ef
platan seldist eitthvað — það
sýndi aðeins hve óhemjulega dýr-
ar hljómplötur væru — það er
„ótækt ástand, því hljómlist á
alls staðar að vera og vera fyrir
alla — það á að dreifa hljóm-
plötum með meistaraverkum út
um hvippinn og hvappinn — rétt
eins og dagbLöðum“, sagði Jagg-
er.
Hann sagði að þeir i Rolling
Stones hefðu nú ákveðið að
stofna plötuútgáfu og yrði sú
rekin af heiðarlegum mönnum á
heiðarlegan hátt — aöeins með
það fyrir augum, að starfsemin
rótt bær; sig. Jagger benti frétta-
mönnum þó á, að enn væri ekki
til nein aðferð til að dreifa plöt-
um um heiminn nema um hendur
óteljandi umboðsmanna og alis
konar óþarfa milliliða sem hver
um sig tæki þungan skatt af
plötusölunni.
Of miklir peningar
Jagger bauð fréttamönnum til
fundar við sig í einkaskrifstofu
sinni sem er í 46A Maddox
Street í Mið-London. Hann var
með stnáhatt á höfði og klædd-
ur bláum buxum og blárri, gagn-
særri skyrtu. 1 skrifstofunni var
ekkert húsgagna annað en skrif-
borð og eldhúsborð og nokkrir
stólar við það. „Listamenn græða
of mikið fé, en það er bara engin
leið að koma plötum á markað
nema gegnum þessar venjulegu
umboðsmannaskrifstofur", játaði
Jagger, „ég vildi svo sannarlega
óska að það væri hægt — þaö á
að dreifa plötum á götuhornum
— sumum fyrir lítið gjald, öðrum
ókeypis. Allir aðilar sem koma
nálægt plötusölunni græða of
mikið Mér liggur við ógleði,
þegar ég hugsa um þessi risa-
stóru fyrirtæki sem hafa fitnað
þannig á plötusölu.
Ungt fólk.
„Mér finnst að við verðum að
segja fólki þetta. Fólk fær nefni-
lega ekki vitneskj-u um, hvað er
rangt nema því sé sagt það. Unga
fólkið er einmitt rétti aðilinn til
að segja þjóðfélaginu hvað það
er sem gengur að 1 löndum þess.
Unga fólkiö getur kannski breytt
öllu, en ég finn að bandarískir
unglingar eru að brjóta einhverja
hlekki af sér — og það er ein-
mitt þaö sem ungt fólk getur
gert — þó þaö geri þaö ekki hér
í Englandi. Ég er úr þeirra hópi
og það er líka mikið mér að
kenna. England,“ hvæsti Jagger,
„er land algjörs sinnuleysis, en
í Ameríku er andrúmsloftiö
mettað dínamíti. Það er þetta
sinnuleysi í Englandi sem heldur
öllu svo friðsamlega gangandi i
sínum skorðum. Ekkert gerist
hér, ég vil reyndar ekkert blóð-
bað, en í Ameríku finnur maður
fyrir ólgunni undir niðri. Maður
rekst á alls konar öfgar. Þess
vegna eru þeir svo margir sem
hata Ameríku — eða elska hana
... þaö er reyndar ekki svo fjarri
þessu i Evrópu, það er margt
að gerast í Evrópu sem við hér
vitum ekkert um og veröum ekki
Ihiö tninnsta varir við. Hér er
samt ekki friöur - hér er sinnu-
leysi.....“
„Ég er Breti..
„Ég verð brjálaður hér. Ég
elska þetta á vissan hátt vegna
þess aö ég fæddist hér og mig
langar til að bæta þetta þjóð-
félag ef ég get, en guð veit
hvernig. Ég hef hitt fjölda manns
sem langar að hræra upp í þessu.
Og við hér þyldum alveg svo-
litiar hræringar. Það hefur sofdð
svo lengi núna ... við erum enn
að skríða saman eftir vandræði
viktoríanska þjóðfélagsins — and
lega, fjárhagslega og þjóðfélags-
lega. Syndir langafa okkar vitja
okkar enn. Nýlendustefnan leiddi
af sér innflytjendavandamáliö —
við eigum eftir að striða viö
kynþáttavandamál...“
...................................................................................... ■ ................................................................................................................................................................................................................................................................................V................■"■■:'■■........................................................ '■
•
9
9
9
9
Þannig fer maður að því að láta taka eftir sér á pop-hátíð, þar sem allir eru síðhærðir og í *
„furðuiegum“ klæðum. iWanneskjan tii vinstri á myndinni er kvenmaður — hitt er karlmaður, •
og herma fregnir að margir er litu þau augum á pop-hátíöinni á Wight-eyju um daginn hafi *
þegar í stað látið krúnuraka sig.