Vísir - 09.09.1970, Blaðsíða 7
TtfSlR . MiðviKUdagur a. septemoer Ia7u.
/
Dr. Donald C. Harrison við prófun á yfirhljóðstækinu.
Hjartað rannsakað með
yfirhljóðstæki
Ný abterb sógð valda byltingu
i hjartarannsóknum
T|/T.e'ðal þeirra, sem haft hafa
umsjön meö prófun þessa
tækis er dr. Donald C. Harri-
son, prófessor og yfirmaður
hjartarannsóknarstofnunarinnar
aö Stanford. Lýkur hann á það
miklu lofsorði, segir að þaö sé
ölifct einfaldara í allri notkun,
ódýrara og fljótvirkara en sú
tækni sem notuð hafi verið við
slfkar rannsóknir fram að
þessu, auk þess sem notkun
þess fylgi enginn sársauki og
upplýsingarnar, sem það gefur,
séu fyllri og öruggari en fáist
með hjartaþræðingu. Tækið má
nota bæði til þess að komast
að raun um hvort starfsemi
hjartans er eðlileg, uppgötva
vissan sjúkleika eða fylgjast
með bata í sambandi við með-
höndlan eða að undangenginni
aögerð.
Meðal annars veitir tæki
þetta nákvæmar upplýsingar
um magn þess blóðs sem hjart-
að dælir í ihiverju „slagi“, og
eins hvort nokkuð streymir til
baka vegna lokugalla. l>á veit-
ir það og upplýsingar um stærð
hjartans og allar hreyfingar, en
bergmáli yfirhijóðsins, sem
beint er að hjartavöövanum, er
breytt í rafeindaviðbrögö í þar
til gerðu tæki, og koma þau
fram á sjónvarpsskyggni, svo
auðvelt er að fylgjast meö þeim.
Loks telja læknarnir, að tæki
þetta muni koma að miklu
gagni í sambandi við að fylgjast
með ásigkomulagi hjarta eftir
ígræðslu, en það hefur hingað
til verið miklum vandkvæðum
bundið.
Hjartasjúkdómar færast stöð-
ugt í vöxt í ölium menningar-
löndum — og er tæknin meðal
annars talin eiga sinn þátt í
því. En eftirlitið með þeim er
stöðugt hert og al'lri fullkomn-
ustu tækni, sem völ er á, beitt
í baráttunni gegn þeim og með
auknum árangri. Ef þetta nýja
tæki reynist eins vel í notkun og
sagt er að prófanir veki vonir
um, ætti það að verða dugandi
vopn í þeirri baráttu. Þannig
hefur tæknin bæði sínar já-
kvæðu og neikvæðu hliðar,
einnig á friðartímum.
Og hvort er þá nokkuð, sem
vinnst?
Sumum uppfinningum má
likja við hringinn Draupni, sem
segir frá í Eddu Snorra, er
hafði þá náttúru að níundu
hverja nótt drupu af honum
átta hringar honum ekki síðri.
Nema hvað tækni'hraðinn er orö
inn slíkur, að líkingin mundi
sönnu nær, ef sagt væri á
hverri nóttu og ekki átta heldur
áttatíu.
Þannig er það meö ýmsar
uppfinningar og tæknileg atriði,
sem komið hafa fram við kapp-
hlaupið út í geiminn, eins og
það er kallað. Áður voru styrj-
aldartímar blómaskeið uppfinn-
ingamanna, þótt hvorki ríkis-
stjórnir né fyrirtæki hefðu hand
bært fé til að styrkja þá til
starfa á friðartímum, voru pen-
ingar alltaf fyrir hendi á styrj-
aldartímum — en reyndar yfir-
leitt því aðeins að uppfinning-
amar bættu vígstöðu viðkom-
andi þjóðar, beint eða óbeint.
Plugtæknin, geimflaugatæknin
og beizlun kjarnorkunnar eru
óvefengjanleg dæmi því til
sönnunar. Ef tvær heimsstyrj-
aldir hefðu ekki komiö til, þá
væri tæknileg þróun á þessum
sviðum skemmra á veg komin,
og á það þó sér í lagi við síð-
ari heimsstyrjöldina. Eldflauga-
tæknin leiddi af sér geimflauga-
tæknina og geimferðirnar — og
'kapphlaupið á milli „geimveld-
anna“ tveggja, og þegar út
það var komið, var ekki horft
í kostnaðinn. Hver uppfinningin
og endurbótin á fyrri uppfinn-
ingum rak aðra, og margar af
þessum uppfinningum og endur-
bótum hafa „fætt‘‘ af sér nýj-
ar uppfinningar og endurbætur
i sambandi við hagnýtingu
þeirra á jörðu niðri.
„Sónarinn", eða yfirhljóðs-
bergmálstækið er uppfinning,
sém fyrst var hugsuð til notkun
ar í styrjöld, meðal annars til
kafbátahlerunar. Sú uppfinn-
ing reyndist til margvíslegra
nota á friðartímum, og þá í ým-
issi mynd. Þegar bandarískir
tóku að senda mönnuð för út í
geiminn, fundu tæknifræðingar
þeirra upp örlítil sónartæki,
sem hleruöu hjartslátt geimfar-
anna, eða öllu heldur hreyfing-
ar hjartans og ásigkomulag þess
og komu upplýsingum um það
til jarðar með aðstoð annarra
tækja. Nú hafa bandarískir
tæknifræðingar endurbætt
þetta litla tæki og fullkomnað
til rannsóknar á h'jartastarfsemi
manna í sambandi við heilsu-
farsrannsóknir almennt og einn
ig hjartalækningar. Svo full-
komnar upplýsingar getur
þetta litla tæki veitt um hjarta
viðkomandi, starfsemi þess og
allt ásigkomulag, að sögn þeirra
í vísindastofnunum þar vestra,
að það gerir hina svokölluðu
hjartaþræðingu meö öllu öþarfa
en sú.aðferð var bæði seinvirk
og óhentug fyrir margra hiuta
sakir.
Bifreiðaeigendur
Límum á bremsuborða, rennum bremsuskál-
ar, tökum einnig að okkur almennar bílavið-
gerðir m. a. á Hillman, Willys og Singer.
Hemlastilling, Súðarvogi 14. — Sími 30135.
Verkamenn
óskast nú þegar, löng vinna.
Breiðholt hf.
Lágmúla 9, Reykjavík. Sími 81550.
Platínubúðin við Tryggvagötu
Sími 21588. Kveikju-varahlutir í bíla ávaöt
fyrirliggjandi.
Trésmiðir
óskast nú þegar, uppmælingarvinna — löng
vinna.
Breiðholt hf.
Lágmúla 9, Reykjavík. Sími 81550.
AUGLÝSING
frá Landsvirkjun
Vegna vinnu við stíflumannvirki Búrfells-
virkjunar verður lokað fyrir alla umferð um
brú Landsvirkjunar yfir Þjórsá við stíflu-
mannvirkin frá og með 9. sept. 1970 um ó-
ákveðinn tíma.
Landsvirkjun.
Reykjavík, 8. sept. 1970
MÍGMé9 hviU
með gleraugum fru
Austurstræti 20. Simi 14566.
L EIG A N s.f.
Vinnuvelar ttl
Litlar Steypobrœrivélar
Múrhamrar m. faorum og fleygum
Rafknúnir Steinborar
Vatnsdœlur (rafmagn, benzín )
Jarðvegsþjöppur Rafsuðuéceki
Vfbratorar
Stauraborar
Slfpirokkar
Hitabl-áearar
HOFDATUMI U, - SHk»« 2JWSO