Vísir - 16.09.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1970, Blaðsíða 8
 V í SIR . Miðvikudagur 16. september 1970. VÍSIR Útgefan li ■ Reykjaprent bt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson krcstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson A.uglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) \skrift.argjald kr 165.00 á mánuði innanlands r lausasölu kr. 10.00 eintakiö 'rentsmiðja Vfsis — Edda hf. Flogið með fiskinn jpiutningar í lofti hafa til skamms tíma verið svo miklu dýrari en flutningar á sjó, að ekki hefur þótt borga sig að flytja á þann hátt aðrar vörur en þær verðmætustu og léttustu. En um þessar mundir virð- ist flugið vera að færa út kvíarnar í vöruflutningum. Að minnsta kosti þrír aðilar eru að gera tilraunir með að flytja íslenzkan fisk flugleiðis á erlendan markað. Elíeser Jónsson flugmaður hefur um nokkurt skeið flutt lúðu til Skotlands. Guðni Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu, er byrjaður að flytja lax og lambakjöt flugleiðis til Mallorka. Og nú hefur Fragtflug hafið loftferðir með ísfisk til Belgíu og Englands. Um þessi mál var rætt í grein í Vísi í gær. Þar var talað við Árna Guðjónsson í Fragtflugi og Einar Sig- urðsson í Hraðfrystistöðinni í Vestmannaeyjum. Voru þeir báðir bjartsýnir á framhaldið. Vélbáturinn Hell- isey mun veiða fiskinn, sem settur er í ís í létta plast- kassa um borð. Kassarnir verða svo fluttir frá borði í flugvél Fragtflugs, sem flýgur síðan beint frá Eyj- um til Belgíu, þar sem fiskurinn verður seldur beint upp úr kössunum, án þess að hafa velkzt neitt á allri leiðinni frá miðunum. Með þessu móti er fiskurinn nýveiddur og ákaf- lega ferskur, þegar hann kemur til neytandans er- lendis. Og þess vegna fæst nógu hátt verð fyrir fisk- inn, nógu hátt til þess að flutningurinn getur staðið undir sér, ef hægt er að nýta ferðina með því að fá flutning til baka til íslands. Flugfragt ráðgerir að færa út kvíarnar á þessu sviði í vetur og gera fiskflutningana jafnvel að kjöl- festunni í starfi félagsins. Er verið að kanna sölu- möguleika víðar en í Belgíu og Englandi, t. d. í Frakk- landi. Einnig er verið að athuga, hvort ekki sé hægt að lenda flugvél félagsins og taka fisk víðar en í Vest- mannaeyjum, og mun það að minnsta kosti vera hægt á Patreksfirði og í Hornafirði. Þessar tilraunir eru enn svo skammt á veg komnar, að varla er hægt að fullyrða, að fiskflutningar í lofti eigi framtíð fyrir sér. En framkvæmdaaðilamir eru ótrauðir og bjartsýnir. Það er líka töluverð breidd í tilraunastarfinu, þar sem einn aðilinn flytur út lúðu, annar lax og hinn þriðji ísfisk. Mikil reynsla hlýtur því að fást, áður en langt um líður. íslendingar segjast stundum vera mikil flugþjóð og benda á, hve mikinn þátt við eigum í Atlantshafs- fluginu og hve mikið af farþegaflutningum innan- lands er með flugvélum. Og fari svo, að fiskflutn- ingar í lofti muni stóraukast á næstu árum, er fengin enn ein staðfesting á, að íslendingar séu flugþjóð. í þessu flugi tengjast okkar gamli undirstöðuat- vinnuvegur, fiskveiðarnar, og sá nýi atvinnuvegur- ian, sem einna mestan vaxtarbrodd hefur, flugið. INTERPOL hafði varað við ráðabruggi skésruliðanna frá Schipolflugvelli við Amster- dam. Það voru E1 Al-flugvélin með ungfrú Khaled og Pan Am flugvélin, sem Senegalstúdent- amir tóku. — en allar öryggisráðstafanir fóru út um þúfur □ Mikil mistök eftirlits- manna á flugvöllum urðu til þess, að arabísk- um skæruliðum heppn- aðist svo vel áform sitt. Alþjóðalögreglan, INT- ERPOL, hafði tveimur dögum fyrir flugvélarán Senegalmenn undir grun Senegalmennimir höföu vakið grun með framkomu sinni dag- ana fyrir rániö. Þeir gengu um in sent aðvörun til flug- borö ' Pan Am-vélina, eftir að eftirlitsmönnum var ljóst, að valla í Evrópu. Interpol revnt h'afði verið að ræna þrem- VERÐUR ÞETTA LAUSNIN? Á spjaldinu stendur: „Bann — þessi lönd hafa hýst flugvéiaræningja“. Flugmenn og aðrir reyna að fá sett bann á flug til landa, sem taka vel á móti ræningjum. sagðist hafa komizt á snoðir um mikla ráða- gerð Palestínumanna að ræna flugvélum. Sums staöar var hert á örygg- isráöstöfunum á flugvöllum eft- ir aðvömn Interpol. Raunin varð þó sú, að varðmenn á flugvöllum vom óviðbúnir og stóðust hinum kióku ræningjum ekki snúning. Annað veifiö höfðu einnig áður borizt aðvar- anir frá Interpol um fyrirhuguö rán, sem ekki vom framkvæmd þegar til kom. Saga tveggja ræn ingjanna, sem vom vinstri sinn- ar frá Senegal, sýnir bezt and- varaleysi eftirlitsmanna. Tvær af fjómm tilraunum til flugvéiorína fyrsta daginn voru ''■igvélum, sem fóru ur öðrum flugvélum þann sama dag. Annar þeirra Pathe Gueyi hafði margsinnis pantað og af- pantaö far með ýmsum flugvél um. Hann vildi ýmist fara ti’ Bandarfkjanna eða Chile. Hanr borgaði strax í beinhöröuir ^n ingum fargjaldið, en daginn ei: ir var hann áhyggjufullur vegnr þess, aö hann hélt aö breytt f ætlun sín mundi kosta eitthvaö meira. Gueyi pantaði far til Sant' ago í Chile fyrir 30. ágús Hann breytti síðan bókuninr og var skráður í Ei Al-flugvé ina, sem ungfrú Khaled reyndi að ræna. Svo fór, að Gueyi komst ekki með E1 Al-flugvél- inni. Hann breytti þá enn um og ætlaði nú ekki til New York, heldur tii Chile. Gueyi vom boðnar aðrar ferðir, en hann lét Umsjón: Haukur Helgason. ekki frá sér heyra. Nú fór starfsmenn að gruna margt, og E1 A1 benti eftirlitsmönnum í Amsterdam á, að líklega væri þörf að gera sérstakar örygg- isráðstafanir. Flugstjóri leitaði í handtöskum þeirra Gueyi og vinur hans Sanghore Diop skráðu sig nú með Pan Am-flugvélinni á leið til New York. Þeir vom kallaðir til yf- irheyrslu, en ekkert sérkenni- legt kom í ljós við menn þessa. Enn var vandlega fylgzt með þeim, er þeir gengu um borð með 156 öðmm farþegum. Lög reglan tilkynnti flugstjóranum um þessa grunsamlegu farþega. Flugstjórinn skoðaði handtösk- ur þeirra í flugvélinni, en fann ekkert. Er talið að þeim félög- um þafi tekizt að fela töskuna með vopnunum undir öðru sæti. Flugstjórinn hitti þessa kump ána fyrir nokkm seinna, og þá miöuðu þeir á hann byssum. Flugferð þessari lauk á flugvell inum í Kairó, þar sem flugvélin var sprengd f loft upp, svo sem kunnugt er. Þannig fylgdi grunurinn þesi um Senegalstúdentum dögum saman, en samt heppnaðis: þeim fullkomlega áform sitt Minni grunur í Ameríkuferðum Á flugvellinum í Frankfuvt gengu þeir menn, er rændu TWA-flugvélinni, hiklaust 1 gegnum eftirlitskerfið. Þeir vom að fara tii Bandaríkjanna og far þegar á beirri leið vom sfður taldir lfklegir til ilis en á öðr um leiðum, eða það segja þeir f Frankfurt. Þessi flugvél sprakk um helgina á „byltingar flugvellinum" í Jórdaníu. I Zúrich í Sviss höfðu menn fengið að kenna á ræningjum. Arabar höfðu tvisvar ráðizt gegn flugvélum í Zúrich. Örygg- isráðstafanir vom talsverðar. Verðir standa jafnan við flug- vélar Israelsmanna. Óvíða í heiminum er gæzlan jafnströng og f Zúrich. Svissneska flugvélin var hins vegar á ieið til Bandaríkjanna. og eftirlitsmenn í Zúrich töldu eins og starfsbræður þeirra i Frankfurt, að iítil hætta væri á ránum á þeirri leið. Því gengu -æningjamir hinir öruggustu ■\m borð, og svissneska flugvél 'n hafnaði á byltingarflugvell- num og fór sömu leið og hinar. 'erðfr f bandarískum ■'Hgvélum Bandaríkmstjórn hefur ákveé f að verðir verði i flugvélur ’ helztu fiugleiðuro eftirleiðis ’-Iópur manna hefur fengið sér -taka skólun þar f landi til að ';nna vopn f fórum farþega o'- ■;nnig sálfræðilega menntun tú ð finna, hverjir séu helzt grun nmlegir. En flugvélaránin haida áfram brátt fvrir ailt, og sumir segja að taka verði þessa glæpi „með í reikninginn" eins og morð og nauðganir í veröldinni, sem aldrei verði útrýmt ■ T7I 7 TVI' Trj-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.