Vísir - 17.09.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 17.09.1970, Blaðsíða 16
 VISIR Flmmtudagur 17. sept. 1970. Fyrsti réttar- dagurinn í dag Göngur eru nú víöa hafnar, en fyrstu réttimar veröa f Hruna- mannarétt og Stafholtsrétt í dag og eru þaö fyrstu réttir á landinu að þessu sinni. Næst verður svo réttað á laugar- daginn, og þá á þrem stöðum: i UndirfeHsrétt. Auðkúlurétt og Vfði- dalstungurétt. — ÞJM Gunnari Thoroddsen veitt lausn frá embætti hæstaréttardómara Blaðinu barst eftirfarandi frétta tilkynning í gær frá dómsmálaráðu neytinu: Forseti Islands hefur í dag, samkvæmt tillögu dómsmála- ráðherra, veitt Gunnari Thorodd- sen, hæstaréttardómara, lausn frá embætti að ósk hans. Peningastofnun á eyðibýli sunnan við Hafnarfiörð — málið i athugun hjá saksóknara — „ágóða jafnvel varið til góðgerðastarfsemi", segir starfsmaður hjá keðjubréfafyrirtækinu að Stekk ^ Keðjubréfasalan er orðin allsráðandi í Reykjavík. Varla er um annað rætt en þessi keðjubréf, og þá sérstak lega innlendu keðjuna, sem fór af stað í kring- um síðustu helgi. Og sú er enda forvitnilegri en þessi sænska, því þar eru miklu meiri pening- ar í umferð. Þetta er ósköp einfalt. Maður umferð og maöur bíður bara ró- legur eftir að hinir og þessir kom; hlaupandi heim til manns með 1000 kr. seðla 1H- ’bls. 10 kaupir einn miða, sem á stendur fallega prentað V 44. Á miðan- um eru fjögur nöfn og eigið nafn ritar maður í 5. sætið. Greiðir síðan þeim 4 sem fyrir voru á miðanum 1000 krónur. Tekur kvittun fyrir hjá hverjum og fíer meö kvittanimar suður í Hafharfjörð. Þar er eyðibýli rétt við Keílavíkurveginn og þar býðst manni upp á að standa í biðröð í aiit að Mukkutfma — sumir biðu í tvo tíma meðan ösin var sem mest í gær og f morgun. Þar afhendir maður sín- ar kvittanir ásamt 400 kr. og fær 4 miða með 4 nöfnum á hverjum rniða. Þá selur maöur siðan einhverjum völdum mönn- um. Þá er nafn manns komið f Stekkur, skrifstofa keðjubréfastöðvarinnar, er eyðibýli og aðstæður heldur óhrjálegar. Eldri kvenréttinda- konur vilja fá þær yngri til liðs við sig — aflað fjár i Menningar- og minningarsjóð kverma á afmælisdegi Brietar Bjarnhéðinsdóttur 5 manns störfuðu af krafti við að vélrita á miða og taka við 400 kr. þar suður í Stekk við Hafnar- fjörð í gær. Hundar leggjast á fé Njarðvíkum ^lækingshundar skotnir jbar, sem til þeirra næst Meindýraeyðir Njarðvíkurhrepps og lögreglan á Keflavíkurflug- velli leita þessa dagana dyrum og dyngjum að hundi, sem drap lambhrút á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn. Var komið að lambinu hjá kirkj- unnj á Vellinum, en það var svo illa leikið, rifið á hol svo að iðrin lágu úti, að um batavon var ekki að ræða, og varð að lóga lambinu. Menn höfðu séð til hunds sem hafði ráðizt á larrabið, og þykir full- víst að haran hafi leikið lambið svona. Hefur fengizt lýsing á hund- inum,. sem sagður er meðalstór, brúnn a$ iit og. mjög styggur.j En nahn er ófujidjnn enþá. j.. . .. ,. j_ sumaij yar,. ^maður á ferð;lhjá Stapa, Ög þótiÉist -háhn ,'ý* sjS h'iind hlaupa með lamb í kjaftinum yfir veginn fyrir framan bifreið hans. Sá hann hundinn greinilega og lýsti houm sem rauðgulum með hring um hálsinn. Hefur sá hundur ekki fundizt heldur þrátt fyrir mikla leit. Þessj fjárdráp hunda hafa vakið kvíða hjá fjáreigendum, sem hafa lagt fast að yfirvöldum, að grimm- um flækingshundum verði útrýmt. Undanfama daga hefur meindýra- eyðir Njarðvikurhrepps verið á ferii, og lógað hundum, sem fund- izt hafa á flækingi. Hundahaid er bannað á Keflavíkurfiugvelliinum og í þéttbýliisnágrenninu, en ein- stöku undantekningar eru þó á þvi. Þeir, sem hafa undanþáguleyfi fyrir hunda merkja þá með hálsbandi, en það skilyrði fylgir þó slíkum leyfum, að hundarnir séu ekki látn- ir ganga lausir. — GP Kvenréttindanefndir 14—15 fé- laga voru samankomnar á Hallveig- arstöðum í gærkvöldi til að skipu- leggja merkjasöludag Menningar og minningarsjóös kvenna, sem verður 27. september, á afmælis- degi frumherja íslenzkrar kvenrétt- indabaráttu, Bríetar Bjarnhéðins- dóttur. Frá því að fyrst var byrjað að úthluta úr sjóðnum, árið 1946, hafa um 250 krónur fengið aðstoð tíil framhaldsmenntunar við æðri menntastoifnanir, hériendar og er- lendar. með náms- og ferðastyrkj- um. Formaður Menningar og minn- ingarsjóðs kvenna er nú Auður Auðuns dóms- og kirkjumálaráð- herra. „Það virðist vera mitól þörf fyrir þetta fé. Þær hafa talið sér þó nokkum hag í því að fá styrkinn þótt lítill sé“ sagði Sigurveig Guðmundsdóttir formaður Kven- 4>réttindafélag íslands, í viðtali við blaðiö i gær um veitingar úr sjóðn- um. Sigurveig sagði ennfremur, að kvenrébtindanefndirnar vildu gjam- an fá ungar menntakonur og Rauð- sokkurnar svonefndu tíl líðs við sig í samibandi við fjáröflun f sjóðinn. „Mér vdrðist sem þessar yngri kon- ur viliji starfa sjállfar að sínum málum og eftir eigin höfði, þótt þær haldi vinsamlegu sambandi vdð ofckur hinar eldri“. 1 fréttayifirliti um sjóöinn segir Sigurveig; „Bkki hafa tímamir breytzt neitt að ráði frá því 1945, að Laufey Valdimarsdóttir benti á meiri erfiðleika hjá stúlkum en piiltum, til þess að stunda ffam- haldsnám. Tilgangur Menningar og minningarsjóðs kvenna ©r því jafn mikiilvægur og nauðsynlegur og fyrrum. Þörf hins ísdenzka þjóðfé- lags er jafnvel ennþá brýnni en áð- ur fýrir velmenntaða þegna, hverj- ir sem þeir annars eru hvað snert- ir kynferði.“ — SB Fjársöfnun til að styrkja konur til náms undirbúin á Hallveigarstööum í gærkvöldL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.