Vísir - 20.10.1970, Síða 1

Vísir - 20.10.1970, Síða 1
 — seg/r Sigurður Magnússon hjá Loftleiðum um boðaða fargjaldahækkun IATA-félaganna „Það hefur lengi legið i loft- inu, að IATA-félögin mundu hækka fargjöld sín,“ segir Sig- urður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða. Blaðið innti hann eft- ir afstöðu Loftleiða til ákvörð- unar IATA um hækkun flug- fargjalda á Norður-Atlantshafs- leiðinni, sem skýrt er frá á bls. 3 í blaðinu í dag. Sigurður kveður enn ekki ljóst, hversu mikið fargjöldin mundu hækka. „Að fengnum upplýsingum um lokaákvörðun fundarins í Honululu, munu Loftleiðir taka sínar ákvarðan- ir,“ segir hann. Ekki fékkst hann til að spá um, hvort Loft- leiðir mundu fara í humátt á eftir IATA-félögunum upp á við, með verð sitt. Birgir Þorgilsson, deildarstj. miliilandaflugs F. í. sat fundinn í Honoiulu fyrir hönd Flugfé- Iags íslands, sem er aðili að samtökunum IATA. Birgir var í London í morgun, og því ekki unnt að spyrja hann nánari frétta. _ HH Hér er hópur kennara að koma yfir Amarhólinn í morgun. Gengu úr kennslu / mótmælagöngu Samningar nú í höndum háskólamanna, segja hás kólamenntaöir kennarar „Við erum komnir hér 40— 50 háskólamenntaðir kennar- ar til að mótmæla þeim samn ingum, sem verið er að gera á bak við tjöldin“, sögðu tals menn þessa hóps, sem var samankominn í anddyri Arn- arhvols í morgun, þar sem fjármálaráðuneytið er til húsa m. a., við Jón Sigurðs- son ráðuneytisstjóra, sem er formaður samninganefndar ríkisins. Kennarar komu í hópgöngu yf ir AmarhóHnn um tiíuleytið f morgun, en þeir höfðu tekið sér frí frá kennslunni um háMtíma áður. í Arnarhvoli létu þeir ráðu- neytisstjóra fá opið bréf til samninganeifndar rfkisins frá fé- lagi sínu. Þar stendur m. a. að Kjararáð BSRB og samninganefnd ríkis- ins hafi látið gera drög að samn ingum um meginatriði í nýrri launaflotekaskipan opinberra starfsmanna. Sé harðlega neit að að gefa félögum opinberr'a starfsmanna upplýsingar um efni þeira. Þó hafi Félag há- skó'lamenntaðra teennara afllaö sér upplýsinga um meginatriði samningsins, að því er kennara varði. Kennurum á sama skólastigi verði skipað í einn launaflokk án tillits til menntunar og rétt- inda. Launamismunur milM kennara á barna- og gagnfræöa- og menntaskólastigi verði u.þ.b. 6 þúsund krónur á mánuði. Á gagnfræðastiigi veröi „kennur- um" unnt að ná hæstu launum án þess að ljúka prófi í kenns'lu grein eða teennsilufræðum þann ig að í stað menntunar komi svokölluð starf'sreynsla. Samn- ingarnir feli það m.a. í sér aö launatejör háskólamenntaðra gagnfræðaskólateenanra versni hlútfaMsilega miðað við aðra kennara. Óski fólagið eftir svari um það hvart siíkur samningur eigi að koma til framtevæmda. Meginkrafa félagsins sé aö laun kennara verði áteveðin í sam- ræmi við menntun þeirra og róttindi. Samningur á þeim grundvelli, sem áður sé lýst, jafngildi í raun brottvísun há- skólamenntaðra kennara af gagnfræðastigi. Þá telur félag- ið að með samþyfcki Kjararáös og stjórnar BSRB við áður- greind samnings'atriði hafi Kjararáð endamlega fyrirgert rétti sínum til að fára með samninga fyrir hönd héskóla- manna í opinberri þjónustu og séu þeir hér eftir í höndum þeirra sjá'lfra. — SB „HEFUR LENGl LEGIÐ I LOFTINU“ Sakadómarar í hægagangsverkfalli? Oánægðir vegna skerðingar bifreiðahlunninda og merkingar bifreiða embættisins Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að dómarar við Sakadóm Reykjavíkur séu nú í „hæga- gangsverkfalli“ (slow down) til að knýja á um bætt kjör og þá m. a. að þeim verði bættur sá missir hlunninda, sem varð, þegar bifreiðir emb ættisins, sem þeir höfðu áð- ur haft til einkaafnota, voru t teknar af þeim. Erfitt er að henda reiður á þessum að- gerðum dómaranna, en þeir neita því sjálfir, að um slík- ar aðgerðir sé að ræða. Raun- ar kemur ekki tii greina, að þeir viðurkenndu slíkt, þar sem bað brýtur i bága við lög og samræmist því ekki öldungis siðaregium dómara- starfsins. Lögfræðingur, sem Vísir hafði samband við og starfsmaður við annað dómaraembætti hér í Reykjavík töldu báðir eins og margir aðifar aðrir, aö um hæga gangsverkfall væri að ræða. Lögfræöingurinn sagði, að saka- dómari hefði látið að því liggja í viðtali við sig, hð eikki yrði dæmt i máli, sem hann var með fyrir sakadómi, fyrr en kjör sakadómara hefðu verið bætt. Gunnlaugur Briem sakadóm- ari neitaði því hins vegíar ein- dregið í viðtali við Vísi, að um slíkar aðgerðir væri að ræða. Hann vitnaði i því sambandi til dóms, sem hann hefði nýlega fellt. H'ann sagði hins vegar, að dómurinn væri hindraöur i starfi með merkingum á bifreið- um embættisins, því ekki væri hæ'gt að nota þær til að boða vitni fyrir réttinn. Nú væri und ir hælinn lagt hvort vitni skil- uðu sér, þar sem aðeins væri hægt að boða þau bréflega og ítreka það síð*an í síma. Sakadómarar eru í 26. launa- flokki eins og prófessorar Há- skólans, en dómarafulltrúar í 23. faunaflokki. — Þar til fyrir skömmu hafði hver sakadómari eina bifreið embættisins til •einkaafnota, en dómarafulltrú- amir „tvímenntu" á hverjum bíl, þ. e. 4 dómarafulltrúar höfðu tvær bifreiðir til eink'aaf- nota að vinnudegi loknum. - VJ Fjölmenni á Rauðsokkafundi „Konur, komið á áheyrendapall- ana“ var eirt áskorun Rauð- sokkahreyfingarinnar til kvenna á fjölsóttum fundi samtakanna í Norræna húsinu I gær. Þar voru konur m. a. hvattar til að mæta á áheyrendapöllum á borg arráðsfundi þeim, þegar verður m. a. fjallað um þá tiliögu, að foreldrar, sem bæði stunda nám eða vinnu utan heimilis geti fengið dagheimilisvist fyrir börn sín. Markmið og uppbygging Rauð- sokkahreyfingarinnar voru mest á dagstem á fundinum í gær. Á vegg spjöil'dum, utan við sailinn sem fundurinn var haldinn í mátti líta ýmsar upplýsingar. Þeirra á meðal „Eftir sápuauglýsingum að dæma virðast konur vera mjög skítsælar“. Ein rauðsokka, Helga Sigurjónsdóttir, flytur erindi sitt. martemið samtakanna í fjórum lið- um. Að vinna að fullkomnu jafn- rétti karla og kvenna á öilum svið um þjóðfélagsins. Að vinna gegn því að kynferði komi í veg fyrir, að einstatelingur geti valið sér starf í samræmi við hæfileika sína og áihu'gamál. Að hvetja konur til að notfæra sér í ríkara mæli en þær gera nú þau réttindi, sem þær þeg- ar hafa. Að uppræta aidagamlan hugsunarhátt og alls konar for- dóma varðndi verkasteiptingu i þjóðfélaginu eftir kjmjum. Að hvetja félaga sína til þess að kynna sér þióðfélagsmál og vera virkari þátttakendur í þjóðfélaginu. Á frummælendaskrá voru sex manns. Helga Gunnarsdóttir rakti sögu samtakanna. Helga Sigurjóns dóttir fjailaði um það hvað séu kvenréttindi, Bjarni Ó'lafsson las kaflla úr „Karl, kona barn‘‘ eftir Laxness, Sigríður Snævarr talaði al mennt um t'^png Rauðsokkahreyf- ingarinnar, Hiidur Hákonardóttir um félagsform samtakanna, þar sem það kom m.a. fram, að starf semin muni byggjast á'upplýsinga- miðstöö og starfshópum með fund- um talsmanna hópanna meö reglu- bundnu miilibili og loks flutti Lilja Ólafsdóttir tillögur um starfshópa á ýmsum sviðum og hvatti konur til að iáta skrá sig til virkrar þátt- töku. BPtir h'lé voru frjáisar umræður •og tóku ailmargir til máls. Félögum f Kvenréttindafélaginu hafði sér- s'taklega verið boöið á fundinn, en sú uppástunga kom m.a. fram, að Rauðsokkáhreyfingin gengi inn í Kvemréttindafélatr ísitand® —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.