Vísir - 20.10.1970, Page 2
Næringarsérfræðingar
og meltingartruflanir
„Ameríkanar eru svo kærulaus
ir um maga sinn og meltingu að
j'afnvel meltingarsérfræðingar at-
huga ekki að borða almennilega"
sagði prófessor einn i næringar-
fræöi á ráðstefnu sem fjallaði um
heilsufar almennings í USA.
f>að var dr. Emmanuel Cher-
askin sem gaf skýrslu þann 22.
júní s.l. og var skýrsla sú unn-
in upp úr athugunum sem hann
hafði gert. Þær athuganir leiddu
£ ljós, að hans sögn, að 43%
Bandaríkjamanrfa liðu beinlínis
af næringarskorti, fengju ekki
nóg af A-vítamínum úr mat sín-
um. 65% fá ekki nægt járn, sagði
doktorinn.
„Eins og ástandið er £ þessu
menningarríki okkar, þá er næst-
um ómögulegt fyrir borgaria
þessa lands að boröa mat sem
inniheldur nægilegt magn nauð-
synlegra næringarefna. Og ef
jafnvel þeir sem sérmenntaöir
eru í næringarmálum fá ekki næg
vit'amfn £ mat sínum, hvaö þá
með almenna borgara?"
Maó og Símon. Ekki vitum við um andlegan skyldleika þeirra, þó
svo vilji til að þeim geðjast að sömu bílategund. Símon var hér
áður ákafur stuðningsmaður Maós og vissi fátt fyrirlitlegra en
peningajöfra. Nú er öldin önnur.
MAÓ ER VEL AKANDI -
EINS VEL OG SIMON SPIES
Sú mynd sem liðlega 700 millj-
ónir Kinverja hafa fengið af Maó
formanni — þ. e. að hann sé hálf-
gerður guð, landsfaðir sem af al-
hug taki þátt i hversdagslegu
striti almúgans, virðist ekki alveg
potbþétt — a. m. k. ekki hvað
snertir smekk h'ans fyrir bílum.
Maó fonmaður tiiheyrir nefni-
lega þeim fámenna, en einkar
viröulega hópi manna í verö'ld-
inni, sjem. eiga,,Jý[þi:cedes,
600.
Vestur-þýzka timaritið, Stern,
hefur útbúið kort yfir þá sem
eiga glæsibifreiðir, hverjir það
eru og hvar þeir bú'a. Kemur í
ljós, að Mercedes 600 hefur viða
tekið við af þeim brezka Rolls
Royce sem farartæki þjóðhöfð-
ingja og ríkisbubba.
Sennilega myndi einn Mercedes
600 kosta hér á íslandi eitthvað í
kringum 6 milljónir, en farkost-
urinn er búinn sjónVarpstæki, út-
varpi, síma, innanbílssíma (til að
gefa biilistjóranum fyrirskipanir
• um, en hann situr bak við hljóð-
einangraða rúðu) barskáp, segul-
bgndstæki og bakvél,
Mercedesinn hans Maós er að
sögn ekki búinn öllum þessum
tcökjum, en samt sem áður er þaö
vísit, að bíllinin hans hdfiur ekki
verið sérlega ódýr, kominn alla
leið til Kína — Hann á reyndar
tvo.
Og iVTaó er ekki eini kommún-
istaforinginn sem er vel akandi
og í hinum virðulega hópi sem
Stern hefur bent á. Þeir eru
þarna líka kunningjar okkar,
Tódor Zhivkov £ Búlgaríu, Ceaus
esou í Rúmenu og Tító f Júgó-
slavíu.
Aðrir sem eiga Mercedes 600
eru páfinn, keisarinn í Persíu,
Bhumibol kóngur í T'ailandi,
Bongo, forseti Gabons og fjöld-
inn allur af kollegum Bongós í
Afríku.
Ekki munum við íslendingar
geta státað af þvi aö eiga félaga
í hinum virðulega Mercedes 600
félagi. Og í Danmörku mun sá
bú'a sem næstur okkur er. Það
er ferðaskrifstofumilljónungurinn
Simon Spies.
Mercedes 600. Farkostur þjóðhöfðingja — og Símons Spies.
Ævmtýri Paolu prinsessu
Paola og „de Mun“ á Sardiníu.
Hneyksli! Hneyksli! æpa viku-
og dagblöð út um alla Evrópu
þessa dag'ana, Og enda ekki að
undra. Paóla prinsessa, eiginkona
Alberts prins bróður Baldvins
Belgíuikóngs hafur átt ástar-
ævintýri með óþekktum manni.
Prinsessan og hinn dularfulli
maður sem hún er með á með-
fylgjandi mynd, tóku sömu flug-
vél frá Brussel til Niss'a. Þar
fóru þau um borð í flugvél sem
flutti þau til Sardiníu. Hún not-
aöi i ferðinni nafniö Madame
Legrand. Sá dularfulli, sem eng-
inn ber kennsl á, ferðaöist hins
vegar undir nafninu Monsieur de
Mun og kvaðst verla franskur
diplómat. Enginn diplómat með
því nafni er á skrá í Frakklandi.
Þau Paóla og de Mun voru
saman í 14 daga á Sardiníu. Sam
band þeirra varð heyrum kunn-
ugt er þau aö þeim tíma liðn-
um gengu eftir ströndinni og
hafði maðurinn handlegginn um
mitti prinsessunnar. Ljósmyndari
frá ítölsku vikuriti vhr nær og
festi hvert spor þeirra á filmu.
Þegar í stað voru fréttamenn
komnir á slóð þeirra skötuhjúa
og segja mörg evrópsku blöðúi
fjálglega frá, hversu hamingju-
söm þau hafi virzt saman.
Við þennan átburð hefur hjóna
band hennar og Alberts prins
verið tekiö undir smásjá blaðanna
og allt dregið fram í dagsljósið
sem bendir til að Paóla sé ó-
ánægð i því hjónabandi.
Þ’au eiga saman 3 böm og er
líklegt að eitthvert þeirra setjist
i framtíðinni í hásæti Belga, því
Baldvin kóngur á ekki erfingja
og er því Albert bróöir hans
erfðaprins. Paóla er 32 ára.