Vísir - 20.10.1970, Side 4

Vísir - 20.10.1970, Side 4
 Þetta er 2. flokksliðið, sem sigraði í landsmótinu um helgina, Vcalsmenn sigur- sælir í körfuboltu Valsmenn (áður KFR) eru sigur- sælir í körfuknattleik um þessar mundir. Keppa þeir í haustmóti í körfuknattlei’k og hafa unnið lið Ármanns með 66:62 og í fyrra- dag unnu þeir KR með 60:50. — Leikur þeirar við ÍR verður úrslita leikur, en hann fer fram í Alftamýr arskóla á sunnudaginn. Ársþing FRÍ Ársþing Frjálsiþróttasambands íslands 1970 fer fram í Reykjavfk dagana 14. og 15. nóv. n.k. Þau mál og tillögur sem sam- bandsaðilar ætila ■ að leggja fyrir þingið, þurfa að berast tveimur vik um fyrir þing. Fruut hufðl yfir- burði og vunn Hörð 7:1 Framarar áttu auðvelda leið 1 undanúrslit bikarkeppni KSl á laugardaginn. ísfirðingamir úr Herði voru hreinustu lömb við ureignar. Unnu Framarar 7:1 og höfðu öll tök á leiknum, eins og fyr irfram var reiknað með. félagsins hafa misst talsvert úr í sumar, þegar það missti þjálf- ara sinn, Þórólf Beck, á miðju sumri, en undir lokin væri liðið aö ná fyrri getu undir stjórn Viktors'-Helgasónar, sem íieldur senn til Lundúna með fleiri þjájf^um og;.tow'imei>ra :til^ð kenna félögum sínum. Vest- mannaeyingar hafa ráöið þjálf- ara fyrir hvern flokk. Viktor var meö efstu flokkana, Adólf Óskarsson, hinn góðkunni spjótkastari, þjálfaði 3. flokk, Sigmar Pálmason 4. flokk og Gylfi Sigurjónsson 5. flokk. — Áhuginn á knattspyrnu hlýtur að vera mjög almennur í Eyjum „Já, það er okkar stóra gæfa. Hér hafa allir áhuga á því sem við erurn að gera. Og bæjar- búar fagna allir velgengni lið- anna af alhug. Við erum líka sjálfir mjög ánæg'ðir með árang- urinn og liftum með bjartsýni til komandi ára, því undirstaðan ætti að vera trygg“. — Þið missið menn ekki til starfa á sjónum? „Nei, yfirleitt ekki. Strákarn- ir ssm unnu 4 flokkinn 1964 eru til dæmis 7 í 1. deildar- liðinu núna“, sagði hinn bjart- sýni formaður ÍBV að lokum. Sem dæmi um áhugann fyrir knattspyrnu má geta þess að í ekki stærri bæ en Vestmanna- eyjar eru, stendur nú yfir firma keppni í knattspyrnu. Sjö fyrir- tæki senda lið til keppninnar, sem er hin fjörlegasta. Og nú halda Eyjamenn áfram róðrinum, — þeir sjá enn mögu leika á 3 silfurbikurum í safn- ið fyrir næsth vetur. — jbp Árst>ing GLÍ Ásþing G'l'ímusambands íslands verður haldið í Bláa salnum á Hótel Sögu í Reykjavík sunnudaginn 25. okt. n.’k. og hefst kl. 10 árdegis. ■ Þessa skemmtilegu mynd tók Bjamleifur Bjamleifsson af mark- verði í leik á dögunum. Bítlatízkan var sein að taka við sér hér- lendis, og dugar öllu lengur en ytra líka. Þessi markvörður á í mestu vandræðum með hár sitt, — og ekki er ólíklegt að hann hafi einhvern tíma jafnvel fengið á sig mark vegna hársins. Ekki vitum við það, en myndin er skemmtileg og lýsir vel, hvemig tízkan hverju sinni grípur inn í íþróttirnar. „Þar er kaattspyrimii í tízkai..." Þetta em fjórða flokks strákarnir, sem unnu fyrsta sigurinn fyrir ÍBV 1964. (Ljösm. Vísis JBP). Vestmannaeyingar sigurvegarar i landsmótum 2. 3. og 4. flokks og voru i úrslitum i 5. flokki — Rabbað við Stefán Runólfsson „Það er sama hvar farið er um Eyjarnar, alls staðar sérðu stráka að sparka“. Þetta var sagt um Vestmannaeyinga. Tízkuleikurinn þar um slóðir, eins og víða ann- ars staðar er nefnilega knattspyrna. — Knatt- spyrnuáhuginn þar er líkastur því sem var á gullöld Skagamanna í knattspyrnunni. Það er ekki langt síðan Vest- mannaeyingar fóru heim með fyrsta íslandsbikarinn sinn. Það var liö 4. flokks ÍBV, sem hélt heim meö bikarinn 1964. 1 ár eru 2. 3. og 4. flokkur Vest- mannaeyinga horfnir frá höfuð- borginni með íslandsbikara sinna flokka, — og stöðugt bæt ist í hillumar í fundarherbergi knattspyrnumann'anna í hinu nýja félagsheimili þeirra. „Við vonum að við höfum ekki enn sagt okkar síðasta orö“, sagði Stefán Runólfsson, formaður ÍBV í samtali í gær- kvöldi. „Við erum með mörg járn í eldinum og eygjum enn sigurmöguleikla í bikarkeppni K9Í, bikarkeppni 1. flokks og bikarkeppni 2. flokks“. í 5. flokki voru Vestmannaeyingar í úrslitum gegn Val, en töpuðu úrslitaleiknum á heimavelli 1:3. — Þaö er kannski nýja og góða vatniö, sem gerir Vest- mann'aeyinga svo snjalla í knatt spyrnu, spyrjum viö Stefán í gamni. „Það sakar alla vega ekki. Annars held ég að árangurinn megi þakka góðu skipulagi og fórnfúsu stíarfi margra aðila að jjessum málum. Við höfum ekki gleymt yngri flokkur.um, og í því skyni höfum við tvö knatt- spymuráð starfandi. Annað er fyrir eldri flokkana, meistara- 1. og 2. flokk, en hitt er fyrir yngstu flokkana. Við höfum rekið okkur á að annars vilja knattspyrnuráðin einblína um of á þá eldri, en jafnvel gleyma þeim ungu“. Stefán kvað meistaraflokk

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.