Vísir - 20.10.1970, Qupperneq 8
8
VÍSIR . Þriðjudagur 20. október 1970.
VISIR
Oígefaúdf: Reykjaprent hf.
Framk-væmdastióri: Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri- Jónas Kristjánsson
Fréttastióri: J6n Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660
Afgreiösla Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstión • Laugavegi 178. Simi 11660 f5 iínur)
Askrift.argjald kr 165.00 ð mánuði innanlands
I lausasöiu kr 10.00 eintakiö
Prentsmiðja Visis — Edda hf.
Súrefnisjafnvægiö
JJafið er ekki allt þar sem það er séð. Það er ekki
aðeins eitt helzta matarforðabúr heimsins nú á tím-
um. Það felur ekki aðeins í sér von um vaxandi nær-
ingarframleiðslu handa hratt fjölgandi mannkyni, er
tekizt hefur að framleiða manneldismjöl á hagkvæm-
an hátt og nýta smádýralífið í hafinu. Lífverurnar í
yfirborði hafsins framleiða einnig 70% af því súr-
efni, sem verður til á hverju ári.
Súrefnisframleiðsla hafsins fer að verða síðasta
haldreipi súrefnisjafnvægis jarðarinnar. Víða á landi
er meira eytt af súrefni en gróðurinn nær að jafna
upp. Innan landamæra Bandaríkjanna eru aðeins
framleidd tæplega 60% af því súrefni, sem þar er not-
að. Hitt kemur frá hafinu, aðallega Kyrrahafi.
Margar ástæður eru fyrir minnkandi súrefnisfram-
leiðslu á landi. Gróður hefur verið eyddur til að rýma
fyrir iðnaði og siðmenningu. Bensínhreyflar bíla og
annarra farartækja eru stöðugt að draga til sín súr-
efni, eyða því og mynda koldíoxíð í staðinn.
Og maðurinn ræðst í sífellu að jarðyegi, gróðri og
andrúmslofti með nýjum og nýjum eiturefnum án
þess að gera sér neina grein fyrir áhrifum þeirra.
Efni þau, sem maðurinn hefur búið til, nema nú yfir
hálfri milljón tegunda. Og í andrúmsloftinu einu hafa
fundizt um 3000 efni, sem þar eiga ekki að vera.
Sum efnanna í andrúmsloftinu eru búin að vera
þar svo lengi, að við vitum, að þau eru eitruð. Við
vitum, að blýið í útblástursreyk bíla er eitrað og að
blýmagnið í andrúmslofti norðurpólsins hefur af
þessum sökum þrefaldazt á 30 árum. En við vitum
ekkert um áhrif margra hinna nýju efna í andrúms-
loftinu. Og það er engin ástæða til að efast um, að
sum þeirra eigi eftir að reynast baneitruð. Það er
nú fyrst að koma í ljós, að asbestið í bremsuborð-
um bíla breytist í ákaflega eitrað loft í umferð stór-
borganna.
Og nú er síðasta haldreipinu, súrefnisframleiðslu
hafsins, hætta búin. Þar koma eiturefni mannsins
enn til sögunnar. Þúsundir eiturefna og annarra úr-
gangsefna renna til sjávar frá iðnaðarlöndum heims.
Mörg þessara efna eru bráðdrepandi fyrir lífverur
hafsins, auk þess sem mörg þeirra geta haft áhrif á
löngum tíma, þótt þau virðist skaðlaus í fyrstu.
Við sjáum á Erie vatni í Norður-Ameríku, hvað
getur gerzt, ef mengun sjávarins heldur áfram að
aukast eins hratt og hún gerir. í Erie vatni hefur
súrefnisjafnvæginu verið kollvarpað. Súrefnisfram-
leiðsluverumar hafa drepizt og vatnið er orðið að
dauðum drullupolli. Ef jafnvægið kollvarpast í út-
höfunum, er síðasta náttúrulega auðlind súrefnis úr
sögunni.
Oft finnst mönnum, að í talinu um mengun sé
verið að mála skrattann á veginn. En í rauninni er
mengunin mun alvarlegri en umtalið gefur til kynna.
(
, j
[i
■ *
í(
w
I
\\
j
I
{
llllllllllli
Umsjón: Haukur Helgason.
□ Meiri hætta er nú
á sundrungu ríkis-
stjórnar borgaraflokk-
anna í Noregi en nokkru
sinni, síðan þeir unnu
meirihluta úr höndum
Verkamannaflokksins
fyrir fimm árum. Mest-
ur er ágreiningurinn um
aðild Noregs að Efna-
hagsbandalagi Evrópu.
Þar rekast yfirlýsingar
forystumanna hver á
annarrar hom.
Verkamannaflokkurinn
á undan í skoðana-
könnunum
í kosningunum fyrir einu ári
héldu borgaraflokkamir meiri-
hiluta sínum á þingi, en hann
varö mjög tæpur. Allt til loka
talningarinnar skiptust þeir og
Verkamannaflokkurinn á for-
ystu. Skoðanakannanir síðustu
mánuði sýna allar fylgisaukn-
ingu Verkamannaflokksins, og
sé að marka þær, mundi hann
fá hreinan meirihluta, ef kosið
yrði nú. Þetta þyrfti þó ekki að
vem ríkisstjóminni sérstakt á-
hyggjuefni, þar sem langt er til
kosninga, ef annað kæmi ekki
til.
Það hefur komið í ljós með ár
unum, að mikill grundvallar-
ágreiningur er miMi borgara-
flokkanna. f ríkisstjóminni eru
fuHtrúar hægri flokksins, vinstri
flokksins (þaö er frjálslyndra),
miðflokksins og kristilega
flokksins. Það er einkum innan
frjálslynda flo'kksins, sem jafn-
an hefur borið mikið á „vinstri
armi“, sem fremur vil'l vinna
með Verkamannaflokknum en
borgaraifiokkum.
„Föllumst á Rómarsátt-
málann“, sagði ráðherra
Deilan um afstöðuna til Bfna
hagsbandalagsins hefur nú kór-
ónáð ágreininginn. Stray ut-
anríkisráðiherra, sem er úr hægri
flokknum, lýsti því yfir á fundi
með EBE-mönnum í Brtissel
hinn 20. septetnber, að „Norð-
menn féllust á Rómarsáttmál-
ann.“ Sagði ráðherrann þar, að
Norðmenn „sættu sig einnig við
pólitiísk markmið Rómarsáttmál
ans, og hin sérstöbu vandamál
Noregs yrði að leysa innan
ramma sáttmálans.1*
Þessi yfirlýsing offi ólgu í
stjóminni. Frjálslyndir og mið-
ftokksmenn, þar á meðad Borten
forsætisráðherra, bafa margoft
lýst þvf yfir, að Noregur geti
ekki orðið aðili að Efnahags-
bandalaginu, nema sérstakar
undanþágur fáist. Margir telja
að hinn pólitiski þáttur Rómar
sáttmálans hafi þann megintil-
gang að tryggja forystu Frakka
og Vestur-Þjóðverja í málefn-
um Vestur-Evrópu. Þetta hefur
verið helzti hnúturinn i viðræö-
um Breta og EBE um árabil.
Hægri menn í Noregi segja hins
vegar að Norðmenn verði að
fónia nokkru af sjálfstæði sinu
til að njóta hlunnindanna af að-
ild að EBE.
Sósíal-borgaralegt handaband. — Þessi mynd, sem tekin á
Hótel Sögu, sýnir Per Borten, forsætisráðherra Noregs (til
hægri) þrýsta hönd Jens Otto Krags foringja danskra jafn-
aðarmanna. Margir spá nú í það, að Borten kunni að neyðast
til að hefja samstarf við sálufélaga Krags í Noregi, þar sem
stjóm hans er mjög fallvölt um þessar mundir.
Er stjórn
Bortens
að falla?
„Þurfum undanþágur“,
segir Seip
Öörum flokkum í stjóm Bort
ens kom yfirlýsing utanríkisráð-
herrans i Briissel í opna skjöldu.
Nú er mánuður liðinn, síðan hún
var gerð, og hefúr aldrei verið
jajfnróstusamt á stjórnarheim
ilinu. í orði kveðnu er látið svo
beita að stefna stjómarinnar
sé óbreytt í málinu. Helge Seip
foringi frjálslyndra sagði síðast
í gær, að „EBE-málið yrði að
skoða i tengs'lum viö umsókn
Breta um aðild og í samvinnu
við önnur Norðurlönd, þar á
meðal Finnland“. „Bf við fáum
ekki fuMnægjandi undanþágur.
þá brestur grundvöMurinn fyrir
laisókn okkar,“ sagði Seip.
Margir spá því, að rfkisstjórn
in muni sundrast innan skamms.
„Lögmætar óskir
að baki óróans“
Margt fíeira en EBE-málið er
stjóminni til skapraunar. Nor-
egur var í fyrra annar í röðinni,
á eftir Islandi, í veröbólgu. Róstu
samt er nú á vinnumarkaði i
Noregi og verkföll. í ræðum á
þingi i gær fóru stjórnmálafor-
ingjarnir þó vægum orðum um
óróann. Helge Seip ræddi fyrir
hönd stjórnarinnar mötmælaað-
gerðir og ólguna í landinu og
sagði. að þjóðfélagið gæti ekki
sætt sig við öM form þessarar
ólgu. „Að baki slíkum straum-
um liggja þó lögmætar óskir
fólks um að efla lýðræðið",
sagði hann. „Við eigum að táka
þessari hvatningu**. Hann lagði
áherzlu á, að í lýðræöisþjóð-
félagi yrðu menn að fara eftir
ieikreglum og ekki að beita afli.
Trygve Bratteli foringi Verka
mannaflokksins sagði í gær, að
veikleiki stjómar borgaraflokk-
anna kæmi æ betur i ljós. Sam
starfið tærðist nú vegna venju-
legra erfiðleika við landsstjóm-
ina. Hann sagði verkföllin eiga
rætur í vaxandi kröifum hvers
einstaks borgara um áhrifavald
á þær ákvarðanir, sem teknar
væru á hærri stöðum.
Trygve Bratteli sagði í út-
varpsviötaii á föstudagskvöid,
að Verkamannaflokkurinn hefði
ekki fjaMað um tilraunir Arne
KieMands þingmanns til að
skapa samvinnu milli þeirra 17
þingmanna úr ýmsum flokkum,
sem í júní greiddu atkvæöi
gegn viðræðum um aöild að
Efnahagsbandaiaginu. Sjö þess-
ara þingmanna eru í Verka-
mannaf'oklcnum. Þetta er hinn
„harði kjarni“ andstöðunnar við
aðild. Meirihluti Verkamanna-
flokksins styður hins vegar að-
i'ld, ef hagstæðir samningar nást
á nokkuð svipaðan hátt og
Borten forsætisráðherra.
Ef stiórnarsamstarfið sundrað
ist, mætti helzt búast vtð sam-
vinnu VerkamannaflO'kksins við
frjálslynda eða miðflokksmenn,
annan hvorn eða báða.