Vísir


Vísir - 20.10.1970, Qupperneq 13

Vísir - 20.10.1970, Qupperneq 13
VI SI R . Þriðjudagur 20. október 1970. 13 Þrjú Norðurlandanna rannsaka saumavélar Jjrjú Norðurlandanna Noregur, Svíþjóö og Danmörk hafa undanfarið unnið saman að rann sóknum á rafmagnssaumavél- um fyrir neytendur. 1 Bergen hafa nítján saumavólategundir Styrkleiki saumavélarnálar- innar mældur. verið rannsakaðar, en niðurstöö ur rannsóknar á 12 þeirra hafa nú verið kunngerðar í norska neytendablaðinu Forbruker Rap porten. , 1 Danmörku og Sviþjóð liggja niðurstöður ekki ennþá fyrir. Þær tólf tegundir saumavéla, sem norska neytendablaðið lýs- ir eru þessar: Adierette 420, Anker FFZ-KBR, Bemina 708, Elna 21, Ewa 1600, Husqvama 1020, Koyo 503, Lisa KFZ-10, Pfa'ff 95, Singer 722, Elna Lotus og Gritzner GSZ. Fyrir utan tölulegt yfirlit um kosti og galla vélanna ráðlegg ur neytendabiiaðið neytendunum með hvaða hætti þeir geti fund ið þá saumavél, sem henti þeim bezt. í kaf'ia sem nefnist ,,áður en keypt er“ stendur m.a.: ,,Mað ur ætti að eyða tíma í það að hugsa um hvers konar vél þaö er, sem maöur þarfnast. Það er ekki alltaf, að saumavél kunn ingjakonunnar henti manns eig in þörfum, þrátt fyrir það, að hún sé ánægð með sína vél. Ef til vill á hún mörg smábörn og saumar mikið andstætt þér, sem hefur ekki gaman af 'sauma skap en finnst þú þurfa sauma vél til nauðsynlegustu við- gerða.“ Hinir mismunandi eiginleikar saumavélarinriar voru prófaðir nákvæmlega og skipt- niður í flokka. Innan hvers fiokks var þeim veitt einkunn frá 1 sem var slæmt til 5 sem var ágætt. Meðal þess, sem var próifað, var umbúnaðurinn, borðiö, Ijósið, smurning, hreinsun, hávaöi, f” hvemig saumavélin vann, saum arnir, aukahlutir, sem fylgja og loks þol og slit saumavélarinn- ar. Þaö var ekki reiknað út hvaöa saumavélartegund fék'k f'lest stig samanlagt, þar sem|__ mjög góður eigiraleiki gat komiö á móti nokkrum slæmum, þar sem það var alltaf haft í huga, aö neytendur eru margs konar og nota vélarnar í mismunandi tilgangi. Mikilvægas'ta atriöið þótti vera stöðugt jafnvægi saumavél arinnar. Um það va-r sagt í skýrslunni: „S'töðugt jafnvægi sem veröur til þess, að saum amir verða réttir í efninu fyrir og eftir langa notkun þótti skipta miklu máli. „Þrjár sauma vélartegundir fengu bezta eink unn bæði fyrir og eftir langa notkun. Þaö voru Bernina 708, H'usqvama 1020 og Singer 722, Al'lar hinar vé'larnar fengu næst beztu einkunn fyrir notkunina, og Adlerette 420, Elna 21 Pifaff 95 og E'lna Lotus héldu þessari einkunn efitir no»tkun meðan hin ar vélamar fengu verri eink- unn, um þrjú stig, oig Blna 1600 ekki nema tvö stig. Við saumaprófun fékk engin vélanna hæstu einkunn, en þær fengu al'lar næstbeztu einkunn fyrir að stinga jafnt. Eftir próf un á sikk-sak'ksaumi í ýmiss konar efni fengu E'lna 21 og Hus qvama 1020 þrjú stig meðan hinar vélarnar fengu fjögur stig. Aðeins tvær saumavéil'artegund ir fengu fimm stig eftir langa notkun, en engin fékk verulega slæma ein'kunn. Engin saumavélanna fékk beztu einkunn eftir hávaðapróf unina, og aðeins tvær tegund- anna Bemina 708 og Husqvama 1020 vom með sérlega góða leið arvísa. Hámarksvinnuhraði sauma- vélarfótarins og stærstu sipor þóttu ful'lnægjandi hjá öil'ium tegundum, en kraftur ná'larinn ar, það er að segja sá haafi- leiki að sauma í þungt og þykkt efni þótti vera beztur hjá Hus- qvarna 1020 og Singer 722. Saumaprufur gerðar. Fjölskyldan og Ijeimilicf VISIR Í VIKULOKIN VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjakis frá byrjan til nýrra áskrifenda. \ (nokkur tölublöð eru þegar uppgengki) } frá byrjun er orðinn rúmlega 1300 króna virði, 300 síðna litprentuð bók í fallegri möppu. VÍSIR í VIKULOKIN

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.