Vísir - 20.10.1970, Side 16

Vísir - 20.10.1970, Side 16
Þriðjudagur 20. október 1970. Stór- skemmdi tvo bíla ■ Eftir að hafa ekið á og stór- skemmt tvo bfla, sem stóðu mann- lausir við Hagamel stakk ökumaður inn af, en flniar við Hagamel, sem voru sjónarvottar að árekstrinum kl. 18.33 í fyrrakvöld gátu gefið lögreglunni lýsingu á bílnum ásamt skrásetningarnúmeri. ■ Bíllinn var hvergi sjáanlegur, þegar komið var á staðinn, en fljót lega hafðist upp á því hver væri eigandi hans og óku lögreglumenn irnir, sem leið lá heim til hans. Stóð bíllinn fyrir utan heimili mannsins en maöurinn var heima við. Hann var færður á lögreglustöðina, en reyndist svo ölvaöur að hann var varla mælandi. Leikur grunu.r á því að hann hafi ekið bifreiðinni. —GP Síldin gaf færi á sér í nótt — og afli var góður hjá fjölda báta © Síldveiði var í nótt. Blíðskaparveður er á miðunum fyrir sunnan land. Hefur áttin eitt- hvað snúizt og búizt við að vindátt fari að gerast austlæg. Pjöldi báta var á síldarmiöum og tilkynnti um afla í morgun. Piestir lönduðu í Grindavfk og Þorlákshöfn, en einnig sigldu nokkrir með aifla upp á Akranes og til Reykjavkur. Síldin er blönduð sem fyrr, en verður að teljast sæmileg söltunarsild. Plestir bátar fengu sfldina 15—30 mflur undan Krísuvíkurbergi, en einnig var lóðað á sfld uppi í hrauninu, svo kallaöa, en þar þora fæstir að kasta, Albert landaði f morgun 40 t f Grindavík og Héðinn 25 tonn um á sama stað. Skarðsvík var komin með 40—50 tonn í morg un en ekki búin að landa. Gsli Ámi landaði 25 tonnum í Þorlákshöfn og Ásberg landaði 40 tonnum, einnig í Þorlákshöfn. Aðrir fengu minni alfla, allt niður fyrir 10 tonn. Sem fyrr segir eru síldarbátar nú fyrir sunnan land, eða á svip uðum slóðum og sfld hefur helzt verið að hafa í haust, en hins vegar virðist sfld alveg horfin af miðunum undan Snæfells- jökili og er enginn bátur þar nú. —GG Fylgjast með r æk j uveiðunum — Er hætta á ofveiði fyrir vestan? • Rækjuveiðin á ísafjarðar- djúpi hefur nú staðið í hálf- an mánuð, eða liðlega það. 320 tonn af rækjunni eru komin á land og verður það að kallast góður afli, þar eð hámarksafli á viku má ekki vera meira en 160 tonn. Fyrstu vikuna veiddust þannig 130 tonn, en vikuna þar á eftir 190 — og verða Isfirðingar að teljast lagnir að hitta á hámarkstonnafjöld ann. Rækjan veiðist á svæðinu frá Vigur og inn undir Reykjanes, en Fylgjast með hó- marksþunganum Lögreglan fylgist stöðugt með þvi að reglur um leyfilegan há- marksþunga á vörubifreiðum séu ekki brotnar. Freistast bíl- stjórar oft til að flytja meira magn en leyfilegt er, einkum ef þeir flytja í ákvæðisvinnu. Hér er lögreglan að spjalla við tvo bflstjóra á leið í álverið í gær- dag. bátar halda sig hélzt undir Snæ- fjallaströndinni. Á miðin er upp undir 3ja tíma stím frá ísafirði, en nú í haust hafa 45 bátar stundað rækjuveiöar frá ísafirði. I fyrra voru þeir 32 og eru menn örlítiö uggandi yfir aö um ofveiði geti orðið að ræða, þar eöa hámarks- afli sem hver bátur má koma með hverju sinni er 6 tonn og safnast þegar saman kemur. Nú eru 2 menn á vegum Hafrannsóknastofn- unarinnar fyrir vestan og fylgjast þeir meö veiðunum um hríð. 5 aðilar á ísafirði taka við rækju í vinnslu og hafa nú 4 þeirra tekið í notkun sérstakar vélar til að piMa með rækjuna. Þeir aðilar sem Vísir ræddi við í morgun, létu vel af vélum þessum, en töldu þó ekki koma næga reynslu á til að hægt væri aö tala um áberandi kosti fram yfir það að pilla meö handafli. Verö á rækju frá 1. sept. 1970 til 31. ág. ’71 er kr. 15,80 kg. af stórri rækju, þ. e. miðað við að 220 stk. séu í kg. og kr 13,75 kg. af smárri rækju, en þá er miðað við að 221 stk. eða fl'eiri séu í hverju kg. — GG Átta þúsund lítrar af gasolíu runnu á Reykjanes brautina hjá Stapa, þegar tengivagn slitnaöi aftan úr olíuflutningabíl og hvolfdi á veginum. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var fengið til þess að hreinsa olíuna burt. 8 ÞÚSUND LÍTRAR AF 0LÍU RUNNU Á VEGINN Átta tonna tengivagn við olíu- flutningabíl frá Skeijungi hvolfdi á Reykjanesbraut suður á móts við Stapa í gærdag um kl. 1.40. Rann allur olíufarmurinn úr vagninum — 8000 lítrar — út á brautina og varð að kveðja til slökkvilið af Keflavíkurflugvelli til þess að hreinsa oliuna af brautinni. Bíllinn flutti gasolíu til kynding- ar í húsum og hafði vagn i eftir- dragi, sem í var olía líka. Á móts við Stapa varð bflstjórinn þess var, aö vagninn hegðaði sér einkenni- lega, hoppaði á veginum og fylgdi illa bifreiðinni, en skyndilega sleit vagninn sundur beizlið, sem tengdi saman bifreið og vagn. Skipti eng- um togum, að vagninum hvolfdi á miðjum veginum. Svo virtist sem hjólin á vagnin- um væru öll blýföst, enda sýndist mönnum eftir á að rofnað hefði loftslanga, sem tengir hemlabúnað tengivagnsins við hemlabúnað bfls ins. Hemlabúnaður tengivagnsins er þannig geröur, að hann hernlar öll hjól vagnsins um leið og loft- slanga þessi fer úr sambandi, en það er öryggisráðstöfun til þess að vagninn geti ekki runniö, ef hann slitnar aftan úr. — GP Skjótandi rjúpnaskyttur á leitarsvæðinu Leitinni að Viktori Hansen haldið áfram i dag Leitinni að Viktori Hansendeilda frá Borgarnesi, Akranesi verður haldið áfram í dag af sama krafti og undanfarna tvo daga. Flokkar slysavarna- og Laugarvatni munu bætast i hópinn, en búast má við, að nokkrir einstaklingar úr flokk- unum, sem leitað hafa verði að hætta vegna vinnu sinnar. — Það hefur tafið nokkuð fyrir í leitinni að rjúpnaskyttur hafa verið að veiðum á leitarsvæðinu bæði í gær og á sunnud. Auk þess hefur stafað hætta af þessum mönnum fyrir leitarmennina. Að því er Ámi Edwins sagði í við tali við Vísi verður reynt að þraut leita öll þau svæði í dagð sem ekki reyndist unnt að kemba í gær og fvrradag. en einnig verður leitað aftur á þeim svæðum, sem þegar hefur verið þrautleitað á. Leitar- svæðið nær allt frá Suðurlandsvegi að Hlíðarvatni og Kleifarvatni. — Tvær flugvélar leituðu úr lofti all- an daginn í gær og verður þvi sennilega haldið áfram í dag. Bngin spor hafa fundizt eftir Viktor Hansen, en ekki þykir lík- Iegt að hann hafi farið miög langt eftir að hann viWtist, þar sem hann er mjög vanur fiallamaður og veit hvemig ber að haga sér við svona aðstæður. Viktor er 40 ára, bíilstjóri að at vinnu, ókvæntur, en á aldraða móð ur á lífi, —VJ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.