Vísir - 24.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 24.10.1970, Blaðsíða 2
Tíny Tim hræddur Tlny Tim v*ar ekki búinn að vera nema viku í Englandi nýlega er hann rauk hekn aftur dauð- skelkaður. Upphaflega var gert ráð fyrir að hinn sfðhærði söngv- ari ferðaðist um og syngi 1 sex vikur, en svo gerðist það á einum fyrstu Mjómlefkunum, að er Tiny byrjaði að gala með sinni skræku falsettu rödd „Land of hope and glory“, að maður nokkur réðst aö hionium uppi á sviðinu, þreif 1 hár hans og sleit h'ann frá hljóð- nemanum. Æpti síðan, að hann vildi ekki horfa á þetta gerpi leggja England í rúst — án þess að hafast neitt að. Tiny Tim fór þá rakleitt heim til USA, ^agðist vera hræddur um að Bretar þyldu sig ekki — „þar sem er einn, þar eru fleiri“ á hann að hafa mælt spaklega. Við þaö að rjúkfe svo fyrirvara- laust í burtu, varð Tim af 25.000 pundum sem hann hafði samið við BBC um að fá fyrir að koma fram í sjónvarpsþætti. Styðja við bakið á Reagan Ronald Reagan, fyrrum leikari og síðar ríkisstjóri f Kalifomíu vestra er nú byrjaður á einni kosning'abaráttunni enn. Og ekki skortir hann þekkt nöfn að skreyta með stuðningsmanna lista sinn. Frank Sinatra (sem allir héldu að væri demókrati) styður Reagan republikana með 5000 dollara fjárgjöf. Art Link- letter olíukóngur gefur 2000 doll- ara, Paul Getty géfur 6000 doll- ara og leikararnir Bob Hope, 15000, Jack Benny, 1.5Q0 og Gene Autry, 5000 doliara. Rdagan virðist ætla að fljúga inn í kosningunum, því hann er einn um að vera í framboði núna og hefur auk þess orðið sér úti um alls 1 milljón dollara úr vösum stuöningsmanna sinna. Bretar verðlauna Rússa Bretar veittu nýlega sin merki legustu tónlistarverðlaun „The Royal Philharmonic Sociaty" gull medaliuna, sovézka sellóleikaran- um Mstislav Rostropovich. Eisenhower giftist Breta Susan Elaine Eisenhower, 18 4ra gömul dóttir Joihns Eisenhow- ers, bandariska sendiherrans I Belgfu, giftist um daginn Alex- ander nokkrum Bradshaw, 29 ára gömlum lögfræöingi, sem er son- ur brezka konsúlsins í Brussel. Sushn Elaine er sem kunnugt er sonardóttir Eisenhowers fyrr- um forseta Bandaríkjanna. Empire hæst Þett'a er hgnn Mederic Bruneau múrari. Hann er önnum kafinn við að gera Empire State bygg- inguna bandarísku að þeirri næst- hæstu í heiminum! — Jú það er rétt, sú bygging var hin hæsta, en Bruneau er heldur efcki að hækka Empire State, hann er að bolta niður sfðustu eininguna sem fest verður ofan á byggingu sem heitir World Trade Center og er sú nú orðin 1.254 fet á hæð. Það er fjórum fetum betur en Empire State nær að teygja sig í átt til himins. Kvenkyns lögreglumenn J CJ ~ CJ — „Því geðjast rhér ekki a<5", segir Leif Panduro rit- höfundur . —— Hvernig stendur á því að í leynilögreglumyndum þeim sem Bannað að hlæja The Touch“ heitir myndin og Ingmar Bergman hinn sænski er leikstjóri, en Elliott Gould hinn bandarfski leikur (aðalhlutverkið. Leikur Elliott bandarfskan fom leifafræðing sem kemur til Svf- þjóöar til að róta 1 rústum. Þar í Svíþjóð verður gift kona ófrísk af hans völdum. Gould slítur sfð- an shmbandinu við þá giftu og þunguðu, er hann kernst að því að þaö er systir hennar sem hann raunverulega elskar — þetta er fyrsta hlutverkið sem Gould fær, sem ekki telst grínhlutverk ... hverju sem það nú sætir. Þetta er líka fyrsta ameríska myndin sem Bergman stjórnar, en hún er tekin í Svíþjóð. Ög munið svo að hlæja ekki þegar þar að kemur. sjónv*arpið sýnir kemur ekki fyr- ir aö einn einasti lögreglumaður sé kvenkyns? — spyrja danskar rauðsokkur. Leif Panduro, rithöfundurinn sem íslenzkir sjónvarpsáhorfend- ur kannast við af verkinu „Geöj- ast yður að ostrum?“ svbraöi rauðsokkunum með eftirfarandi: „Mér kæmi aldrei til hugar að skrifa sjónvarpsleikrit þar sem konur sinntu lögreglustörfum. Einvöröungu vegna þess aö mér finnst að konur eigi ekki heimh f svo grófum heimi sem lögreglu- myndir mínar sýna“. I Danmörku geta stúlkur engu síður en karlar sótt um lögreglu- þjónsstöður. Samt er það svo, að við Kaupmannahafn'arlögregl- una starfa aðeins 6 konur. Á nokkrum árum, er ráönir voru 150 lögregluþjónar, sóttu aðeins 7 eða 8 konur um stööur. Og þær konur sem i lögreglunni starfa, sleppia yfirleitt við gróf- ustu — eða erfiðustu verkin. Ein þeirra sem starfar við lög- reglu Kaupmannahafnar heitir Bente Sörensen og sagði hún, að dansklar lögreglukonur sinntu helzt skrifstofustörfum, færu yfir skýrslur og yfirheyrðu fanga. „Það hefur verið framið eitt morð hér hjá okkur i minni t.ið — og þá var ég í fríi heima hjá mér. / : i j' Annars hefði. ég ekki sloppið viö það.......Jú, auðvitað stöndum viö konurnar í skugga karlm'ann- anna, en ég held þaö stafi mest- an part af því að við erum svo fáar". Lelf Pandurc^.Dytti aldrei í hug að skrifa leikrit, þar sem kon- ar væru lögreglumenn.“ ég hvili með gleraagum frá Austurstræti 20 Simi 14566.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.