Vísir - 26.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 26.10.1970, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 26. ofctóber 1970. Háskólamenntaðir kennarar fóru úr kennslu til að marsera að fjármálaráðuneyti og bera fram kröfur sínar. Eiga þeir að fá aukin laun fyrir sömu störf vegna aukinnar menntunar? Reglustikurnar á lofti — „Sömu laun fyrir sömu vinnu" eðo „sömu laun fyrir sömu menntun"? Nú eru kennarar a. m. k. sumir þeirra, farnir að marsera með miklum gauragangi eins og nemendurnir gerðu í fyrra, þó að tilgangurinn sé ef til vil annar. Félag háskólamennt- aðra kennara vakti athygli á mismunandi viðhorfum kenn- arastéttarinnar til launamála í kröfugöngu sinni aö fjármála- ráöuneytinu í fyrri viku, en þeir eins og fleiri háskólamennt- aðir menn telja sig ekki lengur eiga samleið með öðrum launamönnum í þjónustu hins opinbera. Háskólamenntaðir kennarar hafa nokkra sérstööu innan raða háskólamanna þar sem þeir vinna í mörgum tilfellum nákvæmlega sömu vinnu og aðrir kennarar, sem ekki hafa háskólastimpilinn upp á vasann. Því er fróðlegt að kynnast viðhorfum hinna þriggja kennarasamtaka, sem endurspegla hin mismunandi viðhorf til menntunar og launamála, þar sem deilan stendur ef til vill fyrst og fremst um „sömu laun fyrir sömu vinnu“ eða „sömu laun fyrir sömu menntun." Ingólfur Þorkelsson, formað- úr Féiags háskólamenntaðra kennara: Okkar stefna er framtíð- arstefna ekki henti- stefna □ Okkar stefna í launamál- um kennara er framtíðar- stefna, ekki hentistefna. Stefnan er sú aö launa eigi kennara eftir réttindum og menntun, en ekki eftir skóla- stigum. I sem stytztu máli teljum viö þessa stefnu nauð- synlega af þremur höfuö- ástæðum: 1. Hún er nauðsynleg til að hvetja menn til að afla sér mennt unar fyrir starf sitt. 2. Hún er réttlát vegna þess, að kennarar, sérstaklega mennt aðir til kennslu, hafa kostað nám sitt sjálfir. Til að tryggja þeim sömu ævitekjur verða þeir því a. m. k. aö hafa hærri laun sem því nemur. 3. Hún er skynsamleg og forsenda þess, að lægri skóla- stigum verði tryggður viðunandi kennarakostur. Við teljum, að ekki eigi að launa kennara eftir kennslustig um og þeim lágmarkskröfum, sem gerðar eru til kennara á viökomandi kennslustigi. Með þeirri stefnu eru ákveðin skóla stig rænd annars hæfum kenn- urum, sem að sjálifsögðu leita þangað, sem kjörin eru bezt. Þannig á maður, sem hefur t. d. cand mag próf, aö fá laun sam- kvæmt þvi, jafnvel þó að hann kenni á skólastigi, þar sem kraf- izt er B.A. prófs. Viö teljum að í framtíðinni komi ekki til greina, að þeir, sem ekki hafa aflað sér mennt- unar, hafi sömu laun og aðrir, sem hafa gert það Sú stefna í launamálum, að meta eigi til jafns 4 ár í starfi og 1 ár I námi er fráleit, en þá stefnu virðast þeir háfá 'fuí'ltrúar fjár- málaráðimeytisjns og BSRB; cn Sú stefna miðar aðeins að því, að menn hefji kennslu án menntunar og forpokist svo i þessi 15 ár, sem á vantar tiil að þeir fái sömu laun. Ég segi forpokast, þvf að svo sannarlega þurfa kennarar eins og svo marg ir aðrir starfshópar að endur- nýja sína þekkingu meö nýjum tímum. Ég tel að rfkisstjórninni sé skylt að hafa heildarstetfnu 1 menntamálum og launamálum. Hins vegar ber menntamálaráð- herra endanlega ábyrgð ef hvik að er frá skynsamlegri hei’ldar- stetfnu. Ólafur S. Ólafsson, formaður Landssambands framhalds- skólakennara: Kennurum með BA-próf fækkað þrátt fyrir forgangsrétt Ég hef nú satt að segja ekki skilið hvaða tilgangi þessi gaura gangur Félags háskólamennt- aðra kennara á að þjóna. í sumar sendum við frá okkur sameiginlegt álit á þvf, hvemig framtíðarstefna í kennslumáll- um eigi að vera, en þar kemur fram að stefna beri að aukinni menntun kennarastéttarinnar. — Samkvæmt s-tarfsmati kemur fram, að háskólamenntaðir kenn arar fái hærri laun, en hinir og þannig hefur það verið í raun. Frá 1952 fengu menn með B.A. próf forgangsrétt til kennara- starfa á framhaldsskólastiginu og hærri laun frá 1983. Þrátt fyrir þetta hefur það komið í ljós, að kennurum með B.A. próf hefur fækkaö hlutfallslega á tímabilinu frá 1963 samkvæmt , könnun Félags háskólamennt- aðra kennara. Þrátt fyrir for- gangsrétt háskólamenntaðra manna eru nú 60—70% með í félagi þeirra, en um 700 í Lands sambandi framhaldsskóiakenn- ara. Við höfum sízt á móti því, að háskólamenntaöir kennarar á gagnifræðaskólastigi komizt upp í launum, en við teljum aðeins, að þeir menn, sem hafa haldið uppi kennslunni á þessu stigi, hafi tækifæri til þess að vinna sig upp í sömu laun með starfs aldri. Á hvað löngum tíma þetta skal gerast er svo annað mál, sem má reyna að semja um. Með tímanum öðlast menn starfsreynsiu, sem hlýtur að vera einhvers virði, en einnig má benda á aö 70—80% kenn- ara sóttu t. d. námskeið í sum ar, sem gepr þá hæfari í starfi. Við höfum sízt á móti þvi að kennarar fái aukin laun við rneiri menntun, en það er máil rfkisvaldsins, hvort það vill ráða kennara" fyrir ;ákveðið stólasjtrgj með'meiri menntunj.en tilslcihð, er á því stigitf Þaö er sem sagt mál ríkisyaldsins að gera upp við sig hvort það vill kosta meiru til en nauösynlegt er, en ekki kennarasamtaka. Að öðru leyti vil ég vísa til greinar í nýútkomnum Mennta málum, þar sem Landssamband framhaldsskólakennara túllkar afstöðu sína varðandi menntun kennar. Þar segir m. a.: „Með EiliHti til endurskipu- lagningar Kennaraskóla íslands, þar sem geit er ráð fyrir stúd entsprófi eða öðru sambærilegu prófi sem aðalinntökuskilyrði, er eðlilegt, að fela þeim sköla einnig undirbúningsmenntun ffamhaldsskólakennara þar sem a. m. k. kennaraefni bóklegra greina undirbúi sig fyrir sér- greinar sínar og fái að loknu námi þar fyltetu réttindi til kennsiu i unglinga- og gagn- fræðaskólum." „Varðandi kennara án fyl'lstu réttinda, sem komnir eru í fast starf og vilia gera kennsilu að ævistarfi gildi: a) Löng sitarfsreynsla veiti ful'l kennsluréttindi skilyrðis- laust. b) Rfkisstjóm beri skýlda til að getfa þeim, sem styttri starfs reynslu hafa, kost á námi sam hliða starfi, er veitt geti fu-11 kennsluréttindi.“ „Skilyrði fyrir stöðuveitingu í framtíðinni: 1. Lokapróf frá kennarahá- s'kóla, er ful'lnægi kröfum til kennslu í unglinga- og gagn- fræðaskólum. 2. B.A. próf eða lokapröf frá Háskó-la Islands í viðkomandi kennslugreinum, hvort tveggja að viðbættu prófi í uppeldis- og kennslufræðum. 3. Próf frá erlendum háskóla, .sem metin eru jafngild ásamt prófum í uppeldis- og kennslu- fræðum. 4. Lokapróf frá þeim skólum, sem undirbúa kennara í ýmsum sérgreinum." Svavar Helgason, fram- kvæmdastjóri Bandalags ísl. barnakennara: Hærri laun fyrir aukna menntun Allt frá stofnun samtakanna 1921 hefur Santband fsl. bama- kennara litið svo á, að grund- völlur að framförum innan skól- anna sé menntum kennaranna. Með hliðsjón af því, að sú krafa verður æ rfkari, að skólamir ta-ki að sér stærri hluta af upp eldi bamanna, verður einnig að krefjast aukinnar menntunar kennaranna. Alyktun UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 1966, ber þetta Jrjeii>iiígr!WfV. ,í>ftr| ,segir, að þlutverk skólanna sé að þroska. skapgerð einstaklinganna, stuðla að and'legri, siöferðislegri, félags legri, menningarle-gri og hag- rænni þróim þjóðfélagsins. Til að rísa undir þessari kröfu þurfa kennarar að hafa staðgóða menntun. Það er því stefna bandalags- ins eins o-g fram ko-m á full- trúaráðsifundi í vor, að kennara nám skuli vera sémám á há- skólastigi, en samkvæmt þvi var lagt til að inntökuskilyrði f kennaraskólann verði stúdents próf, en vegna fámennis okkar þjóðfélags var lagt til að tfam- vinna væri á milli kennaraskól- ans og háskólans tiil að nýta betur starfs'kraftama. Okkar krafa er sú, að greiða eigi kennurum laun eftir mennt un, en jafnframt hefur þess ver ið krafizt að kennurum á skyldu námsstigi verði greidd sömu laun, jatfnt á barnaskólastigi og gagnfræðaskólastigi hafi þeir sömu menntun. Við teljum, að þaö sé röng stetfna að launa eftir skólastigum. Þá teljum við, að með auknum kröfum til kennara , á bama- s'kólastigi eigi að lyfta upp laun um allra þeirra, sem hafa rétt til að kenna þar samkvæmt eldri kröfum, þar sem ekki sé hægt að véfeneja rétt þeirra manna, sem hófu kennslu, þeg ar kröfumar voru kannski minni. Meginstefnan f launamálum ríkisvaldsins á að miða að því að hvetja menn til að auka sér- menntun sína. Menn eigi því að taka hærri laun fyrir meiri menntun fyrst og fremst, en ekki endilega sömu laun fyrir sömu störf. Þetta er raunar við urkennt að nokkru i dag, þar sem bamakennarar meú eins árs sérnámi eftir tilskilið kenn aranám komust upp um einn launaflokk. — VJ fcW; — Teljið þér að háskóla- menntaðir kennarar eigi að fá hærri laun en aðrir cennarar? Jónas Ásgrímsson rafvirki. Ég held aö hæfni eigi að ráða laun um. Nikulás Sigfússon læ-knir. Ég tel það eðlilegt að þeir sem leggja á sig aukalegt nám fái greitt fyrir það. Skúli Sveinsson lögregl-uþjónn Ég álit að þeir ættu að fá að- eins hærri laun en það má deila um hvað mikiö hæri þau ættu að vera. Haraldur Hannesson, vélstjóri. Mér finnst að meiri menntun krefjist hærri launa. Úlfur Haraldsson verkfræðing- ur. Sjálfsagt að menn fái umb- un fyrir meiri menntun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.