Vísir - 12.11.1970, Side 8
V í S IR . Fimmtudagur 12. nóvember 1970.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdast jóri: Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson
Fróttastjðri: Jón Birgir Pétursson
RitstiórnarfuHtriii: Vaidimar H. Jóhannesson
Auglýslngar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugðtu 3b Sími 11660
Ritstiórn: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðia Vtsis — Edda hf.
Tvenns konar gagnrýni
\ður en verðstöðvunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar
kom fram, óttuðust margir, að í því mundu felast
bungbærar byrðar á almenning. Svo reyndist ekki
vera. Verðstöðvunarfrumvarpið miðar einmitt að því
að vernda lífskjör almennings og tryggja, að sú kjara-
bót, sem náðist í vor, verði raunhæf og varanleg.
Tíetta sér fólk og hefur því tekið verðstöðvuninni
mjög vel.
Meðal andstæðinga ríkisstjórnarinnar á alþingi er
allt annað uppi á teningnum. Þar hefur frumvarpið
sætt harðri gagnrýni. Það er raunar engin furða, því
að kosningar eru framundan, og á slíkum tíma hafa
stjórnarlið og stjómarandstaða ekki tilhneigingu til
ð vera sammála um eitt né neitt. Þessi gagnrýni
síjómarandstæðinga á frumvarpið hefur einkum
einzt að tvennu: Frestun tveggja vísitölustiga og
ingum aðdraganda verðstöðvunarinnar.
Jóhann Hafstein forsætisráðherra hefur verið gagn-
rýndur fyrir að boðjt. verðstöðvunina ekki fyrirvara-
'aust og beinlínis vérið kærður fyrir að segja fyrir-
ram frá henni í sjónvarpinu. En það var raunar ekki
hægt að standa að verðstöðvuninni, án þess að menn
vissu, hvað var á seyði. Varía er hægt að áfellast for-
sætisráðherra fyrir að segja alþjóð frá ráðagerðum,
sem allir framámenn í stéttarfélögum og atvinnu-
rekstri vissu um áður.
Ummæli hans leiddu ekki til þess, að verðlag hækk-
aði fyrir verðstöðvun. Verðlagseftirlitið var í fullu
lildi og var óvenju virkt um þessar mundir. Og ekki
voru aðrir undanþegnir slíku eftirliti en þeir, sem þurfa
að keppa við erlendar vörur, annaðhvort á erlend-
um markaði eða hér á heimamarkaði. Og svo má
íka minna á, að í Danmörku var miklu lengri að-
dragandi að verðstöðvuninni, sem gekk þar í gildi
fyrir nokkmm dögum. Um öll atriði hennar, smá og
stór, hafði verið fjailað í blöðunum vikum og mán-
uðum saman. Þar vissi öll þjóðin um verðstöðvun-
ina löngu áður en hún tók gildi.
Hvað snertir vísitölustigin tvö, má ekki gleyma
bví, að þar er aðeins um að ræða frestun en ekki
brottnám. Þessi tvö stig ganga inn í kaupgjaldsvísi-
töluna 1. september á næsta ári. Og raunverulega
er ekki heldur um að ræða neina tímabundna skerð-
ingu, því að ella hefði verðbólgan valdið launþegum
meira tafatapi en þessi frestun nemur.
Tafatapið felst í því, að kaupgjaldsvísitalan er mið-
uð við verðhækkanir, sem orðið hafa allt að fjómm
mánuðum áður. Þegar verðbólga er mikil, bíða laun-
þegar tjón af því, að launahækkanimar eru stöðugt
á eftir. Þegar verðstöðvun ríkir og verðbólga er eng-
in. verða launþegar ekki fyrir slíku tafatapi. Ef verð-
stöðvunin hefði ekki verið framkvæmd, hefði tafa-
taD launþega numið 2—3 vísitölustigum, og það er
melri skerðing en hin umdeilda frestun nemur. Gagn-
rýnin á frestunina er því byggð á ákaflega veikum
jrunni.
i
I
)
)
.(
Y
)
)
\
((
11
w
g
[{
(í
í hassvímu
— fullyrt er, oð allt að 70 af hverjum 100
bandarískum hermönnum / Víefnam
neyti eiturlyfja
Ungir Bandaríkjamenn í utanlandsferð með hasspípuna. —
„Eiturlyfjaneyzlan í Víetnam er ekkert meiri en gerist með
sömu aldursflokkum í Ameríku“, segir herstjómin.
B Eiturlyfjaneyzla er talin
hafa ráðið miklu um
fjöldamorðin í My Lai, og hef
ur verið fullyrt, að banda-
rísku hermennimir þar hafi
verið undir áhrifum eitur-
lyfja. Neyzla eiturlyfja er orð
in slíkt vandamál í banda-
ríska hernum í Víetnam, að
nýlega fengu yfirmenn sér-
stakan bækiing í hendur frá
herstjórninni um þetta efni.
Er þar kennt, hvemig iiðs-
foringjar og aðrir yfirmenn
geti greint það á undirmönn-
um sinum, hvort þeir séu eit-
urlyfjaneytendur.
82 léíust
Herstjórnin skýrði frá þvi i
síðustu viku, að könnun meðal
1076 hermanna heföi leitt f ljós,
aö 31 af hverjum 100 neytti eit
urlyfja að staöaldri, og 30 af
100 til viöbótar kváðust hafa
reynt eiturlyf. Mhrgir kunnugir
telja, að jafnvel þessar háu töl
ur séu allt of lágar. í reyndinni
neyti meira en 70 af hverjum
100 hermönnum í Víetnam eitur
lyfja að staöaldri.
Opinber*ar tölur hersins greina.
að 18 hermenn I Víetnam hafi
látið l'ífið af völdum eiturlyfja-
neyzlu á fyrstu tíu mánuðum
þessa árs. 64 dauðsföll að auki
,,kunni að vera“ af völdum eit
urlyfja.
í framangreindum bæklingi
herstjómarinnar segir, að liðs
foringi f lítilli sveit sé mikil
vægasti hlekkurinn f baráttunni
við eiturlyfin. Hann sé, frekar
en æðri yfirmenn, í beztri aö-
stöðu til að fylgjast með eitur
lyfj'aneyzlunni. Því þurfi hann
að vera vel á verði.
„Fylgizt með pappírs-
pokum og vásaklútum“
Þá er tafla, sem á að vera
gagnleg við þetta eftirlit. —
„Fvigizt með“, segir f bæklingn-
um, „öllum límílátum, stórum
pappírspokum eða vasaklútum,
tómum Iyfjaflöskum, lykt af
bremndum laufum, komum í
földum fata, lit á fingrum. —
Með aðstoð töflunnar eiga liðs
foringjamir að geta greint
hvers konar eiturlyfjanotkun
mann'a sinna, allt frá því að
þeir „lykti af lími eða máln-
ingu“ til opíums og hass.
Herstjómin segir, að „vegna
þess, hversu háðir við erum
hver öðrum við þessar styrj-
aldaraðstæður, hljóti vandamál
eiturlyfjhnna að vera miklu
meira en ella, þótt líklega neyti
hermenn ekki frekar eiturlyfja
en fólk heima í Bandaríkjunum
í sömu aldursflokkum og þjóö
félagsstétt og hermennimir eru
úr.“
Umsjón: Haukur Helgason.
Óttast ekki refsingu
Æðstu herforingjar Bandhríkj
anna í Víetnam segja, að vanda
máliö sé sérstaklega illviðráðan
legt þ'ar. Auðvelt sé fyrir her-
mennina að komast yfir eiturlyf
in og vandalftið að fela þau.
Ekki séu til staðar neinar fljót
legar og auðveld'ar aðferðir til
að mæla, hvort eiturlyf séu í
mannslíkamanum. Svo erfitt og
flókið hafi reynzt að sækja söku
dólga til saka, að óttinn við
refsingu skipti varla lengur
neinu meöal -hermannanna.
Þarna verði liösforinginn að
koma til. Engin veraleg eitur-
lyfjfeneyzla geti farið fram hjá
þeim, vegna þess hversu náin
tengsl era milli þeirra og ó-
breyttra hermanna. Hitt er svo
annað mál, hvort þessi tilmæli
herstjómarinnar til liðsforingj-
anna komi að gagni, þar sem
búast má við, að margur liðs-
foringinn sé eiturlyfjaneytandi
sjálfur.
Kallaðir þverhausar
1 orösendingu herstjómarinn-
ar er fjallað um fefstöðu neyt-
enda til þeirra, sem ekki vilji
neyta eiturlyfja. Neytendur
mikli fyrir öðram kostina og á-
nægjuna af eiturlyfjum. — Þeir
vísi skilyrðislaust á bug sér-
hverjum möguleika á óæskileg
um áhrifum, neiti feð viður-
kenna, að þeir hafl nokkurt
tjón af, og kalli þá þverhausa,
sem ekki vilja.
Á hinn bóginn veröi neytend
urnir fyrir aðkasti hinna, sem
skipi þeim öllum f samfe flokk.
Þeir séu hippar og villingar,
félagsleg úrþvætti og efni f
glæpamenn.
„'Sannleikurinn liggur ein-
hvers staðar á milli þessara
tveggja öfga“, segir í bæklingn
um.
Þá fj'allar bæklingurinn um
hvers konar neyzlu eiturlyfja
og byrjar á áfengi, sem „sé yf
irleitt látið ómótmælt heima i
Ameríku, en skapi hins vegar
alvarleg vandamál í hemum ef
neyzlan er úr hófi fram.“
Einkenni þeirra, sem neyta
hass í stórum skömmtum, sé
þurrkur i munni, hraður púls,
aukinn blóðþrýstingur, stundum
ógleöi og uppköst, óseðjandi
löngun í sætindi og ört þvag-
lát. Menn hafi litla þolinmæði,
æsist upp að tilefnislausu og
geti átt það til að bregðast við
áreitni af tryllingi. — „Slfkir
menn eru stööug ógnun við her
sveitina, og skyldu þeir hvattir
til að leita sér læknishjálpar.“
Pillur, sem „steikja
á þér heilann“
Hvarvetna er auðvelt að fá
„pillur" í lyfjabúðum í Víetnam
sem menn taki til feð „komast :
stuö". Oft valdi þessar pillur
dauða. Sumar beinlínis .steiki í
bér heilann'. Margar valdi þung
'yndi, sem leiöi til sjálfsmorða.
Eiturlyfjaneyzlfen sé svó mik-
il í Víetnam, sem raun ber vitni.
vegna þess, hversu auðvelt jré
að komast yfir efnfn og hve'.-su
ódýr þau eru. Mikil leiöindl ^éu
meðal hermanna, sem ýti undir
neyzluna. Einnig séu þeir hrædd
ir og vilji „flýjfe“ raunveraleik-
ann.